Morgunblaðið - 24.05.2005, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
AFLAVERÐMÆTI íslenskra
skipa nam á fyrstu tveimur mán-
uðum ársins 2005 um 12,6 millj-
örðum króna, samkvæmt útreikn-
ingum Hagstofu Íslands. Það er
um 14% aukning á milli ára eða
um nærri 1,6 milljarða króna.
Verðmæti botnfiskaflans var
tæplega 8,1 milljarður króna og
jókst um 7,5%. Verðmæti þorsks
var nær 5,1 milljarður króna og
var nánast óbreytt frá fyrra ári,
verðmæti ýsuaflans nam rúmum
1,4 milljörðum króna og jókst um
fjórðung og verðmæti ufsaaflans
nam 387 milljónum og jókst um
39% frá fyrra ári. Verðmæti loðnu-
aflans nam rúmlega 3,9 milljörðum
króna og jókst um rúman helming.
Þá var verðmæti skel- og krabba-
dýraafla 12 milljónir króna en var
tæpar 177 milljónir króna á sama
tímabili 2004.
Verðmæti sjófrysts afla var tæp-
ir 3 milljarðar króna og er þetta
aukning um 12% á milli ára. Verð-
mæti afla sem seldur var á fisk-
mörkuðum til fiskvinnslu innan-
lands jókst um 5%, var 1,9
milljarðar króna. Í gámum var
fluttur út ferskur fiskur fyrir 1
milljarð króna sem er 12% aukn-
ing frá fyrra ári. Afli sem seldur
var á markaði innanlands en flutt-
ur út í gámum jókst um þriðjung,
var 194 milljónir króna.
Á Suðurnesjum var unnið úr afla
að verðmæti 2,4 milljarðar króna
sem er 10% aukning frá árinu
2004. Unnið var úr afla á Austur-
landi að verðmæti 2,2 milljarðar
króna sem er aukning um 30% frá
fyrra ári. Mestur samdráttur milli
ára varð á Vesturlandi en þar var
unnið úr afla að verðmæti 566
milljónir króna miðað við 851
milljón á sama tíma í fyrra. Mesta
aukningin hefur orðið á Suðurlandi
en þar var unnið úr afla að verð-
mæti 1,4 milljarðar sem er 78%
aukning frá 2004.
Aflaverðmætið jókst um
14% í janúar og febrúar
!!" !!#
"$%&'(
"" '%
&)%('%
&"$'*
'$
( *%'!
"*)$'!
$""'!
&)'
*'$
!'"
(( '#
+,-.
.
!!" !!#
ÚR VERINU
SEKTIR sem stjórnvöld leggja á
fyrirtæki vegna brota á samkeppn-
islögum falla ótvírætt undir gildis-
svið 6. gr. Mannréttindasáttmála
Evrópu að sögn Ólafs Jóhannesar
Einarssonar lögfræðings, sem í vor
flutti fyrirlestur hjá Lögfræðinga-
félagi Íslands um málsmeðferð í sam-
keppnismálum.
Þar fjallaði hann um samspil 6. gr.
mannréttindasáttmálans og máls-
meðferðar þegar samkeppnisráð
beitir sektum á grundvelli 52. gr.
samkeppnislaga. Ákvörðun Sam-
keppnisráðs um að leggja á sektir
skv. 52. gr. er ásökun um refsiverða
háttsemi skv. 6. gr. mannréttinda-
sáttmálans sem felur það í sér, að
fyrirtæki í þeirri stöðu sem olíufélög-
in þrjú eru nú í, eiga rétt á máls-
meðferð fyrir sjálfstæðum og óvil-
höllum dómstóli. Að sögn Ólafs
vaknar sú spurning hvaða áhrif það
hafi í för með sér að ákvörðun um
beitingu sekta fyrir samkeppnislaga-
brot falli undir gildissvið 6. gr mann-
réttindasáttmálans.
„Rétt er að leggja áherslu á það að
stjórnvöldum er heimilt samkvæmt
mannréttindasáttmál-
anum að leggja á sektir
þó svo að slíkar ákvarð-
anir falli undir gildis-
svið 6. greinarinnar,“
segir Ólafur. „Sam-
kvæmt mannréttinda-
sáttmálanum þurfa þeir
sem eru beittir sektum
að geta skotið máli sínu
til dómstóls. Einn meg-
intilgangur 6. gr. mann-
réttindasáttmálans er
að tryggja mönnum rétt
til málsmeðferðar fyrir
sjálfstæðum og óvilhöll-
um dómi.“
Ólafur hefur athugað
dómaframkvæmd mannréttinda-
dómstólsins í málum þar sem stjórn-
völd hafa lagt á sektir og segir að í
samræmi við hana beri að gera
ákveðnar kröfur um hversu víðtæk
endurskoðun dómstóls þurfi að vera.
„Í málum þar sem um er að ræða
ásökun um refsiverða háttsemi væri
að öllum líkindum brotið gegn 6. gr.
mannréttindasáttmálans ef dómstóll
tæki ekki alla þætti ákvörðunarinnar
til endurskoðunar,“ segir hann.
Sé litið til dóms í grænmetismálinu
svonefnda er ekki tilefni til neinnar
almennrar gagnrýni á
endurskoðun sektar-
ákvarðana samkeppn-
isráðs út frá sjónarmiði
6. gr mannréttinda-
sáttmálans, að mati
Ólafs. „Rétt er hins
vegar að taka fram, að
þegar mannréttinda-
dómstóllinn metur mál
af þessu tagi og fer yfir
það hvort endurskoðun
dómstóls hafi verið
nægilega víðtæk er
hvert mál fyrir sig
skoðað. En eins og
dómstólar hafa túlkað
endurskoðunarvald
sitt, eru allar forsendur fyrir því að
engin vandamál komi upp.“
Olíufélögin þrjú, sem sitja uppi
með 1,5 milljarða kr. sekt eftir úr-
skurð áfrýjunarnefndar samkeppnis-
mála hafa ákveðið að skjóta máli sínu
til dómstóla en Ólafur vekur athygli á
því að þau hafi ekki haldið því fram
beinlínis að stjórnvöld hafi brotið á
þeim hvað varðar þennan þátt 6. gr.
mannréttindasáttmálans. „Þess
vegna kæmi frekar á óvart ef það
reyndi á þetta atriði fyrir dómstólum
þegar þar að kemur,“ segir Ólafur.
Olíufélögin með rétt til málskots til sjálfstæðs dómstóls
Ólafur Jóhannes
Einarsson
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
Kæmi á óvart ef reyndi á
mannréttindasáttmálann
„NORÐMENN hefðu gert meira
gagn með því að veiða minna held-
ur en að boða til enn eins fund-
arins,“ segir Árni M. Mathiesen
sjávarútvegsráðherra en kollegi
hans í Noregi, Svein Ludvigsen,
hefur stöðvað kolmunnaveiðar
norskra skipa og vill taka upp við-
ræður um skiptingu kolmunna-
kvóta á ráðherrafundi ríkja við
Norður-Atlantshaf sem haldinn
verður í Færeyjum í næstu viku.
Norðmenn hafa þegar veitt um
634 þúsund tonn af kolmunna á
árinu sem er næstum því jafn mik-
ill afli og fiskifræðingar telja ráð-
legt að veiddur sé úr stofninum á
þessu ári. Þetta er 84 þúsundum
tonna meiri afli en Norðmenn
veiddu árið 2004. Norðmenn eru
langstórtækastir í kolmunnaveið-
unum í Norður-Atlantshafi. Ekkert
samkomulag hefur verið um veið-
arnar og hafa veiðiþjóðirnar selt
sér sjálfdæmi við úthlutun veiði-
heimilda. Veiðar norsku skipanna
hafa fram til þessa verið frjálsar.
Kolmunnakvóti íslenskra skipa á
þessu ári er 345.000 tonn en afli
þeirra er nú orðinn um 115 þúsund
tonn. Afli Íslendinga varð mestur
árið 2003, um 500.000 tonn, en í
fyrra veiddust 420.000 tonn.
Kolmunnaaflinn í Norður-
Atlantshafi hefur undanfarin ár
farið langt fram úr því sem fiski-
fræðingar telja ráðlegt og á síð-
asta ári varð aflinn 2,4 milljónir
tonna. Stofn kolmunnans fer nú
minnkandi eftir miklar veiðar um-
fram tillögur fiskifræðinga und-
anfarin ár. Nýlegar mælingar á
stofninum gefa til kynna 30% sam-
drátt á hrygningarstofninum og
25% samdrátt í stofninum í heild.
Hafa fiskifræðingar lagt til að að-
eins verði veidd ein milljón tonna á
þessu ári.
Gagnlegra að
veiða minna
Humar-
sumar
Úr verinu á morgun
VALLAHVERFIÐ í Hafnarfirði rís hratt um þessar
mundir og hér má segja að mætist gamli og nýi tíminn.
Lömbin sugu alltént mæður sínar áhyggjulaus í næsta
nágrenni við stóreflis byggingarkrana og nýbyggingar.
Morgunblaðið/Einar Falur
Gamli tíminn og nýi