Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 27.10.1958, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 27.10.1958, Blaðsíða 5
Mánudagur 27. október 1958. MÁNUDAGSBLAÐTÐ „Haustrigning, haustrigning „Allt á floti -alls staðar sungu tveir smástrák- ar hástöfum í gær úti við strætisvagnabiðskýlið, og ösluðu, harðánægðir, 1 poll- unum með miklum gusugangi, meðan fullorðna fólkið hnapj aði sig vesaldarlega saman i einum keng og setti hausinn í veðrið. „Haustrigning, haustrign- ing, hellist niður allt í kring ..... eins og Púlli sagði í reviunni forðum,“ sagði glað- legur eldri maður, um leið og hann vatt sér rennvotur inn í vagninn. Það er sannarlega hressi- legt að hitta svona fólk, sem tekið getur haustrigningunni með ,,húmor“. En það var sannarlega húmorlaus og óhrjáleg kven- persóna, sem kom askvaðandi inn í anddyrið hjá mér áðan, másandi og blásandi. Eg var að því komin að reka þetta foruga hrúgaldöfugt út aftur, en þá dró hrúgaldið snjóhvít- an vasaklút upp úr ráptuðru sinni og þurrkaði mestu for- arvilpuna framan úr sér. Og sjá! Þarna var komin heiðurs- kvinna ein, sem hér er mikill aufúsugestur. Meðan heiðurskvinnan dró af sér vosklæði og reyndi að þurrka með handklæði mestu forina úr ný-„lögðu“ hárinu á sér, fuku henni mörg merki- leg kjarnyrði af vörum. Eg þakkaði mínum sæla í laumi fyrir það, að engir „litlir pott- ar“ voru viðstaddir, því að „litlir pattar“ hafa nefnilega líka eyru og eru óhugnanlega fljótir að nema slík kjarnyrði. Og hver var svo ástæðan til alls þessa gauragangs? Jú þið eigið kollgátuna: Heiðurs- kvinnan hafði sem sé lent í því, sem marga hendir þessa dagana, að fá tvö eða þrjú vel úti látin „steypiböð" úr forarpollum á leiðinni. í ljósri kápu, með ljósa regnhlíf og nýgreitt hár hafði hún lagt út í slagviðrið til þess að fá sér ferskt loft og heimsækja Clio. Eins og risavaxin aur- sletta komst hún á leiðarenda. Á fjölförnum götum er oft olía og alls konar óþverri sam an við forina, — ég á við, hún er ekki lengur „hrein for“, mold og vatn, sem kannski mætti bursta úr fötum, þegar hún þomar. Af því leiðir auð- vitað, að fólk neyðist til að senda flýkur sínar í hreinsun eftir að það hefur orðið fyrir gusum undan bifreiðum til- litslausra bifreiðastjóra. Og hreinsun kostar peninga nú til dags, — fyrir nú utan allt ergelsið og óþægindin við slík steypiböð. Er ekki einmitt tímabært nú í öllum hausti'igningunum, að skora á alla, sem bifreið aka, að reyna að taka tillit til fót- gangandi fólks og hlífa því og fötum þess við þessum ó- geðslegu steypiböðum- Að vísu eru margir bifreiðastjór- ar, sem ávallt aka varlega í pollana til þess að sletta sem fnJ Hl kkju.fölt^fcJL minnst á vegfarendur, en hin- ir eru þó alltof margir, sem kæra sig kollótta, þótt þeir „baði“ fólk og föt þess í for- arflaumnum. Eiginlega ætti að vera hægt að láta slíka polla-dólga sæta ábyrgð fyrir tillitsleysið, láta þá a. m. k. borga hreinsun á fötum fólks. „Og nýjar hárlagningar" bætir heiðurskvinnan beizk- lega við. Baráttan við fituna. Fjölmarg ireru þeir, sem ár eftir ár heyja vonlausa baráttu við spikið. Hérlendis er yfirleitt algengara, að kven þjóðin geri sér grillur út af „keppunum", sem setjast vilja utan á þær hér og þar. En á síðustu árum hefur í Ameríku verið hafin gagnger sókn gegn offitunni, og þar taka karlmennirnir jafnt þátt í baráttunni sem kvenfólkið. Það er semsé búið að sanna það, að það sé óhollt, svo ekki sé beinlínis sagt hættulegt, að vera of feitur, — fyrir nú ut- an það, hve mikil óprýði er að því. En það er auðveldara að gefa heilræðin en halda þau. Orsök offitu er nærri alltaf ofát, þótt ekki vilji allir kann- ast við það, að þeir borði of mikið. En ef maður borðar nokkrum kaloríum of mikið á dag, þá smá safnast þetta saman og verður að hinum hvimleiðu ,,keppum“ áður en maðm’ veit hvaðan á sig stend ur veðrið. Að telja kaloríur hefir mörg um þótt of fyrirhafnarsamt, því að þá þurfa þeir helzt allt- af að vera með þykkan doð- rant á lofti, hvar í skráð er kaloríuinnihald hverrar fæðu tegundar. Að reyna að ná af sér spikinu með leikfimi eða iðkan íþrótta hefir líka mörg- um reynzt þungur róður, því að eftir leikfimiiðkanirnar verða þeir sársvangir og éta og drekka meira en nokkru sinni fyrr. íþróttir hjálpa auð vitað til þess að halda líkam- anum stæltum, og geta flýtt fyrir megruninni sé líka gát höfð á mataræðinu, — en ein ar og út af fyrir sig telja kunnugir, að þær séu tæplega megrandi. Til þess að vega á móti einni vel smurðri brauð- sneið þarf t.d. að ganga 3 míl- ur — og hygg ég, að þá finn- ist mörgum hampaminna að sleppa brauðsneiðinni og sitja kyrrir! „Listinn“ heilladrjúgi Nú hefur læknir einn i New York birt niðurstöður af ára- löngum rannsóknum sínum og fullyrðir, að sé ráðum hans fylgt nákvæmlega geti menn örugglega megrazt um 5 (ensk) pund á viku. Rakst ég á grein um þetta í tímariti fyrir nokkru, og þar eð ég veit um svo ótal marga hér, sem heyja hina vonlausu spik baráttu datt mér í hug, að þeir gætu haft gagn af því að frétta, í stuttu máli, hvað þessi ágæti læknir segir. Hann komst semsé að þeirri niðurstöðu, að það væri til lítils að gefa fólki stranga mat seðla til þess að fara eftir. Fólk tapaði oftast forskrift- unum, — en engum kílóum. Tók hann þá það til bragðs, að semja bara lista yfir það, sem ekki má borða. Allt, sem EKKI er nefnt á listanum, má maður borða í hófi, og þar eð ótalmargar fæðuteg- undir eru EKKI á honum, ætti enginn að þurfa að þola hungur. Hann ráðleggur fólki að klippa lista þennan út og hafa hann ætíð nærtækan í tösku sinni eða vasa. Er ólíkt fljótlegra að renna augunum yfir þennan stutta lista og sjá á augabragði, hvað maður má ekki láta ofan í sig, heldur en að fletta upp mörgum fæðu tegundum í kaloríu-bók og reikna síðan saman. Það hefur oft verið sagt, að fólk fitni af leiðindum, þ. e. það freistast til þess að fá sér aukabita, þegar því leiðist. Á þetta ekki sízt við húsmæð- ur, sem oft eru aleinar heima að „stússa“ við tilbreytingar laus húsverk allan daginn. Er því tilvalið fyrir húsmæður, sem með þessu markinu eru brenndar, að skrifa upp list- ann með stórum stöfum blað, og hengja hann upp eldhúsið hjá sér, t. d. við brauð- eða kökukassana. Gæti þa ðkannske orðið þeim tíma- bær áminning á „hættustund- um“! En þessi frægi LISTI er á þessa leið: Ábætar allsk. Brauð Hnetur Hrísgrjón ísbúðingur (ice cream) Kartöflur Kex Kornmatur (cornflakes, haframjöl o. s. frv.) Kökur Makkaroni Rjómi Saladolía (t. d. í mayonn- aise) Smjör Sósur Spaghetti Sultutau Súkkulaði Súpur (þykkar) Sykur Sælgæti. Engin miskunn! Nú sjá eflaust margir allar sínar uppáhalds-fæðutegund- ir á þessum lista, fórna hönd- um í örvæntingu og segja: „Hananú! Enn ein megrunar uppskrifta-romsan, sem ég get ekki fylgt!“ En athugið bara, hvað það er ótal margt gott, sem ekki er nefnt á þessum lista. Og sé viljinn til þess að megra sig f yrir hendi, þá er þó alltaf mikil huggun og styrkur í að vita það, að sé nákvæmlega farið eftir listanum er alveg öruggt, að maður léttist um 5 pund á viku! Læknirinn ráðleggur fólki, að drekka 6 glös af vökva á dag, (t. d. kjötsoði með eggja rauðu, ávaxtasafa 1 mjólkur- glas, kaffi te, o. s. frv), borða daglega kjöt eða fisk, egg, á- vexti og grænmeti. Ekki skað ar náttúrlega að taka líka vítamínpillur daglega, til þess að styrkja sig, meðan maður er að venjast þessu. Ekki bannar hann að borða mat, sem steiktur er í smjöri. Með smjörinu á listanum á hann aðeins við þessar auka- legu smjörklínur, sem sumt f ólk hefir fyrir vana að borða við mat sínum. Einn kosturinn við þennan lista er einmitt sá, að maður getur farið eftir honum, jafn vel þótt maður sé boðinn út að borða, án þess að móðga gest- gjafann með því að neita öllu, sem fram er borið. Semsagt, takist manni að fara nákvæmlega eftir listan- um í 7 daga, þá sér maður, sér til óblandinnar ánægju, að maður hefur létzt um 5 pund. Og þá er um aö gera að halda áfram, unz maður er orðinn mátulega þungur. Og nú er engin „miskunn hjá Magnúsi“! Ekkert smá- svindl, — því þá verður ekki annað úr öllu saman en til- gangslaust taugastríð! Ekk- t ert sem heitir að fá sér „bara pínu-agga-lítið“ bragð af af- mælistertunni eða ábætinum! Ekkert sem heitir að fá sér „bara pínu-agga-litla karöflu af því aldrei getur munað neitt um svo lítið! “ „Listinn“ lengi lifi! Og sjá- umst svo 5 pundum léttari eft ir vikuna! (En eins og ég sagði áðan: Auðveldara er að gefa heil- ræðin en halda þau. Því er nú fjárans verr!). Krossgáto ánudagsblaðsins SKÝRINGAR: Lárétt: 1 Frásögur 5 Fjörugróður 8 Biblíunafn 9 Gras 30 Skorningur 11 Keyra 12 Bæta 14 Hvíla 15 Lykt 18 Hljóm- sveitarstjóri 20 Eldsneyti 21 Kom auga á 22 Ekki gömul 24 Karlmannsnafn 26 Strengur 28 Flakka 29 Ágóði 30 Rit- höfundur, Lóðrétt: 1 Kútter 2 Heimsálfa 3 Líflátstæki 4 Standa oft saman 5 1 girðingu 6 ósamstæðir 7 Heppni 8 Eyja fyrir Austurlandi 13 Rödd 16 Sjór 17 Þjóðflokkur í Afríku 19 Röskur 21 Hreinunarefni 23 Drottinn 25 Lærdómur 27 Ósamstæðir. Ráðning síðustu krossgátu: Lóðrétt: 1 Vegur 5 Dár 8 Arain 9 Para 10 Rír 11 Puð 12 Náða 14 NRL 15 Anida 18 Rá 20 Aða 21 DT 22 Lút 24 Arfur 26 Iður 28 Irma 29 Dunda 30 ABI. Lóðrétt: 1 Varnarlið 2 Eria 3 Girða 4UN 5 Daðra G Ár 7 Rán 9 Pundari 13 Ana 16 Iða 17 Strái 19 Auðu 21 Dumb 23 Tún 25 Frá 27 RD.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.