Morgunblaðið - 24.05.2005, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 24.05.2005, Qupperneq 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jón Lútherssonfæddist að Vals- hamri á Skógar- strönd 13. febrúar 1914. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi hinn 13. maí síðastliðinn. Foreldr- ar Jóns voru Lúther Jónsson, f. 2.9. 1892, d. 28.4. 1974, og Kristín Theodóra Pétursdóttir, f. 21.11. 1890, d. 18.2. 1984. Systkini Jóns eru Svafa, f. 27.7. 1915, d. 6.9. 2003; Kristín Ásthildur, f. 1.4. 1917, d. 21.4. 2000; Guðrún, f. 24.5. 1920, d. 11.12. 1920; Guðrún Fjóla, f. 8.6. 1921, d. 12.7. 1998; Petrea Jófríð- ur, f. 19.2. 1925; Óli Bergholt, f. 21.5. 1931; og Pétur Bergholt, f. 2.9. 1936. Hinn 17. október 1938 kvæntist Jón Ragnheiði Jónsdóttur, f. 5.7. 1910 á Litla-Hálsi í Grafningi, d. 17.7. 1993. Barn þeirra er Ragnar, kvæntur Báru Valtýsdóttur. Dótt- ir Báru og uppeldisdóttir Ragnars er Valdís, maki Már Árnason og börn þeirra eru Ragnar og Anna Bára. Jón ólst upp á Valshamri til 14 ára aldurs. Flytur hann þá til foreldra sinna að Bergsholti í Stað- arsveit. 15 ára réð hann sig til vega- gerðar og vann þar í sex sumur. Jón og Ragnheiður bjuggu í tvíbýli við foreldra Jóns í tvö ár. Þá stofnuðu þau nýbýlið Brautarholt í landi Bergsholts og bjuggu þar til 1982 er þau flytjast til Reykjavíkur. Ásamt búskap starfaði Jón við línuviðgerðir hjá Landsímanum. Eftir að Jón flutti til Reykjavíkur starfaði hann hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar í sex ár. Áhugamál Jóns var að safna og skrásetja fróðleik um sveit sína, Staðarsveit. Útför Jóns verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Nú þegar tengdafaðir minn er látinn langar mig að minnast hans með nokkrum orðum. Við Jón vorum miklir vinir og áttum saman margar ánægju- stundir enda var hann húmoristi mikill og gat séð spaugilegu hlið- ina á tilverunni. Ósjaldan bað ég hann að yrkja fyrir mig ljóð þegar ég þurfti á að halda við sérstök tækifæri, ekki brást að því var vel tekið og næsta dag var ljóðið kom- ið enda var hann snillingur í ljóða- gerð. Þegar Jón og Heiða fluttu til Reykjavíkur var það léttir og söknuður í bland. Ég minnist Jóns sem höfðingja og staðfasts manns. Þegar Ragnar Másson (drengur- inn hans afa) var fjögurra mánaða var hann í pössun hjá Jóni og Heiðu. Var hann ljósgeisli í lífi þeirra beggja. Þá var gaman að sjá 74 ára manninn liggja á gólfinu að leika við afadrenginn og mátti ekki á milli sjá hvor skemmti sér betur, barnið eða öldungurinn. Eftir að Jón fluttist til Reykjavík- ur og fór að hafa meiri frístundir ferðaðist hann um landið sér til ánægju og aflaði sér fróðleiks um leið. Eftir að starfsævi Jóns lauk tók hann til við það sem ég kalla grúsk og safnaði miklum fróðleik um heimabyggð sína Staðarsveit svo langt aftur sem hann fann heim- ildir. Þegar Heiða lést var Jón tæpra 80 ára og hafði þá nánast aldrei kveikt á eldavél. Þá flaug í gegn- um minn: „Æ, æ, æ. Hvað gerist nú?“ Þá kom hann öllum á óvart og fór að elda sjálfur. Oft voru símtölin skemmtileg þegar hann var að fá upplýsingar um mat- argerð. „Hvað set ég mikið salt?“ og „Hvað sýð ég svið lengi?“ Þá kom berlega í ljós hvað húmorinn var mikill og eftir fáein símtöl var Jón farinn að bjóða okkur í mat og það var besti matur sem dreng- urinn hans afa fékk því hann vant- aði aldrei við borðið og síðar bætt- ist í hópinn afastelpan Anna Bára. Með söknuð í hjarta og ynd- islegar minningar bæði úr sveit- inni og síðan í Reykjavík kveð ég þig. Þín tengdadóttir Bára. Mig langar til að kveðja afa Jón með nokkrum orðum. Ragnar (drengurinn hans afa) var ekki nema fjögurra mánaða þegar hann kom til þín og Heiðu ömmu í pöss- un þegar ég fór að vinna. Það gekk nú á ýmsu fyrstu dagana en þið ákváðuð að gefast ekki upp, og að lokum gaf Ragnar sig og vildi þá hvergi annars staðar vera. Þið lág- uð saman á gólfinu í bílaleik, þú dróst hann um gólfið í pappakassa sem þið höfðuð fyrir bíl, það var svo gaman hjá ykkur. Það var nú ekki mikið mál að láta Ragnar fá vatn í dollu og pensil svo hann gæti hjálpað til við að mála. Hjá þér og krökkunum var setningin er afi góur mjög vinsæl því ef svarið var já gafstu þeim alltaf súkkulaði sem þú geymdir í boxi í skápnum. Ef þú gleymdir að spyrja þá spurðu þau þig bara hvort afi væri góur og fengu þá súkkulaði. Þá var mikið hlegið. Þú varst svo mikill grínari, gast séð spaugilegu hliðarnar á öllum mál- um. Eftir að Heiða amma dó ákvaðstu að leggja ekki árar í bát heldur hringdir bara í mömmu eða Rósu mágkonu þína til að fá upp- lýsingar um hvernig ætti að sjóða hitt og þetta. Það leið ekki á löngu þar til þú fórst að bjóða okkur í mat og þá aðallega Ragnari (drengnum hans afa) og Önnu Báru (afastelpu) og þau komu allt- af heim með þær fréttir að enginn eldaði eins góðan fisk og afi á Grýtó og sviðin hjá þér voru með því besta sem þau fengu. Við huggum okkur við það að nú ertu kominn til Heiðu ömmu og að þið eruð saman á ný. Þín á eftir að verða sárt saknað af okkur öllum á Eyjabakkanum. Vér kveðjum þig með þungri sorg, og þessi liðnu ár með ótal stundum ljóss og lífs oss lýsa gegnum tár. (Jón Trausti.) Með söknuði kveð ég þig. Valdís. Hinn 13. maí mun ég ávallt muna sem mikinn sorgardag, því þennan dag lést Jón Lúthersson eða hann „afi á Grýtó“. Ég trúi ekki að ég sé búinn að missa þig, þetta er allt svo óraun- verulegt þótt þú hafir verið veikur upp á síðkastið þá bjóst ég við að þú myndir harka það af þér eins og allt annað enda mjög viljasterk- ur og þrautseigur maður en þessi grimma veröld hafði yfirhöndina á endanum og tók þig frá mér. En innst inni þá trúi ég því að þú sért nú á betri stað með ömmu á Grýtó og saman blómstrið þið eins þið hafið alltaf gert. En það verður mjög tómlegt fyrir mig og sérstaklega afa sem heimsóttum þig reglulega. Þegar maður fer svo að rifja upp alla hlutina sem við höfum gert í gegnum tíðina hrann- ast minningarnar upp og ófá tár renna niður kinnarnar: Þegar þú dróst mig um alla íbúðina á pappa- kassa sem þú hafðir bundið band í og við brunuðum um allt í þessum heimatilbúna „rallbíl“ og þetta var þegar ég var aðeins nokkurra mánaða gamall og þú á svipuðu reki (alla vega á meðan við sátum á gólfinu og lékum okkur). Það brást ekki að í hvert einasta skipti sem ég fór frá þér fylgdirðu mér til dyra og sagði: Er afi góur?“ Auðvitað vissi ég strax hvað var framundan og brosti allan hring- inn, kinkaði kolli og sagði auðvit- að: „Já.“ Þá réttir þú fram hönd- ina með súkkulaðibitum og sagðir: „Þá færðu súkkó.“ Þá rölti ég heim hæstánægður með munninn fullan af súkkulaði. Svo fór ég ófá- ar ferðirnar til þín til að fá alvöru mat, þ.e.a.s. svið, skötu, gellur og alls konar fisk. Svo má ekki gleyma þegar þú og amma kennduð mér að mála. Ég fékk að mála baðið með vatni (sem var alveg toppurinn á tilverunni) en seinna meir fór ég að hjálpa afa til við að mála íbúðina þína og á þeim tíma sem við vorum að mála allir saman. Hef ég sjaldan skemmt mér jafn vel því það er hlutur sem þú varst einna bestur í og það var að skemmta öðrum. Brandararnir sem þú sagðir mér úr sveitinni þegar ég kom í heim- sókn til þín voru sko ófáir og gleymast aldrei. Seinasta skiptið sem ég hitti þig var á spítalanum, og ákvað það í flýti að kíkja með afa til þín en það var nokkrum dögum áður en þú lést. Við afi sáum hvað þú ljómaðir allur upp þegar við gengum inn til þín og byrjaðir að reyta af þér brandarana og allt lék í lyndi og engan óraði fyrir því sem átti eftir að gerast nokkrum dögum síðar. Við töluðum mest um hvernig lífið var í sveitinni og hvernig mitt líf hefði upp á síðkastið verið, en þú varst alltaf mjög áhugasamur um hvernig mér gengi í fótboltanum og skólanum. Þessi skyndiákvörð- un um að fara og kíkja til þín var án efa ein sú besta sem ég hef tek- ið alla mína ævi því ég vil hafa seinasta skiptið sem ég hitti þig í minningunni þannig að það end- urspegli persónuleika þinn, þ.e.a.s. fjörugan, fyndinn og bráðskemmti- legan. Með þessum orðum vil ég kveðja þig, elsku afi minn. Þín verður sárt saknað. Þinn afadrengur Ragnar. JÓN LÚTHERSSON Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI ÞÓRLINDSSON, Árskógum 26b, Egilsstöðum, fyrrum bóndi í Gautavík, andaðist á Sjúkrahúsinu á Seyðisfirði fimmtu- daginn 19. maí sl. Útförin fer fram frá Egilsstaðakirkju fimmtu- daginn 26. maí kl. 14.00. Jórunn Bjarnadóttir, Jón Ragnar Óskarsson, Hjálmþór Bjarnason, Guðlaug Björnsdóttir, Þorbjörg Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, JÓHANNA ÁSDÍS JÓNASDÓTTIR, Mánatúni 2, Reykjavík, lést á heimili sínu föstudaginn 20. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Þeir, sem vilja minnast hennar, eru beðnir að láta Minningarsjóð hjúkrunarþjónustu Karitasar njóta þess, sími 551 5606. Birgir J. Jóhannsson, Guðrún Birgisdóttir, Chuck Mack, Jónas B. Birgisson, Stella Guðmundsdóttir, Inga Jóhanna Birgisdóttir, Halldór Úlfarsson, Sigrún Birgisdóttir, Óskar Baldursson, Haukur Birgisson, Áslaug María Magnúsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Elskulegur unnusti, faðir, sonur, tengdasonur og bróðir, ÁGÚST ÞÓRÐUR STEFÁNSSON, Öldugötu 31, Hafnarfirði, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi sunnudaginn 22. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Maríam Siv Vahabzadeh, Nadía Líf Ágústsdóttir, María Alexandersdóttir, Jón Björnsson, Lilja Ingvarsdóttir, Smári Brynjarsson og systkini. Ástkær faðir okkar, STEFÁN HAUKUR EINARSSON, lést á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn 21. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Stefán Einar Stefánsson, Marlín Aldís Stefánsdóttir, Guðrún Margrét Stefánsdóttir, Viðar Stefánsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.