Morgunblaðið - 15.04.2005, Side 10

Morgunblaðið - 15.04.2005, Side 10
10|Morgunblaðið Timburverk af ýmsu tagi fer aðleita mikið á hugi landsmannaþegar vora tekur. Það þarf aðkoma upp girðingum og sólpöll- um og gera við ýmislegt og einnig þarf að bera á garðhúsgögnin og þannig mætti lengi telja. BYKO hefur lengi boðið upp á mikið úrval af timbri til ýmissa nota. „Við flytjum inn girðingareiningar, húsgögn og ýmsa fylgihluti í garðinn frá verksmiðju BYKO í Lettlandi,“ segir Margrét Möller starfsmaður í BYKO. En er mikill áhugi fyrir tilbúnum ein- ingum í timbri? „Jú, það er mikill áhugi fyrir þeim, ekki síst vegna þess að húseigandinn getur sjálfur auðveldlega sett þær upp með smá leiðbeiningum, þannig sparar hann tíma og peninga. Stærstir í innflutningi á girðingaeiningum Við höfum verið stærstir í innflutningi á girðingaeiningum og við í BYKO fylgj- umst vel með þróuninni, og því hvað fólk vill helst og höfum kynnt nýjungar í girð- ingaeiningum á hverju ári og það munum við að sjálfsögðu gera í ár. Verksmiðjan BYKO í Lettlandi fram- leiðir líka allskonar bekki, borð og stóla og mikið úrval blómakassa, auk annars. Selja brýr í tveimur lengdum Við seljum t.d. brýr í tveimur lengdum, 2,2 metra og 3 metra. Framleiðslan á þeim hófst nú með því að mig langaði í brú yfir lækinn við sumarbústað okkar hjóna! Í dag er þessi lækur allt í einu orðinn stórt atriði hjá okkur í sumarbústaða- landinu. Brúin hefur gert það að verkum að lækurinn er sýnilegri og fallegri og umhverfið við hann hefur verið lagfært og prýtt. Í BYKO höfum við selt fleiri hundruð brýr þannig að ég geri ráð fyrir að mörg sumarbústaðalönd státi af fallegum læk og fallegu umhverfi, þökk sé fallegri brú. „Ég segi stundum að frú Vigdís Finn- bogadóttir hafi hjálpað okkur Íslend- ingum vel af stað með áhuga á trjárækt og umhverfi okkar og er ég svo sann- arlega ein af þeim og ég hugsa oft hlýtt til frú Vigdísar.“ En hvað með garðhúsgögnin? „Við seljum eigin framleiðslu frá Lett- landi, en auk þess flytjum við inn léttari húsgögn úr harðvið (tekki) frá Aust- urlöndum og nýja línu úr áli og gleri sem við bindum miklar vonir við. Þessi hús- gögn úr áli og gleri eru ekki síður hugsuð fyrir garðskála. Garðhúsgögnin frá Lettlandi eru þyngri og viðameiri en hin síðastnefndu léttari og heppilegra að taka þau inn yfir veturinn. Jólaskreyting á garðsófann vakti athygli Í garðinum hjá mér eru garðhúsgögn frá Lettlandi sem eru úti allan ársins hring og um jólin setti ég greni og jólaljós á bekkina, þannig má nota húsgögnin sumar, vetur, vor og haust – njóta þeirra á sinn hátt á hverri árstíð og skreyta þau í samræmi við náttúruna. Jólaskreytingin mín í garðinum vakti mikla athygli og við heimilisfólkið nutum ljósanna. Þrjár nýjar tegundir af garðhúsum Eru þið með eitthvað af nýjum garð- hýsum? „Já, við erum með þrjár nýjar tegundir í ár af garðhúsum frá Finnlandi. Þau eru frá fyrirtækinu Lillevilla og hafa verið mjög vinsæl undanfarin ár. Við reynum á hverju ári að bæta úrvalið. Við fylgjumst náttúrulega með þörfum og óskum við- skiptavina okkar og högum framboði í samræmi við þær. Nýju húsin 3 eru stærri garðskúr en við höfum boðið upp á 9 fermetra, hús með tveimur sérherbergjum sem eru hugsuð sem gestahús eða viðbót við bændagist- inguna og um 20 fermetra hús með furu- bjálkum sem eru 70 mm að þykkt. Þessir bjálkar eru þykkari en á hinum húsunum, en á þeim eru 21 mm og 45 mm þykkir bjálkar. Sólhlífar slógu í gegn í fyrra Í fyrra byrjuðum við að bjóða við- skiptavinum okkar markísur til sölu. Þessar sólhlífar slógu aldeilis í gagn og seldist lagerinn upp á stuttum tíma. Nú í ár munum við bjóða markísur og verðum örugglega með lægsta verðið aftur! Ég má til að minnast á að við höfum selt barnahús frá Lillevilla síðustu árin og hafa þau notið mikilla vinsælda. Við mun- um hugsa vel um börnin í ár eins og und- anfarin ár og bjóða upp á kastala, sand- kassa, hoppukastala, trampolín, sundlaugar, svo eitthvað sé nefnt. Ég get ekki séð annað en að við ættum að geta boðið flestum eitthvað við hæfi í verslunum BYKO í sumar. Nú þegar lóan er komin og vorið á næstu grösum, verður ljúft að taka á móti sumrinu, og hafa það gott í sumar,“ sagði Margrét að lokum. Margrét Möller við einn garðbekkinn með nýtt gestahús í baksýn. Blómaker úr timbri eru til sölu í BYKO.Eitt af nýjum gestahúsum frá Lillevilla sem BYKO er nú með í sölu. Garðsófinn góði sem líka má setja á seríu sem lýsir upp vetrarmyrkrið um jólaleytið. Falleg húsgögn og fleiri tegundir af húsum Hús, húsgögn, girðingareiningar, timbur af öllu tagi. Margrét Möller segir frá ýmsu því sem er í boði hjá BYKO nú á vordögum. GARÐVÉLAR ehf. Tökum að okkur ýmsar lóðaframkvæmdir s.s. hellulagnir, sólpalla, skjólgirðingar, gróð- ursetningar, beðagerð, tyrfingu og hleðslur. Þjónustum einnig sumarhúsalóðir. Komum og skoðum, gerum verðtilboð Pantanir í símum 895 0570 og 697 5599 eða á netfangið gardvelar@simnet.is Fjárfestið í fagmennsku!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.