Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 27.10.1958, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 27.10.1958, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 27. október 1958. Bl&óJyrir aila Ritstjórl og ábyrgðarmaSur: Agnar Bogason. Blaðið kemur út á mánudögum. — Verð 3 kr. í lausasölu. AlgreiSsla: Tjamarg. 39 — Siml ritstj. 13498. Prentsmiðja ÞjóSviljans h.f L— íónas Jónsson/írá Hriflu'. Refsivist og iiiaimEiætiiF. Litlaliraun9 Kjall- arinn9 Vinnulieimlli afvega- leiddra ungnienna A fyrri hluta 19. aldar lét danska stjórnin hýða minni hátt- ar afbrotamenn á íslandi en sendi stórglæpamenn í dönsk fangeisi. Þegar Steinninn var reistur við Skólavörðustíg var sú fram- kvæmd þáttur í viðreisn lands ins. Hýðingar féllu niður og í Steininum var dæmdum íslend- ingum refsað undir viðunandi eft irliti. Um 1930 hafði Steinninn verið mjög vanræktur af stjórn landsins. í klefunum var timbur- gólf mjög úr sér gengið og ó- þétt. Undir hverjum klefa var forardý, margra ára samsafn af mannlegum úrgangi. Gluggar voru litlir og búðir fanganna sólarvana. Ur þessu var þá bætt um stund svo að við mátti una. Jafnframt var Litlahraun reist sem vinnufangelsi. Þar munu stundum hafa verið allt að 40 vistmenn. Dugandi og velmennt- ir gæzlumenn voru við bæði fangelsin, Dæmdum mönnum þótti betra að vera í vinnuhæl- inu. Herbergi vistmanna þar voru björt og útsýn víð. Þeir unnu mikið undir beru lofti að vega- gerð, fyrirhleðslu Markárfljóts og holræsagerð á Eyrarbakka til að verja kauptúnið ágangi úr Flóanum. Um stund var járn- smiðja og bílaviðgerð í hælinu og síðar steinsteypuverksmiðja. Sum ár fengu allt að 40 sunn- lenzkir bændur steina frá Litla- hrauni til húsagerðar. Stórbú var á Litlahrauni. Margar kýr í fjósi og víðlendir karöfluakrar í sandinum. Litlahraun sparaði höfuðstaðarbúum stórfé framan af árum, því að hælið var frá upphafi glögylt fangelsi fyrir kald ræna feður sem svikust um að greiða meðlag vegna óskilgetinna barna. Ufn áraskeið streymdu peningar í bæjarsjóð Reykjavík- ur frá lélegum feðrum, sem vildu heldur borga bænum heldur en fara austur.. Síðar var tekinn upp sá siður að geyma ölvaða Reykvíkinga i kjallaranum undir lögreglustöð- inni. Er sástaður ríkinu til háð- ungar. Tveir kunnir flokksleiðtogar, Hermann Jónasson og Bjarni Benediktsson hafa um langt skeið stýrt réttarfarsmálum landsins, skilið við þau í fordæmalausri vanrækslu. Á Litlahrauni hafa vistmenn tekið stjórn hælisins í sínar hendur og nota stóra nagla til að opna dyr og hirslur. Fangar geta gengið út og inn úr klefum sínum að vild. Hegningarskrá landsins er ófullkomin, Fangar eru náðaðir án skipulags. Þeim hættulegustu sleppt fyrr en dóm- ar segja til. Þetta ranglæti kveikir að von- um uppreisnarhug í öðrum föng- um. Framleiðsla Litlahrauns er lögð niður nema að því leyti sem fangar vilja fremur vera úti en inni. Upplausn fjármálanna eykur lögbrot í landinu. Brotamenn vita, að þeir geta lifað og leikið sér því að vanmáttur ríkisvalds- ins er áþreifanleg staðreynd. Ef breyta skal þessu ófremdar- ástandi þurfa Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn að skilja að á báðum þessum flokkum hvílir jöfn og þung ábyrgð fyrir herfi- lega vanrækslu. Á þeim hvílir skyldan að bæta úr vanstjórn sinna vinnumanna. Hér verður vikið að nokkrum sjálfsögðum úrræðum. 1. Setja duglega og vel hæfa menn til yfirstjórnar i báðum fangelsunum. 2. Skipa fámenna nefnd hæfra manna til að hafa yfirumsjón með rekstri fangelsanna og líðan vistmanna. 3. Byggja nýja og velskipulagða lögreglustöð í Reykjavík. 4. Byggja vel útbúna geymslu- stöð fyrir ölvað fólk sem tekið er úr umferð í bænum. 5. Byggja nýtt og vandað rík- isfangelsi í nýbyggð Reykjavík- ur, þar sem unt væri að láta fang ana vinna að fjölbreyttum mennt andi og mannbætandi störfum. 6. Byggja á jarðhitastað, helzt austanfjalls tvö vinnuheimili. Annað fyrir pilta og hitt fyrir stúlkur, sem komin eru á glap- stigu en eru ekki brotamenn. Þessi æskuheimili ættu að vera einangruð eins og fangabúðir með raforkuþrungnum girðing- um. Innan veggja í þessum heim- ilum ætti að sefa, spekja, friða, manna og mennta vistfólk, en það ætti ekki þaðan að fara fyrr en kunnáttumenn vottuðu að ung- mennin væru hæf til að gánga út í mannlífsstrauminn. Ef brota hneigðin er enn drottnandi verð- ur að framlengja hælisvistina. Þjóðfélag sem veitir 800 millj- ónir króna í atvinnubætur getur lagt á sig þau útgjöld sem með þarf til að koma refsivsit og mann bótum íslendinga á heilbrigðan og heiðarlegan grundvöll. Bíiskúr óskasf fi! feigu Uppl. í síma: 17500 cg 34153 e, kf. 5 VircsœSnsfu bifreiðarnar eru framlesddar af Allar upplýsingar veitir FORD-umboðið Enskur Ford Consul. Laugavegi 168—170. Enskur Ford Anglia.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.