Morgunblaðið - 24.05.2005, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 24.05.2005, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2005 11 FRÉTTIR Alcoa Fjarðaál og Tækniháskólinn í Þrándheimi hafa stofnað til samstarfs sem veitir tveimur einstaklingum á vegum Alcoa Fjarðaáls tækifæri til meistaranáms í verkfræði léttmálmfram- leiðslu. Um er að ræða tveggja ára nám sem hefst haustið 2005 og lýkur með MSc gráðu vorið 2007. Viðkomandi einstaklingar hljóta námsstuðning frá Alcoa Fjarðaáli og koma að loknu námi til starfa hjá fyrirtækinu. Tækniháskólinn í Þrándheimi (Norges teknisk- naturvitenskapelige universitet) hefur um árabil unnið að uppbyggingu náms á þessu sviði og skapað sér sérstöðu með haldgóðri þekkingu á léttmálm- framleiðslu. Skólinn nýtur góðs af nábýli við öflug málmfram- leiðslufyrirtæki og góðum alþjóðlegum tengslum. Námið er krefjandi og skapar margvísleg tækifæri. Við leitum að hæfum einstaklingum sem hafa metnað til að sérhæfa sig í og takast á við krefjandi störf í þessari ört vaxandi atvinnugrein. Áhugasamir umsækjendur skulu hafa lokið BS-prófi með framúrskarandi árangri í einni af eftirtöldum greinum: verkfræði, málmfræði, efnisfræði, eðlisfræði eða efnafræði. Umsækjendur verða jafnframt metnir samkvæmt almennum hæfniskröfum Alcoa Fjarðaáls til starfsmanna. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Alcoa Fjarðaáls, www.alcoa.is. Fyrirspurnum má beina til Steinþórs Þórðarsonar í síma 470 7700 eða netfang Steinthor.Thordarson@alcoa.com. Umsóknir skulu vera á sérstökum eyðublöðum sem panta má með tölvupósti á netfangið fjardaal@alcoa.com og ber að skila þeim á sama stað eða á skrifstofu fyrirtækisins að Búðareyri 3, 730 Reyðarfirði. Umsóknarfrestur er til og með 7. júní 2005. Búðareyri 3 730 Reyðarfjörður Sími 470 7700 www.alcoa.is Styrkur til meistaranáms í verkfræði léttmálmframleiðslu Leyndarmál léttmálmsins ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S A LC 2 84 64 05 /2 00 5 Á GEISLADISKI Páls Torfa Ön- undarsonar, Jazzskotin stef og söng- dansar, sem kom út í liðnum mánuði er m.a. Ensk manvísa frá 14. öld við lag Páls Torfa. Þýðandi ljóðsins er tilgreindur Magnús Ásgeirsson (1901–1955). Glöggur lesandi og tón- listarunnandi veitti því eftirtekt að orðum hefur verið hnikað til í flutn- ingi á geislaplötunni og í meðfylgj- andi textabæklingi. Vakti hann at- hygli Morgunblaðsins á málinu. Í bókinni Ljóð frá ýmsum löndum, í þýðingu Magnúsar heitins Ágeirs- sonar, sem kom út í Reykjavík 1946 er ljóðið Manvísa á bls. 159. Það er sagt eftir óþekktan enskan höfund á 14. öld. Manvísan þannig í þýðingu Magnúsar: Hún, ástin mín, hún kann á klæðum valið, og kjóla á hún fleiri en fái eg talið. Og hvern sem í hún fer, jafn-fögur er hún, – en yndislegust samt, er engan ber hún. Í bæklingi sem fylgir geislaplötu Páls Torfa er vísan þannig skráð: Hún ástin mín hún kann á klæðum valið og kjóla á hún fleiri en fæ ég talið Og hvern sem hún fer í jafn fögur hún er en yndislegust samt er engan hún ber Það er Páll Óskar Hjálmtýsson sem syngur vísuna á geislaplötunni. Hann víkur frá textanum í bækl- ingnum og syngur: Hún ástin mín hún kann á klæðunum valið. Páll Torfi Önundarson var spurður hvers vegna vísunni hafi verið breytt. „Þetta eru ör- litlar breytingar gerðar til að vísan félli þéttar að lag- línunni og rytm- inn yrði réttur,“ sagði Páll Torfi. Hann segir að sér hafi þótt breyt- ingin svo lítilvæg að ekki tæki því að hafa samband við afkomendur Magnúsar heitins. Hann hafi látið nægja að skrá text- ann sem höfundarverk Magnúsar. „Höfundarréttar er gætt, þótt ég hafi víxlað orðum á tveimur stöðum. Ég heyrði þessa vísu lesna einu sinni í útvarpi og taldi mig hafa lært hana utan að. Ég skrifaði hana upp eftir minni, því mér fannst textinn glæsi- legur og lýsa hug karlmanna á öllum öldum – það hafi kannski ekkert breyst! Þetta er snilldarleg vísa og snilldarþýðing. Ég var búinn að semja lagið áður og þegar ég heyrði textann heyrði ég að hann passaði, nema ég þurfti eitthvað að víxla orða- röðinni út af áherslum. Ég taldi nokkuð víst að menn teldu þetta ekki brot á höfundarrétti, þar að auki var þetta þýðing og ekki frumtexti. En þetta varð til þess að Páll Óskar Hjálmtýsson gat sungið þetta eins og engill.“ Páll Torfi sagði ekki óalgengt að söngvarar bæti inn atkvæðum við flutning laga til að gera þau „söng- vænni“, ekki síst í jazztónlist. „Ég óska viðkomandi til hamingju með að hafa tekið eftir þessu, því breytingin er smávægileg,“ sagði Páll Torfi og átti þar við hinn glögga áheyranda sem kom þessu á fram- færi við Morgunblaðið. „En ef ein- hver tekur þessi orðavíxl nærri sér, þá bið ég viðkomandi afsökunar á því,“ sagði Páll Torfi. Manvísa gerð „söngvænni“ Páll Torfi Önundarson RÁKAHÖFRUNGUR hefur fundist rekinn í Breiðuvík, í grennd við Patreksfjörð, en þetta er annað dýrið sem rekur hér við land í vor. Fyrra dýrið fannst rekið við Stokkseyri, en afar sjaldgæft er að höfrungar af þessari tegund finnist hér við land. Búsvæði þeirra er sunnan fertugustu breiddargráðu og rákahöfrungur er til að mynda algengasta höfrungategundin í Miðjarðarhafi. Gísli Víkingsson, hvalasérfræð- ingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir að það sé afar óvenjulegt að þessi dýr finnist hér við land. Fyrsti höfrungurinn þessarar tegundar hafi fundist rekinn í Öræfasveit ár- ið 1984. Næst gerðist þetta 1998 í Mosfellsbæ, en þá hafi rekið þar á land fjögurra dýra hóp. Síðan hafi í fyrra, árið 2004, rekið hér tvö dýr, annað á Kjalarnesi og hitt á Hér- aðssandi fyrir austan. „Frá því í fyrra og í ár erum við komnir með fjögur tilfelli af sex sem eru þekkt yfirhöfuð, þannig að þetta er farið að vera dálítið athygl- isvert,“ sagði Gísli. Hann sagði að þetta væri höfr- ungategund sem væri yfirleitt í mun hlýrri sjó og væri ekki algeng norðan fertugustu breiddargráðu. Rákahöfrungar eru 2–2,5 metrar á lengd og 150–170 kíló að þyngd. Þeir eru mjög félagslyndir og eru oftast í hjörðum sem hafa nokkra tugi dýra. Þeir eru nokkru minni en þær höfrungategundir sem eru al- gengastar hér við land. Ljósmynd/Birna Mjöll Atladóttir Annar rákahöfrungur finnst rekinn hér KYNBUNDINN launamunur meðal kennara í fullu starfi við Kennarahá- skóla Íslands var 5% í október á síð- asta ári samkvæmt rannsókn sem Félagsvísindastofnun Háskóla Ís- lands gerði að beiðni skólans. Karlar voru að jafnaði með 5% hærri heild- arlaun en konur að teknu tilliti til aldurs, stöðu, vinnutíma, menntunar og rannsóknarálags. Heildarlaun kennara í fullu starfi voru að meðaltali 373.782 kr. í októ- ber 2004. Konur voru að jafnaði með 86% af heildarlaunum karla; þær voru með tæplega 349 þúsund krón- ur en karlar með tæplega 408 þús- und krónur. Kennarar með doktorsgráðu voru með hæstu heildarlaunin að meðal- tali. Í þeim hópi voru konur að með- altali með 97% af launum karla. Kynbundinn launamunur 5% við KHÍ Reyðarfjörður | Verktakafyrirtækið Bechtel, sem byggir álver Alcoa – Fjarðaáls við Reyðarfjörð, hefur gert tvo samninga um flutning á starfsfólki til og frá vinnu, á milli framkvæmdasvæðis og flugvalla og um sérferðir út framkvæmdatíma verksins. Samningarnir eru gerðir að undangengnu lokuðu útboði sem fór fram í vor. Fyrirtæki eru valin úr hópi þeirra sem hafa farið í gegn um forvalsferil hjá Bechtel. Samið var við Tanna Travel á Eskifirði um flutning á fólki á milli starfsmannaþorpsins á Haga við Reyðarfjörð og framkvæmdasvæðis, en þær ferðir miðast við vaktaskipti kvölds og morgna. Gert er ráð fyrir að við hámark framkvæmda sumarið 2006 verði um 1.500 íbúar í starfs- mannaþorpinu á Haga sem komast þurfa til og frá vinnu. Tanni Travel verður í samstarfi við SBA á Akur- eyri. Þá var samið við Austfjarðaleið í Neskaupstað um flutning á fólki til og frá vinnu frá þeim stöðum sem eru innan við 50 kílómetra frá fram- kvæmdasvæðinu og um rekstur á strætó sem ganga mun innan fram- kvæmdasvæðisins. Austfjarðaleið mun að auki sjá um akstur á Egils- staðaflugvöll þegar starfsmenn fara í frí. Forráðamenn Bechtel hafa einn- ig ákveðið að bjóða upp á menning- artengdar ferðir og afþreyingarferð- ir um Austurland fyrir starfsmenn. Eftirspurn eftir þessum ferðum mun ráða ferðatíðni. Bechtel semur um fólksflutninga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.