Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 24.05.1954, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 24.05.1954, Blaðsíða 5
Mánudagurinn 24. maL 1954 MANUDAGSBLAÐIÐ rfð Spjörum okkur í sundinu! Jæja, þá er önnur Samnor- ræna sundkeppnin hafin, og ber nú öllum, sem vettlingi vakla, að reyna að spjara sig. Sumarið 1951 voru ótrúlega margir, t. d. margar fullorðn- ar konur, sem aldrei höfðu kunnað að synda fyrr, sem drifu sig í það að læra að synda í hvelli, til að þátt- taka íslands í keppn: mi yrði sem glæsilegust. Þes-ar ný- útlærðu konur láta eflaust ekki standa á sér að mæta til keppni í þetta sinn, og er von- andi að bæði ungir og gamlir bætist nú í hópinn í svo ríkum mæli, að við höldum virðing- arheiti >«kkar, sem mesta sundþjóð Norðurlandanna. Nú auglýsir Simdhöllin og Sundlaugarnar sérstaka kvennatíma, og mun þá vera hægt að fá tilsögn í sundi ó- keypis eða fyrir mjög lítinn pening. Þetta ættu allar kon- ur að notfæra sér, því að sund ið er bæði holl, gagnleg og skemmtileg íþrótt. Konur, sem fyrir feimnisakir, láta hjá líða að sækja sund að jafn aði, ættu nú ótrauðar að nota kvennatímana, — og vinna um leið að metnaðannáli allr- ar þjóðarinnar með því að freista þess ]að feynda 200 metrana. Það reyndist mörgvun ungum og fullfrískum furðu erfitt að svamla tvö hundruð metrana 1951, og stafaði það þá oft af tóbaks- reykinga-mæði, æfingarleysi eða þá bara venjulegu tóm- læti og áhugaleysi. En við skulum öll hafa það í huga, að það kostar ekkert að reyna, — og reyna svo einu sinni aftur — og er því engin á- stæða fyrir neinn, sem eitt- hvað kann að synda, að liggja á liði sínu. Árið 1951 var á- huginn almennt mikill meðal fólks fyrir því að vinna keppn ina, og er vonandi að hann erði ekki minni núna í sum- r. Gott ráð ! í í Yngsta kynslóðin, krakk- arnir sem nýbúnir eru að læra að fleyta sér, eru nú fullir af áhuga fyrir að synda 200 metrana, enda þykir það ekki lítill vegsauki þeirra á með- al, að hafa rétt til þess bera sundmerkið í barmi sér. Tvö lítil systkini, telpan ca. 10 ára og strákurinn 7—8 ára, sátu fyrir framan mig í Strætó í gær, og ræddust hátt og snjallt við um þetta mikla spursmál. Telpan: „Eg reyndi aftur í morgun, og var nærri búin að synda 200 metra, mig vant aði bara tvær bunur upp á, en þá var ég orðin svo þreytt, að ég varð að hætta.“ Drengurinn: „Iss. Eg get vel synt 200 metrana.“ Telpan: Hah, er það nú! Þú sem alltaf hoppar áfram á tánum í litlu lauginni, og þyk- ist vera að synda, þó þú synd- ir bara með handleggjunum. En ég kemst það ábyggilega næst. Og þá fæ ég merki. Ekki þú.“ Drengurinn: „Víst fæ ég merki. Eg skal nú sýna þér það. Eða heldurðu kannske að kallarnir, sem passa upp á, ætli að skríða á botninum í litlu lauginni til þess að sjá, hvað ég geri með löppunum, — eins og þú gerir, sem ert alltaf að klípa mann í lapp- imar, þegar maður er að synda ? Eg get vel gengið í botninum eins og mér sýnist, því að kallarnir standa á bakkanum og þeir sjá ekkert hvað ég geri með löppunum — ef ég er bara nógu sniðug- ur. Víst fæ ég merki“. Telpan: „Hah, er það nú! Heldurðu að þú megir synda í litlu lauginni? Nei, þú verð- ur að synda í djúpu lauginni, og hvernig ætlarðu að fara að hoppa í botninn þar? Þú verður annaðhvort að læra að synda góði minn, eða þú verð- ur að finna eitthvert annað ráð.“ Drengurinn: „Ja, þá . . . Heyrðu, nú veit ég! Þegar þú ferð og syndir 200 metrana næst, þá skaltu hafa með þér gúmmí-kútinn minn, og binda hann fastan við tröppumar niðri í vatninu, þar sem eng- inn sér. Svo kem ég, svaka kaldur, stend svolítið í tröpp- unum áður en ég legg af stað í 200 metrana, og bind kútinn á magann á mér, svo enginn sér. Og svo syndi ég og syndi, og kallarnir sjá ekki neitt, því að kúturinn verður auðvitað undir mér, skilurðu, — og vist skal ég fá merki eins og þú!“ Þetta þótti stóm systur í rauninni heillaráð, en samt var hún hálfrög við að leggja bróður sinum lið í þessum hug vitssömu prettum við „kall- ana“, og stakk hún hvað eft- ir annað upp á því, að hann skyldi „heldur fá hann Gvend til þess að binda kútinn við tröppurnar“. En sá litli var ákaflega sannfærandi, og færði mörg óyggjandi rök fyrir því, vegna hvers hann líka þyrfti að ná í hið eftirsótta virðing- armerki, — og þegar ég fór ■úr vagninum, var systir hans eiginlega búin að hálflofa því að vera hjálpleg með kútinn, — EF Gvendur væri ekki til- leiðanlegur —•! Satt að segja vona ég, að þessi litli, hugvitssami og á- kveðni borgari fái af sjálfs- dáðum sitt langþráða merki með einhverju móti, án þess að einhver annar og færari sundgarpur þurfi að gefa hon- um það. Slíkt er ómak. En kannske þessi hugmynd litlu systkynanna með kút- inn geti orðið einhverjum á- hugasömum en afturþungum 200 metra sundmanni að liði!! Góðar uppskriffir Hér hefir mér borizt sér- lega elskulegt bréf frá einni húsfrú bæjarins, og ætla ég að leyfa mér að birta það hér, þótt vart eigi þessi dálkar lof- ið skilið: „Kæra Clio mín. Mig langar til þess að skrifa þér nokkrar línur og þakka þér fyrir „Saumspretturnar og lykkjuföllin“ í Mánudags- blaðinu. Það er alltaf hressi- legt í þér hljóðið, og þú hefir bryddað upp á mörgu skemmtilegu og ýmsum mál- efnum sem þörf hefur verið að ræða. Það er sízt nokkuð á móti því að koma með að- finnslur og ábendingar um það, sem betur mætti fara, ef það er gert á svo hógværan hátt. En það sem mig langáði sérstaklega til þess að þakka Ungar leikstjöm- ur í Hollywodd horfa spenntar á „baseball-leik. Frá vinstri: Peter Knowles, Jean Patric, og einhver, sem vér kunnum ekki skil á. þér fyrir, eru hinar mörgu og prýðilegu uppskriftir, sem þú oft hefir gefið okkur í Mánu- dagsblaðinu. Eg er ein af þeim sem gaman hef af því að bjóða upp á góðar kökur og góðan mat, sem eitthvað er frábrugðið því, sem maður fær í hverju húsi. I amerísk- um kokka-bókum er venju- lega upptalið svo margskonar reynzt þínar beztar, og veit ég um fleiri, sem segja það sama. Eg bjóst við að þér þætti gaman að heyra þetta, og því tók ég mér penna-í hönd. — Vona að þú gefir okkur fleiri góðar uppskrift- ir. Kærar kveðjur. H. S.“ Eg þakka bréfið, og verð að játa, að mér þótti gaman June Haver er nú nýkomin úr klaustri, þar sem hún dvaldi um 8 mánuði. Myndin er af atriði úr - einni af síðustu myndum hennar. - - :< "■ • - krydd, ávextir, grænmeti o. fl., sem annaðhvort er ófáan- legt eða þá svo dýrt hér, að fáir geta leyft sér þann lúx- us að nota sér uppskriftirnar þar. En þínar uppskriftir eru alltaf sni^nar við okkar hæfi hér á íslandi, og ég hefi safn- að þeim frá byrjun, reynt þær næstum allar og hlotið hrós fyrir. Eg safna einnig uppskrift- um úr öðrum dagblöðum, en ég verð að segja, að mér hafa að heyra það, að uppskrift- irnar hafa líkað vel. Eg er oftast búin að reyna upp- skriftirnar sjálf áður en ég birti þær hér, og hef því reynt að koma ekki með aðrar en þær, sem vel hafa reynzt. Og hér er ein fín tertan enn, H. S. mín góð, og getur hún kallazt „Namm-nanun-kaka“ (eða Uhm-Kage, eins og danskur- inn segir): Framhald á 7. síðu. Krossgáta Mánudagsblaðsin s Nr. 85. Lárétt: 1. Humátt — 5. Skemmd — 8. Stoppaðir — 9. Smábardagi 10. Draup — 11. Eldstæði — 12. Vendir — 14. verk — 15. Málmblanda — 18. Hest — Myndast við bruna — 21. Belti — 22. Kærleiki 24. Jagast — 26. Bjartur — 28. Knýjum — 29. Gabba — 30. Lítil. Lórétt: 1. Skartgripur — 2. Fyrir stuttu — 3. Stór — 4. Upphafsstafir -— 5. Skordýrið — 6. Sérhljóðar — 7. Stjórn — 9. Fuglar — 13. Rennsli — 16. Heimti — 17. At — 19. Vona — 21. Óhljóðum — 23. Á fótum — 25. Blóm — 27. Tveir eins. Krossgáta nr. 84. Ráðning: Lárétt: 1. Óhags — 5. Két — 8. Slut — 9. Sver — 10. Kið — 11. Ýta — 12. Eður — 14. Öll — 15. Rýmka — 18. Lá —- 20. Rök — 21. Á1 — 22. Dró — 24. Rumba — 26. Unir — 28. Ljót — 29. Randa — 30. Ótt. . Lárétt: 1. Óskelfdur — 2. Hlið — 3. Auður — 4. G.T. — 5. Svala — 6. E.E. — 7. Txú — 9. Stökkul — 13. Dýr — 16. Mör — 17. Flatt — 19. Árna — 21. Ábót — 23. Óin — 25. Mjó — 27. R.D.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.