Morgunblaðið - 15.04.2005, Side 2

Morgunblaðið - 15.04.2005, Side 2
2|Morgunblaðið Ágæti lesandi Um helgina verður sýningin Vor- boðinn haldin annað árið í röð í Vetr- argarðinum í Smáralind. Sýningin í fyrra tókst að okkar mati afskaplega vel. Við erum mjög þakklát fyrir gríð- arlega góða aðsókn og jákvæðar við- tökur. Yfir 40 þúsund manns sóttu Smáralindina heim yfir sýningarhelg- ina í fyrra og væntum við þess að jafn vel takist til í ár. Eins og í fyrra standa fyrirtækin Jón Bergsson og Hellusteypa JVJ að Vorboðanum 2005. Við höfum átt afar ánægjulegt samstarf við sýnendur og aðra sem hafa komið að þessu með okkur á einn eða annan hátt og gert okkur mögulegt að halda veglega sýn- ingu þar sem ekki er innheimtur að- gangseyrir og kynnt flest það sem við- kemur framvæmdum í garðinum og húsinu. Vetrargarðurinn í Smáralind hent- ar að okkar mati vel til vörukynninga þar sem fólk getur sameinað að kynna sér áhugaverðar vörur sýnenda og kíkt í verslanir eða fengið sér eitthvað gott að borða. Ekki má heldur gleyma því að við Smáralind eru stærstu bíla- stæði landsins og aðkoma öll til fyr- irmyndar. Sýnendur munu örugglega gera sitt til að þú hafir ánægju af deginum og fáir hugmyndir sem gera garðinn þinn að sæluveröld fyrir fjölskylduna þína. Við vonumst til að sem flestir hafi tækifæri til að koma og hlökkum til njóta vorstemningarinnar með ykkur. Fyrir hönd Vorboðans sf. Jón Arnarson og Dagrún Guðlaugsdóttir Krókusar eru þau vorblóm sem gera okkur ljóst að senn fari vorið að koma. Þrátt fyrir endurtekin hretköst blómgast þeir í öðrum hverjum garði, – gleðja augu okkar og segja með tilvist sinni; bráðum kemur betri tíð með blóm í haga. Falleg vorblóm Morgunblaðið/Árni Sæberg Útgefandi: Árvakur hf. Umsjón efnis: Guðrún Guðlaugsdóttir, gudrung@mbl.is Ljósmynd á forsíðu: Árni Sæberg Umbrot: Harpa Grímsdóttir Auglýsingasala: Katrín Theódórsdóttir, s: 569-1105, kata@mbl.is Prentun: Prentsmiðja Árvakurs hf. Dreift með Morgunblaðinu Þekjublóm 4 Garðáhöld 6 Einingahús og rafmagn 8 Garðhús 10 Uppskriftir og grill 12 Gamla pósthúsið 14 Kort yfir sýningarsvæði 16 Heitir pottar 18 Litfagrir nytjahlutir 20 Kamínur og hert gler 21 Landmótun 22 Sláttuvélar 23 Pílugluggatjöld 24 Hjólhýsi og gólfslípun 25 Bergiðjan 26 Skermir fellitjöld 27 Villigarðyrkja 28 Munstur í steypu 29 Þökur og ný tré 30 Efnisyfirlit

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.