Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 27.10.1958, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 27.10.1958, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 27. október 1958. Án þess hefði hún látið sér lynda að lifa hér það sem eft- ir var ævinnar á meðal sinna góðu vina og hafa barnið sitt hjá hér, en Elieanór Gail gæti oldrei gifzt manni, sem hafði misboðið Ellen Neal. Og nú þegar dvöl hennar var brátt á enda, fékk hún bréf frá föður sínum og nýjar myndir af drengnum, og það var í fyrsta sinn, sem hann minntist á Hugh. ,,Þú sérð,“ skrifaði hann, ,,að barnið líkist meira og meira föður sínum. Allir sem þekktu hann, rækju strax aug! un í hve líkir þeir eru, svo ég held að það sé vissara, að hann sé látinn vera nokkrar . mílur í burtu héðan. Eftir að ég hef sagt þér svo mikið, þá gerist ég svo djarfur að segja þér svolítið af Hugh sjálfum. Barnið mitt, ég hef haft nákv. gætur á honum öll þessi ár, og ég verð að segja það að hann hefur vaxið og orðið að meiri manni — og þú veizt, að ég er ekki fordóma- laus i þessu — en ég nokkru sinni þorði að vona. Fyrir- gefðu mér, Eleanor, gamlir menn hafa sína drauma, og minn draumur er, að sá dag- ur komi, að þú gefir honum tækifæri til að leiðrétta það, sem hann gerði þér órétt, þó aðeins ef þið elskið hvort ann að, annars er það ekki hægt. Fyrirgefðu mér, ef ég særi þig, og ég skal áldrei minnast á þetta, nema þú gefir mér leyfi til þess.“ Hann talaði líka mikið um, hvað hann langaði til að sjá hana, og að oft hefði hann freistazt til þess að skerppa yfir pollinn. Hann hefði bar- izt á móti freistingunni, vegna þess að hann hefði verið hræddur um, að það te.fði hana frá vinnunni. Hann við- urkenndi, að hann væri meiri einstæðingur en áður; en kannske var það ellin, sem var að færast yfir hann. Þetta bréf kom Eleanór mjög úr jafnvægi. í svari sínu minntist hún ekkert á Hugh, en hún bað hann inni- lega að taka sér frí og koma. Hann hefði unnið of mikið, það var það sem var að hon- um. Það hefði komið fyrir hana sjálfa á þessum árum að finnast hún vera orðin of gömul, en nokkurra daga hvíld hefði haft ótrúlega góð áhrif á hana. Hún setti nýja mynd af sér og frú Fleurot, inn í bréfið svo að hann gæti séð, hvernig hún liti út. Hún óskaði innilega, að pabbi hennar kæmi, því hún hafði meira frí núna en hún hafði haft, síðan hún kom ti’ Parísar. Auðvitað æfði hún sig og tók tíma, en það var ekki eihs erfitt fyrir han'a og áður. Kennari hennar, mið- aldra maður, sem var mjög heyrnardaufur, hafði verið þekktur tenór og sungið í stærstu sönghöllum Evrópu. Rödd hans var alveg farih núna, en hann var meisfari sem kennari, gr'immur í að- 22. E L L E Eííir CLEVES KiHKEÁÐ finnslum sínum og hafði aldrei, svo vitað var, hælt neinum af neméndum sínum. í fyrstunni fannst Eleanór hann vera hræðilegasti mað- ur, sem hún hafði hitt áður en hún byrjaði að læra, og þó var stundum ekki hægt annað en að hlæja að að- finslum hans, þegar hann sagði, að þessi eða hinn syngi og gengi eins og spönsk belja og þó mátti það lieita kompli- ment hjá honum. Enda þótt menn hefðu sagt henni, að hún þyrfti ekki að búast við hrósi frá honum, þá höfðu hin stöðugu napuryrði hans og útásetningur þau áhrif, að hún efaðist' mjög um ágæti sitt. Frú Fleurot hló að henn’i, þegar hún sagði henni frá þessu. Hún hafði þekkt Hr. Thébaud í mörg ár. aHnn meinti ekkert með þessu. þetta var bara gamla aðferð- in, sém Hah’n sjálfur hefði ver ið píndur áfram með. Þó eng- iil frá himnum syngi fyrir hann, þá váeri það það sama. Eleanór hafði samt sínar efasemdir. Og undrun hann- ar varð því enn meiri, þegar hún einn morgunfékk bréf frá AndrewPrice, þekktasta im- presario í Ameríku, og biðúr hann hana um viðtal, eftir að Alphonse Thébaud hefði bent sér á hana. Himilifandi sýndi hún ung- frú Wainwright, sem hún leigði hjá, bréfið. „Mjög skemmtilegt bréf,“ sagði hún með sínu vélræna brosi, ,,ég hef aldrei lieyrt um þennan mann, er hann mikill áhrifamaður. Hann býst víst við, að þú farir frá okkur bráðlega. Við skulum vona, að Filson dómari sé samþykkur ráðagerð þinni.“ j „Filson dómari er samþykk ur öllum mínum rhðagerðum,“ sagði Eleanór þóttalega, „og“ bætti hún við, „ekkert hefur verið ráðið enn, þar sem ég hef ekki hitt hr. Price. En við skulum gera ráð fyrir, að ég þurfi ekki á herberginu að halda nema út þennan mán uð.“ Frú Fleurot var öll á lofti, þegaú hún heyrði fréttirnar. Húnwár sigri hrósandi. „Sann aði þetta ekki það sem hún hafði sagt, að ekki mætti dæma Thébaud eftir fram- komu hans.“ Eleanör tók á móti hr. Price í skólanum. Samtal þeirra hafði verið báðúm til ánægju, og hann hafði boðið henni betrrkjören hana hafðinokk- urn tíma dreymt um, og hann sem fram hefði komið um fór eingöngu eftir hinu mikla hrósi, sem hr. Thébaud hafði haft um hana. Hann hefði bara langað til að sjá hana sjálfur og tala við hana. Þar sem hann var á ferða- lagi til Berlínar og Vínar, vildi hann ekki fara út í smá- atriði þessu viðvíkjandi fyrr hann kæmi aftur. Þá mundi verða nógur tími til þess að ganga frá samningum og á- kveða í hvaða óperu hún skyldi fyrst koma fram. Ó- perutímabilið myndi byrja snemma í nóvember. í nokkrar vikur frétti hún ekkert frá honum. Hún var árabil. Blómunum rigndi yfir hana, og hún .vár kölluð fram hvað feftir annað. Faðir hennar var viðstaddur, og ljómaði af föð urlegu stolti. Framkvæmda- stjóri leikhússins sagði að hún hefði farið fram úr glæsilegustu vonum. Samt sem áður, við morgun verðinn daginn eftir, þegar hún lét hugann líða yfir unn- inn sigur, þá fannst henni eins og þetta allt hefði komið fyrir aðra manneskju en hana sjálfa. Þetta var á sunnudegi, því Price sem hafði ekki að á- farin að sjá eftir, að hún; stæðulausu o.rð fyrir að vera ; skyldi háfa skrifað föður sín | brautryðjandi, hafði tekið um þessi góðu tíðindi.! Upp á því, sem var algjört ný- Kannski hafði hún byggt of j næmi í þá daga, að kynna mikið á þessu og verið of fljót! þessa nýju stjörnu á laugar- að segja frá þessum glæstu framtíðarhorfum. Og svo einn morgun fékk hún skeyti frá honum, þar sem hann biður hana að borða kvöldverð hjá sér. Hún átti að senda svarskeyti til Hótel Regina. Hún tók boðinu, en spurði, hvort frú Fleurot mætti ekki koma með sér. Annað skeyti kom frá hon- um og ságði, að hún væri vel komin. Kvöldverðarboðið var í alla staði mjög skemmtilegt. Price hafði verið mjög vinsamlegur og franskan hans var reiprenn andi, þó hún væri ekki strang málfræðileg. Hann lét hana hafa samninginn með sér til að líta yfir hann. Hún átti að debútera í La Périchole eftir Offenbach. Hún skrifaði föður sín- um og bað hann að taka sér frí og koma, svo þau gætu orðið-samferða aftuf, en hánn gat ekki komið, vegna þess að hann var að vinna að stór- máli, en hann bað hana aftur að koma eins fljótt og hún gæti. Hann mundi hitta hana New York, og svo gætu þau farið eina eða tvær vikur á skemmtistað saman. Og hún ætti að koma til að venjast staðháttum eftir hina löngu fjarveru, áður en liún kæmi fram á söngsviðinu. dagskveldi. Hann benti á að með þessu móti hlytu þau að fá tvær umsagnir í hverju blaði, hina fyrri í sunnudags- útgáfum þeirra og síðan aðra léngri mánudaginn eftir. Þannig fengi líka stjarnan hans lengri tíma til að jafna sig eftir spenninginn á fram- sýningunni Plann hafði sent henni eintak af öllum morg- unblöðunUm, og þau lágu nú á víð og dreif um herbergið j á stölum, borðum og píanó- inu. Hann hafði byrjað að aug lýsa hana löngu áður en hún lagði af stað heim. Sam- kvæmt fyrirmæium hans, hafðí hún á síðustu stundu hætt við að fara með skipinu, sem upphafiega var ákveðið, og tekið sér far með öðru skipi til Filadelfíu undir dul- nefni. Frá Filadelfíu lét hann aðstoðarmann sinn fylgja henni til New York, en þar beið hennar dýrindisíbúð í Fifth Avenue. Þar átti svo að heita sem hún væri ekkja ríks Suður- Ameríkumanns og væri á skemmtiferðalagi. Hún vissi ekki, hvort hún átti heldur að hlæja eða verða gröm, enda gafst henni ekki tími til þess, því rétt í þessu kom Andrew Price í eigin persónu. „Svo er mál með vexti,“ sagði hann, „að við ætlum að koma með nýja brellu, sum- part af því ég hef gaman af nýmælum og svo líka vegna þess —“ „Vegna þess að ég er óþekkt stærð, meini ðþér,“ skaut Eleanór inn í. „Nei, það er langt því frá h- þ. e. a. s. þér eruð ekki óþekkt stærð hjá mér. Eg hef hana efnilegustu söngkonu,heyrt allt um getu yðar. Það 16. kapítuli. STÖRA SPURSMÁllNU ÓSVARAÐ. Hún vann fi’ægan sigur strax í upphafi, ekki aðeins hjá leikhúsgestum heldur líka hjá gagnrýnendum, sem töldu er líka miklu betra, að públík- um hér viti ekki of mikið fyr- irfram, hvers sé að vænta, fyrr en hinn mikli sigur er unninn, sem ég.veit, að er í vændum. Venjulega er aðferð in sú að rita max'gar lofgrein- ar um sigra Utanlands til að byrja með löngu áður en lista fólkið kemur og svo —“ „En ég hélt að þér væruð búnir að geira það. „Já og nei, ég hef sent út marga pistla um, að ég ætlaði að koma fólki á óvaii;, en ekkert orð um yður sjálfa eða hver þér væruð. Það var þess vegna sem ég bað yður að taka nafnið Echevai’o. En VARAHLUTÍR nýkomnir í miklu úrvali , í Ford-Junior, Fordson, Prsi- fect, AUglia, Consul, Zepliyr Zodiac, Svo sem; Bremsuborðar BreinsuWutir — ýnisir Framöxlar Afturöxlar Spindlar Stýrislilutir — ýmsir Felgur F.iaðrir VélalJntir — ýrnsir Gearkassahlutir — ýmsir Vatnshosur Vatnslásar Benzíngeymar Benzíndælur og- hlutir Dynamóar og Iilutir I.jósalooni Kvéikjuhlutir Hljóðkútar Piiströr Demixarar Frambretti Afturbretti Hooti Hurðir Stuðarar Skrár Upphalarar o. m. m. fl. Margfalt meiri ending I Genuine FORD parts Hjölbarðar 590x13 640x13 560x15 500x16 600x16 650x16 700x16 750x20 825x20 FOKD-uniboðið Kr. Kristjánsson hf ,, Laugavegi 168—170. Sími 2-44-66.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.