Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 24.05.1954, Blaðsíða 7

Mánudagsblaðið - 24.05.1954, Blaðsíða 7
Mánudaguriim 24. maí 1954 MÆIíUDAGSBLAÐIÐ 7 (LIO ykkur vel — því að þetta er forláta terta. — SHÁVEGIS — Raddir lesenda Framhald af 5. síðu. 375 gr. smjörlíki, 375 gr. hveiti, 375 gr. strausykur, 2 stórar tesk. kanel. Smjörlíkið og sykurinn er hrært þar til þaö er létt, hveit- ið og kanellinn sigtað saman og látið í. Deigið bakað í 10— 12 MJÖG þunna tertubotna. Botnarnir eru bakaði í ca. 10 mínútur og þess vandlega gætt, að þeir brenni ekki, þar eð þeir eiga að vera svo þunn- ir. Botnarnir lagðir saman og 1/2 líter af rjóma smurt á milli þeirra rétt áður en kak- an er borin f ram. Skreytt með súkkulaðisúr og möndlum eða •hnetum. Úr þessari uppskiift má einn- ig gera 2 tertur ef vill, og hafa þá færri botna í hverri, — en kakan er miklu betri (meira „namm-namm“ !Ú) ef allir botnarnir eru hafðir í eina tertu. Vandinn er að botnarnir verði nógu þunnir, en samt mátulega bakaðir, — en heppnist það, þá smakkast CLIO Finnska konsúisembættið Framhald af 1. síðu. Vilhjálm og Eggert blátt á- fram binda sig í rembihnúta til að þóknast hinum tignu áhrifamönnum finnsku sýn- ingarinnar við hvert tækifæri í þeirri von að uppskera þá miklu virðingu sem fylgir konsúls-útnefningunni. Óskabörn alþýðunnar Vissulega er þess óskandi, að finnsk yfirvöld sjái sér fært að veita þessum ágætu og ósérplægnu fulltrúum ís- lenzkrar menningar einhver ja umbun fyrir óeigingjarnt starf á sviði íslenzk-finnskra menningarmála, og íslenzkur almúgi mun sannarlega kunna hinni ágætu frændþjóð vorri góðar þakkir, ef þetta mál nær fram að ganga, jafn- vel þó annar umsækjenda verði þá aldrei nema varakon- súll — með lítið ljónshjarta. ‘ .»» :>»; -riii'.* .-cffín n: Allir farseðlar seldir Án aukagjalds Ferðaskrifsfofsn ORLQF H.F. Hafnarstræti 21 Sími 8 2 2 6 5 Hann pabbi Kennarinn hafði skrifað orðið ,,Köttur“ á töfluna á veggnum, og var að reyna að kenna Dísu litlu ao kveða að því, en Dísu gekk það ekkivel. „Veiztu ekki,“ sagði kenn- arinn, „hver það er; það hefur dálitla skeggkampa kring um munninn, og kemur stundum seint heim á kvöldin, leggst. á gluggann og biður um að lofa sér inn ? „Ó, nú veit ég það,“ sagði Dísa litla og ljómaði öli. „Það er hann pabbi minn.“ Of snemmt Hann: Hvað heita nýgiftu hjónin í næsta húsi við okk- ur? Hún: Það veit ég ekki enn. Hann kallar hana uppáhaldið sitt, og hún kallar hann auga- steininn sinn. Þeir gera Iíka gagn Ógiftir menn gera líka gagn, Þeir eru skapaðir til huggunar ekkjum, og til að gefa piparmeyjum vonir. Klókur karl Hann ætlaði aldeilis ekki að láta konuna sína heyra til sín, þegar hann kom seint heim kvöld eitt. Því tók liann það ráð að hann fór inn í eld- húsið, batt saman potta, pönnur og bakka, dró svo allt draslið á éftir sér upp stig- ann, bg tautaði við sjálfan sig: ,,Úg get ekki skilið að hún heyri til mín í öllum þess- um déskotans hávaða“. Kvikmyndir Framh. al 8 síðu. knæpunum í kúrekaþorpum vilta vestursins. 1 þetta sinn er kynþokki hennar að starfi í Kyrrahafinu með þeim fer- legu afleiðingum að nær allir leikarar myndarinnar liggja í blóði sínu í leikslok — nema elskendurnir. Þetta er hæfileg mynd f.yrir þá pilta, sem hafa gaman af að aprengja gotteríspoka p skjóli myrkursins í kvik- myndahúsunum. A. B iðunn — Gef jun Hr. ritstj. Eg vil þakka yður ágætar greinar um innrás SÍS í höf- uðstaðinn, sem verzlunar- stéttin ætti að taka til gaum- gæfilegrar athugunar. En ég get ekki stillt mig um að benda á enn einn lið frjálsi’ar samkeppni þar sem SÍS og einstaka Framsóknarmenn hafa látið til sín taka. Einn liður. í éinokunarstefnu þeirra í SÍS var að ná undir sig f ataframleiðslu lands- manna, enda var, á sínum tíma, í þessu augnamiði sett á stofn fyrirtæki, sem áttu að greiða öllum einstaklings- fyrirfækjum í þessum iðnaði rothögg. Aðalvopnið í þessari baráttu var að selja fram- leiðslu sinna fyrirtækja lægra verði en hinir gerðu og borga skaðann með sjóðum annara deilda innan SlS. Enn hefur ekki þessi tilraun heppnast, en árangurinn er kominn í ljós, þri „tízkufrömuðum“ Framsóknar hefur tekizt að forpoka mikinn hluta bæjar- búa með hinni undarlegu og sérlega ósmekklegu fram- leiðslu sinni, enda nær hugar- heimur þeirra skammt út fyr- ir gefjunarvaðmál og iðunn- arskó, sem i heild er fyrir neð- 15 ára íagasmiður Framhald af 8. síðu ur er Atli Heimir sonur Sveins aðalgjaldkera og konu hans Kristínar Guðmundsdóttur frá Flatey á Breiðafirði. Þar sem svo margir hafa komið að máli við oss um þátt þeirra Einars og Atla þykir blaðinu hlíða að birta mynd af hinu unga tónskáldi og mann- inum, sem söng lögin hans í útvarpið, Einari Sturlusyr.i. Óskar það jafnframt báðum listamönnunum góðs gengis. og ríkrar framtíðar á lista- brautinni. an alla háttprýði í klæðnaði. Leyfið mér að benda á, að ég tala nú sem fyrrverandi fag- maður í þessari grein, og sigld ur og lærður í faginu. Karlmaður verður aldrei það sem kallað er „vel klædd- ur“ ef hann klæðir sig beint eftir tízku þeirri, sem fyrir- tæki SÍS ungar út í þúsunda- vís og selur sem nýjasta snið ár eftir ár. Snið karlmanna- fatnaðar breytist ótrúlega mikið, og snið það, sem SlS- fyrirtækin sauma eftir er bæði úrelt og pokalegt. Það er kominn tími til þess að Reykvíkingar hætti að láta slík fyrirtæki gera grín að sér, þvi ef þetta er ekki að gera grín, þá hef ég misskilið það hugtak. Að endingu þetta til SÍS og Framsóknarklæðskeranna: Munið að Ultima Thule þýð- ir í lauslegri þýðingu; lengra verður ekki komizt. (Hér er átt við smekkleysið). Títuprjónn. Féíag íslenzkra einsöngvara Þriðjudaginn 13. apríl 1954 var stofnað „Félag íslenzkra ein- söngvara" á fundi i Þjóðleikhús- ki&liaranum. Markmið félagsins er: a. Að stuðla að auknum þroska og lislifengi íj söngmehnt ísl. söngvara, þeirra er leggja stund á einsöng. b. Að stuðla að aukinni fjöi- breytni og meiri útbreiðslu á list- rænum söng, í útvarpi, kirkjum, leikhúsum og við sem flest önnur tækifæri. e. Að gæta hagsmuna íslenzkra eipsöngvara, og að stjórn félags- ins komi fram fyrir hönd stéttar- innar, þegar ástæða þykir tii, gagnvart einstaklingúm og opin- befum aðilum, í öllum hagsmuna- málurn er sherta hana sem heild. Félagsmenn geta þeir orðið, er lagt hafa stund á einsöng og ná5 þeim þroska að þeir hafa talizí. hlutgengir og komið fram sem MacCarthyá nú í deilum við banda- ríska herinn og þá einkum Stevens hermálaráðherra. Myndin sýnir McCarty ásamt Cohn einum af nánustu sam- starfsmönnum hans. sjálfstæðir einsöngvarar, í söng- leikjum, á hljómleikum (í út- varpi, kirkjum) og við önnur tækifæri, þar sem verulegar kröí- ur eru gerðar unr íluining list- rænna viðfangsefna. Þess skal getið til skýringar inntökuskilyrðum, að þeir, sem fyrir aldurssakir, eða af öðrum ástæðum, eru.eigi virkir einsöngv arar lengur, geta orðið meðlimir félagsins, enda af félagsins hálfu talið æskilegt, með því að þeir gætu orðið málefnum þess til Styrktar á ýmsan hátt. í stjórn félagsins voru kjörnir: Formaður: Bjarni Bjarnason. Mpðstjórnendur Hermann Guð- mundsson og Magnús Jónssom Var.astjórn: Óskar Norðmann, varaformaður, Anna Þórhalls- dóttir og Guðrún Þálsdóttir.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.