Morgunblaðið - 31.03.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.03.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 B 17                                        !!" #      "         $      %   &   '           !  " !#   $% %   & ' ( !# )  $%%   ***+  *  D. ? ?    !!. D )3% "' < - 'D '  *  D.  ?    !!. AC )3% $"' < - C' ' Ý msir muna höf- uðstöðvar Skeljungs sem voru um árabil á Suðurlandsbraut 4 þar sem íburður var mikill fyrir augað, marmari, þung hús- gögn, mikið málverkasafn og flestir voru með lokaðar skrifstofur. Um miðjan júní sl. voru höfuðstöðv- arnar fluttar um set og tóku algjör- um stakkaskiptum við það að skipt var um húsnæði. Nýja húsnæðið, á Hólmaslóð 8, byggist á algjörlega opnu vinnurými þar sem áherslan er á ljósar og léttar innréttingar, samkennd starfsmanna og lág- marks truflun bæði fyrir augað og eyrað. Lokaðar skrifstofur heyra þar sögunni til, fyrir utan eina sem er skrifstofa forstjóra. Skeljungur hafði átt húsnæðið á Hólmaslóð í nokkuð mörg ár og notað það fyrir ýmiss konar starf- semi í gegnum tíðina. Þar var síð- ast blanda af lagerum, nokkrum skrifstofum og mötuneyti fyrir olíu- bílstjóra. Þegar ákvörðun var tekin um að flytja höfuðstöðvarnar þang- að var allt rifið út úr húsinu og það endurskipulagt. Fyrirtækið fór harla óvenjulega leið við skipulagningu og hönnun á húsnæðinu. Gissur Pálsson, starfsmaður hjá Skeljungi sem er byggingaverk- fræðingur og rafvirki að mennt, var settur sem verkefnastjóri að verk- inu en hann hefur stýrt allmörgum verkefnum Skeljungs á umliðnum árum, m.a. hönnun bensínstöðvanna og Select-verslananna. Gissur hafði umsjón með öllu því og öllum þeim sem komu að hönnuninni en honum til halds og trausts var hópur al- mennra starfsmanna, fimm talsins. Öðrum starfsmönnum gafst svo kostur á að senda þessum hópi at- hugasemdir sínar og uppástungur og verkefnastjórinn vann með hópnum úr þeim. Uppgötva gamla vinnufélaga Um ástæðuna fyrir því að lagt var upp með opið vinnurými segir Giss- ur að talið hafi verið að starfsfólkið mundi ná betur saman auk þess sem mun minna rými fer í hvern og einn þegar svona er háttað. „Það sýnir sig að þetta hefur gengið eft- ir. Jafnvel fólk sem hefur verið á lokaðri skrifstofu í 20–30 ár er mjög ánægt með breytinguna, sem byggist á því að það er að kynnast hvert öðru. Var búið að vinna sam- an í fjöldamörg ár og hittist varla nema á árshátíðinni. Nú fer þetta fólk saman í kaffi og hefur uppgötv- að að gamli vinnufélaginn á börn og allt. Þannig hefur myndast meiri samstaða, það er kosturinn við opna rýmið. Liðsandinn er betri en var áður og allt sem heitir rígur á Morgunblaðið/Árni Sæberg framt var komið fyrir hljóðgildrum. Lengst til hægri má sjá kaffistofuna í Eyjasal en lengst til vinstri sér inn í Fjallasal. Sálir hönnuðu húsnæðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.