Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 21
Gler og brautir ehf. er ungt og vaxandi
fyrirtæki. Það sérhæfir sig í Cover-svala-
lokum og garðskálum, sem er alveg ein-
stök framleiðsla fyrir íslenskan markað.
„Við bjóðum upp á glerbrautarkerfi
sem kallast Cover,“ segir Gunnar Svan-
berg Jónsson, framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins, en það kerfi var fyrsta svalalok-
unarkerfið sem hægt var að renna yfir
horn og opna allt að 95%. „Við notum hert
gler, sem er sterkasta gerð glers sem til
er og því mjög öruggt,“ bætir Gunnar við.
„Hönnunin er falleg og býður upp á þann
möguleika að fólk getur setið úti á svölum
hvenær sem er án þess að hafa áhyggjur
af veðrinu. Íslendingar hafa eins og aðrar
þjóðir tekið þessum möguleika mjög vel
og höfum við nú þegar sett upp yfir 120
svalalok síðan fyrirtækið var stofnað árið
2003.
Cover-kerfið er mjög sterkt og öruggt,
barnalæsing er staðalbúnaður og hjóla-
legurnar gera kerfið mjög auðvelt í notk-
un þar sem auðvelt er að renna glerinu til
hliðar. Auk svalaloka bjóða Gler og braut-
ir upp á yfirbyggingar og garðskála með
sama kerfi sem er eins og sniðið fyrir ís-
lenskar aðstæður.“
Notum hert
og sterkt gler
Morgunblaðið/Ásdís
Gler og brautir er fyrirtæki sem sérhæfir sig í glerbrautakerfum fyrir svalir, sól-
stofur og garðskála. Gunnar Svanberg Jónsson og Brynjar Sverrir Guðmundsson
fyrir framan fyrirtæki sitt í Garðabæ.
Morgunblaðið |21
Fegurð náttúrulegs
steins og ending
steinsteypu
Jóhannes Sigvaldason
Sími 893 0107
Kamínur geta gert kaldar stofur hlýjar og
notalegar.
Kamína.com flytur inn kamínur frá Sví-
þjóð, frá fyrirtækinu Nibe.
„Þeir eru stærstir í framleiðslu á kam-
ínum í Svíþjóð og hafa fengið margar við-
urkenningar á sinni framleiðslu,“ segir
Ómar Másson sem flytur þessar kamínur
inn.
En hvað þurfa góðar kamínur að hafa til
að bera?
„Þær þurfa að hafa góða brennslu. Sú
krafa er gerð í dag að um hreina brennslu
sé að ræða og eldhólfin sem Nibe framleiðir
eru þeim eiginleikum búin að eldsteinninn
endurkastar hitanum í eldinn og eykur þar
af leiðandi hitagjafann. Þessar kamínur
sem ég er að selja eru flestar gerðar fyrir
hús af stærðinni 100 til 120 fermetrar.“
Það er yndislegt að orna sér við
kamínuna á köldum kvöldum.
Kamínur
í kaldar stofur
Rúm í sumarbústaðinn eru eitt af því
nauðsynlegasta, það er jú alkunna að við
eyðum miklum tíma í rúminu og því þarf
að fara vel um okkur, hvort sem við erum
heima eða í sumarhúsi. Rúm.is framleiðir
rúm í sumarhús og auðvitað líka í heima-
hús. En hvað skyldi vera nýtt í sum-
arhúsarúmunum núna?
„Það er tvöfalt rúm, hægt er að draga
annað rúm undan hinu efra,“ segir Frið-
finnur Magnússon framkvæmdastjóri hjá
Rúm.is. „Við seljum rúm í sumarbústaði á
hverjum degi, fyrir utan öll rúmin sem við
seljum í heimahús. Við erum með verslun
hér að Snorrabraut 56, þar sem gamla
ríkið var, og svo erum við með aðra versl-
un í Glerárgötu 34 á Akureyri.“
Virðist ykkur að sumarhúsavæðingin
sé að aukast?
„Mér finnst a.m.k. að fólk sé í miklum
mæli að endurnýja rúm í sumarhús sín og
hafi að því er virðist talsverða peninga á
milli handa núna. Stefna okkar er að vera
„vinir litla mannsins,“ við erum með rúm
af öllum gerðum, líka ódýr rúm sem henta
í sumarhús.“
Framdregin rúm mikið
keypt núna
Einfalt en útdregið rúm,
heppilegt t.d. í sumarhús.