Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 11.07.1955, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 11.07.1955, Blaðsíða 1
25. töhiblað r BlaSfyrir alla 8. árgangur Mánudagur 11. júli 1955 Er »innrás« hermanna í Reykjavík að ná hámarki Utanríkismálaráðherra ábyrgur1 B. B. skrifar um: Þvi miður er það staðreynd að „reglur“ dr. Krist- ins varðandi samskipti Islendinga og amerísku her- mannanna virðast bara orðin tóra. Með hverjum deginum sem líður, þyrpast hermenn meira og meira til höfuðstaðarins og engar hömlur virðast á dval- artíma þeirra. Árla á morgnana sjást þeir koma úr ólíklegustu húsum og víðast hafa amerískir nienn herbergi á leigu. Allstaðar í Evrópu stynja þjóðir undir erlendu herliði; þó eru þær þjóðir ekki í nærri eins mikilli hættu, af langvarandi setu erlends liðs, og íslendingar. Okkar fá- menna þjóðfélag þolir ekki langa hersetu, né mikil sam- skipti við erlenda menn — ef tunga og þjóðerni eiga á annað borð að haldast. Nokkrir skemmtistaðir Reýkjavíkur eru kvöld hvert fullskipaðir Ameríkönum, og þesir sömu staðir eru jafn framt hættulegasti vettvang- ur fyrir íslenzka æsku. Menn skilja vel, að her- menn jafht sem aðrir menn sem útilokaðir eru frá hvert tækif^eri til að koma saman. Um það þarf ekki deila. Á hitt ber að líta enn- þá alvariegar, að íslenzka þjóðin þolir ekki aukin sam- gang við Keflavíkurvallar- mnen og yfirvöldunum ber skylda að aðhafast í málinu. Stjórn hérsins og utanríkis málaráðherra verða að finna skjóta lausn á þessu máli. Málefnasnauðasta blað lands- ins, Frjáls .þjóð, hefur bent á dæmi — Ijót dæmi — um samskipti hermanna og stúlkna. Það er Jétt verR gagnslítið. Siðferðið er and- skotann ekki lakara meðal kynjanna. á íslandi en ís- lenzkra stúlkna og Amerík-; ana. Hættan liggur í því, að j aukið samband milli Ame- ríkana og íslénzkra stúlkna kaéfir þjóðérnistilfinningu okkar og gérir okkur eins- konar þjóðarlaust viðrini. Dr. Kristinn Virðist ekki lagið að standa á kröfum þjóðarinnar í þessum efnum fremur en öðrum. Hann er algjört núll á þessu sviði og verður það meðan hann vermir embættisstól sinn. Hér þarf ákveðinn mann, sem getur illindalaust en með festu sýnt yfirmönnum hersins, að það sé báðum að- ilum fyrir beztu, að semja um þetta mál í eitt skipti fyrir öll — og halda samn- ingana. Til áskrifenda: Athygli ska! vakin á því, að btaðið ekki á móti áskrifend- um nema áskriffar- gjaldið sé greitt fyrir- fram. Danaheimsóknina Líkar ykkur við þennan Þctta er nýjasta tizka frá Lond- on o£ nefnist flikin „WUite fire and Flamenco“. Frönsk-þýzk kvikmyndasam- vinna. Myndin sýnir hina fögru frönsku kvikmyndadis Ciaude Borelli, sem um þessar mundir er að vinna í Þýzkalandi, braprðar NÝR BANKASTJÓRI: Hví ekki Helgi j eða j , Guðmundur? j a a Eins og kunnugt er þá { hefur Helgi Guðmundsson, | bankastjóri, látið af störf- j um samkvcemt eigin ósk. • Margir hafa verið tilnefnd 1 ir, sem eftirmenn Helga • t. d. Sveinn Benediktsson, • Ólafsson og fleiri. • Það er Vitað, að Björn • Ólafsson hefur neitað að • uið stöðunni þótt • hann gœti fengið hana. En mörgum verður á • að spyrja: Hvernig stend- • ur á því, að enn er gengið • framhjá: tveim ágœtum og ! vinsœlum starfsmönnum: bankans þeim Helga Ei- j ríkssyni og Guðmundi j Ólafssyni. Báðir þessir j menn eru „kvalifiseraðir“ j í bankastjórastöðu, þekkja j allar greinar bankastarf- j seminnar út og inn og j hafa langa og dýrmæta • reynslu. Þótt aðrir, sem j tilnefndir eru í þessa stöðu j séu á margan hátt gegnir • menn, þá breytir það ekki • jbeirri staðreynd að þeir j í senn hinn fræga þýzka bjór og ; Helgi eða Guðmundur • etur við honum þýzk bjúgu, sem j cettu, ef réttlæti og hagur j hlotiff hafa verðskuldaða ánægju j bankans vœri í fyrirrúmx j þehrra sem bragðað hafa_______if*3 skiPa Þ^tta vandasama \ _ : ■ au SKl J j starf. I sambandi við heimsóknir danskra knattspyrnumanna eru það nú einkum þrjú ártöl, sem íþróttasagan mun geyma: 1919, 1946 og 1955. Fyrsta sinn sem Danir sóttu okkur heim, fyrsti landsliðsleikur íslands og svo nú annar landsliðsleikur við þá á heimavelli og jafnframt mestu vonbrigði í sögu íslenzkrar knattspyrnu til þessa. Öllum þessum heimsóknum lauk þó svo að Danir fengu burst í lokin. Það var knattspyrnufélag stúd- enta, sem sótti okkur heim 1919. Þeir sýndu mikla yfirburði fyrstu leikina, en eftir reiðtúr til Þing- valla töpuðu þeir fyrir Fram með 2:1. Var það talið mikið herbragð af hálfu landans og mikill sigur. Danska iandsliðið 1946 var af- ar sterkt. Miklu sterkara en það sem gistir land okkar nú. Meiri hluti þess eru frægir atvinnu- menn í Suður-Evrópu. Má segja að það hafi allt verið skipað stjörnum, en það sem er hér nú, engri. Stuttu seinna börðust þeir um forustuna á Olympíuleikun- um. Höfnuðu þar í þriðja sæti eftir jafna leiki við Svíþjóð og Austurríki, sem urðu nr. 1 og 2. Fyrir þessu liði töpuðum við með 3:0 í ójöfnum leik. Danir höfðu þó ekki nema 1:0 er 15 mín. voru að lokum, en höfðu mikla yfir- burði úti á vellinum allan leik- inn. Sama minnimáttarkenndin og þrekleysið einkenndi okkar lið og í leiknum núna. Vanhöld herjuðu þar einnig. Markmaður, útherji og miðframvörður urðu að yfirgefa leikvanginn vegna meiðsla. Þó burstaði úrvalslið Reykjavíkur Danina með 4:1 og átti Albert þar glæsilegan leik sem miðherji. Að visu hafði þá veizlugleði höggvið skarð í raðir Dananna. Landsleikur 1955 Landsleiksins núna var beðið með mikilli eftirvænting af al- þjóð manna. Mikil ástæða var til bjartsýni. Framherjar okkar tald- . ir aldrei sterkari en nú og danska liðið óvenju veikt. Dagur hinna miklu átaka rann upp, þegar jöfnuð skyldu metin við Dani. Hann hafði hinsvegar fólgið i skauti sínu þau mestu vonbrigði sem dunið hafa yfir þessa þjóð. Þrekleysið, minnimáttarkennd in og klaufaskapurinn var við að gera út af ísienzku keppendurna. Þar við bættist að dómarinn var ekki góður. í upphafi leiksins flautaði hann á löglegar hrind- ingar. Senniiega af ótta við að mfesá ieikinn úr höndunum á sér. Slíkt er ófært, en kemur ekki ósjaldan fyrir hjá aðaldómurum okkar. Það er annars ekki einleikið hvað margt virðist hafa farið af- laga í sambandi við landsleikinn. Á styrjaldartímum hefðu menn hreint og beint talað um sabotage undir svipuðum kringumstæðum. Allt virðist hafa verið gert til að svekkja landann. Aðeins 16 miðar eru seldir al- menningi að stúkunni. Sala þeirra auglýst 15 mínútum áður en hún hefst. Hér er rétt að geta yfirlýsingar, sem stjórn íþrótta- vallarins birti í blöðunum. Þar hyggst hún sverja af sér gerðir starfsmanna sinna. Til sölu fóru 60 miðar að stúkunni heitir það í yfirlýsingunni. Stúlkur þær, sem miðana selja, virðast þvi hafa lagt undir sig 44 miða. At- hæfi þetta telur stjórn vallarins sér alveg óviðkomandi. Segjast þeir vera saklausir sem englar. Hér er um óvenjulega ósvífni að ræða. Þá var leikurinn, í sumum dag- blöðum bæjarins auglýstur Vz tíma fyrr en rétt var. Á þann hátt tókst með óþarfa bið, að of- kæla fjölda manns. Val landsliðsins tókst mjög illa. Það var fyrirfram vitað að þrjár stöður þess var hægt að skipa mun sterkari mönnum en gert var. Eg á þar við báða bak- verðina og vinstri útherjann. —< Þessir menn stóðu sig afleitlega, enda bakverðirnir óvanir stöðun- um. Annar byrjandi i meistara- flokki, efnilegur að vísu, en hef- ur sinn stutta feril leikið fram- vörð. Hinn hefur leikið framvörð eða innherja. Hvorugur nógu sterkur til þess að skipa þessar stöður í landsliði. Heldur lands- Uðsnefndin. að milhrikjaleikir séu heppilegur vettvangur fyrir tilraunir? Áhorfendur eru ekki á sama máU. Við áttum völ reyndra og leik- inna manna í bakvarðastöðurnar. Manna, sem hafa sýnt það í ótal leikjum, að þeir duga vel, einmitt þegar mikið er í húfi. Á ég þar við KR-ingana Hörð Óskarsson og Hreiðar. Árni Njálsson og Haukur i Fram stóðu einnig lið- inu nær en þeir sem valdir voru. Vinstri útherjastaðan var betur skipuð Þórði Jónssyni, Herði Óskarssyni, Sigurði Bergssyni o. fL Þá máttu æfingar landsliðsina takast betur en raun varð á. Æf- ingaleikirnir voru logmnolla og Hktust meir göngufótbolta ei> knattspyrnu. TilvaUð virðist þáj Framhald á 8. síðif á MánudagsblaffW l

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.