Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 01.06.1959, Síða 2

Mánudagsblaðið - 01.06.1959, Síða 2
2 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 1. júní 1959, Jrlflit af „moderne11 dönsum, — en langar til að leika11 — segir Kolbrún Krisíjnnssióííir — Að tjaldabiki í ^Frjálsnm fisknm” ítevía Stefáns Jónssonar, Frjálsir fiskar, skelegg og nöpur ádeila á brezka heimsveldið og „baráttu" þess gegn smáþjóðum vekur nú mikla aðsókn og kátínu í Framsóknarhúsinu. Ýms félög hafa tekið sig saman og mætt þar, auk hinna mörgu einstakl- inga ,sem skjótast þar inn til að skemmta sér. Tíðindamaður blaðsins brá sér baksviðs augnablik, náði þar tali af leilvstjóranum, Benedikt Arna- syni og höfundi sjálfum, sem jafnan lítur þar við til að fylgj- ast með. Reyndar undrar engan að höf- undur stingi inn kollinum, því jbaksvið'j getur að líta fjórrtr föngulegar stúlkur, fáklæddar og iðandi, en þær dansa þarna hvert kvöld, nýtízku dansa með talsvert áhugaverðum áherzlum. í>að er því ekkert úr vegi, að sleppa þeim Benedikt og Stefáni og snúa sér að aðaldansmeyjunni, Kotbrúnu Iíristjánsdóttur, hafn- firskri stúlku, sem stundað hefur danslist síðan hún var á 12. ár- inu, en þó minna s.l. tvö ár. Ungfrú Kolbrún, dóttir hjón- anna Kristjáns Símonarsonar, flumferðarstj. og Guðrúnar Sig- urðardóttur, fékk áhuga á dans- iist strax í æsku, ekki svo mjög hinum hefðbundna ballett, held- ur aðallega nýtízku danslist, (karakterdans) sem býr yfir ýmsum formum og tegundum danslistar. Þetta er ekki í fyrsta sinni, sem Kolbrún kemur fram, hún dans- aði bæði sígaunahlutverk og húladans í strápilsi og öllu til- heyrandi snemma í vetur, m. a! í sýningum sem Gestur Þor- grímsson hafði umsjón með. Dansskólanám hennar var hjá Bidsted og .Sigríði Ármann. Þegar vér spurðum hana hvert 1 hún stefndi á sviði listarinnar, kvaðst hún gjarna vilja verða leikkona,, en hún hefur stundað nám í Hafnarfirði, en þar hefur Klemenz Jónsson leikskóla á veg- um Leikfélags Hafnarfjarðar. En nú stendur hugurinn mest til leikskóla Þjóðleikhússins. En dansinn? „Eg vil auðvitað halda áfram að.æfa mig í modern dans, eins og t. d. hjá snillingum eins og Syend Bunch (danskur dansari á vegum Þjóðleikhússins) hefup alltaf heillað mig. — Það þarf auðvitað ekki að taka það fram að Kolbrún er lagleg AiDglýgfiag Irá Ilélstiirgeráfiiiii Ii.f. Seljum ÖII bólstruð húsgögn með jöfnum aíborg- unum mánaðarlega. Gerið pantanir strax meðan kjör þessi eru íaanleg. BólsturgerÖin h.f. Skipholti 19 (Nóatúnsmegin) — Sími 10388 H.F. EIMSIOPAFÉLAG ÍSLANDS EIKNINGUK H.f. Eimskipafólags íslands fyrir árið 1958 liggur framtni i skrifófofu'fékgsiris frá’og með deginum í dag, ítil sýnis fyrir hiutháfa.' ‘ ' Reykjavík, 13. maí 1959. STJORNIN Stefán Jónsson virðist fyllilega ánægður með „stjörnuna“ sína. stúlka, spengiieg í vexti og hver veit nema að hennar bíði frami á erfiðri braut leiklistarinnar. Og samstarfið hér> Alveg prýðilegt bæði við leik- ara og leikstjóra. Eg hef haft mikla ánægju af að vinna hér. Að svo mæltu kveðjum vér ungfrú Kolbrúnu og óskum J he.nni' allrá" héilia. en frammi í gangí bíðúr Stefán Jóhsson, sem býöur hinum þreyttu blaðamönn- um upp á hressingu. Frammi í sal yfir góðu glasi segir hann okkur nokkuð frá tildrögum revíunnar, hugmyndum sínum og smávægi- legum breytingum, en það bíður seinni tíma — næsta verkefnis. Tjaldið er löngu farið frá — þau eigast við brezki sendiherr- ann, Lárus Ingólfsson og yfir- ma'ður þjóðbótgslirifstofunnar, Hargldur, BjörnssQn, ,en,-fremst; á sviðinu dansar ungfrú Kolbrún — það er nokkurnveginn vist, 1 hvert augu áhorfenda leita oftast. Tékkneska sendiráðið sakar Guðm. í. um „hvassa og ósanna árás á Tékkósióvakíu“ — Kolbrún — leik — og danslist Tékkneska sendiráðið liefur beðið Mánudagsblaðið fyrir eft- irfarandi athugasemd varðandi ummæli utanríkisráðlierra í til- efni 10 ára afmælis NATO. ! „Sendiráð Tékkóslóvaska lýð- veldisins í Reykjavík harmar ummæli, sem utanríkisráðherra lét falla í tilefni af 10 ára af- mæli Atlantshafsbandalagsins, en í þeim voru gerðar ósannar og móðgandi árásir á Tékkóslóv- aska lýðveldið og þjóðskipulag þess. Það vakti undrun sendiráðsins, að hinum lýðræðislegu breyting- um, sem tékkós'Ióvaska þjóðin gerði á ríkisstjórn sinni í febrúar 1943, í fullkomnu samrærhi við ákvæði stjórnarskrárinnar og í þeim tilgangi að hrinda tilraun innlends og erlends afturhalds til þess að taka rikisvaldið í sín- ar hendur á ólöglegan hátt og nota það í þágu heimsvaldasinn- aðra stórvelda, var í ummælum þessum lýst sem landráðum, ofbeldi og broti á stjórnar- skránni. Engu minni undrun sendiráðsins vakti tilhæfulaus fullyrðing um það, að tékkneskir borgarar heíðu verjð sviptir mannréttindi(m og að engum öðrum flokki en Kommúnista--1 flokknum hafi verið leyft að staría. j Það er hörmulegt, að þessi hvassa og ósanna árás á Tékkó- j slóvaska iýðveldið var gerð ein- ' mitt um sömu mundir og allar friðsamar þjóð.ir beita sér af alhug fyrir því að draga úr spennu á alþjóðavettvangi og efla. ^þgnkvæman skilning! .Sú toriæra, sém éihkúm hindrar ár- angur af þessari baráttu, er íil- vera árásarsinnaðra hernaðar- bandalaga, sem hafa ekki aðeins tilgang tilgang að undirbúa hern- aðarárásir heldur og að draga úr kröfum þjóðanna um grið og koma í veg fyrir að þær beri ár- angur. Enda þótt ábyrgir stjórn- málafulltrúar Atlantshafsbanda- lagsins hafi margsinnis þrætt fyrir þennan þátt í störfum þess, eru óviðurkvæmileg ummæli eins og þau sem áður var vitn- að til tæki i kalda stríðinu og til- ræði við alla viðleitni til frið- samlegrar samvinnu, auk þess sem þau eru móðgandi afskipti af innanlandsmálum annars ríkis. í þessu sambandi leyfir Sendi- ráð Tékkóslóvaska lýðveldisins sér að minna utanríkisráðherra á, að enginn ábyrgra fulltrúa ríkis- stjórnar Tékkóslóvaska lýðveld- isins hefur nokkru sinni gengið svo langt að ráðast á nokkurn hátt á íslenzku ríkisstjórnina eða þjóðina og langar til að fullvissa hann um, að það er einlæg ósk tékkóslóvösku ríkisstjórnarinnar að efla gagnkvæma samvinnu og friðsamleg samskipti landanna.“ Prentarar Framhald af 1. síðu. lendingseðli“ og- þjóðarstolti prentara nú? Fyrir hverju eru prentarar að berjast hér? Neyzlulánaleiðin verður ekki ræild liér vegna tvcnns, í fyrsta lagi er hún ávallt fjármálalegt brjálæði, og í öðru lagi er það samróma álit allra þeirra manna, sem stjórna fjárhagskerfi þjóðar innar, að nú þegar sé svo langt gengið á þeirri braut að liún sé meira en til enda gengin, og er þar í fylkingarbrjó*ti hinn/ glöggi hagfræðingur Landsbank- ans, Jóhannes Nordal. Prentarar verða aö skilja það, að hér er ekki á ferðinni eitthvert mál, sem snertir þá „prívat“, öll þjóð in á hér hlut að máli. Því er það skylda prentaranna að gera grein fyrir sínu máli á opinber- um vettvangi. Svo öv og síendur- tekin er kaupskrúíuþróunin bú- in að vera í landi voru til tjóns fyrir almenning, að þeir menn, sein nú fyrstir manna ætla aö hrinda henni aftur í gang effir nu nokkra staðfestu, og skilja ekki, hvaða aíleiðingar verk þeirra munu hafa, eru sízt af öllum kjörnir til að fara með kjaramál almennings. Það skal endurtekið hér, að þessi 15% krónuaukningarkrafa prentar- anna er mál, sem varðar hags- muni þjóðarinnar allrar til verri vega. Prentarar og aðrir fámenn- ir hagsmunahópar verða að fara að skilja það, að það verður ekki þolað til lengdar að nokkrir menn komi saman á fund og' rétti upp hendi til að fella gjald- miðil þjóðarinnar um 15%, eða | samþykki á sama liátt að gera þjóðina að enn bognari betlikerl- ingu en hún þó er. Menn hugleiði í hvaða formi jafnvægis verði i leitað hér, því ein af staðreynd- um þessa lífs er, að allt leitar jafnvægis. Formin yrðu ríkislög- regla, þjóðvörður, her, harðsvír- uð skipulagning hægrimanna og kommúnískt einræði, nazismi eða eitthvað annað. Prentarar og allir aðrir borgarar þessa lands skulu vita, að þetta, sem liér er að framan talið, eru timburmenn eftir fyllirí frelsisins. Því skal ekki trúað að þetta flan prentarafélagsfundarins nái l'rain að ganga 'og brjóti þar með niður þá virðingu, er stétt- arfélag þeirra nýtur, Eins og nu er malum komið getur aðeins kjarkur og einbeitni forystuliðs félagsins ásamt átaki skynsamari jmeðlima þess megnað að snúa , hér við iim á rétta braut.

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.