Morgunblaðið - 31.03.2005, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 31.03.2005, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 B 23  Á ÞEIM tveimur árum sem liðin eru frá því Luiz Inácio Lula da Silva var kjörinn forseti Brasilíu hefur verið unnið að því að op- inberar stofnanir og fyrirtæki þar í landi snúi sér alfarið að opnum hugbúnaði fyrir rekstur tölvu- kerfa, svo sem Linux og öðrum ókeypis hugbúnaði. Víða í Evrópu er verið að fara svipaða leið og velta ýmis stjórnvöld og opinberar stofnanir þar því fyrir sér að snúa sér alfarið að opnum og ókeypis hugbúnaði, svo sem í Þýskalandi, Frakklandi og Noregi. Í grein í bandaríska blaðinu New York Times segir að da Silva og stjórn hans stefni að því að spara milljónir Bandaríkjadollara í höfundarréttar- og leyfisgreiðslum við það að taka upp opinn hug- búnað. Opinberum stofnunum, fyr- irtækjum og rannsóknarstofum, sem fá fjárhagsstuðning frá hinu opinbera í Brasilíu, hefur einnig verið gert að vista allan þann hug- búnað sem unnið er að hjá þessum aðilum þannig að hann sé al- gjörlega opinn og aðgengilegur öllum, að því er fram kemur í greininni í NYT. Tilboði Microsoft hafnað Stjórnvöld í Brasilíu hafa unnið að áætlun sem miðar að því að hjálpa lágtekjufjölskyldum og litlum fyr- irtækjum að eignast sína fyrstu einkatölvu. Hrinda á áætlun þess- ari í framkvæmd í lok næsta mán- aðar. NYT hefur eftir Sérgio Amadeu, forseta þeirrar stofn- unar í stjórnkerfinu í Brasilíu sem fer með tæknimál, að skilyrði fyr- ir því að af þessu geti orðið sé að nauðsynlegur hugbúnaður fyrir einkatölvurnar sé ókeypis. Mark- miðið sé ekki að verja skattpen- ingum til að hlaða undir einok- unarstöðu Microsoft. Microsoft hefur boðist til að út- vega einfaldari og ódýrari útgáfu af Windows-hugbúnaðinum fyrir einkatölvuáætlun brasilískra stjórnvalda. Amadeu hefur þegar hafnað tilboði Microsoft. Ákvörð- un hefur þó ekki verið tekin um hvaða hugbúnaður mun fylgja tölvunum. Ódýrar tölvur Samkvæmt áætluninni um einka- tölvur fyrir lágtekjufjölskyldur og lítil fyrirtæki í Brasilíu er gert ráð fyrir að tölvuframleiðendur fái skattafslátt gegn lækkun á verði, og er áætlað að verðið á hverri tölvu verði í kringum 500 Bandaríkjadollarar, eða um 30 þúsund íslenskar krónur. Þrjú stærstu símafyrirtækin á fastlínumarkaði í Brasilíu hafa samkvæmt NYT ákveðið að taka þátt í átaki brasilísku stjórn- arinnar og ætla að bjóða 15 klukkustunda nettengingu á mán- uði fyrir innan við 3 dollara fyrir hverja tölvu. Stjórnvöld í Brasilíu bjóða ókeypis hugbúnað Lágtekjufjölskyldum og litlum fyrirtækjum útvegaðar einkatölvur á lágu verði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.