Morgunblaðið - 24.05.2005, Page 19

Morgunblaðið - 24.05.2005, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2005 19 DAGLEGT LÍF Við mælum beinþéttni Pantaðu tíma í Lágmúla í síma 533 2308 Smáratorgi í síma 564 5600 Það getur verið erfitt aðná athygli fimmtánára unglings þegar hann er að horfa á sjón- varpið, hlusta á tónlist eða er með vinum sínum, eins og bent er á í grein á vef Even- ing Standard. Þar segir að vísindamenn í Bandaríkjunum hafi nú komist að því að líf- fræðilegar ástæður eru fyrir þessu: Táningarnir geta ekk- ert að þessu gert, heilar þeirra ráða ekki við mörg verkefni í einu. Þessar niðurstöður gefa unglingunum afsökun fyrir því sem sumir myndu kalla dónaskap, þ.e. að svara með eins atkvæðis orðum, reiði- köstum eða hurðaskellum þegar þeir eru beðnir einföld- ustu bóna. Ákveðið svæði í heilanum, sem stjórnar sveigjanlegri hugsun og hegðun þegar taka þarf afstöðu og gera margt í einu, þroskast sem sagt ekki fyrr en á seinni hluta ung- lingsáranna og upp undir tví- tugt. Monica Luciana er í for- svari fyrir vísindamennina og hún segir að hafa verði hug- þroska unglinganna í huga þegar mikils er krafist af þeim, í skóla, heima eða í fé- lagslífi. Heilar unglinga ráða ekki við mörg verkefni í einu, sam- kvæmt nýrri rannsókn.  UNGLINGAR Geta ekkert að þessu gert! Börn í fjölskyldum sem hafa laka félags- ogefnahagslega stöðu eiga frekar á hættuað lenda í umferðarslysum en önnur börn, að því er fram kemur í niðurstöðum nýrrar doktorsritgerðar frá Karolinska institutet, og greint er frá í Göteborgs Posten. Marie Hassel- berg komst að því að félagsleg staða og efna- hagur fjölskyldna barna í Svíþjóð hefur áhrif á slysatíðni, þ.e. því lakari sem efnahags- og fé- lagsleg staða er, því hærri er slysatíðnin. Hassel- berg starfar við rannsóknir á sviði lýðheilsu við KI og skrifaði doktorsritgerð um efnið. Í Bretlandi er munurinn mun meiri en í Sví- þjóð og segir Hasselberg ástæðurnar m.a. mega rekja til þess að í Svíþjóð hafi mikið verið gert til að bæta umferðaröryggi gangandi vegfarenda en því hafi síður verið sinnt í Bretlandi. Ástæð- urnar fyrir þessum mun eru þó óljósar en að hennar sögn eru þær margvíslegar. T.d. skiptir máli hvers konar bíl fjölskyldurnar eiga og lík- legra er að þeir sem hafi minni efni, eigi ódýrari bíl og jafnvel óöruggari. Einnig sé líklegra að þær fjölskyldur búi í hverfum þar sem umferð- aröryggi er minna.  RITGERÐ | Slysatíðni tengd efnahag fjölskyldunnar Slök félagsleg staða eykur hættu á umferðarslysum R aunar hefur hún einnig kynnt sænska list fyrir Íslendingum, því það var að hennar frum- kvæði sem íslensku þjóðinni voru færð yfir sextíu sænsk glerlistaverk í tengslum við opinbera heimsókn sænsku konungshjónanna til Íslands á síðasta ári, en glerlista- verkasafnið er í vörslu Hönnunar- safns Íslands. Christinu er umhugað um að sænsku listaverkin fái viðeigandi umgjörð á Íslandi. „Ég vona að Hönnunarsafn Íslands eigi eftir að verða veglegt safn. Glerlistaverka- safnið er hið eina sinnar tegundar og auðvitað vil ég að almenningur fái að njóta þess. Að mínu mati ætti Hönn- unarsafn Íslands að vera í Reykjavík í framtíðinni því þar eru ferðamenn- irnir,“ segir hún. „Ég hef alltaf haft áhuga á hönn- un,“ segir Christina sem lengst af hefur starfað við viðskipti og mark- aðsstarf. Fyrir nokkrum árum stofn- aði hún eigið fyrirtæki, Blåbär De- sign, þar sem hún sameinar hönnun- aráhugann viðskiptunum og tekur að sér ýmis verkefni þar að lútandi, t.d. fyrir Útflutningsráð Íslands og ís- lensku hönnuðina. Það eru þau Dögg Guðmundsdóttir, Sigurður Gúst- afsson og Go-Form (Guðrún Mar- grét Ólafsdóttir og Oddgeir Þórð- arson) sem njóta munu krafta Christinu við markaðsstarf í Svíþjóð og tengsl við húsgagnaframleið- endur. „Það getur verið erfitt að vera uppi á Íslandi og eiga markaðs- samskipti út fyrir landið. Þá getur komið sér vel að hafa einhvern heimamann í því landi, bæði vegna tungumáls, menningar og fjar- lægðar. Mér finnst við vera að byggja brú á milli landanna með þessu samstarfi. Þetta snýst líka um að markaðssetja ákveðinn hönnunarstíl, kynna hann fyrir fyr- irtækjum sem geta til dæmis séð sér akk í að fá einmitt þennan stíl inn í sína húsgagnalínu.“ Koma Íslandi á kortið Það er greinilegt að Christina hef- ur áhuga á Íslandi og vill breiða út þekkinguna. „Svíar vita afskaplega lítið um Ísland en þeir upplifa Ísland sem öðruvísi og spennandi stað. Þeir þekkja Vig- dísi Finn- bogadóttur, heita hveri og hraun og búið,“ segir verður uppboð. Endanleg ákvörðun um þennan atburð verður tekin á næstunni. Að sögn Christinu er hugmyndin að þetta verði eins og þriggja daga hátíð til kynningar á Íslandi, ís- lenskri list og hönnun, tónlist og mat. Í tengslum við uppboðið verður gefin út uppboðsskrá og auk þess sérstakt blað, að hennar sögn. „Mig langar að sýna hvað Ísland hefur upp á að bjóða. Þetta verður hönn- unarveisla þar sem áherslan verður á gæði en ekki magn,“ segir Christina Nilroth að lokum.  HÖNNUN | Íslensk hönnun og list sett á uppboð í Svíþjóð Annt um ímynd Íslands Christinu Nilroth er annt um ímynd Íslands í Svíþjóð og leggur hún sitt af mörkum til að upplýsa Svía um ís- lenska list og hönnun, m.a. með því að sjá um kynningar- og markaðs- starf í Svíþjóð fyrir fjóra íslenska hönnuði. Morgunblaðið/ Steingerður Ólafsdóttir Christina Nilroth vill koma íslenskri hönnun á kortið. Morgunblaðið/Sverrir Stóllinn Go Form, þeirra Oddgeirs Þórðarsonar og Guðrúnar Margrétar Ólafsdóttur, byggist á litla borðstofustólnum eftir Svein Kjarval. Tangó-stóll Sigurðar Gústafssonar, stálið táknar konuna en viðurinn dansherrann. Ljósið Kite eftir þau Dögg Guð- mundsdóttur og Carlo Volf. Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@mbl.is hún. Þessu vill hún breyta og koma Íslandi almennilega á kort Norður- landanna. „Hér í Svíþjóð er yfirleitt bara vísað til Finnlands, Danmerk- ur, Noregs og Svíþjóðar þegar talað er um Norðurlöndin. Það er alvar- legt að mínu mati að Ísland sé skilið útundan á þennan hátt.“ Hún hefur því tekið til sinna ráða og ætlar að markaðssetja Ísland í Svíþjóð. Hvernig gerir maður það? „Jú, það verður að gerast í Stokkhólmi. Ég ákvað að safna saman öllu því besta sem Ísland hefur upp á að bjóða í hæsta gæðaflokki,“ segir hin atorkusama Christina Nilroth þar sem hún situr í Gautaborg. Markaðs- setning Íslands í Svíþjóð getur ekki farið fram þar eins og hún bendir á, en íbúar þeirrar borgar eru víst þekktir fyrir að láta verkin tala, eins og Christina, ein af þeim, segir kank- vís á svip. Hún hafði samband við hið virta uppboðshús Stockholms Auktions- verk, og nú stendur til að safna sam- an því besta af íslenskri list og hönn- un, t.d. skartgripum, fatnaði, húsgögnum, og sýna í þrjá daga í september þar sem lokapunkturinn Stóllinn Wing eftir Dögg Guðmundsdóttur. Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.