Morgunblaðið - 22.04.2005, Síða 13

Morgunblaðið - 22.04.2005, Síða 13
SPURNINGALEIKUR hefur verið opn- aður á www.ruv.is/f1 og vinningshafinn íhonum fær lúxusferð fyrir tvo á Formúlu 1 kappaksturinn í Mónakó í maí. Keppt er í honum um allan heim og verður flogið með 60 verðlauna- hafa til furstadæmisins í fjögurra daga lúxusferð. Leikurinn er skipulagður af Biot- herm-fyrirtækinu í Mónakó sem fram- leiðir herrasnyrtivörur fyrir karlmenn. Fyrirtækið á 20 ára afmæli og nýtti tækifærið til að minnast upprunans og því liggur beint við að tengja það þekktasta viðburðinum í Mónakó, Formúlu 1 á götum borgarinnar. Vinningshafinn í leiknum á ruv.is fer til Mónakó föstudaginn 20. maí og gistir ásamt ferðafélaga að eigin vali á Hotel Beau Rivage, 4 stjörnu hóteli í Nice. Eftir morgunverð á hótelinu á laugardeginum verður farið á tímatök- una þar sem sæti eru frátekin á K8- svæðinu rétt við brautina og með út- sýni yfir höfnina. Um kvöldið verður sameiginlegur kvöldverður með öllum verðlaunahöfum í boði Biotherm á glæsilegum veitingastað. Eftir hádegisverð á sunnudag er haldið á keppnina þar sem sæti eru frátekin á besta stað á T-svæði með útsýni yfir þjónustusvæði keppnisliða. Sjónvarpsskjáir eru einnig til staðar á þessu svæði, sem býður upp á mikil tilþrif. Mánudaginn 23. maí er haldið heim til Íslands. Það er auðvelt að taka þátt í leikn- um. Það eina sem þarf að gera til að komast í pottinn er að taka þátt á www.ruv.is/f1. Smellt er á hnappinn efst á síðunni eða næsti útsölustaður Biotherm heimsóttur. Upplýsingar um þá má finna á www.biotherm.is. Jarno Trulli með Bernie Ecclestone í Mónakó 2004. Trulli vann mótið á Renault. Lúxusferð til Mónakó í vinningsleik ÞAÐ eru 25 ár síðan BMW Motorrad setti fyrst á markað stórt torfæruhjól en í haust verður kynnt til sögunnar HP2-torfæruhjólið (High Performance 2-cylinder), sem sagt er verða án mála- miðlana, sportlegt, afar létt og með- færilegt torfæruhjól sem jafnframt verður löglegt í götuumferðinni. HP2 verður fyrsta gerðin í nýjum flokki mótorhjóla sem BMW er að þróa. Flokkurinn kallast HP High Performance-línan. Hjólin í þessari línu verða afar sérstök og fágæt og ekkert sparað til við framleiðslu þeirra. Verðið mun líka endurspegla þá getu sem þau eiga að búa yfir og þá staðreynd að sérstaklega verður vandað til smíði þeirra og þau verða framleidd í takmörkuðu upplagi. HP2 er með þeirri aflmestu tveggja strokka boxervél sem boðin hefur verið í torfæruhjóli til þessa og BMW segir að hjólið verði aflmesta torfæruhjólið á markaðnum. BMW segir að hjólið njóti góðs af vélarhönnuninni þegar ekið er í grófu undirlagi þar sem þyngdar- punkturinn sé lágur. Um leið tryggi lít- il þyngd hjólsins og aflmikil vélin það að hjólið verður afar meðfærilegt og hraðskreitt á malbikinu. Hönnun hjóls- ins og allra íhluta sem og efnisnotkun gengur út á það að draga sem mest úr þyngd hjólsins. HP2 vegur 175 kg sem ætti að skila sér í meðfærileika jafnvel í mestu torfærum. BMW segir að það muni vekja athygli hve mikla hröðun hjólið bjóði upp á við lágan vélarsn- úning frá flatri Boxer-vélinni og lágur þyngdarpunkturinn tryggi mikið jafn- vægi í akstri. BMW lofar að HP2 muni skáka jafnvel öflugustu eins strokks torfæruhjólunum á krefjandi brautum. BMW ætlar sér að vekja athygli á nýja HP2-hjólinu með öllum tiltækum ráðum. Fyrirtækið styrkir lið í Þýska- landi sem ætlar að keppa á HP2 á tor- færumótum eins og þýska Cross Co- untry-mótinu. Þá verður keppt á HP2 á Baja 500- og Baja 1.000-mótinu og einnig er fyrirhugað að keppa á Erz- berg-keppninni í Austurríki. BMW mun útvega hjól og þjónustu fyrir lið- in á þessum keppnum. HP2 er með 1.170 rúmsentimetra boxer-vél eins og R1200 GS-hjólið, en hestöflin eru 105. Hámarkstog verður hið sama og í RS1200 GS, eða 115 Nm við 5.500 snúninga. Ný smíði á hljóðkút hefur sparað 2 kg í þyngd. Röragrindin er byggð á R900, sem gátu sér gott orð í Dakar-rallinu frá 1999–2001. Hjólið er með splunkunýju fjöðrunarkerfi með gormum og loftfylltum dempur- um með 270 mm fjöðrunarvegalengd. Fjöðrunarkerfið vegur aðeins 2,3 kg og er því um 2 kg léttara en hefð- bundið fjöðrunarkerfi. Á framhjólinu er 305 mm diskabremsa og 265 mm að aftan. HP2 er ekki boðið með ABS- hemlum. Bensíntankurinn er gerður úr hálfgegnsæju plastefni þannig að menn sjá hve mikið þeir hafa á tankn- um, sem annars tekur 13 lítra. Sæt- ishæðin er 92 cm en fáanlegt verður sem sérbúnaður lægra sæti, 90 cm. HP2 kemur á markað í Evrópu í september. BMW HP2 – nýtt aflmikið torfæruhjól BMW HP2 verður sett á markað í Evrópu í september. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2005 B 13 bílar KERRUÖXLAR Í ÚRVALI og hlutir til kerru- smíða Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 100% VAXTALAUS LÁN TIL ALLT AÐ 60 MÁN Á VÖLDUM MUSSO JEPPUM GILDIR TIL 1.MAÍ GLEÐILEGT SUMAR Bíldshöfða 10 • Sími 587 1000 • www.benni.is VEGNA MIKILLAR SÖLU Á NÝJUM BÍLUM UNDANFARIÐ LANGAR OKKUR AÐ BJÓÐA YKKUR 100% VAXTALAUS LÁN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.