Morgunblaðið - 24.05.2005, Síða 29

Morgunblaðið - 24.05.2005, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2005 29 MINNINGAR ✝ Bára Kristjáns-dóttir fæddist á Patreksfirði 22. des- ember 1953. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 7. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hennar eru Erla Hafliðadóttir, f. 3. september 1930, og Kristján Jóhannes- son, f. 26. september 1921, d. 2. nóvember 1986. Systkini Báru eru Erlendur, f. 26. júní 1949, Kristín Sigríður, f. 11. september 1950, Ólafur Arnar, f. 8. febrúar 1952, Björn, f. 31. mars 1960, Jökull, f. 21. júní 1964, og Björk, f. 30. des- ember 1965. Sonur Báru og Sigurjóns Helgasonar, f. 13. júní 1949, er Njörður Sigurjónsson, f. 15. jan- úar 1974, kvæntur Valgerði Höllu Kristinsdóttur, f. 10. mars 1977. Bára giftist 9. apríl 1977 Krist- jáni Geir Arnþórssyni, f. 27. októ- ber 1951, sem gekk Nirði í föð- urstað. Börn Báru og Kristjáns eru: 1) Arnþór, f. 1. febrúar 1977. Sonur Arnþórs og Hönnu Juul, f. 6. desember 1974, er Pétur Juul Arnþórsson, f. 22. janúar 1998. 2) Björn, f. 14. ágúst 1983. 3) Marta, f. 17. nóvember 1991. Bára ólst upp á Patreksfirði en flutt- ist suður fyrir tví- tugt. Hún lauk námi í Lyfjatækniskólan- um 1982 og starfaði í Lyfjabúðinni Iðunni bæði fyrir og eftir námið, í sam- tals 18 ár. Bára útskrifaðist úr Þroskaþjálfaskóla Íslands 1996 og starfaði á Landspítalanum í Kópa- vogi, bæði með námi og eftir það. Síðast kenndi hún við Fjölbrauta- skóla Suðurlands á Selfossi. Lengst af bjuggu Bára og Kristján á Kópavogsbraut 2 í Kópavogi en síðustu árin hafa þau búið á Stokkseyri. Útför Báru verður gerð frá Sel- fosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Smátré vaxa í garðinum. Í kyrrþey bætast árhringir utan á stofninn. Ef þau lánast verða allar árstíðir grænar. (Þóra Jónsdóttir.) Báru Kristjánsdóttur kynntist ég í lífsleiknikennslu við Fjölbrauta- skóla Suðurlands. Þar urðum við samkennarar og félagar, deildum hugmyndum og aðferðum, kennslu- stofu og nemendum. Það voru ánægjuleg kynni og eftirminnileg. Hún kom úr annarri átt en ég, var af annarri kynslóð, með annan bak- grunn og aðra menntun en lífsvið- horfin voru lík. Bára var glæsileg kona, lífsreynd og róttæk í skoðunum, hún var orkubúnt, fjölgreind, fylgin sér, með fallegt bros og vasa fulla af kven- legum þokka, manneskja með hljómmiklar hugmyndir, hugsaði abstrakt og vildi bæta heiminn – og svo hlustaði hún á slökunartónlist þegar það átti við – og innleiddi þá aðferð í lífsleiknikennsluna. Og í minningunni leggjumst við á gólfið í stofu 201, drögum fyrir glugga, lokum augum og Bára setur diskinn í tækið, við hlustum á sjáv- arnið, ölduna sem brotnar í fjörunni, hvernig hún sogast að og frá – og þá segir hún söguna sem liggur frá tán- um, upp eftir kálfum og lærum, í gegnum mjaðmir, maga og brjóst, út í hendur, fram í fingur, og þaðan stökkvum við alla leið upp á herðar, höldum svo áfram í gegnum hálsinn og horfum aftur og nývöknuð í gegnum marglit augun – hvert á annað. Svo fjarar hljómurinn út og eitt af öðru stöndum við upp, drögum frá að nýju, röðum í töskur, göngum frá stólum og borðum, þurrkum af töfl- unni, slökkvum ljósin og læsum á eftir okkur. Fyrir hönd lífsleiknikennara við Fjölbrautaskóla Suðurlands vil ég koma á framfæri þökkum fyrir gengin spor, færa Kristjáni og börn- um þeirra beggja og öðrum að- standendum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Jón Özur Snorrason. Elskuleg vinkona mín, Bára. Ég þakka þér vináttuna frá því að við vorum litlar stelpur í skóla á Pat- reksfirði og allar götur síðan. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar – Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Löng þá sjúkdómsleiðin verður, lífið hvergi vægir þér, þrautir magnast, þrjóta kraftar, þungt og sárt hvert sporið er, honum treystu, hjálpin kemur, hann af raunum sigur ber. Drottinn læknar, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber, Drottinn elskar – Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sig. Kr. Pét.) Hinsta kveðja. Jóhanna Gunnarsdóttir (Hanna). Kveðja bekkjarsystkina frá Patreksfirði Í sínum huga syrgir hver sár í hjarta gráta lætur. Sinnið þjakað, þreyttur er þá er sofnar síðla nætur En þegar veröld virðist myrk og vanti náðarljósið blíða, biðjum, Guð, þú gefir styrk af gæsku þinni þeim er líða. (Óskar Kristjánsson.) Í annað sinn á stuttum tíma horf- um við á bak kærri samstarfskonu í FSU. Bára Kristjánsdóttir kenndi að sönnu ekki lengi hjá okkur, en hún öðlaðist fastan sess í hjörtum okkar sem kynntumst henni. Bára var glaðvær, skemmtileg og glæsi- leg kona sem hið ytra minnti mig ávallt á fagra kvikmyndadís fyrri tíma. En Bára var hugsjónakona af lífi og sál og var alltaf að leggja sitt af mörkum til að bæta heiminn, hvort sem hún beitti sér sem kven- réttindakona, þroskaþjálfi eða lífs- leiknikennari, og hún átti auðvelt með að gefa af sér og deila hug- myndum sínum með okkur hinum. Missir okkar allra er því mikill. Okkur hjónunum veittist í tvígang sá heiður að vera ásamt fleira fólki boðið í kvöldverðarveislu í fallega rauða húsinu þeirra Báru og Krist- jáns á Stokkseyri. Veislurnar báru vott um smekkvísi og glæsimennsku þeirra hjóna og var ekkert til sparað til að gestirnir gætu notið veiting- anna af bestu lyst. Maturinn var frábær og borðskreytingarnar óvenjulegar og fínlegar, þrátt fyrir að vera að nokkru leyti fengnar úr fjörunni fyrir neðan húsið. Bára sjálf var hrókur alls fagnaðar og naut þess sýnilega til hins ýtrasta að vera samvistum við gesti sína. Bára hafði mikinn áhuga á hýbýlaprýði eins og sjá mátti á fal- legu heimili þeirra hjóna, þar sem bútasaumsteppi Báru skrýddu víða veggina. Bára hafði sjálf hannað gríðarstórt borðstofuborðið og var tiltölulega nýbúin að láta setja upp nýja eldhúsinnréttingu sem hún hafði hlakkað mikið til að fá. Fleiri breytingar hafði Bára látið gera á húsinu sem gerði það enn meira að húsinu hennar. Það var gaman að ganga um húsið með Báru sem sagði frá og lýsti öllu á skemmti- legan hátt, enda leið henni mjög vel í húsinu sínu. Við vottum Kristjáni, börnunum fjórum og öðrum vandamönnum dýpstu samúð okkar. Blessuð sé minning Báru Kristjánsdóttur. F.h. Starfsmannafélags FSU, Elísabet Valtýsdóttir. Í dag kveðjum við kæran nem- anda og félaga. Kynni okkar hófust þegar Bára settist á skólabekk í Þroskaþjálfaskóla Íslands haustið 1993. Bára stundaði námið af mikl- um áhuga og alúð og hafði brenn- andi áhuga á málefnum fatlaðra. Þetta kom sérstaklega fram í lifandi umræðu í tímum þar sem Bára var óhrædd við að tjá hug sinn og skoð- anir. Við fundum fljótt að Bára var mikil hugsjónamanneskja sem átti auðvelt með að smita aðra af áhuga sínum. Eftir að námi lauk hafði Bára frumkvæði að því að halda tengslum við undirritaðar með heimboðum og kaffihúsaferðum þar sem fagleg umræða var í hávegum höfð. Þá var líka oft slegið á létta strengi og mikið hlegið enda hafði Bára mjög góða frásagnarhæfileika. Gaman var að fylgjast með Báru sem fagmanni og baráttumanneskju fyrir hagsmunum og velferð fatlaðs fólks. Bára var meðvituð um mik- ilvægi þess að viðhalda stöðugt fag- legri þekkingu sinni og var því dug- leg að sækja ýmiss konar fræðslu og leiðsögn í gamla skólann sinn í því skyni að efla sig í starfi. Bára reyndist traustur samstarfsmaður í vettvangsnámi en þar miðlaði hún nemendum óspart af þekkingu sinni og reynslu. Haustið 2000 var í fyrsta skiptið boðið upp á framhaldsnám fyrir þroskaþjálfa innan Kennaraháskóla Íslands og var Bára í hópi þeirra sem hófu nám. Hún stundaði námið af sama áhuga og elju og áður og lét ekki veikindin hafa áhrif þar á. Í lok fyrsta námskeiðsins bauð hún bæði nemendum og kennurum í minnis- stæða veislu þar sem hún var hrók- ur alls fagnaðar eins og fyrri dag- inn. Bára var langt komin að settu marki í framhaldsnáminu þegar hún lést. Ljóst er að málaflokkur fatlaðra sér nú á bak fagmanneskju sem þrátt fyrir stuttan starfsaldur lagði mikið af mörkum til að bæta stöðu fatlaðs fólks í samfélaginu. Mestur er þó missir fjölskyldu Báru og sendum við henni okkar innilegustu samúðarkveðjur.Við vilj- um að leiðarlokum þakka Báru gef- andi samstarf, tryggð og ómetan- lega vináttu. Guðrún V. Stefánsdóttir og Vilborg Jóhannsdóttir, lektorar við Kennaraháskóla Íslands. Við kveðjum kæra vinkonu, Báru Kristjánsdóttur þroskaþjálfa. Henn- ar verður sárt saknað. Bára og Kristján urðu nágrannar okkar hjóna um miðjan áttunda áratuginn. Árin næstu urðu ár heilmikilla sam- skipta og samveru. Börnin okkar sem voru á svipuðu reki urðu miklir vinir. Þau voru samferða til og frá skóla og við komum okkur saman um ýmsar reglur, s.s. útivistartíma, hjólareglur og fleira. Ekki má gleyma öllum veislunum, þar sem ævinlega var hjálpað með veislu- föng, húsgögn og borðbúnað. Ég sé fyrir mér alla krakkana berandi á milli húsa borð og stóla, skálar og diska þegar halda átti veislu í öðru hvoru húsinu, alltaf var lánað á milli. Bára hafði einhvern ótrúlegan töframátt þegar halda átti veislu, það var bókstaflega eins og hún hefði her manna í vinnu því veislu- föngin voru slík en maður varð aldr- ei var við að hún væri að undirbúa hlutina, þetta bara kom áreynslu- laust að því er manni fannst. Bára var snillingur í innanhússhönnun. Fá heimili voru jafn falleg og henn- ar, þar sem allt var í stíl svo fágað og fallegt að unun var af. Já, það er margs að minnast en upp úr stendur Bára. Hún hafði sterkar skoðanir, lá ekki á þeim en einnig hafði hún ríka réttlætiskennd. Bára lauk þroskaþjálfanámi jafn- framt því að reka 6 manna heimili. Málaflokkur fatlaðra fékk því miður ekki lengi að njóta hennar þar sem sjúkdómurinn tók of mikinn toll af kröftum hennar. En ljóst var að Bára var sterkur málsvari fyrir réttindum fólks með fötlun. Hugur hennar stóð til frekara náms og voru réttindamálin henni hugleikin. Ég gæti lengi skrifað um Báru, þessa miklu konu sem átti svo margt ógert. Við gömlu vinirnir á Kópavos- braut minnumst hennar með þakk- læti í huga fyrir allar góðu og skemmtilegu stundirnar með henni og fjölskyldu hennar. Hugur okkar er hjá Kristjáni og fjölskyldu sem við vottum okkar dýpstu samúð. Kveðja Halldór og Hulda, Kópavogsbraut. Bára Kristjánsdóttir útskrifaðist sem þroskaþjálfi vorið 1996. Hún hafði með námi unnið á Landspít- alanum í Kópavogi og hélt þar áfram eftir útskrift. Bára kom inn í hóp okkar þroskaþjálfa sem unnum þar og virkaði sem frískur andblær. Alltaf létt í lund og lífsglöð, með sterkar skoðanir og lá ekki á þeim. Gaman var að ræða við Báru um fagleg málefni, gaf hún viðmæland- anum alltaf nýtt sjónarhorn. Fljótlega eftir útskrift tók Bára við yfirþroskaþjálfastöðu á deild 20, sem er deild fyrir fólk sem er mikið fatlað. Umhyggja Báru fyrir starfi sínu og því fólki sem hún þjónustaði var takmarkalaus og var hún góður málsvari þess. Bára leitaði allra leiða til að íbúar deildar 20 gætu notið almennra lífsgæða þrátt fyrir fötlun. Bára tók þátt í starfi Þroska- þjálfafélags Íslands og var þar í út- gáfuráði einn vetur, eða þar til hún hætti vegna veikinda. Þar sem ann- ars staðar smitaði Bára út frá sér lífsgleði og bjartsýni. Eftir að Bára lét af störfum vegna veikinda höfum við ekki hist oft en þegar við hittumst annaðhvort tvö yfir kaffibolla eða í góðra vina hópi var ég á eftir alltaf með góðan skammt af lífsgleði og orku sem Bára smitaði frá sér alla tíð og við sem kynntumst henni munum muna alla tíð. Fyrir hönd félaga í Þ.Í. sendi ég Kristjáni og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Þóroddur Þórarinsson varaformaður Þ.Í. Um Báru væri auðvelt að skrifa heila bók. Af nógu er að taka, jafn lífsglöð kona og sterkur persónu- leiki sem Bára var. Hér verða að nægja örfá minningarorð um þessa miklu konu. Í Báru bjó mögnuð samsetning mikilla kosta. Allt lék í höndum og huga Báru. Myndarlegri húsmóður er vart að finna; þess bera hann- yrðir Báru af öllum gerðum og fal- legt heimili, glöggt vitni. Bára hafði sérlega næmt auga fyrir fallegum hlutum og fallegum litum. Alveg var sama hvort Bára bauð heim í sam- tíning úr ísskápnum eða til veislu, alltaf var það glæsilegt borð sem tók á móti fólki. Bára var gestrisin og gjafmild kona með afbrigðum og þar var þáttur Kristjáns ekki minni. Bára var góður námsmaður og í fagi sínu sem þroskaþjálfi var hún rökföst, ákveðin og stéttinni til sóma. Hvar sem Bára fór var eftir henni tekið. Geislandi lífsgleðin og glæsileikinn smituðu umhverfið. Í mínum huga sameinaðist í Báru á mjög eftir- minnanlegan hátt sveitastúlkan frá Patró og glæsilega og veraldarvana heimskonan. Elsku Bára, hafðu þakkir fyrir allt og allt. Innilegar samúðarkveðjur, elsku Kristján og Marta, Björn, Arnþór, Njörður og Vala. Kveðja. Huldís. BÁRA KRISTJÁNSDÓTTIR Elskuleg móðursystir mín og mágkona okkar, frk. KATRÍN HELGADÓTTIR fv. skólastjóri Húsmæðraskóla Reykjavíkur, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 25. maí kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Helgi Rúnar Magnússon, Katrín Sigurðardóttir, Friðbjörg Ingjaldsdóttir. Minningarathöfn um ESTHER BLÖNDAL STENSETH verður í Húsavíkurkirkju laugardaginn 28. maí kl. 14.00. María Þorsteinsdóttir, Stefán Hjaltason. Móðir okkar, MINNA ELÍSA BANG, Aðalgötu 19, Sauðárkróki, (Gamla Apótekinu), lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki 22. maí sl. Dætur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.