Morgunblaðið - 31.03.2005, Page 27

Morgunblaðið - 31.03.2005, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 B 27  VERKFÖLL hjá tveim stærstu gullnámufyrirtækjum í Suður- Afríku breiðast nú út og var gert ráð fyrir að um 30.000 manns myndu leggja niður störf síðdegis í gær, að sögn BBC. Fyrirtækin tvö, Harmony Gold og Gold Fields, sjá um nær helming af allri gullvinnslu í landinu en Suður-Afríka er mesti gullframleiðandi í heimi. Alls vinna um 80.000 manns hjá fyrirtækjunum tveim. Deilt er um kaup en einnig krefjast námu- eigendur þess að þeir fái að segja upp fjölda starfsmanna. Er bent á að hagnaður af útflutningi hafi dregist saman vegna þess hve gengi gjaldmiðils landsins, rand, sé hátt. Stéttarfélögin vilja að mán- aðarkaup hækki úr 706 rand í 1.200 rand sem samsvarar um 15 þúsund krónum. „Því miður er ljóst að stjórnendur beggja þessara fyr- irtækja eru mjög hrokafullir,“ sagði Moferere Lekorotsoana, tals- maður sambands námumanna, NUM, í gær. Verkföll í gullnámum Reuters ÓRÓI er innan fjármálafyrirtæk- isins Morgan Stanley að því er segir í frétt á vefsíðu Financial Times. Hópur yfirmanna hjá fyrirtækinu er sagður ætla að beita sér gegn stjórnarformanninum Phil Purcell eftir að hann kynnti hugmyndir sín- ar um uppstokkun innan fyrirtæk- isins. Segir í frétt FT að órói af þessu tagi sé óvenjulegur meðal fyr- irtækja á Wall Street. Hann hafi komið upp á yfirborðið eftir mun slakara gengi hlutabréfa í Morgan Stanley en helstu keppinautanna, svo sem Lehman Brothers, Bear Stearns og Goldman Sachs. Órói innan raða Morgan Stanley AP STJÓRNVÍSI mun á þessu ári veita ný verðlaun í íslensku við- skiptalífi og verða þau veitt fyrir „Ársskýrslu ársins“. Stjórnvísi veitir verðlaunin í samstarfi við Kauphöll Íslands sem er bakhjarl verðlaunanna. Verðlaunin verða veitt árlega. Markmiðið með verðlaununum er að vekja athygli á því hversu mikilvægar ársskýrslur eru. Í fréttatilkynningu frá Stjórnvísi segir að góð ársskýrsla sé mik- ilvæg í upplýsingagjöf fyrirtækis og fjalli um öll helstu atriði sem máli skipta í rekstri þess. Þess er vænst að verðlaunin verði fyr- irtækjum hvatning til að gera enn betur. Þátttakendur eru þau hlutafélög sem skráð eru í Kaup- höll Íslands hverju sinni. Ekki verður óskað eftir umsóknum heldur mun dómnefnd velja þá ársskýrslu sem verðlaunin hlýtur úr hópi skráðra félaga. Dómnefnd verðlaunanna er skipuð þeim Guðfinnu S. Bjarnadóttur rektor Háskólans í Reykjavík, Heimi Haraldssyni löggiltum endurskoð- anda og Stefáni Halldórssyni framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verkfræðinga. Verðlaun fyrir ársskýrslu ársins STJÓRN bresku verslanakeðjunnar Somerfield mun koma saman síðar í dag til að ræða tvö yf- irtökutilboð í keðjuna. Hvort tilboð um sig hljóðar upp á um einn og hálfan milljarð punda að með- töldum skuldum, eða um 170 milljarða íslenskra króna, að því er fram kemur í frétt í Financial Tim- es. Segir þar að líklegt sé að stjórnendur Somer- field telji tilboðin of lág þar sem eignir keðjunnar séu of lágt metnar. Ætla megi að hugsanlegir nýir eigendur keðjunnar fengju yfirráð yfir eignum upp á rúmlega einn milljarð punda, eða yfir 115 millj- arða íslenskra króna, verði af því að stjórnin sam- þykki yfirtökutilboð. Segir í frétt FT að eignir Somerfield hafi verið Yfirtaka á Somerfield rædd á stjórnarfundi metnar á 772 milljónir punda í apríl 2004, sam- kvæmt ársreikningum samsteypunnar. Somerfield hafi frá þeim tíma í tvígang aukið við eignir sam- steypunnar, sem eigi nú samtals um 1.300 verslanir. Baugur í samkeppni Fram kemur í frétt Daily Mail að reiknað sé með að stjórnendur Somerfield muni hleypa bjóðendum í bókhald samsteypunnar, en áður vilji þeir vita hve miklar trúnaðarupplýsingar bjóðendurnir fari fram á að fá. Stjórnendurnir séu sérstaklega með varann á í þessum efnum gagnvart Baugi, vegna eignar- halds Baugs á samkeppnisfyrirtækinu Iceland. Ef einhverjum af bjóðendum í Somerfield verði hins vegar hleypt í bókhald samsteypunnar þá eigi aðrir alvarlegir bjóðendur rétt á hinu sama. Tchenguiz í bestri stöðu Í frétt Daily Mail segir að mikil alvara sé að baki til- boði Tchenguiz í Somerfield. Samsteypan leigi nú þegar húsnæði af Tchenguiz og fjármálafyrirtæk- inu Barclays. Þar er um að ræða samtals 51 fyrrum Safeway-verslun, sem Somerfield keypti af WM Morrison-keðjunni í fyrra. Segir Daily Mail að sér- fræðingar í fjármálamarkaði í London telji meðal annars að vegna þessa standi Tchenguiz og sam- starfsaðilar best að vígi þegar kemur að hugsanleg- um kaupum á Somerfield.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.