Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 25
Morgunblaðið |25
Sólpöllum hefur fjölgað mjög síðustu árin
hér á Íslandi, þeir eru alltaf að verða
stærri og fallegri. Áður fyrr voru þetta
t.d. 5 m² pallar fyrir framan útidyrahurð
en núna eru þetta 200m² pallar sem liggja
allt í kringum húsið, með stígum og brúm
á milli.
Hér á Íslandi er langmest notuð gagn-
varin fura í pallana en samt færist í vöxt
að nota harðvið. Þessir pallar þurfa við-
hald eins og annað timburverk og þar er
gott að leita til Gólfþjónustunnar sem sér-
hæfir sig í slípun og olíuburði á sólpöllum
Sólpallar eru fljótir að grána en það er
ysta lagið sem sveppurinn nær að festa
sig í þar sem fúavörnin skolast burtu með
rigningarvatninu.
Auðvelt að slípa sólpallinn upp
Auðvelt er að slípa upp pallinn en það
er gert svo til alveg eins og verið sé að
slípa upp parketið inni í stofu, fyrst er
byrjað grófum pappír og svo endað á fín-
um, og að lokum er olían eða fúavörnin
borin á með viðeigandi hætti.
Harðviður sést einnig hér á landi en þó
eingöngu sem yfirborðsklæðning (dekk).
Harðviðurinn er náttúrulega miklu end-
ingarbetri en á móti kemur að smíði á
svoleiðis dekki tekur miklu lengri tíma og
svo er hann dýrari en furan.
Hægt er að nota olíufúavörn og vatns-
leysanlega fúavörn.
Morgunblaðið/Sverrir
Hér sést Erlendur Þór Ólafsson við
parketslípun.
Sólpallar þurfa
viðhald og slípun
Það er ekki nóg að koma
sér upp sólpalli, það þarf að
halda honum við. Þegar við-
urinn fer að láta á sjá má
slípa hann upp og gera
hann sem nýjan.
„Undanfarin ár hefur Víkurverk ehf.
snúið sér nær eingöngu að sölu á hús-
bílum og vörum tengdum rekstri slíkra
farartækja,“ segir Kristín Jónsdóttir
hjá Víkurverki.
„ Má þar nefna að fyrirtækið hafði
umboð fyrir hina þekktu húsbíla af
gerðunum Elnach, Benimar og Sea. Síð-
ar bætast við Rimor og LMC húsbílar
og nú bætir Víkurverk einnig hjólhýsum
og fellihýsum við, ásamt því að vera með
fjölbreytt úrval aukahluta sem tengjast
ferðalögum á slíkum húsvögnum. Úrval
húsbílanna hefur verið stóraukið og get-
um við ævinlega séð fjölbreytni í sniði
innréttinga, undirvagna og véla á staðn-
um. Nú verður t.d. boðið upp á aft-
urhjólsdrifna húsbíla af Ford gerð frá
ítalska fyrirtækinu Rimor sem þekkt er
um alla Evrópu fyrir hágæðavöru.
Auk þess að leggja ríka áherslu á fjöl-
breyttasta úrvalið á landinu af húsbílum
býður fyrirtækið upp á vönduðustu hjól-
hýsi sem framleidd eru í Evrópu í dag.
Eru það hjólhýsi af LMC gerð, þýsk
gæðaframleiðsla, sem hentar okkar ís-
lensku aðstæðum fjarskalega vel. Má
þar nefna að þau eru öll boðin með
styrktum undirvagni ásamt auknu ein-
angrunargildi og sterkari álklæðningu í
veggjum. Einnig er hægt er að fá húsin
með hita í gólfi sem kemur sér vel þar
sem ferðatími okkar Íslendinga er sífellt
að lengjast í báða enda, bæði haust og
vor, getur þá verið gott að stíga fram úr
rúminu á hlýtt og notalegt gólfið. Boðið
er upp á húsin með hinu þekkta Alde-
hitakerfi, en fyrir þá sem ekki vilja það
er einnig hægt að fá þau með hefðbund-
inni Truma-miðstöð.
Nýjasta línan í
sýningarsal Víkurverks
Í sýningarsal fyrirtækisins á Tang-
arhöfða 1, verður ávallt hægt að sjá nýj-
ustu línuna í húsbílum og hjólhýsum frá
fyrrgreindum framleiðendum. Mun Vík-
urverk leggja áherslu á að bjóða mikla
breidd í húsbílum og ferðavögnum á
verði sem öllum hentar. Má þar nefna
að verð á húsbílum hefur verið lækkað
frá því í fyrra. Auk þessa býður fyr-
irtækið upp á fjölbreytt úrval auka-
hluta, stórra sem smárra, fortjöld,
skyggni, sólarsellur, útvörp og margt
margt fleira sem gera okkur ferðalagið
ánægjulegra og eykur þægindin á ferða-
lögum okkar.
Einnig sér fyrirtækið um ísetningu á
hljómflutningstækjum, sólarsellum og
ýmsum öðrum aukabúnaði sem fólk vill
setja í sína vagna eða húsbíla.“
Morgunblaðið/ÞÖK
Hjónin Kristín Anný Jónsdóttir og Valgeir Ingi Ólafsson.
Hjólhýsi, sumar-
hús á hjólum