Morgunblaðið - 24.05.2005, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 24.05.2005, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2005 33 DAGBÓK Eldra fólk – sjónvarpið ÞEGAR fer að vora gleymist að hugsa um okkur gamla fólkið, sem getum lítið hreyft okkur. Við förum ekki í sumarfrí, erum heima öll kvöld, hvort sem það er sumar eða vetur, og þá væri gott að geta horft á eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu. En alltaf skal dagskráin breytast á vorin, svo það er varla horfandi á. Hvernig er þetta með ráðamenn sjónvarpsstöðvanna, geta þeir ekki haft almennilega dagskrá allt árið hugsandi um allt eldra fólkið og þá sem eru rúmliggjandi, þennan stóra hóp?! Þetta á aðallega við Ríkissjón- varpið og Skjá 1, aðrar stöðvar höf- um við ekki efni á að horfa á. Eldri kona. Hlustun á RÚV rás 1 Sl. hvítasunnudagsmorgun var ég að hlusta á þátt sem Arthúr Björgvin Bollason stjórnaði, og mikið var það gaman, það mættu margir útvarps- menn vera svona skýrmæltir eins og hann. (Er ég að tala um aðrar út- varpsstöðvar en RÚV) en þar varla skilst hvað sagt er fyrir alls konar innátali og svo er gripið fram í við- mælanda! Ég skora á Óla Palla að stofna skóla fyrir þessa slettiorðastráka/ stelpur og gera þeim grein fyrir að það er ekki allt leyfilegt í loftinu, þó svo að sé í beinni útsendingu! Og endilega líka að gera eins og útvarpsstöðvar um allan heim gera, taka upp samtal og senda síðan út. En Óli Palli, komdu skólanum á fót og svo sjáum við hvað setur. Örninn. Bíllyklar í óskilum BÍLLYKLAR eru í óskilum í sjopp- unni í Glæsibæ. Upplýsingar í síma 899 4221. Rúsína er týnd á Kjalarnesi RÚSÍNA er rétt að verða 1 árs læða og hvarf hún frá heimili sínu hinn 12. maí sl. frá Jörfagrund á Kjalarnesi. Hún er þrílit; gul, hvít, svartbrún og svolítið loðin með loðið skott. Hún er ómerkt en með rauða ól sem gæti verið farin af. Þeir sem hafa orðið hennar varir eru beðnir að hafa sam- band í síma 846 0349. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Ámiðvikudaginn verður umræðufundurum þýðingar og útgáfu á íslenskumfornbókmenntum áskandínavískum málum á vegum stofnunar Sigurðar Nordals og Norræna húss- ins í samvinnu við Bókaútgáfu Leifs Eiríks- sonar. Að sögn Úlfars Bragasonar, forstöðu- manns stofnunar Sigurðar Nordals, hafa íslenskar fornbókmenntir verið þýddar á þessi tungumál; norsku, sænsku og dönsku, oft áður: „Þýðingarnar eru misgamlar og misgóðar og menn hafa verið að hugleiða það hvort ætti ekki að hefja mikið þýðingarstarf,“ segir Úlfar um tilefni fundarins. Hann segir að hugmyndin sé að gera eins og gert var fyrir nokkrum árum þegar Íslendingasögurnar voru þýddar á ensku. Núna væru það hins vegar þýðendur í Noregi, Danmörku og Svíþjóð sem tækju að sér að þýða sögurnar og þær yrðu svo gefnar út í einum fimm bindum. Þessi hugmynd verð- ur ekki rædd sem slík á fundinum en hún er aðfari hans að sögn Úlfars. Aðalframsögumaður verður Lars Lönnroth, fv. prófessor við Gautaborgarháskóla, en hann er núna að þýða Njálu á sænsku og hefur áður þýtt fornaldarsögur. Hann ætlar að ræða um þýðingar á sænsku og skort á þeim. „Í raun og veru þarf alltaf að vera að þýða upp á nýtt því tungumálið breytist og gamlar þýðingar úreld- ast,“ útskýrir Úlfar. Annette Lassen, lektor í dönsku við Háskóla Íslands, sem er að þýða fornaldarsögur á dönsku og Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorrastofu, munu ræða um þýðingar á forn- aldarsögum.Viðar Hreinsson bókmenntafræð- ingur tekur síðan til máls en hann var ritstjóri þýðinga Íslendingasagnanna á ensku og hann talar um reynsluna af því. Úlfar segir að margt hafi gerst í kjölfarið á þeirri útgáfu sem vert er að skoða nánar. Nokkrar bækurnar hafa til dæmis verið gefnar út í kiljuformi af útgáfufyr- irtækinu Penguin. „Þá komust þessar þýðingar á miklu stærri markað og þær eru seldar á flugstöðvum úti um allan heim. Þannig væri hægt að hugsa sér þýðingarnar á skandinav- ísku málin en mikil vinna liggur á bak við hverja þýðingu og þýða verður hvert verk á norsku, sænsku og dönsku,“ segir Úlfar um þýðingarnar og umfang þeirra. Bókaútgáfa Leifs Eiríkssonar er að undirbúa útgáfuna. Að framsöguerindum loknum fara fram al- mennar umræður um kynningu á fornbók- menntum á Norðurlöndum. Málþingið fer fram á íslensku og skandínavískum málum og hefst kl. 15. Frekari upplýsingar um dagskrána á www.nordals.hi.is Fundur | Þýðingar og útgáfa á íslenskum fornbókmenntum Kynning á fornbókmenntum  Úlfar Bragason er forstöðumaður Stofn- unar Sigurðar Nordals. Hann útskrifaðist með BA próf í íslensku og sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1973, með mag.art frá háskól- anum í Ósló 1979. Hann lauk doktorsnámi í nor- rænum málum og bók- menntum 1986 frá Há- skólanum í Kaliforníu í Berkeley. Úlfar hefur skrifað fjölda greina um fornbókmenntir og fleiri sagnfræðileg efni og ritstýrt bókaflokk- um Stofnunar Sigurðar Nordals. ÚTIVISTARBÓKIN eftir Pál Ásgeir Ás- geirsson er komin út. „Útivistarbókin geymir ómældan fróðleik og gagn- leg ráð til allra sem hyggjast njóta útivistar, ekki síst þeirra sem ætla í göngu- ferðir um Ísland í fyrsta sinn. Jafn- framt eru stuttar og vandaðar lýs- ingar á um tuttugu spennandi göngu- leiðum í nágrenni Reykjavíkur, þar sem lögð er áhersla á að öll fjöl- skyldan geti notið íslenskrar náttúru í skemmtilegum dagsferðum,“ segir í tilkynningu frá útgefanda. “Ég sæki orku, hvíld, innblástur og hugarró til náttúrunnar, hún hefur kennt mérað þekkja sjálfan mig, leið- beint mér, strokið mér blíðlega um vangann og löðrungað mig þegar ég hef farið ógætilega. En nátt- úrandregur mig alltaf til sín aftur - þar líður mér best.“ segir höfundurinn Páll Ásgeir Ásgeirsson um náttúruna. Útivistarbókin er 170 bls., Jón Ás- geir hannaði bók og kápu. Bók MERRITT, sem er 32 ára gamall, frá Oregon í Bandaríkjunum, ætlar að hjóla um Ísland í sumar og leitar eftir ferðafélögum og húsnæði til að gista í. Hann hefur áhuga á íslenskri elektrón- ískri tónlist. Merritt McCarty, 222 NW Georgia Ave, Bend, OR 97701, USA. captainshiitake@hotmail.com KEVIN er 52 ára Englendingur, sem óskar eftir bréfaskriftum við íslenskar konur á aldrinum 30–45. Hann hefur áhuga á ferðalögum, að hitta fólk, tísku, náttúru o.fl. Mr. Kevin Matthews, 16 Hewitt Close, Gillingham, Kent ME7 2QR, England. JEAN óskar eftir að komast í samband við íslenskan frímerkjasafnara með skipti í huga. Mrs. Jean Pyke, R.R: #2, 2357 Carleton Place, Ont., Canada K7C 3P2. ISAC er 39 ára frá Ísrael, sem óskar eftir íslenskum pennavinum. Hann hef- ur áhuga á náttúru, ferðalögum, garð- yrkju, dýrum og tónlist. Isac Cohen, Box 1047, IL-36060 Tivon, Israel. ROBERT óskar eftir að skrifast á við íslenskar konur, 20–30 ára. Hann hefur áhuga á Íslendingum og íslenskri sögu. Robert Willemse, P.O. Box 132, Orania 8752, South-Africa. HARRISON, sem kemur til landsins í byrjun júní, óskar eftir að komast í samband við íslenskar konur sem gætu sýnt honum Reykjavík. Harrison Parker, 500 Sansome Street 300, San Francisco, CA 94122, USA. EMILIE, sem er 26 ára og frönsk, ósk- ar eftir íslenskum pennavinum. Hún hefur áhuga á að heimsækja landið síð- ar. Emilie Charpentier, 45 rue Saint Rémi, 33000 Bordeaux, France. Pennavinir dagbók@mbl.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 STÓRSVEIT Tónlistarskóla Hafn- arfjarðar heldur til Svíþjóðar á fimmtudaginn, þar sem hún leikur á tónlistarhátíð í Jönköping. Í til- efni ferðarinnar efnir sveitin til tónleika í kvöld. Stórsveitin er skipuð 17 hljóð- færaleikurum, sem flestir stunda nám við Tónlistarskóla Hafn- arfjarðar og er stjórnandi Stefán Ómar Jakobsson básúnuleikari. Á tónleikunum í kvöld verður tónleikadagskrá ferðarinnar leikin, en hún er afar fjölbreytt og inni- heldur m.a. reggí, fönk og hefð- bundna stórsveitatónlist. Á efnis- skránni eru einnig þrjú lög eftir Þóri Baldursson. Tónleikarnir fara fram í Hásöl- um í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og hefjast kl. 21:00 og er aðgangs- eyrir 500 krónur. Reggí, fönk og stórsveitartónlist Listahátíð í Reykjavík Dagskráin í dag Leiðsögn um Dieter Roth-Lest Kl. 12.10 Hádegisleiðsögn verður í Listasafni Reykjavíkur og Listasafni Íslands í dag Bergmál Langholtskirkja kl. 20.00 Stomu,einn þekktasti ásláttarleikari heims, flytur ásamt íslenskum listamönn- um nýtt íslenskt verk eftir Ragnhildi Gísla- dóttur við texta eftir Sjón. Flytjendur auk hans verða Ragnhildur Gísladóttir, Sig- tryggur Baldursson og Sjón ásamt Barna- og kammerkór Biskupstungna og Skóla- kór Kársness, stjórnandi er Þórunn Björnsdóttir og Hilmar Örn Agnarsson, organisti í Skálholtsdómkirkju. Bergmál verk eftir Ragnhildi Gísla- dóttur í Langholtskirkju í kvöld BÍLALEIGAN AKA Vagnhöfða 25 • 112 Reykjavík • Sími 567 44 55 • Fax 567 44 53 VIÐ HÖFUM ALLAR GERÐIR BÍLA 5-9 MANNA Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Blikanes - Vel staðsett Mjög fallegt og vel staðsett 250 fm ein- býlishús innst í botnlanga með tvöföld- um bílskúr. Húsið er teiknað af Helga Hjálmarssyni arkitekt. Húsið hefur mik- ið verið endurnýjað að utan og innan á síðustu árum. Eignin skiptist í forstofu, snyrtingu, hol, stofu, borðstofu, húsbóndaherbergi, eldhús, þvottahús, gufubað, baðherbergi, þrjú herbergi og bílskúr. Skjólgóð hellulögð suð- urverönd út af borðstofu. Fallegur garður. Verð 69 millj.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.