Morgunblaðið - 31.03.2005, Page 10

Morgunblaðið - 31.03.2005, Page 10
10 B FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ  nærri 20 þúsund fermetra turn við norðurenda hússins. Fyrir því hefur enn ekki fengist samþykki borgar- yfirvalda þar sem þau hafa viljað fá áður deiliskipulag af öllu Kringlu- svæðinu, einnig vesturhlutanum sem liggur að Kringlumýrarbraut. „Í Norðurturninum eru hugmyndir um að blanda saman íbúðum, hugsan- lega hótelaðstöðu og skrifstofum. Erlendis hefur það færst í vöxt að blanda saman íbúðarbyggð í og við verslunarmiðstöðvar. Þannig mætti hugsa sér að sú þjónusta sem Kringl- an býður henti vel fólki sem komið er yfir miðjan aldur og vill fá einhverja stoðþjónustu en samt ekki fulla umönnun. Við höfum sótt það fast í nokkur ár að fá að reisa þennan turn en það hefur ekki fengist niðurstaða í það ennþá.“ Áfram í forystuhlutverki Örn segist þannig sannfærður um að Kringlan verði áfram í forystuhlut- verki verslunar á höfuðborgarsvæð- inu, fái hún að vaxa og dafna. „Það lítur hins vegar út fyrir að það verði áframhaldandi uppbygging verslun- ar á Kópavogssvæðinu. Að mínu viti þarf Reykjavíkurborg því að hlúa að verslun í borginni. Það eru mögu- leikar á Kringlusvæðinu, hér er gott og hentugt verslunarsvæði sem er nálægt íbúunum og helstu sam- göngum. Það eru vissir möguleikar á stækkun verslunarsvæðis á vestur- svæði Kringlunnar. Nýir eigendur eru núna að hátt í 75% af því svæði, það er Morgunblaðsreitnum, Sjóvár- húsinu og svæðum í kringum þau. Kringlan hefur ákveðið að taka þátt í að leggja drög að deiliskipulagi á heildarsvæðinu með frekari upp- byggingu í huga, og þá í samráði við borgaryfirvöld. Það verður síðan að koma í ljós hvort eigendum tekst að vinna saman að frekari framkvæmd- um á Kringlusvæðinu, en möguleik- arnir eru sannarlega fyrir hendi,“ segir Örn. Norðurturninn Kringlan hefur sótt um að fá að reisa 17–20 hæða turn við norðurenda hússins, þar sem uppi eru hugmyndir um að blanda saman íbúðum, hugsanlega hótelaðstöðu og skrifstofum. hema@mbl.is VERSLUN                                         !           "    #               $     %           # #    ! &%     '()*+,+(-. /          0 -    % %      1'0$0 8 Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Sturlaugur útibússtjóri LÍ á Akranesi STURLAUGUR Sturlaugsson, fyrrum forstjóri HB Granda, hefur verið ráðinn útibússtjóri Lands- banka Íslands á Akranesi. Hann hefur störf hjá bankanum 1. apríl og tekur við starfi útibússtjóra í sumar. Sturlaugur hefur alla sína starfsævi unnið að sjáv- arútvegi, lengst af sem aðstoðarforstjóri Haraldar Böðvarssonar hf. á Akranesi. Hann segist vera ánægður með að hefja störf á nýjum vettvangi á Akranesi. „Hér þekki ég mig best og hlakka til að taka þátt í að efla Landsbankann sem reyndar skip- ar traustan sess í bæjarlífinu á Akranesi nú þegar. Mér finnst spennandi að fá tækifæri til að gera bankann að enn traustari bakhjarli fyrirtækja og fjölskyldna í bænum. Landsbankinn er umsvifamestur íslenskra banka á sviði inn- og útlána á Ís- landi og banka elstur og því með djúpar og öflugar rætur í íslensku mann- lífi. Þess vegna er það meðal annars óneitanlega spennandi að hefja störf á þessum nýja vettvangi. Að auki getur Landsbankinn nýtt reynslu mína úr sjávarútveginum í framtíðinni.“ Sturlaugur er formaður Íþróttabandalags Akraness og segist sækja mik- inn þrótt í störf sín í íþrótta- og æskulýðsmálum. „Ég er því vanur skemmtilegri og heiðarlegri keppni,“ segir Sturlaugur. Væntingar minnka VÆNTINGAR bandarískra neyt- enda minnkuðu annan mánuðinn í röð nú í mars. Vísitalan lækkaði um- fram væntingar sérfræðinga í könn- un Bloomberg en vísitölugildið er þó enn yfir 100 stigum sem táknar að fleiri neytendur eru jákvæðir en nei- kvæðir. Fram kemur í Vegvísi Landsbanka Íslands að minni vænt- ingar neytenda vestra megi rekja til olíuverðshækkunar en gallonið af ol- íu fór yfir tvo dali í mars og telja hagfræðingar að efnahagshorfur fyrir næstu sex mánuðina hafi versn- að í kjölfarið. Það hafði hins vegar jákvæð áhrif á hlutabréfamarkaðinn að væntingavísitalan skyldi vera ör- lítið undir væntingum sérfræðinga því meiri væntingar hefði hugsan- lega ýtt undir þá skoðun að Seðla- banki Bandaríkjanna þyrfti að hækka stýrivexti hraðar en áður hafði verið gert ráð fyrir. SAMTÖK auglýsenda (SAU) og Birtingahúsið ehf. hafa undirritað þriggja ára samstarfssamning um- námstefnuhald fyrir auglýsendur og munu félögin standa sameiginlega að tveimur námstefnum á ári þar sem fengnir verða til landsins fremstu sérfræðingar heims á sviði- markaðsfræða. Um frekara sam- starf verður einnig að ræða milli fé- laganna á sviði fræðslustarfs og upplýsingagjafar. Í tilkynningu kemur fram að fyrsta námstefnan samkvæmt sam- starfssamkomulaginu verði haldin 19. apríl næstkomandi en fyrirlesari verður Tim Ambler við London Business School. SAU og Birtingarhúsið taka höndum saman Föstudaginn 8. apríl 2005 í ráðstefnusal Gullhamra í Reykjavík kl. 09:00 – 15:30 MEÐAL FYRIRLESTRA ERU: Stofnsetningaréttur Dr. Poiares Maduro, lögmaður Evrópudómstólsins EES-samningurinn og útrás Bakkavör Group hf. Hildur Árnadóttir, fjármálastjóri Bakkavör Group hf EES-samningurinn og eftirlit með fjármálastarfsemi Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins Fjármagnsflæði fjárfestinga Titus Van Stiphout, yfirlögfræðingur EFTA skrifstofunnar Hlutverk EB– og EFTA dómstólsins í að tryggja frjálst flæði fjármagns Dr. Carl Baudenbacher, forseti EFTA dómstólsins Skráðu þig strax Vinsamlega skráið þátttöku á vefslóðinni www.bifrost.is/radstefna eða með tölvupósti radstefna@bifrost.is Verð með hádegisverði og öðrum veitingum er kr. 12.900,- Ráðstefna um áhrif EES-samningsins á útrás íslenskra fyrirtækja innan Evrópu Nánari upplýsingar á www.bifrost.is EVRÓPUNEFND Á VEGUM FORSÆTISRÁÐUNEYTIS GROUP

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.