Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 24.05.1954, Qupperneq 3

Mánudagsblaðið - 24.05.1954, Qupperneq 3
MÁNUDAGSBLAÐIÐ 3 Mánudagurinn 24. maí 1954 Fréttaþjónusta hins opinhera í hneykslanlegu Það er oft rætt um það, hversu erfitt virðist fvrir blöð bséjarins, að aflá sér upplýsinga um ýms mál- éfni, sem í það og það skipt ið éru efst á baugi meðal almennings. Fólk undrast oft yfir því, að blöðin birta fréttir um iiinlend málefni eftir erlendiun heimildum, en seint og síðarmeir þókn- as íslenzkum ýfirvöldum að staðfesta þær upplýsingar, ef þaú þá láta sig málin nokkru skipta. Þetta er alveg rétt, og óhætt er að fullyrða, að hvérgi í lýðfrjálsu landi er fréttaupplýsingaþjónusta hins opinbera jafn furðu- léga léleg og hér á landi. Blöðunum er þráfaldléga neitað um upplýsingar ella vísað frá einum aðila til annars „sem ekki vilja láta hafa neitt eftir sér,“ en síð- an birta þau fregnina eftir „áreiðanlegum heimildum“ eða „sterkum orðróm“. Hlutdrægni upplýsinga- þjónusfunnar Þegar ráðherrar eða aðr- ir opinberir aðilar fara í eindagjörðum ríkisins til útlanda fær almenningur, sém þeir réttilega eiga að þjóna sjaldnast eða aldrei að vita nokkur deili á ferð þeirra. „Þeir fóru á ráð- stefnu“, en síðan lítt eða ekkert meira. Þó er það svo, að sú hefð er méira og meira að skapast að ein- staka ráðherrar eða ein- staka opinberir starfsmenn ræða ferðir sínar og störf erlendis við flokksblöð sín en láta öll önnur blöð sitja á hakanum um fréttina, rétt eins og alþýðu manna, sem vill fylgjast með störf- um fulltrúa sinna, sé skip- að að kaupá þau blöð, sem að stjórninni standa, ella vita ekkert um störf þeirra. Þessi upplýsinga- þjónusta er með þeim en- demum, að nærri stappar hreinu broti á embættis- færslu. Hér á landi hefur verið stofnað embætti er nefnist „Blaðafulltrúi ríkisstjórn- arinnar" og mættu menn ætla að hann og lið hans ættu að gefa blöðum og út- varpi upplýsingar um þau málefni sem almenning varðar nema í þeim fáu til- fellum, sem algjör leynd er nauðsynleg, en slík tilfélli eru hverfandi ef ekki ó- þekkt. Blaðafulltrúinn hef- ur hinsvegar það starf að safna úrklippum um Island úr erlendum blöðum og hlaupa erinda ýmissa út- lendra blaðamanna, sem hingáð koma, en upplýs- ingar gefur hann aldrei a. m. k. sem máli skipta. Ráðherrar verslir Ráðherrarnir eru þó einna verstir viðfangs og gengur þar Bjarni Benediktsson fram fyrir skjöldu. Bjarni hefur aldrei í sinni ráð- herratíð rætt við blaða- menn um þau mál, sem þjóðin hefur viljað fá upp- lýsingar um. Hann hefur þráfaldlega hunzað fyrir- spurnir blaða, en leggur sig hinsvégar oft niður við að skrifá áróðursgreinar um sjálfan sig í Mbi. Þessu getur Bjarai Benédiktsson ekki neitað, því að það er standandi skipun, að ekk- ert megi á hann minnast í Mbl. nema hann hafi áður athugað skrifin. Fréttarit- ari Mbl. á þingi, hefur ekki frjálsar hcndur í skrifurn sínum í þessu tilxelli. Stirfni Bjarna var einna mest áberandi er hann gegndi starfi utanríkisráð- herra. En öðrum ráðherrum er líkt farið og Bjaraa, en embætti þeirra hafa verið minna rædd af almenningi, og fæst þótt fréttamatur. Blaðamannaíéiagið Framkoma ríkisstjórnar innar gagnvart f réttamönn um er alveg óþolandi, og sannarlega á það að vera starf Blaðámannafélags ís lands, áð krefjast méiri upplýsingaþjónustu af rík- isins hálfu. Svo langt er gengið í hinni opinberu fréttaþjón- ustu, að stjórnin gefur ekki einu sinni út „hand-outs“ þ. e. vélritaðar upplýsing- ar, sem blöðin geta svo unnið úr eða birt orðrétt eftir mati. Hræðsla Frá hinu mannlega sjón armiði er vel skiljanlegt að opinberir starfsmenn neita að gefa upplýsingar eða halda blaðamannafundi. Þeir óttast ekkert meira en það, að einhver blaðamann- anna kynni að spyrja þá spurninga, sem þeim myndi reynast erfitt að svara. Vera má að slíkar spurn- ingar kæmu fram, en séu þær spurningar um mál, sem almenning varðar og ekki er sýnilegt að hljótt verður að vera lun af ein- hverri ástæðu, ber opinber- um aðilum, þjóniun fólks- ins, siðferðileg skylda tii þess að upplýsa þær. Erlendir blaðamenn á undan ísienzkum Það má teljá það hart hlutskipti íslenzkra blaða- mannastéttar, að erlendir samstarfsmenn þeirra skuli vera á undan þéim með fréttir, sem varða Is- land. Um þetta mál má ræða langt mál, og benda á emi fleiri opinbérar stófnanir, sem fara að dæmi „höfuðs- ins“. En hér nægir í lokin að benda á LÍÚ og samning- ana og viðskiptin við Daw- son. Þetta fyrirtæki, sem þiggur af almánnáfé, héfur alveg hunzað almennings- álitið, þrátt fyrir það að brezk blöð hafa í sífellu haldið uppi áróðri gegn ís- lendingum, mcnnunum og þjóðinni, sem forkólfar LÍÚ eiga alit sitt undir. Vinsælasta „Show“ atriði Norðurlanda sunnudag, mánudag og þriðjudag klukkan 11.15. síðdegis alla dagana. Tlie Monn Keys vinsælasti söngkvintett álfunnar Notið þetta einstæða tæki- færi og hlustið á beztu skemintikrafta sem völ er á. — Aþeins þessar þr jár miðnæturskemmtanir. ONE MAN SHOW Sungin tvö íslenzk Iög á islenzku: Fredrik og Konradi Crazy Duett COWBOY SPECIAL Egil Monn-Iversen stjórnandi og undirleikari kvintettsins Sungin lög úr kvikmynd- um sem MONN KEYS hafa leikið í, enn fremur nokkur af þeim lögum sem Monn Keys liafa sungið inn á plötor. Sölvi Wang Aðgöngumiðar í Austur- bæjarbíó í dag, sunnu- dag, en í DRAN&EY Laugavegi 58 mánudag og þi’iðjudag Sími 3311 WVVVrfVVVVVVVVVVVVVVWVWVVVVVVVVVVVVVWVVVVVilVVVUWVVVVVVVVVV'W*, N Ó T T, eftir Árna Islefs. T I L Þ I N , eftir Steingrím Sigfússon. Nora Brocksted Per Aspin

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.