Morgunblaðið - 31.03.2005, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 31.03.2005, Qupperneq 8
8 B FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ  A lls komu nærri 5,5 millj- ónir gesta í Kringluna á síðasta ári og hafa þeir aldrei verið fleiri. Heild- arveltan í Kringlunni jókst um 10–12% frá árinu 2003. Mjög mikil eftirspurn er eftir leigu- plássi í Kringlunni og verður hafist handa við stækkun hennar á haust- dögum. Alls lögðu um 5.494 þúsund gestir leið sína í Kringluna í fyrra, fleiri en árið 2000, en það ár var metaðsókn í verslunarmiðstöðina. Gestum fækk- aði síðan næstu árin. Örn V. Kjart- ansson, framkvæmdastjóri Kringl- unnar, segir það skýrast meðal annars af tilkomu Smáralindarinnar árið 2001, enda hafi verslunarrými á höfuðborgarsvæðinu þá aukist um nærri fjórðung. Auk þess hafi á þess- um tíma kreppt að í þjóðfélaginu og dregið úr verslun almennt. „Samdrátturinn var samt sem áð- ur talvert minni en við bjuggumst við og desember árið 2001 var mjög góð- ur. Aðsóknin fór síðan að aukast árið 2003 og í fyrra var hún orðin meiri en nokkru sinni fyrr. Ytri aðstæður hafa verið mjög góðar, neysla hefur aukist og það er að skila sér. Framboð á verslunarrými hefur aukist verulega síðustu árin með Smáralindinni og því viljum við líta svo á að þessi góða aðsókn að Kringlunni í fyrra sé merki um að hún haldi forystuhlutverki sínu sem verslunarstaður.“ Örn segir að þessi árangur sé sér- staklega ánægjulegur þegar litið sé til þess að samkeppni sé nú harðari í verslun en oftast áður. Hann segir að aukin aðsókn að Kringlunni sé einnig í samræmi við niðurstöður viðhorfs- kannana sem Rekstrarfélag Kringl- unnar lætur gera. Hann segir að Kringlan sé að vissu leyti mælikvarði á verslun í landinu. „En þó er það þannig að þegar það er almennur samdráttur í versluninni, finnum við seinna og minna fyrir honum því að staða Kringlunnar er sterk og aðsókn jöfn. Einnig er fram- boðið í Kringlunni orðið í öllum verð- flokkum og því geta viðskiptavinir fundið ódýrari vöru hér, einnig þegar samdráttur er, og þannig helst versl- unin áfram innan Kringlunnar.“ 10–12% veltuaukning Og veltan í Kringlunni eykst í sam- ræmi við aukna aðsókn. Á síðasta ári jókst veltan í húsinu um 10–12% frá árinu 2003, samkvæmt veltuvísitölu Kringlunnar sem mælir veltu valdra fyrirtækja í húsinu. Örn segir að út frá veltuvísitölunni megi að minnsta kosti draga ályktun um heildarvelt- una í húsinu. Samkvæmt henni hefur velta matvöru í Kringlunni aukist jafnt og þétt og meira en önnur versl- un. „Veltuvísitala fataverslunar hef- ur einnig hækkað talsvert en vísitala veitingasölu í Kringlunni hefur aftur á móti staðið í stað undanfarin ár enda má segja að hún sé alltaf í takt við fjölda gesta á hverju ári. Auk þess hefur samkeppni almennt á veitinga- markaðnum harðnað mjög.“ Örn áætlar að heildarveltan hafi verið um 20–25 milljarðar króna á síðasta ári miðað við veltu á hvern fermetra en miðað við meðaleyðslu á hverja heimsókn sé veltan áætluð rúmir 26 milljarðar króna á síðasta ári. Viðræður við tvær alþjóðlegar verslunarkeðjur Í haust verður hafist handa við að reisa 1.500 fermetra tveggja hæða viðbyggingu við suðurbyggingu Kringlunnar og er áætlað að fram- kvæmdum ljúki vorið 2006. Að sögn Arnar eru þegar hafnar viðræður við tvær alþjóðlegar verslunarkeðjur um að setja upp verslun í nýju viðbygg- ingunni. Þannig hafi móðurfélag Hennes & Mauritz, H&M, sent Kringlunni fyrirspurn um verslunar- rými en einnig hafi tískuvöruverslun- in Next hug á að stækka verslun sína í Kringlunni enn frekar. „Móðurfélag H&M á og rekur allar stórverslanir undir merkjum H&M en ekki póst- verslanirnar eins og víða þekkjast, meðal annars hér á landi. Viðræður eru þegar hafnar en þó ekkert enn í hendi í þeim efnum. Eins kemur til greina að tísku- vöruverslunin Next tvöfaldi stærð verslunar sinnar í Kringlunni. Við er- um einnig í viðræðum við forsvars- menn Next og því liggur ekki fyrir ennþá hver niðurstaðan verður.“ Líkamsrækt og afþreying Auk þess eru uppi hugmyndir um að byggja 2.000 fermetra hæð ofan á suðurbygginguna þar sem fyrirhug- að er að verði líkamsræktarstöð og/ eða afþreying. Örn segir að sam- kvæmt áætlunum í dag gætu fram- kvæmdir hafist árið 2006. Hann segir að ef miðað sé við þróun verslunar- miðstöðva erlendis þá vanti meiri af- þreyingu í Kringluna. „Í helstu og nýjustu verslunarmiðstöðvum er- lendis eru komnar líkamsræktar- stöðvar. Og hér ætti að vera grund- völlur fyrir slíku. Það hefur orðið mikil vakning í heilsurækt á undan- förnum árum og þá skiptir staðsetn- ing og aðstaða höfuðmáli. Við erum með nokkuð stóran innri markað. Í Kringlunni starfa 1.300–1.500 manns, í Verslunarskólanum og Há- skólanum í Reykjavík eru hátt í þriðja þúsund nemendur, auk fjölda starfsmanna í fyrirtækjum í kring. Margar heimsóknir í Kringluna og góð bílastæði renna einnig stoðum undir rekstrargrundvöll líkams- ræktarstöðvar í húsinu. Aukin af- þreying hefur einnig verið hluti af okkar stefnu. Þar erum við til dæmis að velta fyrir okkur að setja upp keilusal.“ Síðast voru gerðar meiriháttar breytingar á Kringlunni árið 1998 þegar gamla Borgarkringlan, nú suð- urhús, var sameinuð Kringlunni og tengd við að hluta til. Árið 1999 var síðan opnuð 11.000 fermetra tengi- bygging, ásamt tengingu við Borg- arleikhúsið og nýtt bókasafn. Vísir að lyklagjaldi Í Kringlunni eru nú 105 verslanir en að meðtöldum veitingastöðum og annarri þjónustu eru um 150 fyrir- tæki í húsinu. Örn segir að breyting- ar á rekstri í húsinu séu afar fátíðar nú um stundir og í raun mun sjald- gæfari en oft áður. „Hér eru allar ein- ingar fullar og mikil eftirspurn eftir plássi. Nú eru um 40 aðilar á skrá, sem hafa lýst yfir áhuga á að fá að leigja einingar í Kringlunni. En það er aftur á móti mjög lítil hreyfing á plássinu. Það er reyndar svo komið að myndast hefur vísir að svokölluðu lyklagjaldi um einingar, menn eru að kaupa sig inn í leigusamninga og kaupa jafnvel út rekstur til að koma sínum rekstri fyrir. Lyklagjald er þekkt erlendis en hefur ekki tíðkast hér áður. Þar kemur leigusalinn hvergi nálægt, heldur er þetta alfarið í höndum leigutakans þó við höfum samt sem áður lokaorðið um það hvernig rekstur fær að fara hér inn.“ Örn segir þessa miklu eftirspurn skiljanlega í ljósi þess að velta á hvern fermetra er hvergi meiri en í Kringlunni. Bíða eftir grænu ljósi á Norðurturninn Örn segir þannig greinilega þörf á að stækka Kringluna. Sótt hefur verið um að fá að reisa 17–20 hæða Aldrei fleiri gestir í Kringluna Velta verslunar í húsinu jókst um rúm 10% í fyrra. Framkvæmdir við viðbyggingu hefjast í haust. Fleiri gestir sóttu Kringluna í fyrra en nokkru sinni áður. Og nú standa fyrir dyrum breytingar á versl- unarmiðstöðinni. Helgi Mar Árnason ræddi við Örn V. Kjartansson, framkvæmdastjóra Kringlunnar, og for- vitnaðist um fram- tíðaráformin. Viðbygging Í haust verður hafist handa við að byggja 1.500 fermetra verslunarrými á tveimur hæðum við suðurbyggingu Kringlunnar. Auk þess eru uppi hugmyndir um að byggja 2.000 fermetra hæð ofan á suðurbygginguna, þar sem fyrirhugað er að bjóða líkamsrækt og afþreyingu.            1   " 522285229 ! !! ! ! ! ! (3'   "  "  522585229 - 7 171 %(  71 !(% 4%1  ( '&  - 7  27  1 ( &' %1  ( '& O 1 &P !" # $!  %"&# Vinna við deiliskipulag að hefjast VESTURHLUTI Kringlusvæðisins er nú að stórum hluta í eigu fast- eignafélagsins Klasa hf. en félagið keypti nýverið húsnæði og lóð Árvakurs hf. sem gefur út Morgunblaðið. Í framhaldi þess keypti Klasi einnig eignir Sjóvár á Kringlusvæðinu. Ragnar Atli Guðmundsson er framkvæmdastjóri Klasa hf. Hann segir að Klasi hafi ásamt öðrum eigendum Kringlusvæðisins, það er Kringlunni, húsfélagi Húss verslunarinnar og SPRON, ákveðið að gera sameiginlega tillögu að deiliskipulagi svæðisins. Það sé gert í samráði við skipulags- yfirvöld Reykjavíkurborgar. Ragnar segir ekki ljóst hvenær nýtt deili- skipulag Kringlusvæðisins liggur fyrir. „Þessi vinna er að hefjast einmitt þessa dagana og nú er verið að fara yfir þarfagreiningar hjá hverjum og einum. En það eru klárlega ýmir möguleikar í uppbyggingu svæðisins. Við sjáum fyrir okkur miðbæjarsækna starfsemi, það er blandaða byggð versl- unar, skrifstofuhúsnæðis og íbúða.“ VERSLUN Morgunblaðið/Þorkell Kringlan í forystuhlutverki Örn V. Kjartansson, framkvæmdastjóri Rekstrarfélags Kringlunnar, segist líta svo á að góð aðsókn að Kringlunni í fyrra sé merki um að hún haldi forystuhlutverki sínu sem verslunarstaður. 

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.