Morgunblaðið - 22.04.2005, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2005 B 7
bílar
Sími 535 9000
www.bilanaust.is
Manista
Handþvottaefni sem
fagmenn nota: Gert úr
náttúrulegum efnum;
öflugt en fer vel með
húðina.
Hand-
þvottakre
mið sem
fagmenni
rnir
nota!
Barrier Cream
Ver hendur/húð gegn
óhreinindum og áhrifum
ýmissa efna.
Screen Wash
Fyrir rúðu-
sprautuna allan
ársins hring:
Frostþolið efni
sem hreinsar,
hrindir vatni frá
og gerir gler
hálla. Inniheldur
ekki tréspíra
(metanól).
Injector Magic
Hellt í bensín-
geyminn. Losar
óhreinindi, heldur
innsprautukerfi
bensínvélar hreinu,
eyðir raka; tryggir
eðlilega úðun og
endingu spíssa.
Árangur:
Betri gangur,
hámarksafl og
sparneytni.
Dot 4
Syntetískur
bremsuvökvi
sem flestir bíla-
framleiðendur
mæla með fyrir
öll bremsu-
kerfi, með eða
ánABS.
Superdiesel
Bætiefna-
bætt olía:
Fyrir meðal-
stórar og
stærri
dísilvélar.
Þykktar-
flokkun:
15w40.
Eurolite
Hálf syntetisk
olía: fyrir
bensín- og
dísilvélar.
Hár gæða-
staðall.
Þykktar-
flokkun:
10w40.
Long Life
100%
syntetisk há-
gæða olía.
t.d. fyrir
Audi, Skoda,
Golf ofl.
Nýjustu
staðlar.
Þykktar-
flokkun:
0w30.
NÝLEGA gekk fyrirtækið Nesprýði
ehf. til samninga við Heklu um end-
urnýjun á stærstum hluta tækjaflota
síns. Samningurinn tekur til alls 12
tækja, þ.e. Caterpillar 301, 8 míní-
grafa, sex Caterpillar 442D traktors-
grafa, einnar Caterpillar M313C hjóla-
vélar, tveggja Caterpillar M315C
hjólavélar, einnar Caterpillar 325CL
beltagröfu og einnar Caterpillar
330CL beltagröfu. Jafnframt fengu
Nesprýðismenn nýja fjögurra öxla
Scaniu með grjótpalli frá Sörling.
Nesprýði ehf. var stofnuð árið
1993 og er með höfuðstöðvar að
Vesturbraut 10–12 í Reykjanesbæ en
starfssvæðið nær frá Suðurnesjum
og yfir allt höfuðborgarsvæðið. Fyrir-
tækið hefur alla tíð lagt megináherslu
á hellulagnir og almennan yfirborðs-
frágang en hefur síðan það var stofn-
að vaxið jafnt og þétt og aukið um-
svifin og verkefnin stækkað. Hjá
fyrirtækinu eru um 50 fastráðnir
starfsmenn en á sumrin fer starfs-
mannafjöldi yfir 100.
Nesprýði hefur frá stofnun átt
mikil viðskipti við Heklu hf, bæði í
vinnubílum sem eru nær eingöngu
WW og MMC, Scania vörubifreiðum
og Caterpillar vinnuvélum.
Við þessa endurnýjun verður jarð-
vinnuvélafloti þeirra eingöngu frá
Caterpillar.
Jarðvinnuvélaflotinn
eingöngu frá Caterpillar
Nesprýði samdi við Heklu um endurnýjun á stærstum hluta tækjaflota síns.
Barnabílstólar passa
ekki í alla bíla
MARGIR foreldrar hafa haft sam-
band við Lýðheilsustöð og Umferðar-
stofu vegna vandamála sem komið hafa
upp vegna bandarískra barnabílstóla. Í
fréttatilkynningu frá Umferðarstofu
segir að algengt sé orðið að fólk kaupi
sjálft bíla beint frá Bandaríkjunum, sem
þá eru með bandarískum bílbeltum – en
með þeim er oft erfiðleikum bundið að
festa evrópska barnabílstóla skv. leið-
beiningum. Sem dæmi má nefna að hér
á landi eru til sænsku ungbarnabílstól-
arnir Akta Graco, sem eru viðurkenndir
og merktir samkvæmt ECE r.44 03.
Í Bandaríkjunum er framleiddur svip-
aður stóll sem heitir Graco en hann er
prófaður eftir FMVSS. Báðum stól-
unum fylgir pallur sem belti bílsins eru
fest við. „Þeir sem keypt hafa Graco
ungbarnastól í Bandaríkjunum hafa
komist að raun um að ekki er hægt að
festa pallinn í evrópska bíla samkvæmt
leiðbeiningum. Þeir hafa þá gripið til
þess ráð að kaupa sænska pallinn, sem
fylgir Akta Graco, og nota hann í stað-
inn. En það er ekki ráðlegt því allir hlut-
ar öryggisbúnaðar/barnabílstóla þurfa
að vera prófaðir eftir sömu prófunar-
reglum.“
Umferðarstofu hefur borist yfirlýsing
frá framleiðendum Akta Graco í Svíþjóð
þar sem fram kemur að þeir mæla ekki
með að nota sænska pallinn fyrir Graco
frá Bandaríkjunum því hann er ekki
prófaður eftir sömu prófunarreglum og
stóllinn sjálfur. Framleiðendur ábyrgjast
ekki notkun á sænska pallinum nema
fyrir Akta Graco. Umferðarstofa minnir
á að barnabílstóll sem ekki er festur í
bílinn á réttan hátt veitir falskt öryggi.
Vilja lækkun gjalda á bíla
AÐALFUNDUR Bílgreinasambands-
ins var haldinn um síðustu helgi. Á
fundinum var Erna Gísladóttir endur-
kjörin formaður sambandsins. Fund-
urinn lagði áherslu á einföldun og
lækkun gjalda á bíla fyrir almenning.
„Nauðsynlegt er að almenningur fái
lækkun í samræmi við aðra. Gjöld á
bíla hér á landi eru hærri en almennt í
Evrópu. Undanþágum frá vörugjöldum
á ökutæki hefur fjölgað og neyslustýr-
ing hins opinbera aukist og tekur ekki
mið af umhverfissjónarmiðum. Nauð-
synlegt er að taka þessi gjaldamál til
endurskoðunar og lækkunar nú,“ segir
í ályktuninni. Þar segir ennfremur að
ef litið er á bílgreinina og afkomu fyr-
irtækja í henni megi segja að þessar
miklu álögur hins opinbera og sveiflur
hafi haft þau áhrif að mjög mörg fyr-
irtæki í bílgreininni hafi lent í örð-
ugleikum. „Nauðsynlegt er að þessari
starfsgrein sé skapað eðlilegt rekstr-
arumhverfi til að þjóna bíleigendum
sem best en fáar þjóðir eru eins háðar
bílum og Íslendingar. Bíllinn er nauðsyn
í okkar stóra og strjálbýla landi.“ Aðal-
fundurinn endurtekur fyrri tillögur um
að vörugjald á varahlutum verði lækk-
að í áföngum og óeðlilegt annað en
fella það strax niður á öryggisbúnaði.
Aðalfundurinn fagnaði upptöku olíu-
gjalds. „Þrátt fyrir fjölgun díselbíla er
hlutfall þeirra af heildarbílaflotanum
tiltölulega lágt hér á landi samanborið
við önnur lönd í Evrópu. Áríðandi er að
gjaldtaka ríkisins á dísel og bensíni sé
sambærileg og feli ekki í sér neyslu-
stýringu á milli þessara orkugjafa. Þá
bendum við á að óeðlilegt er að bíla-
salar greiði bifreiðagjald af bílum sem
ekki eru í notkun og einungis til kynn-
ingar og sölu hjá viðkomandi aðila.“