Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 01.06.1959, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 01.06.1959, Blaðsíða 8
i OR EINU I ANNAÐ fíelgi og Leifur—Biðskýramálið - - Naf og Alþýðu- þfaðið - - Blaðamenn og gleðihús - - i ít J ■ -M i w f t i # T i ] ] I . i | I í \ 1 ' Y '7 i ] i I T í i 5 { i 1 \ i i I 1 j Helgi Sæmundsson, ritstjóri og Leifur Haraldsson, skáld, sátu og ræddust við heima hjá Sigurvini Ein- arssyni, alþm. Margt bar á góma en að lokum ræddu þeir um ritfrelsi, meiðyrði í blöðum, sektir og dóma. Helgi hafði mest orð um prúðmannlega ritmennsku, nefndi sjálfan sig oft sem dæmi, en Leifur tók lítt undir. Loksins þótti Helga, sem undirtektir Leifs væru langt fyrir neðan allar vonir og segir með þjósti: ,,Aldrei hef ég, Leifur, hlotið sektir eða dóma, þótt ég hafi fengizt- við ritstjórn í fimmtán ár“. — „Jahá“, segir Leifur, „stundum kemur það sér anzi vel, að ekki skuli tekið mark á manni.“ Ekkert hefur ennþá heyrzt um það, hver verður hlutskarpastur í biðskýlamálinu, en þangað hefur bið- skýla-Björgvin Frederikssen otað sínum gírugu putt- um. Það verður seint brýnt nógu vel fyrir yfirvöldum bæjarins, að koma undir öllum kringumstæðum í veg fyrir, að bæjarfulltrúar gíni yfir útboðum bæjarins. Björgvin er hinn bezti piltur og vissulega fórnfús — en það getur alltaf litið vafasamt út þegar illgjarnar sálir eiga í hlut. Allir mun örlög saklausa kratans í K-Höfn — eða er það ekki. Röðull nældi sér í þeldökkan skemmtikraft, Nat Russel, fyrir skömmu. Að visu er þetta vart meira en miðlungs söngvari, en þeim mun hrikalegri í öllu öðru. Samkvæmt hlerunum ,,opnu“ Alþýðublaðsins dinglaði Nat með Grace Kelly, filmstjörnu og prinsessu, unz hann komst að því að hún var blönk. (Pabbi hennar í Ameríku er margfaldur milljóneri) þá gaf hann henni langt nef!!! Síðan trúlofaðist hann danskri stúlku. Eftir að hafa skemmt á Röðli leikur hann hlutverk Louis Armstrongs í mynd um hann!!! Það ættu nú að vera dálítil takmörk fyrir því hve blaðamenn eru trúgjarnir, en að melta allt þetta í fúlustu alvöru er nokkuð mikið. En meðal annarra orða: hefur Alþýðu- blaðið ekki hlerað, að þegar meistari Nat er búinn með hlutverk Armstrongs, þá muni hann sennilega leika hlutverk EUu Fitzgerald þ. e. skólaár hennar þegar hún söng í kirkjukór Basin Street safnaðárins? •-------------------------- Það er ekki alveg ónýtt að vera starfandi blaðamað- ur hjá „Frjálsri þjóð“. Það líður vart sú vika, sem blað- ið finnur ekki nýtt ,,hermannabæli“ þar sem „12—15“ ára telpur eru aufúsugestir. Síðan kemur í Frjálsri þjóð nákvæm og ýtarleg lýsing af gleðihúsinu, húsgögnum, maddömu, nafni og númeri og á hvaða tíma síðasta stúlkan sást þar. Er ekki bara dálítil hætta á að blaðamaður Frjáls- þýðinga spillist á þessu sífellda rölti milli gleðihúsanna, eða skipta þeir Gils og Þórhallur vöktum við hann ? Grein ÁJAX Framhald af 3. síðu. hæga góðmenni, sem kysi langhelzt aö sitja á friðar- stóli og eiga enga óvini. Jón á sér aö baki lang- an pólitískan feril, þaö er komiö hátt á fjóröa tug, síöan hann var fyrst kosinn á þing. Óskar Jónsson fer nú fram í staö Jóns Gíslasonar. Þeir eru mjög ólíkir menn, Jón hæglátur og sinnugur, Óskar glaðklakka- legur hávaðamaöur. Fram- sóknarmenn telja Óskar allra manna skemmtilegast- an, Sjálfstæðismenn útmála hann sem grínfígúru. Úr- slitin velta sennilega á fá- um atkvæðum eins og fyrri daginn. Fyrir kommúnista fer nú fram ungur stúdent, Björg- vin Salómonsson, ættaður úr Mýrdal. Hann á erfitt uppdráttar, því aö harkan 1 baráttu aðalframbjóðend- anna er svo mikil. Ekki er heldur ólíklegt, að Óskari takist betur en Jóni Gísla- syni aö krækja í atkvæði einhverra hægri kommún- ista. AJAX. Samsöngur Fóst- bræðra í dag, sunnudag og mánudag og miðvikudag heldur Karlakór- inn „Fóstbræður“ hinar árlegu söngskemmtanir sínar, fyrir styrktarmeðlimi kórsins. Söngstjóri er Ragnar Björns- son. Einsöngvarar eru þeir Krist- inn Hallsson óperusöngvari, Er- lingur Vigfússon og Jóhann Daníelsson. Auk einsöngs með kórnum syngur Kristinn Hallsson óperuaríur, en hann hefur starfað með „Fóstbræðr- um“ um árabil, bæði sem kór- félagi og síðar einsöngvari kórs- ins. Þeir Erlingur Vigfússon og Jó- hann Daníelsson eru báðir ung- ir og efnilegir tenórsöngvarar, sem koma nú í fyrsta sinn fram með kórnum. Undirleikari er Carl Billich, sem hefur annast undirleik fyrir „Fóstbræður" að undanförnu, og ávallt leyst það af hendi af alkunnri smekkvísi og kunáttu. Á efnisskránni eru verk eftir innlenda og erlenda höfunda. Þ. á. m. Jón Leifs, Sigvalda Kalda- Mánudagur 1. júní 1959. Myndin sýnir'er Anton Jugov, forsætisráðherra Búlgaríu býður Antoni Novotny forseta Tékkóslóvakíu velkominn í opinbera heimsókn til höfuðborgarinnar Sofiu.1 Það er dálitið skrítið að sjá kommúnista kyssast, en það verður víst svo að vera. Enn verður ekki séð fyrir endann á hinu svokallaða Lacaze- HvaS á að gera i kvöld? Kvikmyndahús: Gamla bíó: Konur á glapstigum. Kl. 5, 7 og 9. Nýja bíó: Fávísar konur og fjöllyndir menn D. Niven kl. 5, 7 og 9. Tjamarbíó: Heitar ástríður. S. Loren. Kl. 5, 7 og 9. Austurbæjarbíó: Thompson majór. J. Buchanen. Kl. 5 7 og 9. Stjömubíó: Kalt er á sjónum. S. Javra. Kl. 5, 7 og 9.1 Trípólíbíó: Hetjumar eru þreyttar. Y. Montand. Kl. 5, 7 og 9. Hafnarbíó: Hrakföll í tonnatali. R. Hearne. Kl. 5, 7 og 9. Leikhús: ; Þjóðleikhúsið: Betlistúdentinn. Guðmundur Jónsson. Kl. 20. Iramsóknarhúsið: Frjálsir fiskar; Haraldur Björnsson. kl. 20.30. lóns, Jón Nordal, dr. Pál ís- Lasso, Fr. Schubert, G. Verdi Lasso, Fr. SSchubert, G. Verdi og L. v. Beethoaven. Ennfremur frumflytur kórinn lag eftir Jónas Tryggvason, en hann hefur lengi verið stjórn- andi Karlakórs Bólstaðarhlíðar. Jónas hefur samið talsvert af sönglögum, þrátt fyrir það, að hann hefur verið blindur um árabil. í stjórn Karlakórsins „Fóst- bræður“ eru nú Sigurður E. Har- aldsson, form. Þorsteinn Helga- son ritari. Ásgeir Hallsson gjald- keri. Ágúst Bjarnason varaform. Samsöngur kórsins í dag, sunnudag, he'fst kl. 3 s.d. en á mánudag og miðvikudag kl. 7 e. h. báða dagana. máli í Frakklandi, einu mesta hneyksli sem þar liefur komið upp um langt árabil. Lacaze þessi og systir hans, Domenica Walter, ein auðugustu systkin Frakklands eru sökuð urn að hafa reynt að fá leigumorðingja til að ráða stjúpson bennar, Jean-Pierre Guillaume, af dögum, svo að þau syst- kín gætu náð í erfðahlut hans eftir látinn eiginmann frú- arinnar. Mynldin er af Jean-Pierre. Það verður að faka það skýrt fram, að Mánudagsblaðið er fullunnið á fösfudags- kvöld og þýðingariausf að koma með greinar í það seinna en á miðvikudag í í hverri viku

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.