Morgunblaðið - 15.04.2005, Page 8

Morgunblaðið - 15.04.2005, Page 8
Æ fleiri koma sér upp sumarhúsum víðs vegar um landið. Einn þeirra aðila sem selja sumarhús er Óskar Trausta- son. „Ég er með kanadísk einingahús, ætluð sem sumarhús, til sölu í fyrirtæki mínu Húsplan.is,“ segir Óskar. „Ef við tökum sem dæmi 55 fermetra sumarhús þá kostar það 2,2 milljónir króna og innifalið er þá allt efni utan- húss og innanhúss, allt klæðningarefni og hurðir.“ Er mikið mál að koma þessum húsum upp? „Nei, það má reisa svona hús á helgi og loka því. Hús þessi eru yfirleitt reist á steyptum grunni og einnig er hægt að fá þau með trégólfi. Áætlaður kostn- aður við að klára húsið er um 1,5 millj- ónir króna.“ Kanadísk einingahús Æ fleiri koma sér upp sumarhúsum, einingahús eru þægi- leg viðureignar og í þeim geta menn ýmislegt gert sjálfir. 8|Morgunblaðið Margir sumarhúsaeigendur oglíka garðeigendur í þéttbýlihafa komið sér upp heitumpottum eða hafa það í hyggju. Orkuverð fyrir almenna notkun hjá RARIK hefur lækkað á þessu ári og kemur það væntanlega þeim til góða, ekki síst þeim sem eru með rafhitaða potta í sumarhúsum. „Gjaldskráin breyttist á þessu ári þannig að fastagjöldin hafa hækkað en orkugjöldin hafa lækkað,“ segir Stefán Arngrímsson hjá RARIK. „Þetta þýðir að öll viðbótarnotkun er á lægra verði en áð- ur. Þetta kemur t.d. þeim að notum sem eru með heita potta sem ganga fyrir raf- magni. Þar hefur einingaverð lækkað úr um tíu krónum í um átta krónur.“ Kostar um 1.500 kr. á mánuði að hita pott Er dýrt að nota raf- hitaða potta? „Nei, það tel ég alls ekki, samkvæmt minni reynslu er kostnaður- inn um 1.500 krónur á mánuði, en það fer auðvitað eftir því hve mikið potturinn er notaður.“ Við hvað notkun ert þú að miða? „Ég er að tala um 800 lítra pott sem er notaður í klukkutíma í senn þrisvar í viku og vatnið þá 38–39°C heitt. Þess á milli er vatninu haldið 37°C heitu.“ Er rafmagn almennt að lækka hjá RA- RIK? „Það má segja að raforkuverð á síðasta ári hafi verið í sögulegu lágmarki, en um síðustu áramót tóku ákvæði nýrra orku- laga gildi og gjaldskrár breyttust, bæði til hækkunar og lækkunar.“ Hvað hækkar og hvað lækkar? „Nú er ekki lengur spurt til hvers mað- ur notar rafmagnið. Almennt séð er það notkun til húshitunar sem hækkar þar sem hún var á niðursettu verði. Almenn notkun svo og notkun atvinnuveganna lækkar yfirleitt. Þetta er einskonar út- jöfnun á fyrri gjaldskrá.“ Hvað er hægt að gera til að lækka rafmagnsreikninginn? Hvað getur fólk gert til lækka raf- magnskostnað hjá sér? „Það er margt sem má benda á. Hús- hitun vegur þyngst hjá þeim sem ekki hafa hitaveitu og þar eru ýmsar orkuspar- andi aðgerðir svo sem bætt einangrun sem gefa góða raun. Fyrir almenna heim- ilisnotkun má nefna að notkun tölva og annarra margmiðlunartækja hefur stór- aukist og víða gætir fólk þess ekki að slökkva á tækjunum þegar þau eru ekki í notkun. Svo eru það kæli- og frystiskápar, þvottavélar og þurrkarar sem eru orku- frekustu einingarnar á hverju heimili. Annars vil ég benda á heimasíðu okkar rarik.is þar sem finna má ýmis holl ráð varðandi orkunotkun, bæði fyrir rafmagn og heitt vatn.“ Ljósmynd/Súsanna Svavarsdóttir Ein vinsælasta sumarhúsabyggð á Íslandi er í Grímsnesinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Heitur pottur fjölgar ánægjustundum í sumarhúsinu eða í garðinum. Stefán Arngrímsson Orkuverð hefur lækkað Margir sumarhúsaeigendur og líka garðeigendur í þétt- býli hafa komið sér upp heitum pottum eða hafa það í hyggju. Það eru ekki slæmar fréttir fyrir þessa aðila að orkuverð hjá RARIK hafi lækkað. Dalvegi 28 201 Kópavogi Sími 515 8700 w w w . f u n i . i s f u n i @ f u n i . i s ÚTIARINN - GRILL VIÐARKAMÍNUR REYKRÖR FR U M - 04 03 10 21

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.