Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 24.05.1954, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 24.05.1954, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagurinn, 24. maí 1954 Sparifé barna Hannibal sparkað í sumar? MÁNUDAGSBLAÐIÐ BLAÐ FYRIR ALLA Ricstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. Biaðið kemur út á cnánudögum. — Verð 2 kt. í kusasÖlu. r Afgreiðsla: Tjarnarg. 39. — Sími ritstj. 3496. PrentsmiSja ÞjóSviljans h.f. Framhald af 1. síðu. veg soðið uppúr. Innsta ráð flokksins, þess Ihluta hans, sem er í andstöðu við Hannibal, situr nú á löngum fundum og mun á- kveðið að svifta hann öllum ráðum og nafnbótum innan flokksins og blaðstjórnar. Hvemig þessi hin mikla bylting skeður skal ósagt, en aðeins fullyrt að siunir þeir, sem nú telja sig opinberlega til vina Hannibals munu beita Brútusarbrögðum þegar dag- urinn kemur. Talið er líklegt að kallaður verði fundur allra fulltrúa flokksins í sumar og verður ;þá úr skorið hvort Hannibal leiðir flokkinn í gjaldþrot, eða enn verði gerð tilraun til að bjarga því, sem enn má bjarga. Dapr reiði, dagur bræði Alþýðuflokksins — ef þá nokkuð verður eftir af hon- um i hreinsunareldinum. Röðull í nýjiun búningi Framhald af 1. siðu. Biliy Cottons í Englandi, en fimm íslenzkir skemmtikraft- ar starfa þar kvöld hvert, þau: Sigrúii Jónsdóttir, Al- freð Clausen, Ragnar Bjarna- son, Baidur Georgs og Ingi- björg Þorbergs. I ráði er og að hafa svokölluð amatör- kvöld tvisvar í mánuði, sem Baldur Georgs stjómar og svo þáttinn: Hvað heitir lagið, sem Svavar Gests stjórnar. Um all langt skeið höfum við, nókkrir ísl. skólamenn, haft kynni af starfsemi meðal skóla- barna á Norðurlöndum, sem menn nefna þar „ökonómiskt upp eldi“, en við gætum máske kallað ráðdeildaruppeldi, eða uppeldi í hagsýni, og er þá átt við það, að fræða börn um gildi fjármuna og skynsamlega meðferð þeirra, glæða hjá þeim sparnaðaranda og ráðdeildarhug og starfa með þeim að sparifjársöfnun. Hefir þar verið að þessu unnið síðustu 70—80 ár, og talið nú eitt hið mesta þjóðþrifamál, sem hafi haft og hafa muni víðtæk áhrif, enda fátt til sparað í boðum og fram- kvæmd. Bá geta þess hér, að skólaárið 1951—’52 tóku yfir 80% sænskra skólabarna þátt í þessu starfi í 2438 skólum. Söfnuðust það ár 56 milljónir króna, en alls var innstæða í þessum sparisjóðs- bókum skólabarnanna 238 millj. króna í lok ársins 1952. Svipuð var þátttakan í Danmörku. Hér á landi hafa nokkrir skóla- menn á síðustu áratugum hafið sparifjársöfnun í skólum sínum. En öll var sú starfsemi í molum, þvi að hver baukaði fyrir sig og án þess að vera studdur af nein- um þeim, sem ráð höfðu og völd, og því féll þessi starfsemi alls staðar niður eftir nokkur ár. Munu þó allir hafa harmað það, sem kynnzt höfðu þessu máli og nokkuð að því unnið, að ekki tókst að vekja almenna viðleitni í þessa átt. .Málið var tekið upp í útvarpi og blöðum, en fékk litlar undir- tektir. Sneri Snorri Sigfússon sér þá til ráðherranna, Björns Ólafs- sonar, þáverandi menntamálaráð- herra, og Eysteins Jónssonar, fjár málaráðherra, og ræddi málið við þá, en þeir tóku báðir vel í það. Hóf Björn Ólafsson strax viðræð- ur við Landsbankann um mál þetta af skilningi og velvilja, og samdi Snorri fyrir hann nokkra greinargerð um þessa starfsemi erlendis. Jafnframt lét bankinn mann frá sér, Sem staddur var er- lendis, kynna sér starfsemi þessa og athuga starfshætti hennar, og samdi hann síðan greinargerð um þetta fyrir bankann. Snorri segir svo frá: Oft hafði ég rætt þetta málefni við fræðslumálastjórann, sem jafnan hefir verið þvi mjög hlynntur. Hafði ég einnig, þegar hér var komið, minnzt á það .við bankastjóra Búnaðarbankans og einn af bankastjórum Útvegs- bankans, sem báðir tóku því vel. En mestan áhuga á framgangi þess hefir Jón Árnason banka- stjóri Landsbankans sýnt. Fyrir hans forgöngu og atbeina var mál ið tekið upp á ný, og lögðu banka- stjórar Landsbankans það til við bankaráðið, að bankinn hefði for- göngu um sparifjárstarfsemi með al skólabama landsins, sem fyrst og fremst miði að þyí að Ælæða og styðja sparnaðaranda og ráð- deild meðal uppvaxandi æsku í' landinu. Og sem uppörvun og á- bending um það. hvers væri ósk- að og hvert stefnt, skyldi bankinn gefa hverju skólabarni, frá 7 ára aldri, sparisjóðsbók með 10 króna innstæðu, og skyldi svo gert ár- lega fyrst um sinn þeim börnum, sem við bætast. Þetta samþykkti bankaráðið á fundi sinum 12. jan. s. 1. Er sú samþykkt hin mark- verðasta og stofnuninni til mik- ils sóma, og ber að vænta þess, að hún hafi heillavænieg áhrif í framtíð. Og þess ber þá einnig að geta, að þegar í upphafi tók Landsbankinn það fram, að for- ganga sin í þessu efni sé eingöngu miðuð við eðli málsins og tilgang, en alls ekki við það, að væntan- leg viðskipti séu á nokkurn hátt miðuð við hann einan. Mun bank- inn því gera ráðstöfun til þess, að börnin eignist sparisjóðsbæk- ur með framlagi hans í, í lán- stofnun, sem næst er heimili þeirra og auðveldast er fyrir þau að skipta við, og er hér átt við banka, bankaútibú, sparisjóði og innlánsdeildir kaupfélaga. Þar sem allmikinn undirbún- ing þarf til að hefja þessa starf- Engar líkur eru til þess að Hannibal hverfi sjálfkrafa úr áhrifastöðum, flokknum til heilia, því maðurinn er bæði einþykkur og þver og metur sig sjálfan langt úr hófi fram. Klíka sú er Hannibaiistar veltu frá völdum telur hann meginorsök ófaranna í þing- kosningunum síðustu en rot- höggið kom í Kópavogskosn- ingunum, og nú er dies irae — dies illa — dagur reiði — dagur bræði — í vændum og víst talið, að Hannibal á ekki framtíð í pólitisku himnaríki Erfiðleikar og úrbætur Ólafur sagði í blaðiviðtali að erfiðleikar steðjuðu að gistihúsarekstri, sem orsök- uðu að hér væri ekki eins mik- il fjölbreytni í rekstrinum bæði í mat og skemmtikröft- um, og óskandi væri, en hér væri hinsvegar um tilraun í rétta átt að ræða, sem hann. vonaði að gestir mætu. Um helgar verða fyrst um sinn dansskemmtanir en vikulega venjul. greiðasala og hljómlist eins og fyrr getur og skemmtiatriði. semi og finna henni hentugt form en mjög undir skólunum komig, hvernig til tekst með áranguf, var málið borið undir núverandi menntamálaráðherra, Bjarna Benediktsson, með ósk um fyrir- greiðslu, en hann séndi það stjórn kennarasamtakanna til umsagn- ar. Tók hún vel í málið, og hefir menntamálaráðuneytið fallizt á að ljá þessu máli lið sitt á þann veg, að mæla með því við skól- ana og heimila þeim, sem að því vinna, að nota einhverja stund af starfstíma sínum, hálfsmánað- arlega eða svo, í þarfir þess, allt eftir nánari ákvörðun hvers skóla. Það er gleðiefni, að undirtektir virðast benda til þess nú, að al- mennur stuðningur náist við þetta mikilsverða uppeldismál. Verður þá vonandi léttara að hefjast handa um framkvæmdir. Er ætlunin að hefjast fyrst handa í‘ kaupstaðaskólunum^ipg->• sjá; -hvernigþeirtaka í málið.og fæfaití svo út starfsemina ;.,smátt ogrr.; smátt, En um ýms framkuærncfari < i' atriði er enn-óráðið. - Að lokum skal það tekið frarrf, að þótt þjóðbankinn hafi haft for- yztuna um að hrinda þessu máli af stað og leggi þar fram stóran skerf, mun að sjálfsögðu með þökkum þegin aðstoð fleiri lán- stofnana, þegar til framkvæmdá kemur. (C.reinargerð frá Snorra Sigfús- syni. Stytt.) Augiýsið í í Mánudagsblaðinu Yörur á rerksmiðjuverði fí* fr rí* fí* K fí* ET fí* fí* ff fí* fí* fT fí* £* fí* fí* fí* f<* f<* rC haxnýlur. traualur o/ handhœgur jafnl fyrir rafmagnt■ gaa- og íioksvétiif 6 ðítra hraðsuðupoltar ABEINS kr. 250.90 BORÐLAMPAR, í fjöibreyffu úrvafi LJÓSAKRÓNUR - YEGGLAMPAR Skermar í miklu úrvali Málmiðjan h.f, Bankastræti 7. — Sími 7777 ,

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.