Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 24.05.1954, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 24.05.1954, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mániídagurinn 24. maí 1954 ■ ■' ■■■■■— _■ "■ ■■■'■ ' .....» Kouni, Skarphéðinn, Malin, Edda; Einar, Brynjólfur, Emilía, Margrét LEIKFÉLAG REYKJA VIKUR Eftir YÐAK EINLÆGAN Leikstjóri: GUNNAK HANSEN ’en fremur ófimlegar tilraunir til „shawisks stíls“ skjóti upp kolli „á stundum“. Kímnigáfa er óneitanlega fyrir hendi en ekki vel unnið úr atriðunum, sem bezt gætu orðið. Ástarat- riðin (þau alvarlegri) eru undantekningarlaust beint úr þeirri ,,literature“, sem l>élt fyrirstríðsvinnustúlkum vak- andi heilar nætur og vakti hjá þeim drauma, sem sjaldnast rættust. — O — ! Menn hljóta að skrifa allt hið góða við uppsetningu leik ritsins hjá Gunnari Hansen leikstjóra. Leikritshandritið sá ég ekki og veit þar af leið- andi ekki leiðbeiningar höf- undar í atriðum, sem snúa að einstökum leikendum og svið inu sjálfu. Það hlýtur að vera nokkrum erfiðleikum bundið að stjórna leikriti (8 persón ur) með fjórum byrjendum, tveim viðvaningum og tveim þaulvönum leikendum. Hér hefur furðanlega vel tekizt. Bezt ritaða hlutverkið Malinu Miðvikudagskvöld. Höfundur leikritsins Gimb- III, sem felur sig bak við dul- nefnið „Yðar einlægur“, seg- ir í stuttri greinargerð í leik- skránni: „Ef Bemhard heit- inn Shaw hefði samið þetta leikrit, þá hefði það óneitan- lega orðið betra“. Um sann- leiksgildi þessarar setningar skal ekki deilt, en hinsvegar er það óneitanlega burðugt af nýjum höfundi, að byrja á því að likja sér saman við Shaw, þótt ekki sé nema í meinlausu gamni. Shaw samdi nefnilega nokkur léleg leikrit og hann var fyrstur allra til að játa það, en „Yðar einlæg- ur“ játar hvergi í téðri grein að hann sé lélegur, heldur að- eins það, að verr hefði varla tekizt þótt hann væri einhver annar en hann er, t.d. list- fræðingur. Af hverju höfund- Ur felur sig skal ekki sagt. l>að er tiltölulega saklaust að semja léleg leikrit, og þó er þetta svo sem ekkert verra en aðrar tilraunir til leikrit- unar, og margt vel brúklegt. Ekki er það stjómmálanna vegna, sem hann felur sig, ekki klúryrðanna (þau eru ekki með) ekki kven- né karlþjóðarinnar. Vart mun það vera Bandaríkjanna vegna nema þá McCarthys, en ólíklegt er, að hann telji sér það samboðið a. m. k. með- an liann berst in solidum við bandaríska herinn. Nei, það er óþarfi fyrir höf- undinn að felast. Leikritið er ekki gott, en vera má, að ein- hverntíma skapi ,,Yðar ein- lægur“ sjónleik, sem réttlætt getur tilveru sína á leiksviði hjálparlaust. Það, sem rétt- lætti sýninguna í kvöld, var góð leikstjórn, og oft mjög góður leikúr i tveim til þrem hlutverkum. Sumir höf- undar verða það sem kallað er „fyrir áhnfum“ eldri meist ara í listgreinum sínum. En áhrifanna gætir þá oft mest í almennu verkavali;þeir vinna úr líkum verkefnum en alltaf sjálfstætt, frumlega. Höfund- ur Gimbils hefur einnig orðið „fyrir áhrifum", en hann vinnur ekki sjálfstætt og er sjaldan fnunlegur, því að mestu er efnið „lánað“ •— hugmyndin, persónurnar, orðaskiptin, og I þessu tilfelli dulnefnið „Yðar einlægur“ — „Yours sincere- ly“. Kunnastur er meistari Einlægur „Elsku Rut“ þótt ivíða að skjóti einstökum per- sónum hans, en „búlkinn“ fær hann hjá ,,Rut“ þótt ótrauðar, er annað mál. Margrét Ölafs- dóttir er mjög skemmtileg í hlutverki Eddu. Hún nær mörgu ágætu úr hlutverkinu, frjálsmann- leg, unggæðisleg, framsögnin skýr. Einar Ingi Sigurðsson, Konni, tekur nokkuð djúpt á árinni í glensinu, mætti tempra hreyfingar og radd- breytingar meira. Valdimar Lámsson, Bárður, vinnur samviskusamlega úr hlut- verki sínu. Hlutverk Guð- mundar Pálssonar, Ragnar, hefur allt á móti sér og leikar- inn getur þar lítið bætt úr. Hlutverk sem þetta verða vön um oft fótakefli og vonlaust með öllu er óvanir eiga í hlut. Líku máli gegnir um Eelgu Bachnmnn, Jörgínu; hlutverl: ið er hvorki fugl né fiskur, ungfrúin óvön. Leiftri brá fyrir hjá Birgi Brýnjólfssyni, Klóa, stælgæa í orðsins fyrstu merkingu, allendis ófeim- inn og nokkuð góður. Undirritaður telur ástæðu- lítið og gagnslaust að átelja Guðmmid, Einar og Helgu, fyrir leikinn í kvöld. Hlut- verkin voru hvert öðru hvim- leiðara og vitanlega ofviða nýliðum. Leikstjórinn hefur náð furðu miklu úr leikritinu í heild og leikendum. Um hitt Konni, Einar Ingi Sigurffsson, Edda, Margrét Ólafsdóttir. Bárður, Valdimar Lárusson, Jörgina, Helga Bachmann. Hádal er leikið af Emilíu Jónasdóttur, allsnjallt hlut- verk prýðilega túlkað, frúin hressandi og f jörug, lifandi í öllu amstri og áhyggjum dag- lega lífsins, stolt á smáþorp- ara vísu og smellin, skýr í tali og létt í hreyfingum. Tví- mælalaust bezta túlkun kvöldsins. Brynjólfur Jóhann esson, Skarphéðinn, kemst þegar í byrjun í vandræði með hlutverk sitt. Hlutverkið er samt síður en svo vanda- samt; þetta er fimmta flokks hlutverk, furðu- lega ómerkilega unnið, þótt höfundur ætlist til mikils af því. Spurningin er ekki hvort leikarinn nái hlutverkinu, heldur hvort hlutverkið nái leikaranum. Brynjólfur per- sónulega er það sterkur á sviði, að Skarphéðinn sker sig ekki að marki úr heildinni, en hann verður samt ákaf- lega óraunverulegur sleði, drattast á milli fullur af „reynslu“, góðlátlegur en al- veg persónulaus. Leikarinn bjargar þyí sem bjargað verð- ur, en hvort það er þess virði verður ekki deilt, að þótt brúk legir kaflar séu í sýningunni, þá er leikrituninni svo ábóta- vant, að vafasamt verður að fyrir leikritahöfunda að senda inn svona unnin verk í þeirri von að þau verði sýnd sem hvatning fyrir íslenzka leikritun. Gloppurnar og göt- in voru of mörg til þess að leikritið væri sýningarhæft. Þetta gæti eflaust gengið úti í sveitunum, en sem sýnishorn af leikmennt höfuðstaðarins getur það ekki gengið. Leikritavalsnefnd Leikfé- lags Reykjavíkur ber ábyrgð á þessum mistökum. Sé þetta tilraun til fjáröflunar, þá er of langt' jjengið í „meþót- unni“, sé þetta hvatning til innlendrar leikritunar er þctta hættulegt og allir sjá, að þctta er ekki dýrkun list- arinnar 1 nokkurri mynd. Herra ,,Ei:ilægur“ er sýni- lega hrifinn áf zjálfurn sér og Shaw, en, þvi miður, sér mað- ur ekki stóra ástæðu til’þess að ,,samhrífast“ honum i því fymiefnda. Að öllu athúguðu má segja að leikár L. R., sem hófst á „Undir heillastjöniu“ hafi endar undir óheilla- stjörnu, þótt brúklegar sýn- ingar hafi verið á milli. A. B. SOKKAR HEIIJISÖLU BIKGUIK ÍSLENZK-ERLENDA VÉRZLUNARFELAGIÐ H.F. Garðastræti 2—4. Sími 5333.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.