Morgunblaðið - 31.03.2005, Page 1

Morgunblaðið - 31.03.2005, Page 1
’Sálir hönnuðu húsnæðið‘ Fimmtudagur 31. mars 2005 VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS mbl.is  WOLFOWITZ OG ALÞJÓÐABANKINN | 6  HÖNNUN | OPIN RÝMI  INNHERJI | 30 Úlfur í bankanum 6,2%* Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans. *Nafnávöxtun frá 01.02.2005–28.02.2005 á ársgrundvelli. Peningabréf Landsbankans 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S LB I 27 61 2 03 /2 00 5 Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en verðbréfasjóðir. Um frekari upplýsingar um sjóðinn, m.a. hvað varðar muninn á verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins, vísast til útboðslýsingar og útdráttar úr útboðslýsingu sem nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf. auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.li.is ÞETTA HELST… ÆTLA má að einstaklingar greiði á annan tug milljarða í vexti á ári af yfirdráttarlánum sínum. Yf- irdráttarlán einstaklinga námu 58,3 milljörðum í lok febrúar og eru farin að nálgast þá upphæð sem þau voru í fyrir tilkomu íbúðalána banka og sparisjóða. Uppgefnir vextir af yfirdráttar- lánum einstaklinga eru nú á bilinu 17,95% til 18,45% hjá bönkum og sparisjóðum, en miðað við 18% vexti er vaxtabyrðin af yfirdráttar- lánum einstaklinga á Íslandi um 10,5 milljarðar króna á ári. Greiða 10 milljarða fyrir yfirdráttinn AÐALFUNDUR Fasteigna- félagsins Stoða hf. verður haldinn í dag. Stoðir eiga um 70% húsnæðis í Kringlunni. Í stjórn Stoða sitja tvær konur, þær Kristín Jóhannesdóttir og Ingibjörg Pálmadóttir. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins verður þriðja konan kosin í stjórn félagsins í dag, en það er Elín Þórð- ardóttir starfsmaður Eimskips. Þriðja konan SÆNSKA fjárfesting- arfélagið Ind- ustrivärden, sem er stærsti einstaki hluthafi í Össuri hf., hefur aukið hlut sinn úr 20,45% í 22,3% hlutafjár. Keypti Industrivärden fyrst 2 milljónir hluta fyrir 164 milljónir króna og síðan 4 milljónir hluta fyrir 332 milljónir króna. Heildarverð- mæti viðskiptanna er því 496 millj- arðar króna. Industrivärden á nú ríf- lega 71 milljón hluta í Össuri hf. Industrivärden eyk- ur hlut sinn í Össuri ÁÆTLANIR eru uppi um að hefja framkvæmdir við 1.500 fermetra við- byggingu við Kringluna í haust og eru hafnar viðræður við tvær alþjóð- legar verslunarkeðjur um stórversl- anir í viðbyggingunni. Að sögn Arnar V. Kjartanssonar, framkvæmdastjóra Rekstrarfélags Kringlunnar, hefur móðurfélag Hennes & Mauritz, H&M, sent Rekstrarfélagi Kringlunnar fyrir- spurn um verslunarrými en einnig hafi tískuvöruverslunin Next hug á að stækka verslun sína í Kringlunni enn frekar. Hann segir viðræður hafnar en enn sé ekkert ákveðið. Alls komu nærri 5,5 milljónir gesta í Kringluna á síðasta ári og hafa þeir aldrei verið fleiri. Velta Kringlunnar var í fyrra 20–25 millj- arðar króna en í húsinu eru nú rekn- ar um 105 verslanir. Örn segir að mikil spurn sé eftir leiguplássi í verslunarmiðstöðinni og nú séu um 40 aðilar á skrá sem hafi lýst yfir áhuga á að fá að leigja einingar í hús- inu. Reyndar hafi nú skapast vísir að svokölluðu lyklagjaldi um einingar, menn séu að kaupa sig inn í leigu- samninga og kaupa jafnvel út rekst- ur til að koma sínum rekstri fyrir. Hann segir mikla þörf á að stækka Kringluna og hefur Rekstrarfélag Kringlunnar þegar sótt um að fá að reisa 17–20 hæða turn við norður- enda hússins. Kringlan stækkuð og viðræður við H&M Morgunblaðið/Arnaldur  Aldrei fleiri/8 Eftir Helga Mar Árnason hema@mbl.is FLESTIR íslenskir ferðalangar hafa eflaust gengið fram á Hennes & Mauritz-verslun á ferðum sínum erlendis. H&M er ein stærsta versl- unarkeðja heims og verslanir henn- ar jafnan staðsettar miðsvæðis í helstu stórborgum Evrópu. H&M opnaði fyrstu verslunina í Svíþjóð árið 1947 en fyrsta versl- unin utan Svíþjóðar var opnuð í Noregi árið 1964. Í dag selur fyr- irtækið fatnað og snyrtivörur í meira en 1.000 verslunum í 20 lönd- um. Hefur verslununum fjölgað um 57% á síðustu fjórum árum. Á síð- asta ári fjölgaði H&M-verslunum um 123, 136 nýjar verslanir voru opnaðar en 13 verslunum var lokað. Áætlað er að opna 145–155 nýjar verslanir á þessu ári en þá verða fyrstu verslanirnar opnaðir í Ung- verjalandi og á Írlandi. H&M rekur ekki eigin verksmiðjur en hefur á sínum snærum um 700 sjálfstæða byrgja, flesta í Asíu en einnig í Evr- ópu. Hjá H&M starfa um 45 þúsund manns. Velta fyrirtækisins á síðasta ári var um 63 milljarðar sænskra króna eða um 550 milljarðar ís- lenskra króna. Þýskaland er stærsti markaður H&M með um 28% af veltu samstæðunnar en þar á eftir koma Svíþjóð og Bretland. Yfir 1.000 verslanir í 20 löndum Er þjóðarsálin til sölu?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.