Morgunblaðið - 24.05.2005, Page 4

Morgunblaðið - 24.05.2005, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR þjónustu,“ segir Grímur og bendir á að Icelandair noti Bláa lónið sem meginþema í vorherferð sinni í Bretlandi um þessar mundir. „Við höfum þegar haft samband „ÓÞVERRASTAÐUR: Bláa lónið og hinir heitustu áfangastaðirnir sem okkur geðjast alls ekki að,“ er yfirskrift greinar sem birtist á forsíðu ferðablaðs The Sunday Times nú um helgina þar sem fjallað er um sjö af vinsælustu áfangastöðum heims sem, að mati greinarhöfunda, hreinlega standa ekki undir væntingum. „Mér eru það mikil vonbrigði að grein af þessu tagi skuli rata inn á forsíðu ferðablaðs jafnvirts dag- blaðs og The Sunday Times er,“ sagði Grímur Sæmundsen, fram- kvæmdastjóri Bláa lónsins, í sam- tali við Morgunblaðið þegar blaða- kona leitaði viðbragða hjá honum. „Ég verð að segja að mér finnst greinarhöfundur ansi dómharður og ósanngjarn svo ekki sé dýpra í árina tekið,“ segir Grímur og tek- ur fram að í raun sé ekki hægt að kalla skrif greinarhöfundar annað en atvinnuróg sem eigi ekkert skylt við sanngjarna gagnrýni. Í umfjöllun greinarhöfundar um Bláa lónið segir m.a.: „Goðsögnin: Þið hafið séð myndir úr Bláa lón- inu á óteljandi veggspjöldum – bert bakið á ljóshærðri fegurð- ardís sem liggur í hinu tælandi, mjólkurbláa, steinefnaríka vatni. Í því felast fyrirheit um samhljóm hugar og líkama, auk þess sem lónið lendir ávallt á lista yfir bestu heilsulindir heims. Raunveruleik- inn: Þetta er hryllingur frá upp- hafi til enda. Lónið er ekki einu sinni náttúruleg eldfjallalind, held- ur fyllt upp af útstreymi úr nær- liggjandi jarðvarmaorkuveitu.“ Í framhaldinu fjallar blaðamaður um það hversu hryllilega illa hannað sér hafi fundist húsnæði Bláa lónsins vera og lýsir því hversu erfiðlega hafi gengið að finna búningsklefann, sem hafi svo reynst allt of lítill og illa þefjandi. Því næst dregur höfundur heil- næmt gildi lónsins í efa, heldur því fram að vatnið hafi óholl áhrif á hár og segir það að ganga um í lóninu einna helst hafa líkst því að labba á hrárri lifur. Kvartar greinarhöfundur undan miklum fjölda þýskra ferðamanna í lóninu og gefur beinlínis í skyn að gestir lónsins mígi í vatnið. Tekur höf- undur að lokum fram að hann hafi einvörðungu enst í lóninu í fimm mínútur. Munum bregðast hart við Spurður hvort yfirmenn Bláa lónsins muni bregðast við grein- inni með einhverjum hætti svarar Grímur því játandi. „Auðvitað munum við bregðast mjög hart við þessu, enda um gríðarlegt hags- munamál að ræða, ekki bara fyrir okkur heldur alla íslenska ferða- við sendiherra Íslands í London sem er kominn okkur til halds og trausts í málinu, auk þess sem við erum í samráði við samstarfsaðila okkar á þessu markaðssvæði. Við hljótum að bregðast eins sterkt við þessu eins og okkur er unnt, en munum að sjálfsögðu gera það fagmannlega og án alls æsings. En við hljótum að krefjast þess að þær missagnir og rangfærslur sem fram koma í lýsingu grein- arhöfundar verði leiðréttar og þá með jafnáberandi hætti og rang- færslurnar sjálfar,“ segir Grímur og tekur fram að menn líti málið enn alvarlegri augum í ljósi þess að forsíða ferðablaðs The Sunday Times hafi skartað mynd úr Bláa lóninu og að neikvæð inngangs- orð fréttarinnar, sem sjá má hér að ofan, skuli hafa verið prentuð ofan í myndina sjálfa. „Það eitt að alþjóðlegir fjöl- miðlar setji íslenskan ferða- mannastað á stall með sumum þekktustu ferðamannastöðum í heiminum er út af fyrir sig gríð- arlegur árangur,“ sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við Morg- unblaðið. „Sá árangur er til kom- inn vegna þess að við höfum ver- ið afskaplega dugleg við að koma Bláa lóninu á framfæri við al- þjóðlega fjölmiðla sem gegn- umsneitt eru óskaplega hrifnir af þessum stað. Það er hins vegar fullkomlega eðlilegt að það finn- ist ekki öllum jafnmikið í staðinn eða Ísland varið.“ Hinir áfangastaðirnir sex sem fá slæma útreið greinarhöfunda ferðablaðs The Sunday Times eru Mayasvæðið Chichen Itza í Mexíkó, gönguferð á Hafn- arbrúnni í Sydney, Skjaldbaka- eyjan á Fidji, hvalaskoðun í Suð- ur-Afríku, La Mamounina hótelið í Marokkó og Cannes í Frakk- landi. Bláa lónið fær hraklega útreið hjá Sunday Times Ljósmynd/Garðar P Vignisson Meðal þess sem greinarhöfundur The Sunday Times heldur fram í gagn- rýni á Bláa lónið er að vatnið hafi slæm áhrif á hárið. Dregur hann heil- næmi lónsins í efa og gefur m.a. í skyn að gestir lónsins mígi í vatnið. „Atvinnurógur sem á ekkert skylt við gagnrýni“ Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Í SUMAR verður fjórði áfangi end- urbóta á Alþingishúsinu fram- kvæmdur. Meðal þess sem verður gert er að setja lyftu milli annarrar og þriðju hæðar og gerðar tilheyr- andi ráðstafanir í tengslum við þá framkvæmd. Með lyftunni næst langþráð takmark hreyfihamlaðra um óhindraðan aðgang að þingpöll- um. Lagt verður gólfefni á fyrstu hæð þar sem skipt var um undirlag síð- astliðið sumar. Að öðru leyti verður mest unnið á þriðju og fjórðu hæð þinghússins. Þar verður gert við húsið eftir þörfum. Þá var ákveðið að flytja aðstöðu fréttamanna í „nýjan Bolabás“ sem er bæði rými úr gamla „Bolabás“ (starfsaðstöðu fréttamanna) og áheyrendapöllum efri deildar, svo og aðstöðu þar sem áður voru sal- erni pallgesta. Aðstaða fréttamanna hefur verið í kjallara Skála síðast- liðið ár en sú staðsetning var talin óheppileg. Hins vegar var aðstaða ljósvakamiðla á fjórðu hæð í risi Al- þingishúss á undanþágu frá eld- varnareftirliti. Að loknum framkvæmdum sum- arsins er einungis eftir að ljúka endurgerð hita- og loftræstikerfis hússins, auk utanhússviðgerðar norðan og vestan megin og end- urbóta á þaki. Endurbæturnar, sem hófust 2003, bæði utan- og innanhúss, eru fyrstu heildstæðu endurbætur á Al- þingishúsinu frá því húsið var byggt árið 1881. Fjórði áfangi endurbóta á Alþingishúsinu í sumar Hreyfihamlaðir komast óhindrað á þingpallana Morgunblaðið/Jim Smart Unnið var að því í gær að bera tæki út úr þingsalnum. LÖGREGLUSTJÓRINN í Reykjavík hafði ekki rétt til að krefja tekjulága og eignalausa konu um að hún greiddi lögmannskostn- að vegna máls sem höfðað var gegn henni. Þetta kom fram í úrskurði sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Konan var dæmd fyrir að aka undir áhrifum deyfandi lyfja og var henni gert að greiða 50.000 krónur í málsvarnarlaun að viðbættum virð- isaukaskatti og rúmlega 200.000 krónur í sakarkostnað sem fólst í rannsóknum á sýnum og vegna læknisvottorða. Konan er eignalaus og var gerð aðför hjá henni til að fá málsvarnalaun og sakarkostnað greiddan en fjárnámið var árang- urslaust. Konan krafðist þess að aðförin yrði ógilt, m.a. með vísan til mann- réttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um að hver sá sem bor- inn er sökum um refsiverða hátt- semi, skuli fá að halda uppi vörnum sjálfur eða með aðstoð verjanda af eigin vali. Hafi hann ekki nægjan- legt fé til að greiða fyrir lögfræðiað- stoð skuli hann fá hana ókeypis. Í úrskurðinum segir að í sáttmál- anum sé ekki tekin afstaða til þess hvort efnaleysi geti leyst menn und- an því að greiða útlagðan kostnað vegna rannsóknar og í öðrum lögum væri heldur ekki heimild til þess. Á hinn bóginn væri ljóst að konan er eignalaus og því hefði henni borið að fá ókeypis lögfræðiaðstoð. Lögregl- unni hefði því ekki haft heimild til að krefja hana um greiðslu á lögmann- skostnaðinum. Fjárnámsgerðin var því lækkuð sem því nemur. Arngrímur Ísberg kvað upp úr- skurðinn. Ragnar Aðalsteinsson hrl. flutti málið f.h. konunnar en Sigurður Gísli Gíslason hdl. var til varnar fyrir lögregluna. Átti að fá ókeypis lögfræðiaðstoð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.