Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 27.10.1958, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 27.10.1958, Blaðsíða 2
MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 27. október 1958. ÖLAFUR HANSSON menntaskólakennari forngrískum sögum var hin orm-1 hærða ófreskja Medúsa sögð með flatt nef, og stundum er hún sýnd pannig á myndum. Fólk'með kart öílunef er oft talið falskt og lyg- ið. Hins yegar er ágætt að vera með arnarnef. Það ber vott um gáfur, gott ætterni, örlæti og rausn. Enn eimir víða eftir af þeirri trú, að menn með a. /,>■- . nef séu eðalbornir í ættir íram. sinkum á Suðurhafseyjum, heils- ast menn með því að núa saman nefjum. Þessi siður er að líkind um sproltinn af fornri trú á snertigaldur, að menn geti skipzt á dularfullum krafti við snert- ingu. Stundum er kveðjan íólgín í þvi, að menn sle-ikja nef hvors annars eða bíta jafnvel í það. Sumstaðar á Austur-Indlandi pg Mið-Afríku heilsast menn mpð því að gefa hvor öðruYn langt nef. Þar er þetta hátíð’egur kveðjusiður, en í Evrópu fór þettc snemma að yerða háðsmerki, og svo er enn. Langa nefið í sambandi við nefið er til margvísleg þjóðtrú, og eru ýms- ar slíkar hugmyndir alkunnar hér á íslandi. Við þekkjum tals- hætíina að rjúka upp á nef sér og ná ekki upp í nefið á sér fyrir reiði. í ísienzkri þjóðtrú er nefið tengt reiðinni á ýmsa vegu. Ef mann klæjar í nefið, reiðist maður bráðlega. Sú þjóðtrú er einnig til í útlöndum, en þar get- ur það líka vitað á fleira, ef mann klæjar í nefið, t. d- á gesta- komu. í Þýzkalandi er til sú trú, að ef unga stúlku klæjar í néfið verði einhver bráðlega til að biðja hennar. Kláði i nefinu getur iíka táknað að maður fái óvænt- an koss á sama degi. HeíiS og skapgerðin Sú trú er eldgömul, að ráða megi skapgerð manna og innræti af stærð og lögun nefsins. Yfir- leitt þykir öllum betra að vera með stórt nef en lítið, maður með lítið nef þykir lítill fyrir sér, og ;tundum er talið, að hann sé þjófóttur. Sérlega illt er að vera beð flatt nef, slíkir ei’u oftast ill- menni, segir þjóðtrúin. I fornri indverskri þjóðtrú eru tröll og ill- vættir oft flatnefja. í ýmsum Ef nefnið er hvasst að framan eru menn háðfuglar. Stundum má marka óorðna hluti af nefinu. Ef æð sézt á nef- inu eru menn feigir. Að breyfa á sér nefinu Sumir eru óánægðjr með nefið k sér og vilja hafa það allt öðru vísi en það er. Og nú á dögum er möguleiki á að fá þvi breytt, Andlitsskurðlæknar leika sér að því. En löngu áður en þeir komu til sögunnar, var til sú trú, að breyta mætti lögun og stærð nefsins með göldrum. Sú trú e itbreidd í Mið-Evrópu, einkum t Sviss. Ef menn vildu breyta nef inu áttu þeir að fara út í skóg á jólanóttina. Þar skyddu þeii leita uppi hæstu eik skógarins og aá i það laufblað, sem efst vai í henni. Síðan skyldi drepa kött með hvíta rófu og- rjóða blóði bans á eikarlaufið. Syo áttu mer> að loka augunum, núa blóðinu af laufinu á nefið og segja. hvernig maður vildi hafa það. Þá fékk maður á svipstundu sitt óskaneí. og Víða meðal frumstæðra þjóða. í fjölmörgum ævintýrum er sagt frá því, að menn geri óvin- um sinum þann grikk að stækka nefið á þeim með göldrum. Stund um varð þá nefið svo langt að það hringaði sig utan um haliir og heilar borgir, og hundruð manna þurfti til að bera það. Oft var þessum ósköpum komið í kring með einhverju töfradufti eða töfrajurtum. Galdramennirnir kunnu oftast einhver ráð til þer að færa nefið í samt lag aftur, c tóku oftast fyrir það ærið fé eð þeir heimtuðu að launum kóng dótturina og hálft ríkið. Á 17. öld var uppi i Frakkland' maður sem átti sér undralangt nef og fárániegt, þó að engir galdrar væru með í Jeiknuir Þetta var skáldið og ævintýra- maðurinn Cyrano de Bergerac. Nef hans er líklega hið frægasta, sem verið hefur til á þessari jörð. Mörgum yarð á að hafa það í flimtingum, en það var hættu- legur leikur og kostaði marga lífið. Bergerac skoraði hvern þann mann á hólm, sem dirfðist að gera gys að nefi hans og lagði marga þeirra að velli. Þetta var bæði langt nef og dýrt. Nef og ðndardráffur Sérstaka helgi fær nefið oft á sig vegna þess, að það er sett í samband við andardráttinn og lífið sjálft. Því er oít trúað, að sálin fari úr líkamanum í gegn- um nefið, þó að stundum hugsi menn sér að hún fari um munn- inn eða jafnvel eyrun. Hjá Forn Grikkjum þekktist sú hugmynd, að skáldin fengju innbiástur í gegnum nefið. Þar sem andar- drátí.ur er stundum settur í sam band við vindinn, kemur upp sú trú, að menn geti valdið stormi með því að blása ákaft gegnum nefið. Til þess að valda gernínga yeðri eru reyndar til margar aðr- ar aðferðir. Lyktin Það er alkunnugt, að frumstæð- ir menn eru stórum lyktnæmari en siðmenntað fólk. Einkum gild ir þetta um veiðimannaþjóðir. Veiðimenn Indíána geta fundið lykt af dýrum í ótrúlegri íjar- lægð. Það er jafnvel fullyrt, að þeir geti með lj'ktinni fundið, hvort dýrið er ungt eða gamalt, karlkyns eðá kvenkyns. Hvítum mönnum bykir lyktnæmi Ipdíána ganga göldrum næst. Flestum frumstæðum mönnum þykir lykt in af hvítum mönnum vond, jafn- vel svo, að þeir gretta sig alla af viðbjóði. Galdramenn frum- stæðra þjóða þykjast geta fundið lykt af öndum og draugum. Geta þeir af lyktinni ráðið, hvort and inn er gqður eða illur eða hvaða framliðinn maður er á ferðinni. Enn eimir eítir i Evrópu af syipuðum hugmyndum í þjóð- trúnni. Ilér á íslandi þekkist bæði draugalykt og fylgjulykt, en það eru ekki nema fáir útvaldir, sem bera skyn á þá hluti. Þeir, sem glöggir cru á fylgjulykt, vita gerla, hvaða persóna nú sé vænt- anleg. Bæði hjá frumstæðum þjóðum og í þjóðtrú menningarþjóða þekkjast þær hugmyndir, að spá megi fyrir veðri af lykt. Sumi finna lykt af roki löngu áður en það skellur á. Hér á landi er sú trú útbreidd, að þegar mikill þef ur er úr koppum viti það á norð anátt. Um þetta er vísan alkunna: Veltast í honum veðrin stinn Veiga mælti skorðan. Kominn er þefur í koppinn minr Kemur hann senn á norðan. Þessa daga stendur yfir mikil útsala á bókum í Unuhúsi. Nokkur þúsund bóka, sem smalað hefur verið utan af landi, verða seldar fyrir lítið brot af upprunalegu verði þeirra. Langflest mjög eigulegar bækur. Allar aðrar eídri bækur í Unuhúsi verða st Idar í eina viku með 29% afslætti. A1i ugið að hér er margt ágætra gjafahóka líaupiá jólagjafabækurnar á markaðnum í Hnerrínn MelgmfelM í UmmUúsí Yeghúsastíg 7. — (Sími 16837). í sambandi vdð hnerrann eru til margvíslegar hugmyndir í þjóðtrúnni, og eru sumar þeirra ævagamlar. Bæði hér á íslandi og erlendis er sú trú algeng, að hnerrar boði gestakomu, menn hnerra gesti í matinn. Dravídar í Indlandi trúa þyí, að andar, góðir eða illir, valdi hnerrum, og má af hnerrum ráða, hvort heldur sé. Þarf þá stundum að hafa ein- hverjar særingar í frammi við þann, sem hnerrar, svo að ekki hljótist illt af. í þjóðtrú í Evrópu kom sú hugmynd snemma fram, að sá, sem hnerraði, væri bráð- feigur, ef ekkert væri að gert. Til að koma í veg fyrir þetta gerðisá, er hnerraði krossmark fyrir vit- um sér. Þeir, sem viðstaddir voru, höfðu oft einnig yfir einhver bæn arorð. Af þessum venjum mun vera sprottinn sá siður að biðja Guð að hjálpa sér, þegar menn hnerra. Löngu síðar var búin til þjóðsaga 1il að skýra þessa venju. Hún er á þá leið, að i Svarta- dauða hafi menn hnerrað ákaf- lega, er þeir voru að taka sóttina, og þá hafi þessi siður verið upp tekinn. En þetta á sér enga stoð i veruleikanum, bænasiðir í sam bandi við hnerrann eru .niklu eldri en Svartidauði. CFg líklega eru þeir siðir í einhverjum tengsi um við eldfornar trúarhugmynd- ir í sambandi við hnerrann. I keltneskri þjóðtrú, kemur fram sú hugmynd að sá, sem. hnerrar, sé í hættu að verða brott numinn af álfum. Viða er það talið heillamerki að hnerra, og má rekja þá trú ai'tur til Forn-Grikkja. Sums staðar tr.úa menn þyí, að'einn hnerri sé ólánsmerki, en tyeir eða fleiri viti á gott. Alveg sérstakt heillamerki er að hnerra þrettán. sinnum, í því sambandi erþrettán ekki óhappatala. Alveg sérstalt- léga var gott að hnerra á mánu- dagsmorgni, og er sú trú einnig til hér á íslandi. Sá, sem hnerrar að morgni nýáj-sdags er öruggur um að lifa árið af. Hnerrimi er merki þess, að hann muni ekki deyja á árinu. Aftur á móti er það ólánsmerki að hnerra í kirkju. Bloðnasir Sú trú er algeng, að það viti á gott, ef blæðir úr hægri nös, en á illt úr hinni vinstri. Sums staðar er blæðing úr vinstri nös talin vita á lát náins ættingja. Við blóð nösum eru til fjölmörg húsráð, sem eiga ekkert skylt við lækna- vísindi. Á Balkanskaga er hitaður svínasaur talinn bezta ráðið við blóðnösum. Ýmsar tegundir jurta eru taldar góðar við blóðnösum. Hér á íslandi er þessi trú aðal- lega í sambandi við silfurmur- una, sem sums staðar á landinu er kölluð blóðnasagras. Sumar tegundir steina eru táldar stemma blóðnasir, og eru þeir hér á landi nefndir blóðstemmusteinar. Til eru þó miklu fáránlegri húsráð við blóðnösum en þetta. Eitt er það að láta nasablóðið drjúpa í neftóbak og taka það síðan í nefið. Um þessa lækningaaðferð við blóðnösum er getið í skáld- sögunni ,,Simplicius Simplicissi- mus“ frá 17. öld. Líka et' Það gott ráð að rita galdrastafi með nasablóðinu á enni hins sjúka. Stundum er bund ið fast um litla fingur þeim megin sem blæðingin er. Og eitt húsráð- ið við blóðnösum er það að fara í vinstri fótar sókk á hægri fót, en hægri fótar sokk á vinstri fót, það töldu menn breyta allri blóð- rás líkamans. Hef skoriff af Meðal sumra þjóða í Suður- Asíu og Afríku er það algeng refa ing að skera nef af glæpamönn- um. Þjófar eru oft þannig leiknir. En það eru fleiri en glæpamenn, sem geta orðið fyrir þessum ó- sköpum. í sumum Asiuríkjum Framhald á 8. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.