Morgunblaðið - 31.03.2005, Side 21

Morgunblaðið - 31.03.2005, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 B 21  Með því að láta Póstinn sjá um allan pakkann sparar þú rekstrar- kostnað. Pósturinn kemur á fyrirfram ákveðnum tíma, tekur allar sendingar og skilar þeim fljótt og örugglega til viðtakenda. Hafðu samband við sölufulltrúa í síma 580-1090 eða í netfangið solufulltruar@postur.is og fáðu nánari upplýsingar. www.postur.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 78 64 03 /2 00 5 eru því með heilum glerveggjum sem snúa út að opna vinnusvæðinu. „Hugmyndin var að menn hefðu ekk- ert að fela og það ættu allir að sjá hvað þeir væru að gera,“ segir Birg- ir. Hálfopið svæði best Opin vinnusvæði segir hann vera það sem markaðurinn vill. „Það eru á því kostir og gallar og þetta gengur vissulega í tískubylgjum. Mitt mat er að einingarnar mega ekki vera of stórar og svæðið þarf að vera hálf- opið. Þá á ég við að hafa einingarnar litlar, t.d. sex manns í einu herbergi. Ef einingarnar eru minnkaðar líður starfsmanninum betur,“ segir Birgir og samsinnir því að það séu fremur stjórnendur en starfsmenn sem vilji hafa allt opið. „Það verður vissulega betri nýting á öllu en þetta togast á.“ Nýjungar í hönnuninni á húsnæði Samskipa eru, að mati Birgis, einna helst kaffibarir og kaffihús. Á aðal skrifstofuhæðinni eru nokkrir kaffi- barir og jafnframt er kaffihús úr samsettum glereiningum inni í miðju skrifstofurýminu en með því var ver- ið að búa til nokkurs konar skipsbrú í miðju rýminu. Hulda Kristín Magn- úsdóttir, aðstoðarmaður starfandi stjórnarformanns, er í húsnæð- isnefnd Samskipa og segir hún hug- myndina um kaffibari á hæðinni vera sprottna af vangaveltum um hvernig mætti fá fólk til að standa upp og hittast með reglulegu millibili. „Bestu hugmyndirnar verða ekki endilega til á fundum,“ segir Hulda Kristín. „Þær fæðast oftar en ekki yfir óformlegu spjalli og til þess eru kaffibarirnir.“ Líkamsrækt og barnaherbergi „Öll þessi stoðrými eru mikilvæg þegar þetta margt fólk starfar sam- an á opnu svæði,“ segir Birgir en ekki er allt upptalið. Á hæðinni er einnig að finna búningsherbergi og líkamsræktaraðstöðu með tækjasal og fjölnotasal þar sem hægt er að spila skvass og körfubolta ásamt því að boðið verður upp á námskeið, s.s. jóga en hugmyndin er að bjóða næst upp á magadansnámskeið. Þá er á hæðinni barnaherbergi fyrir þá sem þurfa einhverra hluta vegna að taka börnin með sér í vinnuna og nether- bergi fyrir hafnarstarfsmenn og aðra sem þurfa að komast í tölvu- samband. Auk þess er kennslu- og endurmenntunarstofa þar sem er boðið upp á tölvunámskeið, nám- skeið í mannlegum samskiptum og tímastjórnunarnámskeið. Gegnt mötuneytinu er hvíldarherbergið sem Birgir minntist á áður en þar geta starfsmenn teflt, spilað á spil, horft á sjónvarp eða gert annað sér til afþreyingar. Hulda Kristín segir markmiðið með allri þessari þjónustu við starfs- menn vera að gera vinnustaðinn vin- veittan starfsmönnum, láta þeim líða vel og efla þá hvort sem það er á vinnu- eða hvíldartíma. En sökum stærðar hússins eru vegalengdirnar innanhúss talsverðar, frá stafni aftur í skut er 240 metra gönguleið. Hulda Kristín starfar á skrifstofu yf- irstjórnar í stafni hússins og segist ganga í það minnsta einn kílómetra á dag innanhúss. „Þetta er því hin fín- asta hreyfing.“ Hljóðvistin mikilvæg Húsgögn í skrifstofurýminu eru í gráum lit. „Það stóð til að nota við- arhúsgögn en Birgir sannfærði okk- ur um að hafa allt grátt. Og við erum mjög ánægð með útkomuna.“ segir Hulda Kristín. Innx sá að mestu um húsgögnin og þar á meðal dönsk rafmagnsborð sem allir starfsmenn eru með. Stól- arnir eru hins vegar frá Epal, íslensk hönnun eftir Pétur Lúthersson og sófasett eru ýmist frá Epal eða Exó. Þá eru fundarborðin sérsmíðuð frá Pennanum. Á gólfum í opna rýminu er steinteppi sem tekur vel í sig hljóð, að sögn Birgis en hljóðvistina segir hann ákaflega mikið atriði og mikið hafi verið lagt upp úr því við hönnun Samskipahússins. Einnig var á stöku stað lagður nátt- úrusteinn og á skrifstofum er skipsp- arket með gúmmíi á milli en Birgir segir slíkt hafa verið notað á vand- aðri gömlum skútum og eikarbátum. Víða er hátt til lofts og í loftum eru hljóðeinangrandi gifsplötur. Ístak er aðalverktaki að húsinu og hafði um- sjón með hönnuninni. Arkís sá um hönnunina, Ístak um burðarþol, VGK um lagnir, Raftákn sá um raf- magn, VSI um brunahönnun og Línuhönnun um verkefnastjórnun fyrir Samskip.  „Aðstaðan er alveg til fyr- irmyndar, hvort sem þú ert reyk- ingamaður eða kaffisjúklingur eða hvað það er. Það er hugsað fyrir öllu, jafnvel líkamsrækt. Þetta er bara eins og að vera í fríi.“  „Við fengum besta útsýnið í Reykjavík. Hér sjáum við Esjuna alla daga og skipin þegar þau koma og fara. Það er munur að hafa fyrir augunum vöruna sem við erum að höndla með alla daga.“  „Hér er fullt af herbergjum til að leysa persónuleg mál sem koma upp. Þau eru gífurlega mikið notuð. Maður fer á kaffibarinn til að kjafta en í herbergin ef þarf að ræða eitt- hvað persónulegt.“ Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.