Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 20
20|Morgunblaðið Steinasteinn Eyjarslóð 9, Reykjavík Steypt blómaker mikið úrval granít grá og rauð Verð frá 4.370.- Frostþolin og sandblásin steinnsteina Eyjarslóð 9 101 Reykjavík Sími 5515720 Ormsvelli 1 860 Hvolsvöllur Sími 4877752 www.steinasteinn.is Plantað u með okkur Blómaval hefur að undanförnuverið með á boðstólum vörurfrá Broste, sem eru vörur fráKaupmannahöfn sem verið hafa mjög vinsælar. „Þetta er nytjavörulína og spannar her- bergi heimilisins og líka sólpallinn og sval- irnar og jafnvel út í skóg,“ segir Rúna Magnúsdóttir hjá Bergís. „Bergís flytur inn þessar vörur sem eru m.a. seldar í Blómavali. Allar nánir upp- lýsingar um þessar vörur höfum við sett á heimasíðu okkar sem er www. bergis.is,“ segir Rúna. En hvað er skemmtilegt frá Broste þetta vorið? „Ég hef lýst dálítið vorinu sem skemmtilegri samtengingu við náttúruna, þar sem bjartir litir minna okkar á að sumarið sé í nánd. Ilmur jarðarinnar vaknar til lífsins og ber með sér bjartar vonir um notalegar stundir í návist þeirra sem okkur þykir vænt um. Ný lína í körfum komin til skjalanna Meðal þeirra hluta sem nú eru að koma inn er ný lína í körfum, bæði úr tágum og heklaðar körfur. Þá kemur allt í stíl, jafn- vel inniskór, nefna má gólfmottur, diska- mottur, nestiskörfur. Andi sjöunda ára- tugar er á sveimi yfir þessari línu en þrátt fyrir það passa hönnuðir sig á að koma með eitthvað ferskt með blæ hins gamla tíma. Litirnir núna eru einmitt í takt við sjöunda áratuginn. Við erum einnig með hluti sem tilheyra borðskrauti sem nota má t.d. í garðveislum og boðum framtíð- arinnar og brúðkaupum. Efnisvalið þar er mikið gerviefni, fiðrildi eru vinsæl, svo og gervirósarblöð, vírlengjur og rósarlengj- ur. Þá má nefna skreytingar í glæra vasa, nýjungin þar er möguleiki á því sem við köllum gúmmígrín, þar er um að ræða bjarta formaða hluti eins og blóm eða fiðr- ildi sem festa eða smella má á gler eða spegla og aðra slétta fleti. Blómaval selur þetta allt saman.“ Bjartir litir sem minna á náttúruna Fallegar vörur gleðja augu okkar, ekki síst þegar sólin skín á þá. Ekki skaðar að hlutirnir séu nytsamir, en það eru Broste-vörurnar einmitt sem Bergís flytur inn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.