Morgunblaðið - 15.04.2005, Qupperneq 26
Gunnar Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Bergiðjunnar.
Morgunblaðið/Þorkell
Bergiðjan tilheyrir endurhæfing-arsviði Landspítala og þar færfólk starfsendurhæfingu. „Bergiðjan framleiðir m.a.
garðhúsgögn úr timbri,“ segir Gunnar
Breiðfjörð sem veitir fyrirtækinu for-
stöðu.
„Garðhúsgögnin okkar eru smíðuð úr
furu og sérstaklega miðuð við íslenska
veðráttu. Þar á ég við að þau eru sér-
staklega fúavarin, grunnuð tvisvar með
lit. Þetta er allt unnið í höndunum.
Þetta eru gæðahúsgögn
Hönnunin á húsgögnunum er að
grunni til norsk, hægt er að leggja alla
stóla saman og flest borð, þetta eru
gæðahúsgögn sem þola vel íslensk veðr-
áttu. Það er gott uppá geymslu að gera.
Við erum með að auki blómagrindur og
blómaker. Einnig smíðum við timb-
urtröppur sem eru mjög vinsælar af iðn-
aðarmönnum, – þær bestu á landinu,
segjum við. Iðnaðarmennirnir eru meira
að segja farnir að taka tröppurnar okkar
með sér þegar þeir fara í verkefni erlend-
is.
Gömlu barnaleikföngin vinsæl
Þau er vinsæl gömlu barnaleikföngin
sem eru smíðuð hér, t.d. dúkkuvagnar og
vörubílar, þessi leikföng eru í takt við
það sem börn léku sér að á eftirstríðs-
árunum.
Rúmföt saumuð fyrir Landspítalann
Ýmislegt annað er að gerast í Bergiðj-
unni. Við erum t.d. með saumastofu þar
sem saumuð eru rúmföt fyrir Landspít-
alann og sessur í alla garðstólana sem við
seljum, sem og erum við með steypustöð
þar sem steyptir eru kubbar sem notaðir
eru í plötur og veggi í byggingariðn-
aðinum.
Jólaseríur í gömlum stíl
Á rafmagnsverkstæðinu eru fram-
leiddar jólaseríur, þessar gömlu og góðu
svörtu með stórum perum, sem notaðar
eru mikið af bæjarfélögum, Hafn-
arfjörður er t.d. allur skreyttur af seríum
frá okkur fyrir jólin. Einnig erum við á
rafmagnsverkstæðinu með ýmsa aðra
starfsemi.
Hjá fyrirtækinu vinna að jafnaði 5
verkstjórar og um 35 starfsmenn. Það er
allur gangur á því hvað hver starfsmaður
á langan starfsaldur, sumir staldra stutt
við en aðrir lengur.
Við höfum lítið auglýst framleiðslu
okkar en seljum hana í verslun okkar í
Bergiðjunni við Vatnagarða við hliðina á
IKEA.“
Dúkkuvagn smíðaður að gamalli fyrirmynd. Gamli Ford í útgáfu Bergiðjunnar.
Vinsæl svalahúsgögn frá Bergiðjunni.
Gæðahúsgögn
og gamaldags
barnaleikföng
Bergiðjan framleiðir garðhúsgögn, leikföng og margt
fleira. „Húsgögnin okkar eru sérstaklega miðuð
við íslenska veðráttu,“ segir Gunnar Breiðfjörð sem
veitir Bergiðjunni forstöðu.
Starfsmennirnrir Sigurður og Ingvar við
tröppuna frægu, í baksýn er Þór Kol-
beinsson verkstjóri. Ingibjörg Þórey saumar sængurver. Tröppur í ýmsum stærðum.
26|Morgunblaðið