Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 01.06.1959, Side 6

Mánudagsblaðið - 01.06.1959, Side 6
6 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 1. júní 1959. síðan kjól og með herra í kjól eða smoking, hlýtur að gera það að meiri viðburði í huga manns. Eg á frænku, það er elzta sy'stir mömmu, sem harmar hversdagslitinn í leikhúsunum nú á dögum. Hún segir, að þegar hún hafi verið ung, hafi það verið miklu hátíðlegra að sjá kvenfólkið klætt í fallega kvöldkjóla, einkum þegar sýningartímabilið ístóð sem hæst. Núna, jafnvel á frum- sýningu, fer margt fólk bara rétt eins og þiað stendur. Fólk ætti að gera sér daga- mun. Það eykur ánægju fólksins og gerir lífið litrík- ara og allt það.“ Pauline hló. ,,Þú ættir að skrifa um þetta í blöðin, ljúf- an.“ ,,Ja, því ekki það. Enginn er betri maður, þó hann klæði sig kæruleysislega, og það( er fátt fólk hér í kvöld, sem imme. • hefur klætt sig upp. Hvaða stúlka skyldi vera í stúkunni þarna? Eg er viss um, að ég hef séð haná einhversstaðar áður. Líttu fljótlega til vinstri. Hún horfir ekki í okkar átt.“ Pauline leit upp og athug- aði stúlkuna gaumgæfilega. Hún studdi berum handleggj- unum á stoppaða stúkubrík- ina og starði framundan sér á sviðstjaldið, bersýnilega með hugann annars staðar. Gullhærð fegurðardís í hvítum kvöldkjól, hlíralaus- um, og dýrindis mink yfir berar herðarnar. Pauline horfði með áhuga á fríðan vangasvipinn og fanst eins og Klem, að hún kannaðist við hana. Þetta var fallegt andlit með algjörlega, reglulegum dráttum. „Litur út fyrir að vera ein- hver persóna,“ hvíslaði Klem, „finnst þér það ekki. Hvað var það sem Tennyson sagði um „ískalda fegurð“ eða eitt- hvað í þá átt og „fallegt núll“. Eg er viss um, að ég hef séð hana áður en ekki á sviði eða í bíómynd. Heldurðu það.“? „Nei.“ Pauline þagnaði, því hún varð að standa upp, svo fólk gæti komizt í sæti sín. Það var líka hreyfing í stúkunni fyrir ofan. Falleg eldri kona hafði komið og setzt við hliðina á stúlkunni, en rétt þegar ljósin voru að fara, hrökk hún við, því Klem hafði klipið hana í handlegg- inn. „Fyrirgefðu. En líttu upp fljótt í stúkuna.“ Pauline nuddaði á sér hand legginn, leit upp og fékk ákaf an hjartslátt. Tveir menn höfðu komið inn í stúkuna og setzt. Annar var með hvítt yfirvararskegg og höfðing- legur. Hann hafði tekið sér stól og setzt á milli kvenn- anna. Hinn settist rétt á bak við fallegu stúlkuna og hall- aðist litið eitt fram, en hún * ' *. • • ' hafði snúið sér við til að tala við hann. Þefta var Lucius Bellamy. 11. Hermina Black: PAULINE FRAMHALDSSAGA „Nú veit ég það“, hvísl- aði Klem, „Þetta er stúlkan, sem hann drakk te með á Fortune’s11. Pauline fann, að sig yfir- þyrmdi. Aðeins vissan um það, að hann sæti þarna uppi yfir henni, hafði þau áhrif, að henni fannst kvöldið eyði- lagt fyrir serT f „Við skulum*flýtá okftur11, sagði hún við Klem, þegar leikurinn var búinn, „ég borga fyrir bílinn heim, og verðum við nógu fljótar get- um við náð í vagn í Shaft- esbury Avenue11. „Allt í lagi, við skulum flýta okkur11, sagði Klem. En það var ekki svo auð- velt að flýta sér upp tröpp- urnar gegnum mannþröng- ina. Ef þau stoppuðu í and- dyrinu, þá var Pauline viss um, að hún mundi hitta Lu- eiús, en hún óskaði þess heitt og innilega, að hún rækist ekki á hann. Henni létti, þegar þær voru komnar út á gangstétt- ina fyrir utan leikhúsið. „Bölvuð vandræði11, hróp- aði Klem upp yfir sig, „ég hef gleymt hönzkunum mín- um. Eg man núna, að ég missti þá, þegar ég stóð upp fyrir fólki, sem þurfti að komast í sæti á undan síðasta þætti. Eg verð að ná í þá — ég verð enga stund — og hún var ’farin, áður en Pauline gæti stöðv- að hana, svo það var ekk- ert fyrir hana að gera nema bíða. Nokkrir bílar stóðu við gangstéttina, en Pauline varð fegin, þegar hún sá ekki grája Roll’s-Roysinn hans dr. Bellamy. „Þetta nær ekki nokkurri átt“, sagði hún yið sjálfa sig, því hún var sér þess meðvitandi, að hún skalf af taugaóstyrk, „sjálfsagt verð ég að fara til dr. Brownlows á morg- un“, hugsaði hún. Klem kom fljótlega aftur, sigri hrósandi yfir að hafa fundið hanzkana. „Það er nógur tími“, sagði hún. „þetta var svo fljótlega bú- ið“. Þær flýttu sér áfram, og þegar þær komu fyrir horn- ið, voru þær nærri roknar í fjasið á manni, sem»kom á móti þeím. „Eg bið yður að fyrirgefa —“ hann tók skref afturábak, en þó ekki svo fljótt, að Pauline hafði orð- ið litið beint framan í hann. Hún næstum dró Klem með sér yfir götuna. „Sástu hver þetta var?“ sagði Klem með andann á lofti. i „Já“. \ | •; | „Hann starði,- hann hlýtur að hafa þekkt þig", sagði' hún og flissaði, „þú hefðir átt að segja góða kvöldið.“ „Vitleysa er þetta, ég geri alls ekki ráð fyrir að hann hafi þekkt mig“. „Eg sá, að hann þekkti þig. Almáttugur, hvað hann tók sig vel út í kjól“. „Var það?“ Pauline náði í bíl. En Klem gat ekki hætt að tala um dr. Lucius Bell- amy. „Mér þætti gaman 'að vita, hvort það væri nokk- uð á mili hans og ísprins- essunnar. Hún er ákaflega falleg, en ég gæti trúað, að hún væri hörð eins og nögl. Það er náttúrulega ó- mögulegt að segja um smekk fólks — en þó finnst mér nú, sem hún vera af því tagi, sem sízt félli honum í geð“. Það fannst Pauline líka, en svo sagði hún reiðilega við sjálfa sig, að það kæmi henni ekkert við, hvaða smekk Lucius Bellamy hafði á kvenfólki. 8. kapítuli. Vegna þess að Pauline var vön að hlýða skipunum, fór hún til dr. Brownlows, yfir- læknis á spítalanum. Hann hnyklaði brýrnar og sagðí, að það sem hún þyrfti með, væri að taka sér frí, en þar sem þau máttu ekki missa hana við spítalann, skrifaði hann á lýfseðil, sem hún stakk í borðskúffuna og steingleymdi og þegar hún fann hann viku seinna og sá, að sér hafði ekki versn- að, þá lét hún þar við sitja. Þetta var ein af þessum smáyfirsjónum í lífinu, sem menn verða að borga fyrír fyrr eða seinna. Pauline hafði erfiðan siúkling og mátti ekki vera að hugsa neitt um sjálfa sig núna. Þolinmæði henn- ar brást ekki, jafnvel þó sjúklingur hennar væri. rell- inn, kröfuharður og 'fullur áf sjálfsmeðaumkun. „Þú ert hreinasti dýrling- konan, sem hafði nætur- vaktina á móti henni. „Eg veit, að hún hefur haft það erfitt, en þetta er versti sjúklingur, sem við höfum haft til meðferðar. Sjálfri veitti þér ekki af að vera í rúminu nokkra daga“. > „Vitleysa11, sváraði;- Paúl- ihe, „það er ekkert að mér“. En hún vissi, að eitthvað var að Aldrei hafði vinna henn- ar verið svo erfið, og henni fannst hún ekki inna verk sitt nógu vel af hendi. Það vgr eins og safinn væri farinn úr öllu. Hinn mikli skurðlæknir, sem hún vann með, kunni vel að meta hina fullkomnu samvinnu frá hennar hendi, og þó hann væri ekki marg- orður maður, þá sagði hann sjúklingnum hreint út, að hann ætti hjúkrunarkonunni bata sinn að þakka. Einhvemtíma hefði þetta hól fyllt hana gleði. Lucius Bellamy hafði aldrei sagt svona við hana. Lucius Bell- amy! Henni gramdist sú stað- reynd, 'að ávallt var hann í huga hennar, og að hún saknaði að sjá hann ekki ganga inn í sjúkraherbergið. Jafnvel saknaði afskiptaleys- is hans. Hann mundi 'aldrei biðja um hana aftur handa sjúkl- ingum sínum, og sú trú særði stolt hennar sem hjúkrunarkonu, því hún dáðist að honum sem lækni. Hún var sjálfri sér reið yfir að geta ekki gleymt þessu öllu saman, en þegar hún lá vakandi á nóttunni, og hún átti bágt með svefn núna, þá kom þetta allt í hug hennar aftur. Og svo kom inflúensan eins og þruma úr heiðskíru lofti og lagði hvern af öðrum í rúmið, og hjúkrunarliðið varð að taka á sig tvöfalt prfiði. Það var á mánudagsmorg- un, sem Pauline hitti yfir- hjúkrunarkonuna, sem var að koma frá forstöðukonunni og var öll í upnámi. „Ungfrú Ross, nú verðið þér að hjálpa okkur og sjá um, að stúlkurnar, sem út- búa herbergi nr. 5, geri það alménnilega. Dr. Bellamy er að senda inn sjúkling. Blóð- tappi". „Dr. Bellamy11, endurtók Pauline áður en hún vissi af. „Já, ungfrú Meadows verður að taka við sjúkl- fngnum. Hennar sjúklingur fer í dag. Ef þér aðeins vild- uð leiðbeina stúlkunum. Þessi nýja á að hafa spítala- reynslu, þó það líti ekki út fyrir, að hún kunni að búa um rúm. Og ég hef ekki tíma til að vera alls staðar. Ofan á allt þetta bætist, að mér finnst höfuðið á mér vera að klofna11. ■Skemmtileg tilhugsun, hugsaði Pauline, þetta þýð- ir, að það verður engin yfir- hjúkrunarkona á morgun. En hún var ekki að hugsa um yf'irhjúkrunarkonuna, þegar hún flýtti sér eftir ganginum. Náttúrlega mundi forstöðukonan og ráðamenn spítalans verða himinlifandi yfir, að dr. Bellamy skyldi senda sjúklinga sína til þeirra, en það yrði líka til þéss að hún mundi hitta hann fyrr eða seinna. Og hún vissi það, að til- hugsunin ein um að hitta aftur fLucius Bellamy olli' henni kvíða, en kom um leið hjarta hennar til að slá á óeðlilegan hátt. Yfirhjúkrunarkonan hélt’ út næsta sólarhringinn, en svo lagðist hún, og Pauline, sem gekk henni næst, varð að taka meiri byrðar á sín- ar herðar. Morguninn, sem yfirhjúkr- unarkonan lagðist í flens- unni, skeði það. Pauline sat á skrifstofu yfirhjúkrunarkonunnar og var að skrifa nótur, þegar barið var á dyrnar. Hún kallaði „kom inn“ án þess að líta upp frá vinnu sinni. „Góðan daginn, yfirhjúkr- unarkona —“ Pauline leit upp og stóð á fætur. Hún hafði ákafan hjartslátt, Það hefði verið erfitt að dæma um, hvort þeirra varð meira undrandi, en Lucius varð fljótari til að átta sig. „Góðan dagin, ungfrú Ross11, sagði hann rólega, „ég ætlaði að hitta yfirhjúkrun- arkonuna.11 „Góðan daginn. Því miður er yfirhjúkrunankonan veik“. Hann hnyklaði brýnnar. „Hvaða vandræði11. Pauline langaði til að brosa, því hún þóttist viss um, að hann meinti eitt- hvert sterkara orð. „Er það eitthvað, sem ég get gert fyrir yður?11 spurði hún. Hann svaraði með því að spyrja snöggt: „Hafið þér ekki sjúkling?" „Jú, ég hef sjúkling, di'. Kerr-Fallowfields“. Hún velti því fyrir sér, hvað mundi ske, ef hún bætti því við, að honum lík- aði prýðilega við hana. AuglýsiS j '8’Wj MánudagsblaÖinu •

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.