Morgunblaðið - 24.05.2005, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Gerhard Schröder, kanslariÞýskalands, boðaði umhelgina til þingkosninga ílandinu í haust, ári áður en
kjörtímabilið rennur út. Verður kosið
ekki síðar en 18. september. Kvað
Schröder ástæðuna einfaldlega þá, að
eftir mikinn ósigur jafnaðarmanna í
þeirra helsta vígi, Nordrhein-
Westfalen, sem þeir hafa haldið í 39
ár, hefði hann ekki lengur umboð
þjóðarinnar til að vinna að þeim breyt-
ingum í efnahagslífinu, sem hann teldi
nauðsynlegar. Það eru einmitt þessar
breytingar, sem eru meginástæðan
fyrir gengisleysi Schröders. Stjórnar-
andstaðan ræðst á hann fyrir að
ganga ekki nógu langt en vinstriarm-
urinn í Jafnaðarmannaflokknum sak-
ar hann um beina árás á velferðar-
kerfið og hagsmuni launþega.
Þegar Schröder og jafnaðarmenn
unnu sigur í kosningunum 1998 bundu
þeir enda á samfellda stjórnarsetu
kristilegra demókrata og Helmuts
Kohls kanslara í 16 ár. Helsta kosn-
ingaloforð Schröders var að minnka
atvinnuleysið um helming en nú eftir
að hafa verið við völd í næstum tvö
kjörtímabil eru atvinnuleysingjar í
Þýskalandi rétt rúmlega fimm millj-
ónir talsins, næstum einni milljón
fleiri en þegar hann tók við.
Atvinnuleysið í Þýskalandi var
12,6% í febrúar síðastliðnum, sem er
með því mesta, sem gerist innan Evr-
ópusambandsins. Hefur sú hlutfalls-
tala raunar hækkað meira en nemur
raunverulegri fjölgun atvinnuleys-
ingja og má rekja það til nýrra skrán-
ingarreglna. Á þremur fyrstu mánuð-
um ársins var hagvöxtur í Þýskalandi
1% en ekki er búist við, að hann nái því
til jafnaðar yfir þetta ár.
Það má því með nokkrum rétti kalla
Þýskaland „veika manninn“ í Evrópu-
sambandinu en áðurnefndar tölur
segja þó ekki allt um ástandið. Þýska-
land er eftir sem áður mesta efna-
hagsveldið í ESB og trónir nú á toppn-
um sem mesta útflutningsríki í heimi
með um 14% hlutdeild. Hefur Þýska-
land eitt ríkja verið að auka hlut sinn í
fjögur ár samfleytt þrátt fyrir hol-
skefluna frá Kína.
Rándýrt velferðarkerfi
Mesti vandinn í þýsku efnahagslífi
er ósveigjanleikinn í atvinnulífinu og
rándýrt velferðarkerfi. Á þeim 16 ár-
um, sem samsteypustjórn kristilegra
demókrata og frjálsra demókrata var
við völd, var aldrei hróflað við því en
nú, þegar Schröder hefur beitt sér
fyrir breytingum, finnst stjórnarand-
stöðunni þær ekki nógu róttækar.
Grasrótin í Jafnaðarmannaflokknum,
sjálft baklandið í Nordrhein-Westfal-
en og fleiri sambandslöndum, sakar
hann hins vegar um að þjóna undir at-
vinnulífið, að bjóða stórfyrirtækjunum
upp á skattalækkanir á sama tíma og
launþegum er gert að greiða meira
fyrir heilsugæslu og í lífeyrissjóði.
Þúfan, sem velti hlassinu, var síðan
„Hartz IV“, róttækar breytingar, að
minnsta kosti á þýska vísu, á lögum
um atvinnuleysis- og aðrar velferðar-
bætur. Samkvæmt þeim skal tekið til-
lit til hvorra tveggja við ákvörðun
heildarbóta auk þess sem atvinnuleys-
isbætur eru verulega lækkaðar, eink-
um til þeirra, sem hafa verið lengi án
atvinnu. Í þýska kerfinu hefur ekki
verið mikill hvati fyrir atvinnulaust
fólk til að fara aftur út á vinnumark-
aðinn en nú eru allir skyldaðir til að
þiggja þá vinnu, sem býðst, jafnvel
þótt um láglaunastörf sé að ræða.
Örvænting – og kænska
Schröder ætlar að fara fram á
traustsyfirlýsingu þingsins 1. júlí en
þá verður yfirstandandi þingi slitið.
Ljóst er, að hún verður felld þar sem
Schröder hefur sjálfur óskað eftir því,
að efnt verði til kosninga, og að því
búnu hefur Horst Köhler, forseti
landsins, 21 dag til ákveða kjördaginn.
Það má því segja, að kosningabarátt-
an sé þegar hafin og kristilegir demó-
kratar brugðust við með því að lýsa yf-
ir stuðningi við leiðtoga sinn, Angelu
Merkel en hún hefur verið mjög um-
deild í flokknum.
Viðbrögð við þeirri ákvörðun
Schröders að boða til kosninga strax í
haust hafa verið með ýmsu móti. Í
flestum fjölmiðlum er hún talin til
marks um örvæntingu hans enda fá-
títt í Þýskalandi, að ríkisstjórnir sitji
ekki kjörtímabilið út, en sumir benda
þó á, að með þessu hafi Schröder sýnt
nokkurt hugrekki og jafnvel kænsku.
Í stað þess að sitja í hálft annað ár enn
með lamaða stjórn og undir stöðugum
árásum frá vinstri sem hægri, hafi
hann tekið frumkvæðið og hyggist nú
stilla kjósendum upp við vegg.
Strax í gær sagði Klaus Uwe
Benneter, framkvæmdastjóri Jafnað-
armannaflokksins, að í kosningunum í
haust yrðu kjósendur spurðir þessar-
ar spurningar: „Viljið þið styðja jafn-
aðarmenn við sársaukafullar en óhjá-
kvæmilegar breytingar á velferðar-
kerfinu eða viljið þið kalla yfir ykkur
„róttæka markaðshyggju“ stjórnar-
andstöðunnar?“
Hugsast getur, að þessi áróður virki
að einhverju marki þótt ekki sé það
líklegt, að jafnaðarmenn muni ríða
mjög feitum hesti frá kosningunum.
Það er hins vegar ljóst, að þeir, sem nú
refsuðu Schröder fyrir árás á velferð-
arkerfið, voru ekki þar með að lýsa yf-
ir stuðningi við jafnvel enn róttækari
tillögur kristilegra demókrata.
Raunar er margt á huldu um stefnu
kristilegra demókrata í þessum mál-
um. Þeir hafa lagt til, að fyrirtækjum
verði gert auðveldara að segja upp
fólki og vilja opna fyrir vinnustaða-
samninga í stað heildarkjarasamninga
en um margt annað eru þeir ekki á
einu máli. Urðu miklar deilur innan
flokksins um þetta á síðasta ári en
þeim lauk þó án þess, að nokkur
ákveðin niðurstaða fengist.
Breytingar á þýska velferðar-
kerfinu eru erfitt mál og viðkvæmt
fyrir hvaða flokk sem er. Í kosning-
unum í haust verður kjósendum samt
ekki boðið upp á það að velja óbreytt
kerfi, heldur aðeins misjafnlega rót-
tækar breytingar á því. Með því að
boða til kosninga er Gerhard Schrö-
der í fyrsta lagi að neyða stjórnarand-
stöðuna, kristilega demókrata og
frjálsa demókrata, til að leggja sín spil
á borðið og hins vegar að fá um það
dóm þjóðarinnar hvert framhaldið eigi
að verða.
Kosið um breytingar á
þýska velferðarkerfinu
Ákvörðun Gerhards Schröders, kanslara
Þýskalands, um að efna til þingkosninga strax í
haust kemur flestum á óvart að því er fram kemur
hjá Sveini Sigurðssyni. Með henni neyðir hann
stjórnarandstöðuna til að leggja sín spil á borðið
og biður þjóðina um að kveða upp sinn dóm.
Reuters
Angela Merkel, leiðtogi kristilegra
demókrata. Hún hefur góða von um
að verða kanslari Þýskalands, fyrst
kvenna, eftir kosningarnar í haust.
Reuters
Gerhard Schröder, kanslari Þýska-
lands, er hann skýrði frá því á
sunnudag, að hann hygðist boða til
kosninga í haust.
Búkarest. AFP. | Þrír rúmenskir blaðamenn, sem höfðu
verið í haldi mannræningja í Írak í tvo mánuði en var
sleppt í fyrradag, komu til síns heima í gær. Blaðamenn-
irnir lentu á herflugvelli við höfuðborgina Búkarest þar
sem ættingjar biðu þeirra og tóku fagnandi á móti þeim
úti á flugbrautinni. Auk ættingjanna tók forseti landsins,
Traian Basescu, á móti þeim Marie Jeanne Ion, Sorin
Miscoci og Eduard Ohanesian, og fjöldi kollega þeirra úr
blaðamannastétt stóð og veifaði til þeirra þegar þau
stigu út úr flugvélinni.
Mannránið og fréttir af líflátshótunum mannræningj-
anna ollu miklum óhug í Rúmeníu og voru haldnar fjöl-
mennar samkomur í Búkarest til stuðnings gíslunum. Þá
voru sett plaköt á lestar og strætisvagna í borginni með
myndum af þremenningunum undir yfirskriftinni „Leys-
ið þau úr haldi“. Yfirvöld í Rúmeníu hafa ítrekað fyrri
yfirlýsingar sínar um að þau hafi ekki orðið við kröfum
mannræningjanna, sem fólu meðal annars í sér að Rúm-
enar kölluðu herlið sitt frá Írak. Þau segja að milliganga
fjögurra rúmenskra múslímaklerka hafi valdið stakka-
skiptum í samningamálum og þakka þeim, ásamt írösk-
um yfirvöldum, farsæla lausn málsins.
Fagnaðarfundir í Búkarest
Reuters
Flórída. AP. | Átta ára bandarísk
stúlka fannst á sunnudag eftir
að hafa verið grafin lifandi á
sorphaug í bænum Lake Worth
í Flórída. Þá voru liðnir sjö
tímar síðan hún var grafin und-
ir grjóthnullungum og rusli í
ruslatunnu sem komið hafði
verið fyrir í gámi á sorphaugn-
um. Haugurinn hefur ekki ver-
ið í notkun í tíu ár og er girtur
af með girðingu og læstu hliði.
Stúlkan hafði gist hjá guð-
móður sinni um nóttina, þar
sem sautján ára piltur hafði
einnig búið síðustu mánuði. Það
var pilturinn sem lét lögreglu
vita af hvarfi stúkunnar. Sagði
hann menn hafa rænt henni,
gaf góða lýsingu á bíl þeirra og
sagðist hafa elt mennina
nokkra stund áður en hann
missti sjónar á þeim. Lögreglu-
mönnum þótti sagan ekki trú-
verðug og stuttu síðar játaði
pilturinn að hafa nauðgað
stúlkunni, numið hana á brott
og skilið hana eftir til að deyja.
Þegar lögreglumenn komu
að sorpgámnum sáu þeir litla
hönd á milli grjóthnullunganna.
Eftir að hafa kallað nafn stúlk-
unnar sáu þeir fingur hreyfast
og vissu þá að hún var lifandi.
Það er talið kraftaverki líkast
að stúlkan skuli hafa lifað dvöl-
ina í gámnum af og enn ótrú-
legra telst að hún er aðeins lít-
illega slösuð. Hún liggur nú á
sjúkrahúsi en ódæðismaðurinn
hefur verið handtekinn og get-
ur átt von á lífstíðardómi.
Stúlka á
lífi undir
sorphaug
Bagdad. AFP. | Að minnsta kosti 20
manns féllu og aðrir 20 slösuðust
þegar tvær bílasprengjur sprungu í
borginni Mósul í norðurhluta Írak í
gær. Þá féllu tíu og tugir manna slös-
uðust þegar sprengja sprakk við
Abul-Fadl Abbas-mosku sjía-músl-
íma í Mahmoudiya, suður af Bagdad.
Sprengjan sprakk í sama mund og
menn hópuðust til moskunnar til
kvöldbæna. Að minnsta kosti átta
manns féllu svo í Bagdad og um 100
slösuðust er fjarstýrð bílsprengja
sprakk fyrir utan vinsælan veitinga-
stað sjía-múslíma í borginni í gær-
morgun. Lögreglumenn og ýmsir
embættismenn venja komur sínar til
staðarins.
Yfirmaður baráttu gegn
uppreisnarmönnum myrtur
Nýr yfirmaður baráttunnar gegn
uppreisnarmönnum, Wael Rubaye
hershöfðingi, var skotinn til bana í
gær ásamt bílstjóra sínum er þeir
voru á leið til vinnu sinnar. Samtök
Jórdanans Abu Musafs al-Zarqawis,
sem tengjast al-Qaeda, lýstu tilræð-
inu á hendur sér og sögðust auk þess
hafa myrt bandarískan kaupsýslu-
mann af íröskum ættum sem tekinn
var í gíslingu fyrir fimm dögum. Þrír
sjálfsmorðssprengjumenn reyndu í
gær án árangurs að sprengja sér leið
inn á vel víggirt svæði Bandaríkja-
manna í írösku höfuðborginni.
Meira en 15.000 íraskir hermenn
og þrjár deildir sérsveitarmanna
tóku þátt í aðgerðum gegn meintum
uppreisnarmönnum vestan við
Bagdad í gær og handtóku 285
menn. Herliðið naut stuðnings nokk-
ur hundruð bandarískra hermanna.
Morð fyr-
ir kvöld-
bænir