Morgunblaðið - 22.04.2005, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 22.04.2005, Qupperneq 6
N issan hefur blásið til mikillar sóknar á markaði fyrir fjór- hjóladrifna jeppa og jepp- linga. Á næsta ári verða í boði ekki færri en sjö gerðir fjórhjóla- drifsbíla frá Nissan. Patrol er þeirra stærstur og innan tíðar verður kynnt- ur hérlendis nýr Pathfinder, svipaður að stærð og Toyota Land Cruiser 90. Hann leysir af hólmi Terrano II. Ann- ar jeppi er Armada sem nú þegar er í boði í Bandaríkjunum og svo eru væntanlegir á markað tveir jeppar, sem enn þá eru á hugmyndastigi. Og ekki má gleyma pallbílnum King Cab sem verður leystur af hólmi af nýrri pallbíl sem á að kallast Navara. Í jepplingadeildinni er X-Trail í sam- keppni við Toyota RAV4 og Honda CR-V en Murano er af gerð fjórhjóla- drifsbíla sem kalla má lúxus borgar- jeppa. Murano hefur verið fáanlegur í Bandaríkjunum um tveggja ára skeið og hann er einmitt hannaður í hönn- unarstöð Nissan í Kaliforníu. Evrópu- gerð bílsins er hins vegar framleidd í Japan og nú eru fyrstu bílarnir komn- ir til Íslands. Enginn fjallabíll Murano verður líklega seint mikill sölubíll hér á landi frekar en aðrir lúx- usborgarjeppar. Þessir bílar eru í verðflokki sem setur honum takmörk á því sviði. En engu að síður er tals- verð eftirspurn eftir bílum af þessu tagi hérlendis, sannkölluðum borgar- jeppum með lúxusívafi. Það sýna sölutölur á Lexus RX300, BMW X5 og öllum þeim fjölda af amerískum jeppum og pallbílum sem hafa verið fluttir inn til landsins að undanförnu. Murano er ekki fjórhjóladrifsbíll fyrir þá sem ætla á fjöll eða firnindi heldur miklu frekar nýtískulegur borgar- jeppi með eiginleika fólksbílsins og pláss fjölnotabílsins eða langbaksins. Stærri en BMW X5 og Lexus RX300 Murano sker sig úr fjöldanum. Þetta er einn rennilegasti borgar- jeppinn á markaði. Það er ekki að finna í honum skarpar línur; hann er ávalur frá framstuðara að afturstuð- ara og er í raun og veru sjónræn upp- lifun, ekki síst vegna þess að formin í honum blekkja á einhvern hátt augað. Murano er 4,77 m á lengd og 1,88 m á breidd og því 3 cm lengri en Lexus RX300 og 3,5 cm breiðari og heilum 10 cm lengri en BMW X5 en 4 cm mjórri. Þetta eru einmitt bílarnir sem Murano keppir helst við. Mörgum þykir kannski sem þetta verði ójöfn keppni þar sem keppinautarnir hafa óneitanlega ímynd lúxusmerkisins yf- ir sér á meðan Nissan hefur verið bíll fólksins og látið lúxusarmi sínum, Infiniti, eftir að keppa við fínu bílana. Í tilfelli Murano á þetta hins vegar ekki við, því hann er einungis fáan- legur í einni útfærslu í Evrópu og óhætt að segja að þar sé boðinn „einn með öllu“. Massaður og vöðvastæltur Útlit bílsins gerir það kannski að verkum að hann er ekki fyrir alla; al- tént ekki þá sem vilja láta lítið fyrir sér fara. Hann er á 18 tommu álfelg- um, dálítið bólgnum hjólaskálum og æði sportlegur á að líta. Massaður og vöðvastæltur mætti jafnvel segja. Telji menn hann skera sig úr öðr- um bílum í ytra útliti er óhætt að segja að upplifunin af innréttingu bílsins sé ekki síðri. Murano er leð- urklæddur og með skreytingum í miðjustokki og á hurðum og stýri úr áli. Mælaborðið er með stórri syllu og mælarnir fyrir aftan stýrið eru eins og sjálfstæð fljótandi eining. Á stýr- inu eru stillingar fyrir hljómtæki og skriðstilli en fyrir ofan miðjustokkinn er 7 tommu litaskjár með leiðsögu- kerfi og bakkmyndavél. Leiðsögu- kerfið nýtist ekki innanlands enn sem komið er, en bakkmyndavélin er hlut- ur sem erfitt er að vera án þegar menn hafa á annað borð vanist henni. Þá er í bílnum Bose-hljómkerfi. Sniðug lausn á aftursæti Staðalbúnaður er líka stór sóllúga sem er þeim kostum búin að hægt er að opna hana í fimm þrepum; eða allt frá lítilli glufu upp í alla lúguna. Murano er fimm manna bíll með miklu innanrými. Framsætin eru með rafstillingu og stýrið er með veltu en ekki aðdrætti. Gólfið í afturrými er al- veg slétt og þar er gott pláss fyrir þrjá fullorðna. Nissan hefur útbúið Murano með snilldarlega lausn fyrir aftursætin. Fyrir utan að hægt er að halla sætisbökunum er nefnilega hægt að fella þau niður til að búa til pláss fyrir mikinn farangur. Þetta er svo sem ekkert nýtt í bílum en í Murano er þetta gert með því að grípa í tvö handföng í afturrýminu og sætisbökin falla slétt niður með einu handtaki. Sú spurning vaknar hvers vegna bílaframleiðendur hafa ekki fyrr fundið þessa lausn? Vél úr sportbíl og cvt-skipting Það er fleira óvenjulegt við Murano. Hann er með 3,5 lítra V6-vél sem upprunalega er þróuð fyrir sportbílinn 350Z, en hún er „tjúnuð“ lítillega niður í jeppanum þar sem hún skilar 234 hestöflum, en í 350Z er hún látin skila 280 hestöflum. Við hana er síðan tengd cvt-skipting, (continuo- usly variable transmission) sem menn þekkja t.d. úr Primera en einnig hefur Audi boðið upp á slíkar skiptingar sem kallast Multispeed. Þetta er reimskipting en jafnframt með hand- skiptivali. Kosturinn við þessa skipt- ingu er að hún er alveg fullkomlega lungamjúk, menn verða ekki varir við neinar skiptingar, enda reimdrifin. Skipting af þessu tagi veldur líka minni eyðslu en hefðbundnar sjálf- skiptingar. Sem ekki er vanþörf á því lítil eyðsla er ekki sterka hlið Mura- nos. Það verður síðan líklega erfitt að selja hann í miklu magni í Evrópu þar sem engin dísilvél er í boði í þennan bíl. Það að Murano hafi verið á markaði í Bandaríkjunum í tvö ár ætti að tryggja að bíllinn er kominn yfir alla barnasjúkdóma, jafnvel þótt um 300 nýir hlutir séu í Evrópugerð bílsins og um 1.300 breytingar hafi verið gerðar á bílnum. Flestar eru þær smávægi- legar en stærsta breytingin er á fjöðr- un bílsins, sem er mun stífari. Bíllinn liggur líka vel og er stöðugri í beygj- um en flestir borgarjeppar sem und- irritaður hefur prófað. Aflið er alltaf til staðar og bíllinn ber keim af lúx- usbílum hvað hljóðeinangrun viðkem- ur. Svo vel hefur fjöðrun Evrópubíls- ins tekist að fregnir berast af því að fjöðrunarkerfinu amerísku útgáfunn- ar verði breytt í samræmi við þá evr- ópsku strax á næsta ári. Murano er borgarjeppi með miklu plássi og hlaðinn búnaði, (xenon-ljós, 18" álfelgur, leðursæti, skriðstilling, leiðsögukerfi með bakkmyndavél, Bose-hljómkerfi með 7 hátölurum, loftkæling, rafmagn í framsætum, sóllúga o.fl.). Verðið er mjög skaplegt miðað við búnað, vél og stærð bílsins, eða 4.990.000 kr. Til samanburðar má nefna að tveir helstu keppinautarnir eru nokkuð dýrari. BMW X5 3,0 kost- ar beinskiptur 5.330.000 kr. en vel á sjöundu milljón kr. með sambæri- legum búnaði, og Lexus RX300 Lux- ury kostar 6.000.000 kr. Morgunblaðið/Árni Sæberg Aflíðandi línur og bólgnar hjólaskálar gera bílinn kraftalegan. Djarfir litir í mælum og óvenjuleg form í mælaborði gera bíl- inn líflegan að innan. Sama V6 vélin og í 350Z en nokkuð dregið úr aflinu. Nissan Murano – einn með öllu REYNSLUAKSTUR Nissan Murano eftir Guðjón Guðmundsson gugu@mbl.is Kemur fullbúinn á 18" álfelgum, xenon- ljósum og skyggðum afturrúðum. 6 B FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ bílar Vél: V6, 3.498 rúmsentimetrar, 24 ventlar, breytileg tíma- setning ventla, vvt-i. Afl: 234 hestöfl við 6.000 snúninga á mínútu. Tog: 318 Nm við 3.600 snúninga á mínútu. Skipting: CVT með handskiptivali. Hámarkshraði: 200 km/klst. Hröðun: 8,9 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km. Lengd: 4.770 mm. Breidd: 1.880 mm. Hæð: 1.705 mm. Eigin þyngd: 1.865 kg. Fjöðrun: Sjálfstæð fjöðrun að framan, fjölliðafjöðrun að aftan. Stöðugleikabúnaður: ESP-stöðugleikastýring og spólvörn. Farangursrými: Hjólbarðar: 225/65R18. Eyðsla: 17,2 lítrar innanbæjar, 12,3 lítrar í blönduðum akstri (samkv. Nissan). Verð: 4.990.000 kr. Umboð: Ingvar Helgason hf. Nissan Murano

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.