Mánudagsblaðið - 11.07.1955, Page 8
CR EINU1ANNAÐ
/ Furðuleg leiklýsing - Harðfiskur og kokkteill
: / - Þjóðleikhúsið og „pantarnir" - Landsbank-
inn ómálaður - Jeg er ef menneske
te* .*.
Gaman væri að vita hvaðan yfirstjórn útvarpsins
bárust allar þessar áskoranir um að útvarpa óförunum
við Dani í annað sinn — á dönsku? íslendingum ætti
að vera nógu vel í minni endenmisframmistaða landa
sinna, án þess að stjórnendum útvarpsins þætti hlýða
að útvarpa leiknum á dönsku „samkvæmt f jölda áskor-
ana“.
Þó var eitt gott í sambandi við þessa útsendingu.
Danir þeir, sem fram komu í útvarpinu, áttu ekki orð
til að lýsa gestrisni „landans“. Nú var ekkert sérstakt
haft við þessa Dani, en á hitt ber að líta, að þótt gest-
risni sé góð og sjálfsögð, þá er það óhóf, sem móttöku-
nefndir, með hið opinbera í fararbroddi, þjóðinni til
skammar og athlægis.
★-----------------
Talsvert hefur verið um það síðustu vikur, að blaða-
mönnum hefur verið boðið í „eftirmiðdagsboð“, sem
raunar þekkjast betm’ imdir nafninu „cocktailparty“
Tilefni hafa verið nóg, sýningar ýmissa þjóða í höf-
uðborginni, þjóðhátíðadagur USA og allskyns aðrir
tyllidagar.
Sú ánægjulega nýlunda er nú tekin upp, að bjóðend-
ur í slík veizluhöld, t. d. sendiherra Bandaríkjanna, eru
farnir að reiða fram íslenzkan harðfisk með drykkjun-
um, ásamt tilheyrandi snittum. Svo ánægjulega ný-
breytni og þetta er, þótti oss dálítið skoplegt að sjá
eina hefðarfrú bæjarins brosandi út að eyrum með
Martiniglas í annri hendi og harðfiskrifrildi í hinni.
En það var á sinn 20. aldar hátt, þjóðlegt.
★-------------------
I»að er eins gott fyrir þá, sem sækja sýningar Þjóð-
leikhússins, að hafa með sér úr eða aðra skartgripi. Ef
gestir vilja leigja sér kíkja til þess að sjá betur, þá
fást þeir gegn vægri leigu og „panti“. Vinsælast er
að láta úr sín af hendi en aðrir gripir, t. d. perlufestar,
armbönd, eyrnalokkar o. s. frv. eru líka gild vara.
Þótt Rósinkranz sé ekki álitinn skrautf jöður í Þjóð-
leikhúsinu, ættu yfirmenn hans að reyna að koma í
veg fyrir, að þetta grey geri stofnunina að þ\ó, sem
enskumælandi menn kalla „pawn-shop^.
★-----------------
Óskandi væri, að stjóm Landsbanka Islands færi
bráðlega að láta mála byggingima. Bankinn er sann-
arlega til lítils sóma í miðbænum, eins og nú stendur á,
en myndi verða laglegasta bygging ef reynt yrði að
hýrga upp á litarháttinn á honum. Fleiri byggingar
í Austurstræti þurfa líka slíkar aðgerðar við og þá
helzt opinberar byggingar.
★--------------------
Árni Pálsson, prófessor, var eitt sinn á ferð í Sví-
þjóð. Dag einn er hann gekk um götu þar, vatt Svíi
sér að honum og spyr:
„ErNi Svenskare?“
Áma gazt ekki að spurningunni, þótti hún óþörf, en
svarar þó heldur dræmt:
,,Ne —e —e nei“.
„Er Ni Svenskare?“ spyr þá sá sænski aftur.
Þá var Áma öllum lokið, svo hann snýr sér að
manninum og segir all-hryssingslega:
„Nej, jeg er et menneske“.
Skrýtlur
Sjúklingurinn: „Segið mér
læknir, haldið þér ekki að ég
hefði gott af að skipta til, og
fara þangað sem heitaraer“?
Læknirinn: „Það er nú það
sem ég er að reyna að forða
yður frá“.
Maður nokkur sótti um dyra-
varðar stöðu i stóru hóteli í
Stokkhólmi.
„Ég sé“, sagði hóteleigandinn
að þér hafið unnið á hóteli áður.
Hvað gerðuð þér þegar gestir
urðu hávaðasamir við vin?“
„Ég bar þá út“.
„En þegar gesturinn varð svo
ölvaður að hann varð ósjálf-
bjarga"?
„Ég tók hann og bar hann
upp í dýrustu herbergi hótels-
ins,. og lét hann sofa þar, þar
til að hann kom til sjálfs sín“.
Hann fékk stöðuna.
Mánudags-
þankar
Framhald af 3. síðu.
lesmál í kletta Almanna-
gjár um, að þar hefði þetta
félag verið stofnað fyrir 25
árum. Var birt mynd af
þessari áletrun. Þetta er
heldur en ekki varhuga-
verður siður. Vafalaust
eiga ýmis samtök eða ein-
staklingar ýmislegs að
minnast f rá Þingvöllum, og
ef það yrði að hefð, að slík-
ir færu að krassa nöfn og
áletranir á hamraveggi Al-
mannagjár gæti það orðið
mikill ófögnuður og óprýði
þegar stundir líða. Það á
vitaskuld algeriega að
banna, að nokkrir krassi
nokkum skapaðan hlut á
klettaveggi á Þingvöllum.
Öllum er í fersku minni,
þegar kommúnistar flekk-
uðu staðinn með þvi að
mála einhverja upphrópun
á kletta í Almannagjá.
Þingvallanefnd og vörður
staðarins ættu að gefa út
strangt bann við slíku.
Að vísu má segja, að slík-
ar klausur máist skjótt af
veðrum, en ef nýjar og
nýjar áletranir kæmu í
þeirra stað mundi eyðing
náttúrunnar ekld hafa und-
an að afmá letrið.
Hitinn að innan
Ungur kennari og áhuga-
maður skrifar athyglis-
verða grein í Kirkjuritið
nú fyrir skömmu um það,
sem hann kaUar að „tendra
neistann“. Á hann þar við
að fá þurfi óbreytta safn-
aðarmenn til að starfa
meira og betur í þágu kirkj
unnar en þeir gera almennt
nú til dags. Greinin er
þrungin af áhuga fyrir þri
að glæða kirkjulífið í víð-
tækri merkingu. Að lokum
bendir þessi áhugamaður á
tvær leiðir til að „tendra
neistann“. Önnur er sú, að
teknar verði upp skipulagð-
ar húsritjanir presta. Hin
er sú, að biskupinn skipi
tvo áhugasama menn til að
ferðast um landið og
„skipuleggja aukið safnað-
arlíf“. Það sýnist auðséð,
að áhugamaðurinn hefur
ekki skilið, hvað hér er á
ferð í sambandi við deyfð
safnaðanna. Sú deyfð lækn
ast ekki með húsvitjunum
prestanna eða skipulagn-
ingu sendimanna biskups.
Sá hiti, sem tendra skal
neistann, eins og áhuga-
maðurinn komst að orði,
verður að koma að innan.
Hér stoðar ekki nein í-
kveikja utanfrá, því til
slíks er cldmaturinn ekki
nægilega góður. Ef saf nað-
armenn eru óánægðir með
starfsleysi í þágu kirkj-
unnar verða þeir SJÁLFIR
að byrja að starfa, hver og
einn. Annars kviknar þar
enghm neisti.
MÁNUDAGSBLAÐIB 1
Frúrnar - Fúsi og Gestur
Fnírnar, Fúsi og Gestur heitir nýr leikflokkur, sem um
þessar mundir ferðast um landið. Er flokkurinn nú á Vest-
f jörðum, en fer norður í land að þeirri ferð lokinni. Frúrnar*
eru þær Nína Sveinsdóttir og Emelía Jónsdóttir, Fúsi —
Sigfús Halldórsson og Gestur — Gestur Þorgrímsson. Sýn-
ing þeirra tekur tæpa tvo tíma og eru allt ný atriði, auk
þess f jögur ný lög eftir Sigfús. Þá tóku þau upp þá nýlundu.
að hafa sérstaka bamasýningu sem væntanlega verður vel
þegið. Á skránni er m. a. parodía um Kvennamál kölska,
auglýsingaþáttur, leikþættir o. fl.
Bvað á að gera í hvöld?
SUNNUDAGUR
Kvikmyndahús:
Gamla bíó: Uppreisn í Bæheimi Vladimir Raz. Kl. 7 og 9.
Walter Mitty kl. 5.
Nýja bíó: Setjið markið hátt. Susan Hayward. Kl. 5, 7 og 9.
Tjamarbíó: Rauða sokkabandið. Rosmary Clooney. Kl.
5, 7 og 9.
Austurbæjarbíó: Skriðdrekamir koma. Steve Cochran. —
Kl. 5, 7 og 9.
Stjömubíó: Hetjan. John Derek. Kl. 5, 7 og 9.
Hafnarbíó: Auga fyrír auga. Richard Conte. Kl. 5, 7 og 9.
Trípolíbíó: Nútiminn. Charley Chaplin. Kl. 5, 7 og 9.
Leikhús:
Sjálfstæðishúsið: Óskabarn örlaganna. Láms Pálsson. —
Kl. 8,30.
(Birt án ábyrgðar)
Danaheimsóknin
Framhald af 1. síðu.
hafa vei'ið að hafa „generalprufu"
við þjóðverjana sem hér voru.
Hvernig má það vera að það var
ekki gert? Er það landsliðsnefnd
sem ber ábyrgð á því? Almenn-
ingur á heimtingu á að fá þetta
upplýst og er fyrirspurn beint til
nefndarinnar héi'með. Það hefur
einnig kvisast út, að mikil óein-
ing hafi verið meðal liðsins áð-
ur en það fór út í leikinn. Upp-
haflega hafi Albert verið valinn
foringi þess, en því svo verið
breytt daginn áður. Mál þessi
eru ekkert einkamál nokkra
knattspyrnuforkólfa. Allur al-
menningur á hér hlut að máli og
að vera í landsliðsnefnd og lands-
liðsþjálfari eru ábyrgðarmiklar
stöður.
Ein aðalorsök hinnar stöðugu
sóknar Dananna var hve íslenzku
innherjarnir lágu framarlega,
einkanlega vinstri innherjinn.
Sliku á þjálfari að geta breytt
meðan á leik stendur. Jafnvel
kom til mála að færa vinstri inn-
herja í miðframherjastöðuna. —
Allt virðist hafa verið betra en
haft var. Eftir leikinn hafa menn
mjög haft horn í síðu Albei'ts.
Það er hér sem á öðrum sviðum,
stutt öfganna á milli, frá ást til
haturs, oflofs til lasts. Að undán-
teknum markmanninum, stóðu
allir leikmeim sig illa. Fallið var
mest hjá þeim sem áður gnæfðu
hæst.
Eftir leikinn var boð í Þjóð-
lcikhúskjallaranum fyrir kepp-
endur og nokkra gesti. í ræðum,
sem þar voru haldnar, voru Dan-
ir kurteisir mjög. Töldu réttilega
að bæta þyrfti skilyrði til æfinga
fyrir íslenzka æsku. Stofna fleiri
félög og reisa ný íþróttasvæði.
Þá myndi minnka hið stóra bil,
sem er milli knattspyrnuland-
anna.
Tökum undir með þeim og
fjölgum félögum í Reykjavík i
10 og sköpum þeim æfingaskil-
yrði. Flýtum markvisst þeim
degi er við sigrum Dani heima
og heiman. ,
. B. B.