Morgunblaðið - 31.03.2005, Page 20

Morgunblaðið - 31.03.2005, Page 20
20 B FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ  S tarfsemi Samskipa í Reykjavík hefur verið sameinuð í nýju húsnæði við Kjalarvog þar sem vítt er til veggja og sér yf- ir himin og haf. Upphaflega stóð ein- ungis til að flytja vörumiðstöð Sam- skipa á þetta svæði en niðurstaðan varð að starfsemin skyldi öll færð saman. Að undirbúningi verksins stóð sér- lega skipuð húsnæðisnefnd Sam- skipa og skipa hana fimm starfs- menn fyrirtækisins. Hlutverk nefndarinnar var að útbúa útboðs- lýsingar á verkinu, bjóða það út og leggja arkitekt hússins, Birgi Teits- syni hjá arkitektastofunni Arkís, lið við hönnun og val á innréttingum. „Húsið var eiginlega hannað og byggt í einu, á einungis 16 mán- uðum,“ segir hann, en byrjað var á að flytja vörumiðstöðina í húsið í október sl. og skömmu fyrir áramót hóf skrifstofufólkið að flytja inn. Birgir segir Samskipahúsið vera í senn vörumerki fyrirtækisins og ímynd þess í krafti forms, stærðar, efnis- og litavals. „Húsið teiknar sig í landslagið, eins og skip sem lagst hefur til affermingar,“ segir hann og vitnar þar í hugmyndalýsingu arki- tektanna. Hann segir tenginguna við hafið og höfnina vera meginþema í hönnun lóðarinnar. Þar skapi m.a. bryggjuþil, netkistur og melgresi skemmtilegar andstæður en beð og kantar úr ryðguðu stáli kallist á við bryggjuþilið. Gagnsæi og flæði upplýsinga Húsið er alls um 27.600 fermetrar að flatarmáli en þar af er skrifstofurými innan við 5.900 fermetrar og 275.000 Skip sem lagst hefur til affermingar Morgunblaðið/Árni Sæberg Gangurinn langi Frá öðrum enda hússins til hins eru 240 metrar. Kaffihús er í glerbyggingu hægra megin. Vinstra megin við ganginn eru fund- arherbergi, skrifstofur og kaffibarir aðskilin frá opna rýminu með gleri. Hér sér inn í rauða fundarherbergið en blái veggurinn snýr að vörugeymslunni. Kaffihús úr gleri Stutt er í kaffiaðstöðu og önnur einkarými þar sem starfsfólk getur spjallað saman og sinnt persónulegum málefnum. Messinn Matsalurinn er bjartur og rúmgóður en um 400 starfsmenn vinna í húsinu. Gegnt matsalnum, vinstra megin á myndinni, er hvíldar- og afþrey- ingarherbergi, reykherbergi og fleiri einkarými. Handan matsalarins er hins vegar aðstaða til líkamsræktar í tækjasal og fjölnotasal auk búningsklefa. HÖNNUN | OPIN RÝMI  „Í heild sinni er þetta virkilega fallegt og ofsalega góð aðstaða. Kaffiaðstaðan og fundarherbergin, setuherbergi og svo erum við með líkamsrækt og stórt og flott mötu- neyti.“  „Mér finnst sem fólk sé almennt ánægt með þetta, hef ekki heyrt mikið af óánægjuröddum.“  „Þótt hátt sé til lofts þá er enginn glymjandi. Kannski að gólfefnið dragi úr þessu.“  „Hér er allt í glerveggjum og fólk var svolítið hissa á því. Það var mjög truflandi í fundarherbergj- unum, alltaf einhver að horfa inn og fundarmenn að horfa út. En nú er komin filma á glerið í sjónlínu.“  „Það er talsvert langt að labba í mötuneytið en það er góð líkams- rækt í leiðinni. Maður er í rauninni búinn að brenna hádegismatnum þegar maður kemur tilbaka úr mat.“  „Að vera með íþróttaaðstöðu er æðislegt. Það er talsvert notað. Nú fer maður 6 sinnum í viku og það er mikil keppni í gangi.“  „Aðstaðan hefur aldrei verið betri.“ Orð dagsins í dag er hreyfanleiki „HREYFANLEIKI er það sem gengið var út frá í skipulagningu og vali á húsgögnum hjá Samskipum,“ segir Guðbjartur Guðbjartsson, framkvæmdastjóri Innx. „Öll borð sem keypt eru inn í húsið eru t.a.m. rafstillanleg, þannig að fólk geti bæði setið og staðið við vinnu sína.“ Guðbjartur segir þetta gríðarlega mikilvægt þeim vinnuveitendum sem hugsi vel um starfsmenn sína. „Í Danmörku er það í vinnulöggjöf, að ef maður vinnur meira en 2 tíma við tölvu þá á það að vera rafstill- anlegt. Það sem hrjáir nútímamann- inn í auknum mæli eru atvinnu- sjúkdómar tengdir því að sitja í kyrrstöðu. Fólk situr við borð dag- langt og hefur ekki möguleika á að hreyfa það og er í ofanálag með vonlausan stól. Samskip tóku þá stefnu að búa eins vel að starfs- mönnum sínum og hugsast gat og húsgögnin voru einn þáttur af því. Það var lögð áhersla á að þau væru hreyfanleg og hægt að stilla þau fyrir hvern starfsmann.“ Húsgögnin hjá Samskipum eru sérsmíðuð hjá danska fyrirtækinu Dencon í þeim gráa lit sem valinn var. Stólarnir sem eru frá Innx eru framleiddir af sænska fyrirtækinu RH form, segir Guðbjartur. „Þeir eru byggðir á því að starfsmaðurinn geti hreyft sig. Axlir séu frjálsar, það sé ekki þvingun á bakinu og armarnir séu stillanlegir þannig að þú komist að borðinu. Gegn- umsneitt eiga húsgögnin að vera þannig að starfsmaðurinn geti hreyft sig sem mest.“ Allra verst að sitja Hann segir Innx leggja áherslu á að bjóða nýjustu og mest spennandi lausnirnar í skrifstofuhúsgögnum á hverjum tíma vegna þess að hér sé að skapast aukið heilsufarsvanda- mál. „Við fórum á mjög skömmum tíma úr því að vera landbúnaðar- og fiskveiðiþjóð, þar sem allir strituðu með líkamanum, í það að stærstur hluti þjóðarinnar situr við borð. At- vinnusjúkdómarnir eru því allt öðruvísi en verið hefur. Það er eng- in spurning að svar framtíðarinnar er hreyfanleiki og fjölbreytni. Reyndar er það að sitja það versta sem við gerum líkamanum, það er betra að liggja eða standa.“ Guðbjartur segir eitt af því sem hvetji til hreyfingar hjá Samskipum vera sérstakar stöðvar fyrir prent- ara og fleira sem fólk þarf að sækja í reglulega. „Stundum má skipu- leggja plássið þannig að menn eru neyddir til að taka nokkur skref. Það er ekki sniðugt að sitja límdur við borð og vera með öll tæki þannig að aldrei þurfi að standa upp. Áherslan ætti því að vera á opið vinnurými og sveigjanleika,“ segir Guðbjartur og vitnar til erlendra rannsókna þar sem fram hafi komið að í opnu vinnurými afkasti fólk meira, það sé mun frjórra, fái betri hugmyndir og skili af sér meiri vinnu. Ennfremur segir Guðbjartur að talsvert sé farið að bera á örum breytingum innan fyrirtækja og þá þurfi sífellt að gera breytingar á vinnuaðstöðunni. „Þess vegna er hreyfanleiki fyrirtækjanna líka nauðsynlegur. Fyrirtæki í dag þurfa bara að vera snögg að átta sig og fljót að gera breytingar. Þau geta ekki leyft sér að vera nið- urnjörvuð, þá verður of flókið að gera breytingar. Hreyfanleiki er einfaldlega orð dagsins í dag á öll- um sviðum.“ rúmmetrar. Um 400 manns starfa í húsinu. „Við hönnun skrifstofurýma var leitast við að skapa opið og sveigj- anlegt vinnurými, í takt við nútíma sýnileika í viðskiptum og stjórnun, þar sem gagnsæi og flæði upplýsinga er mikið. Þetta er gert með stórum glerveggjum og glerrýmum auk þess sem útsýni inn í vöruhúsið og út á hafnarsvæðið gerir starfsmönnum skrifstofunnar kleift að fylgjast vel með grunnstarfseminni,“ segir Birg- ir en í efnisvali og útfærslum innan- húss er sótt í lausnir frá skipaiðn- aðinum og það tengt lóðinni þannig að myndi eina heild. Sem dæmi um slíkan efnivið er kortenstál á stiga- húsi og vegg sem gengur þaðan út úr byggingunni en kortenstál segir Birgir m.a. notað í hafnarkanta. Skrifstofurýmið segir Birgir hafa verið samvinnuverkefni arkitekta og starfsmanna en það hafi verið unnið út frá stjórnunarstíl fyrirtækisins og opnu skipuriti þess. „Þess vegna var lagt til að þarna yrði opið skrif- stofurými með einkarýmum fyrir starfsmenn þar sem þeir gætu sinnt sínum einkamálum,“ segir hann og tínir til sérstök símaherbergi, sófa- herbergi, reykherbergi og hvíld- arherbergi sem starfsmenn Sam- skipa hafa aðgang að. Einhverjir starfsmannanna eru þó með skrifstofur meðfram opna rým- inu en áhersla var lögð á að þær væru ekki lokaðar af. Skrifstofurnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.