Morgunblaðið - 15.04.2005, Síða 19

Morgunblaðið - 15.04.2005, Síða 19
Morgunblaðið |19 Heitir pottar hafa verið fram-leiddir og seldir á vegumTrefja um árabil. „Frá 1987, þetta er ís- lensk framleiðsla,“ segir Auðunn Ósk- arsson, framkvæmdastjóri Trefja. En hvers konar heitir pottar eru þetta? „Við framleiðum ellefu mismunandi gerðir. Þetta eru allt akryl-pottar, stærðin er frá 600 lítra upp í 12 potta sem taka 2.200 lítra. Þeir eru fyrir hita- veituvatn og einnig erum við með rafhit- aða potta. Við erum að framleiða heita potta sem henta sérstaklega íslenskum aðstæðum. Pottarnir eru seldir á ýms- um stigum, allt eftir óskum kaupand- ans.“ Munurinn liggur í hreinsibúnaði Er mikill munur á rafpottum og hita- veitupottum? „Það er enginn munur á pottinum sjálf- um í okkar tilviki, þetta eru sömu grunn- einingarnar. Munurinn liggur í hreinsi- búnaði fyrir vatnið. Í rafhituðum pottum er fólk að endurnýta sama vatnið mán- uðum saman, það gefur auga leið að það þarf að tryggja hreinlætið með síum, af- jónun á vatninu og svo þarf að setja klór í vatnið til að drepa bakteríur. En í potti fyrir hitaveituvatn er almennt gegnum- streymi, sem þýðir að vatnið rennur í pottinn og svo út úr honum gegnum yf- irfall. Rennslið í pottinn viðheldur réttu hitastigi, en um er að ræða sírennsli þann- ig að vatnið er ekki endurnotað og því ekki þörf á hreinsibúnaði.“ Mikið selt af heitum pottum á sumrin Setjið þið upp pottana? „Við alltént bendum á fólk sem leggur fyrir sig uppsetningu og frágang á pott- um. Við erum einnig með ráðgjöf og alls- kyns fylgihluti sem þarf, bæði við upp- setningu og rekstur. Við eigum í pottana alla varahluti ef þarf, fyrir potta frá okkur framleidda frá fyrstu tíð.“ Er mikið selt hjá ykkur? „Það er sveiflukennt, þetta er sum- arsöluvara, byrjar um páska og er mikið að gera fram yfir verslunarmannahelgi, en rólegra á veturna.“ Er fólk að kaupa í garðana heima hjá sér eða meira í sumarhús? „Það er hvort tveggja en þó held ég að sumarhúsin séu stærri flokkurinn.“ Heitir pottar – íslensk framleiðsla Hvað er notalegra en láta líða úr sér í heitu vatni? Heitir pottar hafa orðið æ algengari við sumarhús og líka í görðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.