Morgunblaðið - 24.05.2005, Side 20

Morgunblaðið - 24.05.2005, Side 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ANDRI Hafliðason, arkitektúrnemi við University of Strathclyde í Glas- gow, hlaut 3. verðlaun í ritgerða- samkeppni Berkeley-háskóla í Kali- forníu í byrjun mánaðarins. Samkeppnin byggist á því að skrifa ritgerð um tiltekið efni, og að þessu sinni varð fyrir valinu almennings- svæði sem þema. Keppnin er opin arkitektúrnemum í grunnnámi hvar sem er í heiminum og bárust 126 ritgerðir í samkeppnina að þessu sinni. Viðfangsefni Andra í ritgerð sinni var Laugavegurinn í Reykjavík. „Maður átti að skrifa um almenn- ingssvæði sem maður þekkti og virkar mjög vel. Lýsingin átti að vera raunsæisleg, en um leið dálítið ljóðræn,“ segir Andri, sem dvaldi á Íslandi í hálft ár í fyrra og starfaði á arkitektastofu í nágrenni Lauga- vegarins. Hann hafði fram til þess ekki verið búsettur á Íslandi, en heimsótt landið reglulega í sum- arfríum. „Ég var spenntur fyrir þessari götu og því hve fjölbreytt hún er. Mér finnst hún virka mjög vel og það er svo margt sem skeður þarna. Svo finnst mér „rúnturinn“ líka alveg frábær og sérstakur – það er afar sjaldgæft í útlöndum að bílar séu jákvæðir í þessu sam- hengi. En á rúntinum er einfaldlega keyrt mjög hægt og það býður upp á mikil félagsleg samskipti, sem sjaldan verða milli bíla og fólks.“ Verðlaunafé Andra var 500 doll- arar, rúmar 30.000 krónur, og seg- ist hann væntanlega munu nýta það í ferð til Barcelona að skoða arki- tektúr í sumar. „Ég er að útskrifast í júlí, svo það væri gaman að fara eitthvert í smá frí eftir það,“ segir Andri sem stefnir á framhaldsnám í arkitektúr eftir útskrift í sumar. Byggingarlist | Andri Hafliðason hlaut 3. verðlaun í ritgerðasamkeppni um arkitektúr við Berkeley-háskóla Morgunblaðið/Golli Laugavegurinn var viðfangsefni verðlaunaritgerðar Andra Hafliðasonar. Laugavegurinn fjöl- breytt gata sem virkar Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is þó setji söngvararnir sinn svip á flutninginn. Einnig eru upprunaleg barokkhljóðfæri not- uð; tvær fiðlur, tvö selló, víóla og semball. Alessandro Scarlatti var hirðtónskáld í Napólí og Hin heilaga þrenning eitt af hans síðustu verkum. Að sögn Steingríms eru tón- verk Scarlattis sjaldan spiluð og erfitt að nálgast handrit hans. Hópurinn Rinascente, sem þýðir end- urreisn, hefur starfað í eitt og hálft ár og haldið nokkra tónleika. „Við flytjum ein- göngu forntónlist og þetta verk er það yngsta sem við höfum flutt. Við munum jafn- vel athuga næst með tónverk frá byrjun sex- tándu aldar,“ segir Steingrímur. „Ég hef TOGSTREITA á milli trúar og vantrúar og hinn guðlegi kærleikur er yrkisefni óratórí- unnar Hin heilaga þrenning sem flutt verður í Neskirkju í kvöld. Verkið, sem er gamansöm barokktónlist þrátt fyrir trúarlegan þráð, er eftir ítalska tónskáldið Alessandro Scarlatti og var fyrst flutt í Napólí árið 1715. Tónlistarhópurinn Rinascente flytur verk- ið í kvöld ásamt hljómsveitarmeðlimum úr tónlistarhópnum Aldavinum. Steingrímur Þórhallsson, listrænn stjórn- andi Rinascente-hópsins og organisti Nes- kirkju, segir að útfærsla verksins verði eins nálægt upprunalegri mynd þess og hægt er, mjög gaman af að grúska í gömlum hand- ritum og vinna með tónverk sem ekki eru spiluð á hverjum degi. Ólíkt mörgum öðrum listformum er tónlistin dauð ef hún er ekki spiluð.“ Að þessu sinni verður nokkrum köflum úr verkinu sleppt en næsta vetur er stefnt að því að flytja tónverkið í heilu lagi á tónlist- arhátíð Neskirkju. Rinascente-hópinn skipa Steingrímur Þór- hallsson, Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Marta Guðrún Halldórsdóttir sópran, Jó- hanna Halldórsdóttir alt og Hrólfur Sæ- mundsson baríton. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 20:30. Tónlist | Tónlistarhópurinn Rinascente flytur óratóríuna Hin heilaga þrenning eftir Alessandro Scarlatti á tónleikum í Neskirkju í kvöld „Ólíkt öðru er tónlistin dauð nema hún sé spiluð“ Morgunblaðið/Jim Smart Tónlistarhópurinn Rinascente, sem þýðir endurreisn, á æfingu í Neskirkju. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 20:30. Í EINNI af Beethoven sónötunum sem Sigrún Eðvaldsdóttir og Gerrit Schuil fluttu í Ými á sunnudags- morguninn rifnaði óvænt hlíf sem byrgði fyrir þak- gluggann. Sólar- ljósið flæddi þá inn, en það virtist ekki trufla tónlist- arfólkið. Verst að þetta gerðist ekki í hápunktinum á verkinu; það hefði örugglega verið áhrifamikið. En reyndar þarf engin svoleiðis trix þeg- ar tónlist Beethovens er annars veg- ar; a.m.k. ekki þegar hún er flutt eins og vera ber. Strax á upphafstónum Vorsón- ötunnar op. 24 heyrði maður að Sig- rún var í toppformi. Tónarnir voru tærir en þrungnir einlægni, ýmiskon- ar hendingar og blæbrigði voru vand- virknislega mótuð og allar meginlín- urnar voru skýrt settar fram. Má í rauninni segja hið sama um hinar sónöturnar, í A-dúr op. 30 nr. 1 og í c- moll op. 30 nr. 2; leikur Sigrúnar var einstaklega fókuseraður og markviss, fullur af allskonar tilfinningum og það var stöðugt eitthvað nýtt að ger- ast hjá henni. Tæknileg atriði voru líka á hreinu; erfið hlaup upp og niður strengina voru örugg og án nokk- urrar fyrirstöðu; það var eins og Sig- rún hefði ekkert fyrir því sem hún var að gera. Svoleiðis spilamennsku heyr- ir maður ekki oft hér á landi. Því miður get ég ekki sagt hið sama um frammistöðu Gerrits, þó hann hafi gert margt vel. Hljómurinn var vissulega mjúkur og styrkleika- jafnvægið á milli hans og Sigrúnar var eins og það átti að vera, auk þess sem þau voru fyllilega samtaka. Við- eigandi stemning var líka oft í túlkun hans; krafturinn sem einkennir Beethoven var til staðar á réttum augnablikum. Hins vegar var sumt, eins og t.d. síðasti kaflinn í Vorsón- ötunni, svo órólegt að það dró veru- lega úr ánægjunni sem þessi fallega, ljúfa tónlist annars veitir manni. Auk þess skorti stundum upp á að nægi- legur skýrleiki væri í leik hans, hugs- anlega vegna of mikillar pedalnotk- unar, því hraðar nótnarunur voru óþægilega loðnar. Fyrir bragðið misstu þær merkingu sína og var út- koman skortur á litbrigðum – segja má að þetta hafi verið Beethoven í svarthvítu. Þar sem ég hef margoft heyrt Gerrit spila alveg frábærlega þá veit ég að hann getur gert betur en þetta. Sigrún hins vegar var í banastuði eins og þegar er komið fram. Leikur hennar var aðdáunarverður; óhætt er að fullyrða að hún sé einn af fremstu listamönnum þjóðarinnar. Sigrún í toppformi TÓNLIST Listahátíð í Reykjavík Ýmir Beethoven í botn, annar hluti. Sigrún Eð- valdsdóttir fiðluleikari og Gerrit Schuil pí- anóleikari fluttu þrjár sónötur eftir Beethoven. Sunnudagur 22. maí. Kammertónleikar Jónas Sen Sigrún Eðvaldsdóttir MENNTASKÓLINN við Hamrahlíð skartar frábærum kór eins og frægt er, og eftir því sem ég best veit hefur Kór Menntaskólans í Reykja- vík verið að sækja í sig veðrið undanfarin ár. Af- hverju skyldi Kvennaskólinn í Reykjavík ekki líka eiga góðan kór? Það var þessi spurning sem leiddi til þess að ég fór á tónleika í Fríkirkjunni á sunnudaginn var undir yfirskriftinni „bráðum kemur betri tíð“, en þar var Kór Kvennaskólans að syngja. Því miður ollu tónleikarnir vonbrigðum. Fyrir það fyrsta er kórinn býsna smár, aðeins sautján stúlkur og – merkilegt nokk – einn piltur. Hvað á það eiginlega að þýða? Ef kór á að vera bland- aður þá verður að vera sæmilega jafnt hlutfall á milli kynjanna, annað gengur ekki upp. Stjórn- andinn útskýrði reyndar að engir aðrir piltar hefðu fengist til að vera með í kórnum (aug- ljóslega) og í framhaldi má spyrja hvort meina hefði þessum eina pilti frá því að syngja með stúlkunum. Ekki ætla ég að svara því, en víst er að útkoman á tónleikunum var pínleg. Rödd aumingja piltsins, sem er algerlega óskólaður söngvari, var eins og hvert annað tíst við hliðina á stúlkunum og skal engan undra. Í rauninni er hið eina undarlega að opinberir tónleikar skuli hafa verið haldnir með kórnum yfirleitt. Hann er ekki tónleikafær. Óneitanlega voru sum lögin sungin af ein- lægri tilfinningu, en það er ekki nóg. Kór sem getur ekki sungið vegna þess að honum finnst tiltekið lag svo óstjórnlega fyndið er ekki hægt að taka alvarlega. Lagið hét Ohn dohn dehn og var eftir Bent Lorentzsen; flutningurinn á því var með öllu ómögulegur. Vissulega klúðraðist annað á efnisskránni ekki eins hrikalega, en inn- komur voru þó oftast klaufalegar og ónákvæm- ar, sérstaklega er á leið. Skrifast það væntan- lega á kórstjórann, Margréti Helgu Hjartar- dóttur, sem greinilega hefur takmarkaða reynslu af kórstjórn ef marka má ómarkvissar, ef ekki viðvaningslegar bendingar hennar. Hið eina jákvæða við dagskrána var mjúkur og fallegur píanóleikur Tómasar Eggerts Guðnasonar. Í rauninni hefði hann átt að koma þarna fram einn og enginn annar. Vonandi er yfirskrift tónleikanna meira en bara orðin tóm – kórinn þarf á því að halda að bráðum komi betri tíð. Piltur í kvennakór? TÓNLIST Fríkirkjan Tónleikar Kórs Kvennaskólans í Reykjavík undir yf- irskriftinni „Bráðum kemur betri tíð“. Á efnis- skránni voru lög eftir Jón Ásgeirsson, Inga T. Lár- usson, Skúla Halldórsson, Bengt Ahlfors, Harold Arlen og fleiri. Sunnudagur 22. maí. Kórtónleikar Jónas Sen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.