Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 11.07.1955, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 11.07.1955, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGSBLAP8) v Mátmdagur lli ;■ júlí -1956 >! MANUDAG**1 *“■“ Ritstjóri og ábyrgSarmaður: Agnar Bogason. i ;-' BlaSið kemur út á mánudögum. — Vcrð 2 kr. í iausasölu. Afgreiðsla: Tjarnarg. 39. — Sími ritstj. 3496. Prentsmi&ja Þjóðviljans b.J. Knattspyrmiyfirvold og landsleikir Þeir sem áhuga hafa á knattspyrnu, hafa velt einni spurn- ingu fyrir sér undanfama daga: hvað gekk að íslenzka lið- jnu í landsleiknum við Dani? Þessari spumingu er ekki auð- svarað í einstökum atriðum, en marga grunar, að hér hafi yerið um þrjár meginástæður að ræða. I fyrsta lagi óvissa og klauf askapur þeirra er. ákváðu hver jir skyldu leika. í öðm iagi mjög mikill skortur á sajnæfingu og í þriðja lagi per- sónulegur rígur og stolt einstaka leikmanna. Kveður svo rammt að hinu síðastnefnda, að ótrúlegustu sögusagnir em á lofti. Hvað svo sem rétt kann að vera í þessum málum, þá er það víst, að hér þarf skjótra umbóta við. Knattspymuyfir- völdin verða að gerbreyta afstöðu sinni til landsleikjanna. Hlutdrægni í garð einhvers félaganna verður að hverfa. Nefnd hlutlausra kunnáttumanna á sviði knattspyrnunnar verður að athuga hvem mann nákvæmlega, áður en hann er ráðinn til leiks. Ef landsleikur er að sumri, ber að velja rnennina haustið áður og æfa þá saman vel. Strax og vorar nóg til þess að keppni á velli getur hafizt, verða þeir, sem fyrir vali verða að hefja æfingar. Það er ekki nóg að ryðja saman ókunnum mönnum mán- uði fyrir landsleik og ætlast til um leið að úr þeim fáist brúklegt landslið. Keppnin við Dani hefur leitt það í ljós, Krafa almennings er: veljið í landslið af meiri natni og æfið mennina vel, áður en þeir fara á völlinn. ★ Tíminn og spilllir ráSherrar Tíminn bölsótast síðustu daga út af upplýsingum Mánu- Öagsblaðsins um veizluhöld ráðherranna í ráðherrabústaðn- íim við Tjarnargötu. Hafa þeir dr. Kristinn og Eysteinn Jcnsson haldið brúðkaup dætra sinna í opinberam sölum pg algeru heimildarleysi. Tíminn reynir af veikum mætti að klóra yfir þessa lág- kúrulegu spamaðartilraun „launalítilla ráðherra" og nefn- ir dæmi um það, að brezkir ráðherrar geri slíkt hið sama. Þetta eru hrein ósannindi. Brezkur almenningur hefur aug- un betur opin en svo gagnvart trúnaðarmönnum þjóðarinn- ar, að hann hleypi þeim upp með bruðl á opinberam eignum. Tíminn reynir enn, að fá almenning til þess að trúa því, að láðherrar þessir hafi greitt öll útgjöld við þessar veizlur. Almenningur er ekki svo vitlaus, að trúa því, af þeirri einni ástæðu, að reynslan í þessum efnum, sérstaklega af ráðherrum og öðram opinberam starfsmönnum úr Fram- sóknarflokknum síðari árin, sýnir ekkert nema bruðl og öhóf gagnvart eignum ríkisins, þótt ekki sé dýpra tekið í árinni. Rökfærsla Tímans er sú, að rekstur einhverra „einka- fyrirtækja“ og lífsvenjur „nýríkra“ manna komi endanlega niður á þjóðfélaginu!!! Þarna fer Tíminn inn á þá braut, sem honum er bezt að halda sig frá. Það eru fyrirtæki eins og SÍS, sem koma niður á þjóðinni og þröngva að kosti hennar. SlS leikur sér með sparifé landsmanna, byggir og kaupir, kúgar og byltir um frjálsu framtaki. Aðferðir og allur starfsferill forráðamanna SÍS nálgast svo mjög bola- brögð einokunarhringa í Bandaríkjunum, að nær má ekki á milli sjá. En Bandaríkjamenn sáu hættuna og þingið lagði bann við slíkum aðferðum í verzlunarlífinu. Það er þetta sem íslenzku stjómarvöldin ættu að gera áóur en það er um seinan. Ólafur Hansson, menntaskólakennari: Leitum ekki langt yíir skammt m I '<* ■ - ’■ ■ ■ ‘ r “ i; iisoiib;-.: Aldrei : hafa Islendingar ferðazt eins mikið og á und- anfömum árum. Þúsundir manna fara nú árlega til út- landa, það er hætt að vera nein nýlunda að rekast Reyk- víkinga í Piccadilly eða á Champs Elysées. Um þessi ferðalög til útlanda er í sjálfu sér ekki nema gott eitt að segja, það er enginn vafi á því, að margir íslendingar fá víðari sjóndeildarhring af því að hleypa heimdraganum, þó að mér sé ekki grunlaust um, að sumir hverjir gefi veit- ingahúsum eða búðargluggum mestan gaum í útlandinu. Og stimdum, þegar ég hef verið að rekast á íslenzkt ferðafólk úti í löndum, hefur vaknað hjá mér sú spurning, hve margt af þessu fólki hafi nokkra sinni á ævinni komið á þá dásamlegu staði, sem er að finna hér í næsta nágrenni Reykjavíkur. Eg er sannfærð- ur um, að það er ekki nema örlítið brot af þeim fjölda, sem er orðinn þaulkunnug~ur í London, París eða suður á Rívíreu. Það er alveg furðulegt, hve margir víðförlir Islendingar eru fáfróðir um sitt eigið land. Þekking þorra fólks hér í Reykjavík á Islandi sjálfu er takmörkuð við það, sem sézt út um glugga á bílum sem þjóta eftir rykugmn þjóðvegum. Að vísu hafa ís- lenzku ferðafélögin unnið gott starf með því að skipuleggja ferðir tun byggðir og óbyggð- ir landsins. En kunnugir menn hafa sagt mér, að það sé ekki ýkja mikill hluti Reyk- víkinga, sem fari í þessar hóp ferðir, það sé sama fólkið ár eftir ár, sem fari í slíkar ferð- ir. Mikið af íslenzku miðstétt- arfólki sparar við sig ferðir innanlands, það er að safna í sjóðinn til næstu utanfarar og þá stundum öllu meir til að geta keypt eitthvert rasl í útlandinu, en til að fá ein- hvem menningarauka af ferðunum. — Hvernig væri nú, ef eitt- hvað af þessu ferðafólki breytti nú einu sinni til og reyndi að kynnast næsta ná- grenni Reykjavíkur áður en lengra er haldið? Það kostar lítið, og ég þori að fullyrða, að í aðeins 20—30 km f jar- lægð frá Reykjavík eru stað- ir, sem era meðal hinna feg- urstu í Evrópu, en það eru áreiðanlega ekki nema nokk- ur hundruð Reykvíkinga, sem hafa litið þá augum. Það af þessum svæðum, sem flestir hafa hafa líklega farið eitthvað um, er svæðið austur af Kaldárseli, en þang- að er nú akfært. Þó er ég viss um, að það er ekki nema lítið brot af Reykvíkingum, sem hefur komið þangað, og ég hef hitt roskna bílstjóra, sem hafa ekið rnn nágrenni Reykjavíkur í áratugi og vita þó ekki hvar Kaldársel er. Fegurstu staðirnir á þessu svæði eru þó ekki við Kaldár- sel sjálft, heldur litlu aust- ar. Nokkurra minútna gang frá Kaldárseli er Helgadalur. Þessi litli dalur er hrein perla, mér þykir hann einn fegursti staður á Suðvestur- landi og því fegurri, sem ég sé hann oftar. Þama liggja iðgrænar grandir að lítilli tjöm í dalbotninum, en vest- an við dalinn eru brattir hamrar, þar sem hið fegursta blómskrúð vex á klettastöll- unum. Þarna er maður kom- inn langt frá öllum ys og þys. I þesum litla dal, sem er tæpa 20 kílómetra frá Reykjavík er ekkert, sem minnir á byggð í þessu landi, hann er sennilega að mestu eins og þegar landið var ó- byggt og ósnortið. Eg hef oft furðað mig á, að Reykviking- ar skuli ekki fyrir löngu hafa uppgötvað þennan undur- fagra stað svona rétt hjá höf- uðborginni og að þangað skuli ekki liggja straumur fólks um helgar. En þarna hef ég oft verið í blíðskaparveðri á sunnudögum án þess að rek- ast á nokkum mann. Og satt að segja er það að sumu leyti, gott, að daíurinn skuli fá að ver í friði, en engu að síður er ég hissa á því, hve lítið er farið þangað, hvort sem það stafar af fáfræði eða tóm- læti. Skammt austur af Helga- dal eru Valahnúkar, einkenni- lega gróteskir tindar, sem sjást vel sums staðar úr Reykjavík. Við þessa hnúka er Valaból, sæluhúsið, sem Farfuglar hafa útbúið í helli, sem rúmar allmarga menn. Farfuglar eiga heiður skilið fyrir starf sitt á þessum stað, þeir hafa gert mikið til að prýða nágrenni sæluhússins, plantað þar tré og skrúðblóm. Brekkurnar við Valaból eru einnig með fegurstu stöðum í nágrenni Reykjavíkur, en að Farfuglum undanskildiun hugsa ég, að þeir Reykvíking- ar séu ekki ýkja margir, sem þangað hafa komið. Nöfn þau sem getur að líta í gestabók Valabóls eru að minnsta kosti aðallega Farfuglar og svo fá- einir Hafnfirðingar, en þeir kunna betur að meta þetta fagra svæði en Reykvíkingar. Frá Valabóli er tilvalið að fara ýmsar gönguferðir til fagurra og sérkennilegra staða þar í nágrenninu. Stutt er að fara á hæstu strýtur Valahnúka, og það getuf ver- ið skemmtilegt smáklifur, þetta eru eins og Alpatindar í míníatúr. Heldur meira fjallamannabragð er að því að ganga á Helgafell eða Hús- fell, en á bæði þau fell er stutt frá Valabóli. Mér finnst þó enn fegurri staðir vera norður af sæluhúsinu. Þar er Búr- fellsgjá, sérkennileg gos- sprunga, sem einhvemtíma fyrir Islands byggð hefur spúð eldi og eimyrju yfir ná- grennið. Það mætti segja mér, að Reykvíkingar mundu skipuleggja hópferðir til að sjá þessa gjá, ef hún væri austur á Fljótsdalshéraði eða vestur á Fjörðum. En hún er hér í næsta nágrenni okkar, og í mesta lagi slæðast þangað tvær eða þrjár hræður um helgar. Þegar búið er að skoða Búrfellsgjá er tilvalið ganga norður með hömrun- um, sem taka við skammt f rá gjánni. Þeir hamrar eru ein- hverjir þeir sérkennilegustu hér á landi. Sums staðar slúta þeir fram á löngum svæðum, svo að ganga má undir þeini eins og þaki. Mér þykja þess- ir hamrar stóram fegurri og sérkennilegri en t. d. Dverg- hamrar á Síðu, en f jöldi Reyk- víkinga hefur gert sér ferð þangað austur. En þessa fögra og einkennilegu hamra í námunda við okkur látum við eiga sig, og tiltölulega fá- ir Reykvíkingar hafa séð þá. Þangað er þó ekki nema um það bil klukkustundar ferð frá Reykjavík ef tekinn er bíll upp í Sléttuhlíð eða Kaldárbotna. Og rétt norður af hömrunum er enn einn ein- kennilegur staður, sem marg- ir Hafnfirðingar hafa séð, en furðu fáir Reykvíkingar. Það er Gjáarrétt, mikil f járrétt á grundunum norður af hömr- unrnn. Sérkennilegast er vatnsbólið við Gjáarrétt. K þessum slóðum er yfirleitt ekki drykkjarvatn að finna nema í Kaldá, sem reyndar hverfur furðu fljótt í hraun- ið. En þarna við réttina er djúþ gjá, og þar er'vatnsbói, sem aldréi þrýtur. Ganga þarf niður allmörg þrep til að komast niður að vatninu og þar niðri er hálfgert myrk- ur, manni finnst að komið sé burt úr dagsljósinu og niður í iður jarðar. Eg þekki jafn- vel fólk, sem ekki hefur þor- að niður í gjána að vatninu. Þetta einkennilega vatnsból leynist furðuvel, ég þekki fólk, sem komið hefur að Gjá- arrétt og leitað þess, en ekki fundið, og þó er það aðeins fáa faðma frá réttinni. Fjöldi Reykvíkinga hefur ekið Krísuvíkurveginn og við þann veg er víða fagurt. En tiltölulega skammt frá vegin- um eru ýmsir fagrir staðir, sém ekki sjást, þegar ekið er um hann. En vegurinn auð- veldar mönnum mjög að kom- ast á sérkennilega staði, sem Framhald á 7- síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.