Morgunblaðið - 24.05.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.05.2005, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIG langar til þess að deila með ykkur, lesendur góðir, stuttri frásögn af hversdagslegum æv- intýrum úr götunni minni, Fífu- hvamminum. Það er ótrúlega spennandi og tilbreytingarríkt að búa þar – fyrir nú utan það hversu gott er að hafa opið svæði fyrir framan, þó að sveitin, sem var mér svo kær þeg- ar ég flutti hingað fyrir 20 árum, sé horfin undir ýmis mannvirki. En málið er að hér þarf okkur ekki að leiðast því að ákveðinn spenningur er fólginn í því að líta út um gluggann á hverjum degi. Það byrjaði fyrir svona tveimur til þremur árum þegar menn fóru að birtast hér á stórum bílum og sturtuðu jarðvegi og sandhrúgum hinum megin við götuna. Þetta tengdist gatnafram- kvæmdum í efri Hvömmum. Svona leið og beið, hrúgurnar voru mis- stórar og misgrýttar. Stundum var mold og möl út um alla götu eins og t.d. í fyrra þegar við héld- um stúdentsveislu yngsta son- arins. Síðan sáum við undir sum- arlok á sl. ári að eitthvað færi að gerast hér hjá okkur því að mal- bikið var grafið í burtu og umferð vinnubíla jókst til muna. Þá var það í byrjun september, ég hafði brugðið mér frá smá- stund, að þegar ég kom utan af flugvelli frá því að sækja dóttur mína og kærasta hennar var búið að grafa álitlegan skurð fyrir neð- an innkeyrsluna hjá mér. Nú hátt- ar þannig til að innkeyrslan er löng og brött og er sameiginleg tveimur húsum. Kærustuparið ný- lenta fékk sama dag afhenta íbúð á stúdentagörðunum og flutningar þoldu enga bið. Til að bæta um betur var úrhellisrigning og erfitt um vik að bera búslóð út á næsta horn. En þá vildi svo vel til að verkstjórinn var enn á staðnum og hann brást við eins og sannur Ís- lendingur, ekkert er of flókið þeg- ar mikið liggur við. Hann fékk gröfumann í málið og þeir gerðu rennu fyrir sendibílinn. Það var mjög flott og bjargaði geðheilsu margra þennan dag! Jæja, skurðurinn góði var áfram framundir jól. Öðru hverju birtust menn og gerðu eitthvað en hurfu síðan aftur dögum og vikum sam- an. En viti menn, allt í einu, ein- mitt þegar aðalinnkaup jólanna og tilheyrandi burður upp alla inn- keyrsluna var að hefjast, komu menn og mokuðu ofan í skurðinn! Síðan var allt með friði og spekt eða tilbreytingarleysi þangað til boðskort höfðu verið send út til ættingja í byrjun mars vegna fermingarveislu sonarsonar okkar en hana átti að halda hjá okkur. Nánast sama dag og boðs- kortin voru opnuð víða á landinu var kominn nýr skurður þegar við hjónin kom- um heim úr vinnu! Ég ætla að taka það fram strax að hann er hér enn. Ferming- arbarninu fannst þetta reyndar bara spennandi, þetta minnti á ævintýrin um riddara í kastölum með síkjum og vindu- brú. Ég gerði samt ítrekaðar til- raunir til að sannfæra menn hér um að boðsgestirnir kæmust ekki nema mokað væri ofan í skurðinn. En einhvern veginn gekk þetta og meira að segja langamma ferm- ingarbarnsins lét sig hafa það með aðstoð að fara á trébrú yfir skurð- inn og gangandi upp og niður alla innkeyrsluna. En þetta er í eina skiptið sem hún hefur treyst sér í heimsókn síðan seinni skurðurinn kom. Í byrjun apríl var annar svona „surprise“-dagur þegar við kom- um að húsinu eftir vinnu, þá var kominn skurður í gegnum alla lóð- ina og alla leið aftur fyrir húsið. Auðvitað höfðum við fengið óform- legar upplýsingar einhverjum vik- um áður um að það kæmi að þessu en við vissum ekki hvenær. Það var kraftur í framkvæmdum hér í örfáa daga og einhverjar leiðslur lagðar og síðan mokað til bráða- birgða ofan í skurðinn á framlóð- inni. Hinn hluti skurðarins er enn opinn í dag – 17. maí – og það merkilega er að við höfum ekki séð neina menn að störfum í tölu- verðan tíma. En þið megið alls ekki halda að ég sé að kvarta, öðru nær, þetta eru virkilega dug- legir og vinalegir menn. Og við getum alltaf glaðst yfir þeirri stundu þegar þeir birtast hjá okk- ur. Ég er líka viss um að þeir stjórna því ekki hvernig störfum þeirra er háttað. Mig grunar jafn- vel að þegar allt verður frágengið hér, malbikað og fínt, þá eigum við eftir að sakna gamla tímans þegar eitthvað var um að vera. Stundum má sjá börn í hópum tína upp grjót úr hrúgunum, koma sér fyrir á brekkubrúninni og skemmta sér við að henda hnull- ungum í lækinn fyrir neðan. Það væri synd að taka það frá þeim. Þetta ástand minnir mig líka á það þegar ég kynntist þessari götu fyrst á sjöunda áratugnum og ég tiplaði á hælaskóm frá strætó á milli pollanna, lagði þetta á mig til að heimsækja kærastann. Þá var gantast með það hjá Reyk- víkingum að ekki væri nóg með að ómögulegt væri að rata um Kópa- voginn eða að komast út úr honum aftur heldur væru göturnar þar líka allar eitt moldarflag. Já, það er ósköp notalegt að rifja upp þá gömlu, góðu daga. Eins og ég nefndi í byrjun, lang- aði mig bara til að deila með ykk- ur hversdagsleikanum í lífi okkar hér í Fífuhvamminum og mér verður æ oftar hugsað til þess hvað hér býr rólegt og nægjusamt fólk sem lætur ekki smámuni koma sér úr jafnvægi. En ein- hvern veginn virðist ég ekki geta aðlagað mig alveg nógu vel, það gera sennilega Reykjavíkurgenin. Ég bind til dæmis núna miklar vonir við stórhuga menn sem leggja fram sína eigin samgöngu- áætlun og víla ekki fyrir sér að flytja jarðgöng á milli landshluta. Ég trúi því og treysti að þeir geti kippt slíku smámáli eins og einni rólegheita götu í lag í sínu bæj- arfélagi. Í framhaldi af því dettur mér í hug að næst á óskalistanum hjá mér eru jarðgöng undir Arn- arneshæð til að lækka aðeins um- ferðarniðinn. Hvernig hljómar það, kemst það á nýja samgöngu- áætlun? Gatan mín – Fífuhvammur María Louisa Einarsdóttir fjallar um gatnaframkvæmdir í efri Hvömmum ’Ég bind til dæmisnúna miklar vonir við stórhuga menn sem leggja fram sína eigin samgönguáætlun og víla ekki fyrir sér að flytja jarðgöng á milli lands- hluta.‘ María Louisa Einarsdóttir Höfundur er menntaskólakennari. „... einn karlkyns þingmaður hafði á orði að ástandið í flokkn- um væri orðið alveg eins og heima hjá honum, konur og börn réðu þar öllu,“ sagði fréttamaður Stöðvar 2 í frétt um ólgu vegna atkvæðasmölunar á landsfundi Samfylkingarinnar. Ég og vin- kona mín lögðum við hlustir og þóttumst vissar um að þarna væri verið að vísa til þess að kona var kjörin formaður Samfylking- arinnar og ungur karl varafor- maður. Það er hins vegar furðu- legt að setja svona ummæli nafnlaust fram í frétt. Hver sagði þetta, tengdist þetta fréttinni beint? Við vinkonurnar veltum fyrir okkur hvort karlkyns þingmað- urinn hafi verið að grínast eða hvort meining hans hafi verið eins og þetta hljómaði. Þá barst talið að því hversu vandmeðfar- inn húmor getur verið og vinkonu minni lá greinilega mikið á hjarta þegar hún sagði mér frá vorblóti Skálkanna. Skálkaskjólið var fyrst opnað í tengslum við Evrópumótið í fót- bolta en þar gátu karlar komið saman og fylgst með boltanum. Ekki veit ég hvað Skálkarnir eru margir í dag en skjólið þeirra er kallað reykfyllt bakherbergi og hugsað sem athvarf fyrir karla sem þurfa að komast í burtu frá konunum sínum (og kannski börnunum líka). Konur eru ekki velkomnar. Skálkarnir eru án efa hressir karlar á öllum aldri og ekkert at- hugavert við að þeir komi saman. Sjálfri þykir mér ágætt að kom- ast í kvennahóp inn á milli og ræða við þær um sameiginlegan reynsluheim okkar sem karlkyns vinir mínir skilja kannski ekki jafnauðveldlega. Og þótt mér þyki nafn félagsskaparins kjána- legt þá hefur mér heldur aldrei þótt saumaklúbbur sérlega töff heiti. Vinkona mín á sumsé eig- inmann í Skálkunum og fékk því að fara með á vorblót þessa svo- nefnda frístundafélags. Frásögn hennar af blótinu vakti hjá mér ýmsar spurningar og ég velti fyr- ir mér hvernig aðrar konur á blótinu upplifðu stemmninguna. Skálkarnir hafa allir viðurnefni sem enda á skálkur. T.d. gæti blaðamaður Morgunblaðsins kall- ast Moggaskálkur. Þeir fá fé- lagsskírteini og brjóstnælu sem er í laginu eins og höfuð Jóns Sigurðssonar. Ekki veit ég hver vísunin er þar en kannski var bara til fullt af þessum nælum og allt eins gott nota þær í þetta. Mér hefur alltaf þótt skemmti- legt að vera í hópi eða félagi sem á sér einhvers konar einkenn- ismerki. Á vorblótinu var konum Skálk- anna (og eflaust mökum yfirleitt) afhent merkispjöld þar sem þær voru merktar körlum sínum. Kona Moggaskálks hefði þannig orðið Moggaskelkja. Mér skilst þó að fæstar eða engar konur hafi borið merkispjöldin. Formaður félagsins hélt svo skelegga ræðu og að sögn vin- konu minnar hafði hann á orði að í hópnum væru of margir skálkar sem þyrðu ekki að nota rétta kvenmynd orðsins skálkur, þ.e. skækja. Á blótinu var nokkuð um ræður en konur máttu víst ekki taka til máls. Nokkrar þeirra gengu þó fast fram en þeim var ekki vel tekið og að lokum gáfust þær upp og yfirgáfu sviðið. Ég veit ekki hvernig erindi þeirra var en mér finnst samt alltaf dónalegt að vera með frammíköll þegar einhver er að tala, hvort sem viðkomandi er karl eða kona. Þótt það sé kannski helst til dramatísk mynd sá ég ósjálfrátt fyrir mér fámennan hóp karla með minnimáttarkennd yfir því hversu ægilega hefur hallað á karla eftir að konur fengu t.d. rétt til að bjóða sig fram til Al- þingis og þar af leiðandi tækifæri til að taka til máls á fundum og samkomum. En þetta var ekki fámennur hópur. Þarna voru leikarar, lög- fræðingar, þáttastjórnendur, blaðamenn, pistlahöfundar og stjórnmálamenn. Þekktir menn í þjóðfélaginu. Vinkonu minni var illa brugðið og fannst eins og á einu kvöldi hefðu réttindi sem hún og for- mæður hennar hafa barist fyrir verið tekin af henni. Allt að sjálf- sögðu undir formerkjum gríns. „Saklaust grín,“ hugsaði ég og mundi eftir því þegar karlkyns háskólafélagar mínir í Danmörku „grínuðust“ með að stelpur mættu ekki spila með þegar þeir sátu og spiluðu á spil fram eftir nóttu. Þetta var þó ekki meira grín en svo að stelpur máttu hreinlega aldrei spila með. Á þessum sama stað var stofnað fótboltalið enda kom stór hópur saman a.m.k. tvisvar í viku og spilaði fótbolta. Ég var í þeim hópi en formaðurinn barðist fyrir því að sett yrði í lög hins nýstofn- aða félags að stelpur mættu ekki mæta á æfingar. Vinir mínir kröfðust þess að málið yrði tekið fyrir á æfingu. Formaður var tilbúinn að leyfa mér að æfa með ef 100% iðkenda samþykktu það. Fjórir greiddu atkvæði á móti en 21 með. Ég spilaði ekki meiri fót- bolta í háskólanum. Það er ekkert athugavert við að Skálkarnir séu með félagsskap og samkomur. En „húmorinn“ og stemmningin sem vinkona mín lýsti á áðurnefndu vorblóti er kannski á svipuðu plani og að láta svertingja sitja við sérstakt borð á samkomu. Hugsanlega er hægt að grínast með það manna í milli og kalla það svartan húmor en í framkvæmd er það langt frá því að vera sniðugt. Ég vona að hlutföllin í Skálkunum séu svipuð og hlutföllin í fótboltaliðinu í Danmörku; að sautján af 21 setji einhver spurningarmerki við þennan „húmor“. Sniðugir Skálkar? „En „húmorinn“ og stemmningin sem vinkona mín lýsti á áðurnefndu vorblóti er kannski á svipuðu plani og að láta svertingja sitja við sérstakt borð á samkomu.“ VIÐHORF Halla Gunnarsdóttir halla@mbl.is BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is KARL Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, segist telja skynsamlegt að hækka þau tekjumörk sem öryrkjar mega hafa án þess að örorkubæturnar skerð- ist. Tekjutryggingaraukanum er þannig háttað nú að hann skerðist frá fyrstu krónu sem viðkomandi fær í tekjur. Orðin hér að ofan voru upphaf fréttar sem birtist í vikunni og þarna eru orð í tíma töluð. Ástæða er til að fagna því að þetta viðhorf komi fram og fái umræðu þó að glöggt hafi mátt skilja síðar í frétt- inni að hugmyndir Karls væru ómótaðar enn sem komið væri og haft var eftir Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráðherra að svona lagað yrði ekki framkvæmt með penna- striki, heldur í tengslum við fjárlög og með lagabreytingu. En eigi að síður þá eru umræður til alls fyrstar og þetta er sér- staklega þörf umræða þar sem hún kemur inn á ákveðin mannréttindi sem öryrkjar eiga að hafa, en hafa tæplega samkvæmt þeim lögum og því fyrirkomulagi sem við búum við. Öryrkjum hefur fjölgað mikið hér á landi í seinni tíð. Það er ekkert gamanmál að vera öryrki. Þetta er ekki aðeins stimpill og orð með fremur neikvæða merkingu. Þetta þýðir í raun persóna með skerta starfsgetu. Mikill fjöldi öryrkja þarf að lifa með þeirri staðreynd allt sitt líf að hafa af ýmsum orsökum skerta starfsgetu og er það ekki lít- ið mál að una við slíkt. Það er fyrir marga erfitt sálarstríð, enda hafa fjölmargir öryrkjar mikla og góða menntun, starfsreynslu á fjölda sviða og vissulega starfsgetu, mis- mikla þó, og síðast en ekki síst mik- inn vilja til að láta til sín taka á vinnumarkaðinum. Það kerfi sem við öryrkjar búum við er með þeim hætti að við erum á bótum sem seint verða kallaðar ríf- legar. Ef við viljum fara út á vinnu- markaðinn og nýta þá starfsgetu sem við þó höfum mörg hver, þá er fyrsta krónan sem við vinnum okk- ur inn tekin af bótunum. Ef starfs- þrekið brestur, við þurfum að minnka við okkur eða hætta, eða er- um jafnvel rekin úr starfi í síharðn- andi atvinnuumhverfi, þá er mikil þrautaganga að rata aftur inn í bótakerfið. Að hækka tekjumörk öryrkja mun hafa ekkert nema jákvæð áhrif. Það mun veita öryrkjum val og gefa þeim sjálfstraust. Fjöldi þeirra myndi nýta sér með mikilli gleði að fara aftur út á vinnumark- aðinn, sem er nánast óhugsandi við það mannskemmandi fyrirkomulag sem tíðkast hefur. Í tengslum við þetta er vert að benda á það starf og þau verkefni sem Hugarafl er að undirbúa þessi misserin, en það miðar allt saman að því að auka fræðslu og aðstoða öryrkja við að fóta sig í þjóðfélag- inu. Skora ég á landsmenn að kíkja á heimasíðu Hugarafls og kynna sér hvað þar er að finna. Slóðin er www.hugarafl.is HERDÍS BENEDIKTSDÓTTIR, meðlimur í Hugarafli og öryrki. Að öryrkjar fái að vinna Frá Herdísi Benediktsdóttur:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.