Morgunblaðið - 31.03.2005, Side 25

Morgunblaðið - 31.03.2005, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 B 25  Sími: 444 4000 www.icehotels.is GÓ‹UR FUNDUR Á ICELANDAIR HOTELS finnur flú frábæra fundara›stö›u sem hentar fyrir fundi af öllum stær›um og ger›um. Vi› bjó›um fyrsta flokks tæknibúna›, sérfljálfa› starfsfólk og umgjör› vi› hæfi. Veri› velkomin! Nordica • Loftlei›ir • Flughótel • Hamar • Flú›ir • Rangá • Klaustur • Héra› E N N E M M / S ÍA / N M 15 7 5 5 GERÐ kaupréttarsamninga við stjórnendur íslenskra fyrirtækja og hlutabréfaeign þeirra í fyrirtækjum sem þeir starfa fyrir, hefur farið vaxandi hér á landi undanfarin ár. Laga- og viðskiptadeild Háskól- ans í Reykjavík mun á morgun, föstudaginn 1. apríl, standa fyrir ráðstefnu um kaupréttarsamninga við stjórnendur og góða stjórn- arhætti fyrirtækja, í samvinnu við Félag lögfræðinga fjármálafyr- irtækja og Kauphöll Íslands. Ráð- stefnan er haldin í stofu 131 í Há- skólanum í Reykjavík og stendur frá kl. 14 til 17. Meðal fyrirlesara er þekktur fræðimaður á sviði stjórnarhátta fyrirtækja, prófessor Steen Thom- sen, framkvæmdastjóri rann- sóknamiðstöðvar um stjórnarhætti fyrirtækja við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn. Hann er jafnframt stjórnarformaður danskra samtaka um stjórnarhætti fyrirtækja. Hvatakerfi auki arð hluthafa Steen Thomsen mun flytja erindi um góða stjórnarhætti og hvatakerfi í bönkum (e. Good Corporate Govern- ance and Incentive in Banks) en þar fjallar hann meðal annars um mik- ilvægi þess að hvatakerfi auki arð hluthafa. Einnig flytja erindi Guðrún Björk Bjarnadóttir héraðsdómslögmaður, Jóhannes Sigurðsson, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, og Tanya Zharov, lögfræðingur hjá Ís- lenskri erfðagreiningu. Þá verður kynnt rannsókn á eðli og umfangi kaupréttarsamninga við stjórn- endur skráðra félaga. Kaupréttarsamn- ingar við stjórn- endur og góðir stjórnarhættir Nýr forstjóri ráðinn til Hewlett-Packard STJÓRN bandaríska tölvufyrirtækisins Hewlett- Packard hefur ráðið nýjan forstjóra í stað Carly Fiorina, sem var látin hætta hjá fyrirtækinu í febr- úar síðastliðnum. Hinn nýi forstjóri er Mark Hurd, forstjóri tölvufyrirtækisins NCR. Fiorina var lengi talin ein áhrifamesta kona í bandarísku viðskiptalífi. Hún sagði í yfirlýsingu er hún lét af störfum að hún og stjórn Hewlett Pack- ard hefðu ekki verið sammála um það hvernig ætti að framfylgja áætlunum félagsins. Hurd mun taka við starfinu á morgun, 1. apríl. AP-fréttastofan hefur eftir Patriciu Dunn, stjórnarmanni hjá HP, að stjórn fyrirtækisins muni fara fram á að Hurd geri róttækar breytingar á stefnu þess. M.a. þurfi að taka afstöðu til þess hvort skipta eigi fyrirtækinu upp í tvö eða fleiri og hvernig eigi að bæta afkomu allra fimm meginsviða HP. Reuters Mark Hurd á blaðamannafundi Hewlett Packard, þar sem ráðning hans til fyrirtækisins var tilkynnt. DANSKA fjarskiptafyrirtækið TDC (áður Tele Danmark) hefur tryggt sér meirihluta, nánar tiltekið 62,9% hlutabréfa, í símafyrirtækinu HTTC í Ungverjalandi. Þannig nær fyrirtækið einnig yfirráðum yfir fjarskiptaneti Pantel, sem HTTC keypti í febrúar og ræður yfir fjar- skiptaleiðum til nágrannalandanna, Rúmeníu, Búlgaríu, Króatíu, Aust- urríkis, Slóveníu, Slóvakíu, Úkraínu og Serbíu. Torben V. Holm, aðstoðarforstjóri TDC, segir í samtali við Børsen að sérstaða Ungverjalands á fjar- skiptamarkaði felist einmitt í stað- setningu þess sem „umferð- armiðstöðvar“ í Austur-Evrópu. Ungverjaland umferðarmiðstöð í fjarskiptum YFIRVÖLD á Filippseyjum hafa ákveðið að grípa til róttækra sparn- aðaraðgerða á næstu vikum. Fyrirtæki í opinberri eigu sem og stjórnardeildir verða næstu tvo mánuðina aðeins opin fjóra daga í viku. Á móti kemur að þau verða opin í tíu klukkustundir á degi hverjum í stað átta. Áfram verður því unnin 40 stunda vinnu- vika. Með þessu móti hyggjast yf- irvöld draga úr fjárútlátum vegna orkukaupa. Gloria Arroyo, forseti Filippseyja, sagði í gær nauðsyn- legt að bregðast við þeim miklu hækkunum sem orðið hefðu á olíu- verði. Aðgerðir þessar til sparnaðar verða í gildi frá 4. apríl til 31. maí. Dagblöð segja stjórnvöld vonast til að spara andvirði tæpra 80 milljóna króna með þessum hætti. Vinnudögum fækkað til að spara orkuna Gloria Arroyo JAPÖNSK framleiðslufyrirtæki glíma enn við afleiðingar samdrátt- arins sem varð í efnahagslífinu í fyrra. Nýjar tölur sýna að framleiðsla dróst saman um 2,1% í febr- úarmánuði miðað við mánuðinn á undan. Erfiðleikarnir bitna einkum á tæknifyrirtækjum. Á þriðjudag voru birtar nýjar hagtölur sem sýndu að atvinnulaus- um hefur fjölgað. Kom sú nið- urstaða á óvart. Þá leiddu tölur einnig í ljós samdrátt í útgjöldum heimila og smásölu. Lítils háttar samdráttur ein- kenndi japanskt efnahagslíf í fyrra. Jenið hefur styrkst að undanförnu sem aftur hefur í för með sér að samkeppnishæfni japanskra fram- leiðenda erlendis minnkar. Þar með hefur útflutningur til mikilvægustu markaða, Kína og Bandaríkjanna, dregist saman. Japönsk iðn- fyrirtæki í vanda

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.