Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 29
Þegar verið er að koma upp íbúðarhús-
næði eða laga innkeyrslur fer fólk óhjá-
kvæmilega að hugsa fljótlega um hvernig
gólfin eða planið eigi að líta út. Það er jú
grundvöllurinn sem alltaf skiptir höfuð-
máli.
Eitt af því sem stendur til boða er að fá
gólfflötinn steyptan og til eru fyrirtæki
sem bjóða upp á munstraða steypu.
„Ég steypi gólf og plön með munstraðri
steypu samkvæmt einkaleyfi sem ég hef
fengið frá Bomanite í Bandaríkjunum,“
segir Jóhannes Sigvaldason.
Steypan er lituð með kvartsefnum
„Ég keypti þetta einkaleyfi af aðila sem
bauð upp á þessa þjónustu hér á landi frá
1987. Ég kom inn í þetta 1998 og rak um
tíma með öðrum fyrirtækið Steypulist, en
ég er einn með þetta í dag,“ segir Jóhann-
es.
En hvernig er munstrið sett í steypuna?
„Steypan sem er lögð og sléttuð, lituð
með kvartsefnum og eru 25 litir í boði, fólk
getur valið eftir litaspjaldi en ég framleiði
efnið sjálfur þannig að ég get boðið enn
fleiri liti.
Munstrið er stimplað í
með gúmmímótum
Þegar steypan hefur náð ákveðinni
hörðnun er munstrið stimplað ofan í hana
með gúmmímótum.“
Hvernig munstur vill fólk?
„Um er að ræða sjö munsturtegundir
sem ég get boðið um þessar mundir. Svo
þjónusta ég eldri plön unnin með þessari
aðferð, þríf þau og ber á þau efni sem fær
þau til að glansa og skýrir litinn, og sel
efni ef fólk vill gera þetta sjálft.“
Er mikil eftirspurn eftir þessari aðferð?
„Já, það er þó nokkur eftirspurn og fer
vaxandi. Þetta er hvað kostnað snertir
álíka dýrt og að leggja hellur.“
Munstur í steypu
með kvartsyfirborði
Þarna líkist yfirborðið talsvert flísalögn
en er í raun mótað í steypuna.
Glæsileg samsetning sem gróðurinn gerir enn fallegri.
Steypa með ljósu kvartsyfirborði og fal-
lega mótuðum flísamyndum.
Steyptar innkeyrslur og stéttar eru að verða algengari og
þá vinsælt að hafa munstur í þeim. Til eru margar gerðir
af munstrum og velja má úr fjölmörgum litum.
Morgunblaðið |29
TÚNÞÖKUSALA
TIL SÖLU TÚNÞÖKUR
FYRIR HEIMILIÐ, SUMARBÚSTAÐINN
EÐA FYRIRTÆKIÐ
GERUM TILBOÐ Í MINNI OG STÆRRI VERK
10 ÁRA REYNSLA
ODDSTEINN MAGNÚSSON
SÍMAR 663 6666/663 7666
NETFANG: tun@visir.is
Jamis Capri 2.4
24”, 7-12 ára, álstell, 7 gíra
Verð 19.990 kr.
Jamis Ranger SX 2.4
24”, 8-12 ára, álstell,
21 gíra, framdempari
Verð 19.990 kr.
k
fy
SMÁRALIND SÍMI 545 1550 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580
krakka
Hjól
fyrir alla hressa