Morgunblaðið - 15.04.2005, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 15.04.2005, Qupperneq 14
Ístórum og glæsilegum garði áBrúnavegi 8 stendur gamla póst-húsið í bland við nýrri byggingar.Húsráðendur þarna eru Ragn- hildur Þórarinsdóttir og Bergur Bene- diktsson. Þau eru senn að opna gistingu í gamla pósthúsinu, en þau eiga nú eign þessa ein. „Við keyptum þetta hús 1982 með fé- lögum okkar Áslaugu Helgadóttur og Nichlas Hall. Við gerðum húsið upp saman á næstu 7 árum sem íbúðarhús fyrir okkur öll. Þessir félagar okkar vildu fyrir skömmu selja, við keyptum þeirra hlut í eigninni og ætlum að leigja hana út í skammtímaleigu, ferðamönn- um innlendum sem erlendum. Þetta er óvenjulegt sambýli og við vildum hafa hönd í bagga með hvernig þetta yrði nýtt. Þess má geta að þetta er reyklaust hús og það komast þar fyr- ir 6 manns í rúmi og einn til tveir að auki. Við veitum þá þjónustu að kaupa inn fyrir fólk ef það óskar en að öðru leyti sér það um sig sjálft hvað mat snertir. Þetta er fullbúið og ríkmann- legt heimili, “ segir Ragnhildur við blaðamann inni í stofu hins gamla póst- húss, sem upphaflega var reist 1847 og stóð þá við Austurvöll, á lóðinni Póst- hússtræti 11, þar sem Hótel Borg stendur nú. Skrifstofa Milljónafélagsins og íbúðarhús Thors Jensens „Árið 1872 var Ole P. Finsen skip- aður póstmeistari fyrstur manna. Bjó hann þá í umræddu húsi og setti þar upp póstafgreiðslu í norðurendanum. Var þar oft þröngt á þingi er fréttist að póstur hefði borist til bæjarins, enda tíðkaðist þá ekki útburður bréfa,“ segir Ragnhildur, en hún og maður hennar hafa kynnt sér eftir föngum sögu húss- ins. Árið 1898 voru að hennar sögn þrengslin orðin slík við póstafgreiðsluna að ekki var lengur við unað og hún því flutt í Barnaskólann við Pósthússtræti. Upp frá því gekk húsið við Póst- hússtræti 11 undir heitinu gamla póst- húsið. Árið 1902 eignaðist Thor Jensen hús- ið og bjó þar ásamt fjölskyldu sinni þar til þau fluttu að Fríkirkjuvegi 11. Millj- ónafélagið var í gamla pósthúsinu með skrifstofur sínar um tíma og nokkru síðar hafði Morgunblaðið bækistöð í húsinu um skeið. Er ákveðið var að reisa Hótel Borg var húsið flutt suður í Skerjafjörð árið 1928 á lóð á mótum Reykjavíkurvegar og Þvervegar, sem nú heitir Einarsnes. Var þar m.a. rekið barnaheimili um tíma. Í byrjun árs 1941 eignaðist Hallur Hallsson tannlæknir húsið og nokkrum mánuðum síðar var honum 0gert að fjarlægja gamla póst- húsið vegna flugvallargerðarinnar. Breska hernámsliðið flutti síðan húsið í Laugarásinn 14. ágúst 1941, á lóð sem nú er Brúnavegur 8. Þar hefur það ver- ið fært í upprunalegt horf og blasir við sjónum manna, – víðförlasta hús í Reykjavík. Framan á því er skjöldur sem á er letrað: Nýju hellurnar við klifurtréð þekja 70 fermetra og eru frá Hellusteypu JVJ. Hellu- lagðir verða 100 fermetrar til viðbótar með götusteini og hefðbundnum hellum. Morgunblaðið/Árni Torfason Gamla pósthúsið hefur fengið glæsilega andlitslyftingu og var endurnýjunin gerð af fagfólki. Ragnhildur Þórarinsdóttir er ásamt manni sínum Bergi Benediktssyni að opna skammtímagistingu á Brúnavegi 8. Falleg hvít vorlaukablóm prýða svörðinn fyrir neðan klifurtréð. Séð inn í garðinn að innganginum í Gamla pósthúsið. Gisting í gamla pósthúsinu í glæsilegum garði Gamla pósthúsið var reist árið 1847 við Austurvöll í Reykjavík. Það varð pósthús 1872, síðar hafði Morg- unblaðið þar aðsetur um tíma. 1928 var Gamla pósthúsið flutt út í Skerjafjörð og þaðan var það flutt 1941 að Brúna- vegi 8, þar sem það hefur staðið sem íbúðarhús frá því Hallur Hallsson tannlæknir flutti það á sumarhúsaland sitt þar. Nú búa þar hjónin Ragnhildur Þórarinsdóttir og Bergur Benediktsson og eru þau að opna þetta sögufræga hús sem skammtímagistingu um þessar mundir. 14|Morgunblaðið Hellur eru stóra málið þegar farið er að skipuleggja t.d. innkeyrslur og stéttir í garða. Hellusteypa JVJ hefur selt mikið af hellum undanfarið. „Klaustursteinn hefur verið vinsælastur hjá okkur, hann er 11 sentimetra breiður og er í fimm lengdum, einnig erum við með hefðbundnar ferkantaðar hellur í ýmsum stærðum og gott úrval af steinum,“ segir Dagrún Guðlaugsdóttir hjá Hellusteypu JVJ. „Við framleiðum þessar hellur sem við seljum en við erum einnig nýlega farin að flytja inn hellur sem henta einstaklega vel á sólpalla, þær eru úr granítnátt- úrusteini. Það er skemmtilegasta nýjungin í ár hjá okkur. Líka verður hægt að fá flísar og utanhúsklæðningar úr sama efni. Einnig erum við með frábært úrval af garðleikjum í risaútgáfum, einnig útitöfl svo viðveran í garðinum verður enn skemmtilegri en áður. Við erum komin með mikla reynslu af helluframleiðslu og vörur frá okkur má sjá víða um land,“ segir Dagrún að lokum. Náttúrusteinn úr granít skemmtilegasta nýjungin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.