Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 27.10.1958, Blaðsíða 7

Mánudagsblaðið - 27.10.1958, Blaðsíða 7
Mánudagur 27. október 1958. MÁNUDAGSBLAÐIÐ 7 Sá hlœr bezt... Framhald af 3. síðu. fádæma menntunarhroka. Þýðing Tliors Vilhjálmssonar á „Look back in anger“ er gott dæmi um snilldarþýðingu, orð- gnótt, prýðilega setningarskipan, líf og list. Þýðing Bjarna Benediktssonar frá Hofteigi á leikritinu „The solid gold cadillac", sem frum- sýnt var i Þjóðleikhúsinu s. 1. fimmtudagskvöld er eitt bezta dæmi um léleg vinnubrögð, sem leikhúsgestir hafa séð um iang- an tíma. Það eina heilsteypta við þessa „þýðingu“ er hinn „solid“ misskilningur Bjarna á anda verksins, efni hans, samtölum, 'kimni, orðaleikjum, sem liggur gegnum verkijý eins og rauður þráður. Hér er á ferðinni gam- anleikrit, fremur léttmeti, há- stemmt og iðandi, öfgakennt úr hófi og staðbundið. Mörg atr. eru íslendingum framandi, en flest þó það alþjóðleg, að flestir skilja þau — nema Bjarni. Hér er því miður ekld um einstaka mis- skilning á heilu leikriti að ræða, heldur þann misskilning, sem í •upphafi gerbreytir öllu þvi, sem matur er í, sem sé aðalpersón- um leiksins. 'Upphafsorð höfund- ar eru: The curtain rises to re- Veal four overstuffed shirts, each one with a man inside it“. Þýð- ing: — „Tjaldið lyftist, og fjór- ar skyrtur blasa við — hver og ein með mann innan í sér“. í iyrsta lagi þýðir „overstuffed shirt“ ekki „skyrta", heldur er það mannkenning, og á einmitt við þá persónu, sem þýðapdi ætti að þekkja, hrokagikk, montrass, persónu, sem er „full af vindi en tóm að anda“ eins og þýðandi íýsti einu af góðskáldum okkar fyrir tveim vikum. Og þessi mis- skilningur mótar síðan allar þessar persónur út leikritið. Þeir verða skyrtur.'sem gleymst hef- ur að stífa. í stað þóttafullra forstjóra verða þetta einskonar „gæjar“ (ef fas Metcalfes er und- anskilið) milljónabragurinn verð- ur enginn, en plebíinn allráð- andk Síðan kemur þýðnigin, alveg í stíl við innganginn, vitleysur, málleysur, jafnvel innskot þýð- anda, sem engan rétt eiga á sér og bæta hvergi úr, „gavel“ verð- ur íundargaffall, „The rough- diamond type“ verður „íegundin ófægður gimsteinn“, svipbrigða- lýsingar eins og ,, He had not figured on this“ verður í stað hin qínfalda „óviðbúinjn1 — „kemur upp úr kopp“, og for- stjórarnir, sem þýðanda er mein- illa við, umla ekki eða muldra. Ónei þeir „rýta“, en það mun aðallega, nema þá á Hofteigi, vera brúkað um svín. Innan um stór og þunglamaleg orð eins og „rafhlaða" kernur svo „nýj- ungasjoppa", innskot þýðanda eins og — þangað til forseti hef- ur verið kjörinn að lögformleg- um hætti — sem hvergi á sér stað á frummálinu. Ný amerísk gamanleikrit eru að jafnaði full af orðaleikjum og orðtækjum, sem erfitt er að ráða við á öðr- um málum. Er mjög undir þýð- anda komið, að hann sé hugvits- samur og jafnvel verður hann að endursemja heila síðu eða meira til þess að ná einhverju a'f fyndn- inni. Hér tekur þýðandi þann kost, að annaðhvort sleppa at- riðinu eða fylgja bókstafnum og tekst hvort tveggja iila. Vitan- lega má þýða einstök samtöl i leikriti ríflega, en þegar: „You did? Oh that’s too bad“ verður: „Það er naumast. Þér eruð of sterkur, maður minn“, og fyrr- verandi forstjóri billjónafyrir- tækis er að ávarpa sendisvein, má ætla, að þýðandi sé ekki að kafna í andagift; þegar hann svo lætur sendilinn stundu seinna á- varpa forstjórann: „Það er lygi- mál, framkvæmdastjóri" þegar höfundar láta sér nægja: „No you have not, mr. Snell,“ sést bezt, að þýðandi er að reyna að láta skína í sjálfan sig og eðli sitt, en ekki að þýða orð eða hugmyndir höíunda. Eg hefi ekki verið sérstak- lega hrifinn af því síðari árin, að nota stór orð, og enn síður ljót orð. En yfir allri þessari þýðingu er slíkur „drullusokks- bragur” að hún er ekki einungis móðgun við höfunda, áhorfend- ur, leikara og leikstjóra, heldur og íslenzkt mál og orðsnilld. Þý^ðing leikrita er vandasamt verk, svo vandasamt, að oft er undir þýðingu komið, hvort sýn- ing tekst eða ekki. Hér á landi höfum við ágæta þýðendur t.d, Árna Guðnason og Iíelga á Húsavík, og af yngri mönnum Thor og Halldór Þorsteinsson og enn fleiri eldri og yngri. Þessir menn hafa, á vissan hátt, helg- að sig þeirri vandasömu list r snúa leikritum úr. ýmsum mál- um. Eg þekki þýðendur, sem hafa þá sjálfsögðu sjálfsgagnrýni, að þýða ekki þau leikrit, sem þeir ekki telja sig ráða við. Hér er þessu öðruvísi farið. Bjarni er gjörókunnugur staðháttum, málvenjum, orðaleikjum og andá verksins, sem hann ræðst í, enda er árangurinn eftir því. Það er óskiljanlegt, að jafn vandvirkur maður og Ævar Kvaran, sem auk þess þekkir vel verkefni sitt, skuli taka við þýðingu sem þannig er unnin. Þýðingin á mjög mikinn þátt í því hve illa fer á sviðinu. ÞjóC- leikhúsið verður að vanda betur val þýðenda, því þar hefur oft misteki^t, þótt hér keyri um þverbak. A. B. f I Auglýsið viiisælasla vikutslaðiiiu IAMbs Bitéjynr aHa aou 10 nýjar bækur Þorsteinn Erlingsson: Rit I—III. Guðmundur Frímann: Undir bergmálsfjölium. Ljóðaþýðingar Árni G. Eylands: Gvóður. Kvæði Freysteinn Gunnarsson: Kennaraskólimt 1908—1958. Jón Thorarenscn: Rauðskinna I—X. Þórður Tómasson: Sagnalestur I—III. ! Amgr. Fr. Bjarnason: Vestfirzkar þjóðsögur I—III. Gils Guðmundsson: Frá yztu nesjum I—III. L’Arrabiata: Smásögur, þýddar af Birni Jónssyni ritstjóra, Sig. Þorsteinsson: íslenzk frímerki 1959. tSAFOLDAR- PRENTSMIÐIA 14» MÁNUDAGSBLAÐIÐ Úlsöluslaðir í Reykjavík og nágrenni KEYKJAVlK: . Verzlunin Kangá, Skipastlndi Ttirninn, Laugamesyegi Turninn, Langholtsvegi Saga, Langhoítsvegi Turninn, Eéttarholtsvegi Turinn Langholtsvegi 19 Tuminn Búðargerði 9 Drápulilíð 1, Tuminu. Ás, Brekkulæk 1 Krónan. Mávalilíð Hlíðarbakarí Tuminn, Hlemmtorgi Þröstur , Hverfisgötu Florída, Hverfisgötu Verzlúnin Hverfisgotu 71 Adlon, Laugavegi 126 Bókhlaðan, Laugavegi \Töggur, Laugavegi Tóbak og sælgæti, Laugavegi 34 Adlon, Laugavegi 11 Sælgætisverzlunin, Laugavegi 8 Adlon, Bankastræti MIÐBÆKINN Sælgætisyerzlunin Veltus.undi Vitabar Víðir Skálliolt Þórsbar Hafliðabúð, Njálsgötu 1 Leifsgata 4 Óðinsgata 5 Ciro„ Bergstaðastræti 54 Gosi, Skólavörðustíg Bókaverzlun Lárusar Blöudal Barónsstíg 27 Hreyfilsbúðin Turninn, Arnarhóli Turnin,n. Bókaverzlun S. Eynaundssonar Hressingarskálinn Pylsubarinn, Austurstræti. Turninn, Lækjartorgi Frakkastíg 16 Björninn, Njálsgötu 49 Sælgætisverzlunln Kolasundi Bókaverzhm Isafoldar Turninn, Kirkjustræti Adlon, Aðalstræti Vesturgöfca VESTURBÆR: Sælgætisverzlunin Aladin, Vesturgata 53 Garðastræti 2 West-End, Fjóla, Vesturgötu Bræðraborgarstígur 29 Verzlunin Straunmes Melabarinn, Hagamel 39 Verzlunin, Sóívallagötu 74 Bii-ki turninn Verzíunin Blómvallagötu 1 0 Flugbarinn, ReykjavíkurflugvellL FOSSVOGUR: Nesti Btðskýlið, Fossvogi Nestí, Elíiðaár. KÖPAVOGUR: Turninn við Hlíðarveg Biðskýli Kópavogs Tuminn, Borgarholtsbraut KAFN AKFJÖRÐUR: Verzhmin Vegamót Sælgætisverzlunin, Strandge'*u 33 Bókabúð Böðvars Tuminn, Strandgötu Mánabar, Strandgötu Björk. Tuminn, Selvogsgöfu 23.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.