Morgunblaðið - 15.04.2005, Síða 12

Morgunblaðið - 15.04.2005, Síða 12
12|Morgunblaðið Það er varla farið að vora þegarfólk fer að grilla. Sumir vilja gas-grill en aðrir aðhyllast kolagrill.Hjá fyrirtækinu Járn og gler eru til sölu margar gerðir af grillum af tegund- inni Weber. Þau eiga sér merka forsögu að sögn Kjartans Ágústssonar. „Árið 1952 átti sér stað stökkbreyting í þróun á útigrillum, þegar ákafur amer- ískur grill-áhugamaður George Stephen að nafni kom til sögunnar,“ segir Kjartan. „Eftir mikla baráttu við veður og eld- flauma á opnum útigrillum sem orsökuðu óviðunandi eldaðan mat (brunninn að utan og hráan að innan), uppgötvaði Stephen með sínum hæfileikum til nýsköpunar og hönnunar, aðferð til að stjórna elduninni. Með byltingarkenndri hugmynd hans að nota lok á útigrill fæddist frummynd að fyrsta kúlu-kolagrillinu. George vann við það að sjóða saman baujur, en þá fékk hann þá hugmynd að búa til kolagrill með því einfaldlega að taka tvo hluta úr bauju (sem átti eftir að sjóða saman) og sauð handfang á efri hluta, en þrjár lappir á þann neðri og úr varð fyrsta kúlukolagrill- ið. Með því að hafa lokið á nýttist hitinn betur, logar voru takmarkaðir og útigrillun varð auðveld, bragðgóð og skemmtileg. Hitastig stillt með takmörkun lofts Í tímans rás hafa Weber kolagrillin þróast og í dag er hægt að stilla hitastig inn í grillinu með takmörkun á lofti sem kemur inn að neðanverðu og lofti sem fer út að of- anverðu. Að framleiða vöru í háum gæðaflokk, úr besta mögulega hráefni sem stenst tímans prófraun er áskorun. Þetta hefur tekist hjá Weber með því að leitast við að nota bestu mögulegu hráefni og tækni, sem hefur orð- ið til þess að Weber er í dag talinn vera frumkvöðull á sínu sviði. Lok er nauðsynlegt á gasgrill og postu- línshúðað lok er eitt hið varanlegasta. Og ef það er úr ryðfríu stáli, er það með tvöföld- um vegg. Bein eldun er notuð til að loka kjötinu, þannig að safinn haldist betur í kjötinu og kjötið verður meyrara. Þetta er gert með því að koma kjötinu fyrir beint yfir hitan- um. Óbein grillun er notuð til að elda stærri steikur, alifuglakjöt, villibráð og fitumikinn mat eins og rifbein eða endur. Kveikt er á brennurum sitthvorum megin við kjötið. Hringrás hitans vinnur svipað og blástur- sofn sem eldar matinn jafnt á öllum hliðum. Eldun á kolagrilli Bein eldun á sér stað þegar matur er eld- aður beint yfir kolamolum. Grillið er alltaf með lokið á, snúið kjötinu einu sinni á eld- unartímanum. Yfirbyggð eldun kemur í veg fyrir eldtungur og gefur jafna dreif- ingu á hita til að loka inni safann. Heppilegt er að nota beina eldun við pylsur, matpr- jóna, grænmeti, fisk og annan mat sem tek- ur minna en tuttugu og fimm mínútur að elda. Þegar við grillum óbeint á kolagrilli, komum við kolunum fyrir sitthvorum meg- in í grillinu. Með lokið á, rís hitinn og end- urvarpast jafnt umhverfis matinn (á sama hátt og blástursofn). Notið óbeinu aðferð- ina þegar þið grillið heilar stærri steikur, rifbein, kjúkling (nema ef notaður er kjúk- lingastandurinn), kalkúnn, heilir fiskar og jafnvel kökur og brauð. Hvort heldur sem fólk notar beinu eða óbeinu aðferðina, gas eða kol, er ein grund- vallarregla fyrir besta grillárangrinum – setja lokið á og hafa það á – fyrir beina eld- un snúið grillaða matnum aðeins einu sinni og setjið lokið aftur á. Fyrir óbeina eldun, látið matinn steikjast og bakast án þess að lyfta lokinu. Við gerum ofn með því að leyfa hitanum að mynda hringrás án truflunar, sem getur minnkað hitann og lengt eld- unartímann.“ Grill fyrir sumarið! Kolagrill frá Weber. Grill utanhúss er orðið hluti af lífsstíl Íslendinga, um leið og veðr- ið leyfir er farið að grilla – og jafnvel þótt veðrið leyfi það varla. Gasgrill af stærri gerðinni frá Weber. Í Nóatúni fæst allt það sem fólki getur dottið í hug að hafa í garðveisluna, en garð- veislur eru að verða æ vinsælli kostur þegar Íslendingar vilja kalla saman vini og ætt- ingja að sumri til. Hvers konar matur er það sem fólk vill bera á borð í garðveislum yfirleitt? „Fólk steikir lamb, svín, naut og kjúklinga í garðveislum sínum,“ segir Jóhann Ólafsson, verslunarstjóri hjá Nóatúni í Smáralind. „Við seljum mikið af marineruðu kjöti og þurrkryddum fyrir fólk kjöt á grillið. Einnig bjóðum við upp á grænmeti sem steikt er á grillinu. kartöflur í álpappír. Fiskur er að verða æ vinsælli, við bjóðum kryddaðan fisk og hvítlauksmarineraða risarækju svo eitthvað sé nefnt. Marokkóskar lambalundir Lambalundir 1 msk ólífuolía 1 msk kummin 2 tsk túrmerik 1 tsk paprikuduft 1 tsk kóríander 1 tsk hvítlauksduft 1 sítróna í bátum Blandið öllu kryddinu saman. Penslið lundirnar með ólífuolíu og berið krydd- blönduna á. Grillið í tvær mínútur á hvorri hlið við meðalhita. Sætt kartöflusalat 2 bollar soðnar sætar kartöflur skornar í bita ½ bolli rúsínur 1 rauðlaukur, smátt skorinn 1⁄3 bolli smátt skorið sellerí 2 tsk rifið engifer 1 msk fersk steinselja smátt skorin ½ bolli sýrður rjómi Setjið rúsínurnar í soðið vatn í 15 mínútur og látið vatnið renna af á sigti. Blandið öllu hráefninu saman og látið bíða í nokkra klukkutíma í kæli. Nautakjöt á spjóti Fæst tilbúið í kjötborði Nóatúns Penslið grillspjótin með olíu og grillið í tvær mínútur á hvorri hlið á mesta hita og síðan tvær mínútur á hvorri hlið á minnsta hita. Kartöflusalat frá Texas 4 beikonsneiðar ½ kg soðnar kartöflur skornar í bita 1 salatlaukur, smátt skorinn 1 harðsoðið egg, smátt skorið 4 msk majones 1 tsk dijon-sinnep salt og pipar Eldið beikonið þar til það er orðið stökkt. Blandið saman majonesi, sinnepi, salti og pipar. Blandið kartöflum, eggjum og lauk saman við sósuna og dreifið að lokum muldu beikoni yfir. Fiskispjót með lúðu og risahörpuskel Fæst tilbúið í fiskborði Nóatúns Penslið grillspjótin með olíu og grillið í 3–4 mínútur á hvorri hlið á miðlungshita. Hvítlauks-ananassósa Köld sósa sem er góð bæði með grilluðu kjöti og fiski 1 dós sýrður rjómi lítil dós ananaskurl 2 hvítlauksrif marin skvetta af tabascosósu sítrónupipar frá Badia Blandið öllu hráefninu vel saman í skál. Gott í grillveisluna Heilsársbústaðir frá Norður-Noregi Að láta sig dreyma um sumarbústað er ljúft Að láta drauminn rætast er hjá okkur Bústaðir í háum gæðaflokki. Henta vel við íslenskar aðstæður. Fáið sendan bækling. Njarðarnesi 1, Akureyri, sími 462 2244 Nýjar útiblómagrindur Klapparstíg 44 - sími 562 3614 Gluggagrind (smíðajárn) með fóðri 60 cm. Verð kr. 2.700 Blómagrind með krók 35 cm. Verð kr. 1.995 Blómastoð úr járni Verð frá kr. 795 Fuglamatari (stál) Verð kr. 2.300 Gluggagrind 60 cm. Verð kr. 1.900

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.