Morgunblaðið - 22.04.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.04.2005, Blaðsíða 1
 TRIUMPH ROCKET  BÍLAKIRKJUGARÐAR  BENZ A150 IB Á SELFOSSI  FORMÚLA 1  BARNABÍLSTÓLAR  NISSAN MURANO – LOKS Í EVRÓPUGERÐ Hægt að prófa Opel í þrjá daga INGVAR Helgason, umboðsaðili Opel, býður í einn mánuð, frá 18. apríl til 18. júlí, upp á allt að þriggja daga reynsluakstur. Tilboðið um reynsluakstur sem nú stendur al- menningi til boða er hluti markaðs- átaks GM í Evrópu. Það nefnist Million Mile Test Drive og hófst í Þýskalandi í marsmánuði en hefur verið að breiðast þaðan út til ann- arra Evrópulanda síðan. „Við ætl- um að gefa neytendum kost á því að finna sjálfir hversu langt Opel- og Vauxhall-bílar hafa náð í vöru- vöndun, aksturseiginleikum og þægindum,“ segir forstjóri GM- Europe, Fritz Henderson. Óttast tjónabílana BÍLGREINASAMBANDIÐ telur nauðsynlegt að eftirlit sé með skráningu tjónabíla í samræmi við reglur og að bílar á uppboðum tryggingafélaganna séu aðeins seldir til viðurkenndra verkstæða. Sambandið ályktaði um þetta mál á aðalfundi sínum í síðustu viku og telur að hætta sé á því að tjónabílar komist aftur á götuna án þess að sæta nokkru eftirliti eða nokkrar upplýsingar liggi fyrir um þá í tjónaferilsskrá. Einnig séu dæmi þess að loftpúðar og fullkomin öryggisbelti séu ekki sett í bíla eftir að þeir lenda í tjóni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.